Morgunblaðið - 18.10.1980, Síða 30

Morgunblaðið - 18.10.1980, Síða 30
MYNDLIST: 30 MORGUN MYNDLIST: ,Formid d króknum höfðaði til mínu - segir Magnús Kjartansson sem nú sýni í Djúpinu Magnús Kjart- ansson við eitt verka sinna i Djúpinu: ,Oft óska ég þess með sjálfum mér að myndirnar minar væri eins hvunn- dagslegar og eðli- le«ar og kassi i Faxaskáia.1* Nú stendur yfir í Djúpinu við Hafnarstræti sýning Magnúsar Kjartanssonar á málverkum og silkiprenti. — Þetta er bara mín vinna í u.þ.b. tvö ár eða brot af henni, sagði Magnús, — ég er að vinna með tækni sem ég hef ekki verið með áður, er hættur að klippa í bili — það tók 5 ár og gott að breyta til. í staðinn reyni ég að nota ljósmyndir í svokallaðri silkiprenttækni, þar sem filmurnar eru settar á ramma og síðan þrykkt eða skafið yfir á myndina, svipað og gert er í tekst- iltækni. Það er fremur lítið um að þessi tækni sé notuð hérna, enda er hún dýr. Ég vona að mér takist að þoka þessu áfram, er opinn fyrir öllu svona tæknilegu. Enjfinn symból- ismi í þessu Hafnarkrókurinn er þarna alls staðar. Það er oft árátta hjá myndlistarmönnum að vera með sömu mótívin og sjá á þeim og sjálfum sér sífellt nýjar hliðar. Krókinn fann ég í pappírsrúllu inni í Kassagerð. Formið höfðaði til mín, það er dularfullt og kröftugt. Ég lét mynda hann í mátulega rólegu umhverfi og notaði í mynd- irnar. Það er enginn symbólismi í þessu hjá mér. Ég var búinn að vinna lengi í pappír og þarna var hann, krókurinn. Eitthvað hrátt og verklegt við þetta Ég labba oft inn í pakkhúsin við höfnina og virði fyrir mér kassa- stæðurnar, dráttarvagnana og vörubílana, það er eitthvað hrátt og verklegt við þetta. Oft óska ég þess með sjálfum mér að myndirnar mínar væru eins hvunndagslegar og eðlilegar og kassi í Faxaskála. Fólk á bágt með að skilja hvaða erindi hversdagslegir hlutir eigi í mynd. Það vill sjá t.d. eins og eina Esju og hafa hana í hæfilegri fjarlægð. En ég hef ekki sagt skiíið við krókinn ennþá. Það hafa ótal- margir verið mér hjálplegir í sam- bandi við tæknilegu hliðina, og er ég þeim þakklátur fyrir það. Maður hefur orðið að snapa þetta hér og þar. \ Ljósm. Emilia. Nokkrir aðstandendur Nýlistasafnsins, f.v.: ólafur Lárusson, Guðjói Ketiisson, Níels Hafstein, Ásta Ólafsdóttir og Gylfi Gislason. MYNDLIST: Hollensk sýning í Nýlistasafninu UM ÞESSAR mundir stendur yfir í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3, hol- lenzk myndlistarsýning sem ber heitið VIDD Á PAPPIR. Það er hollenzka menntamálaráðuneytið sem hefur útbúið þessa sýningu í því skyhi að kynna það helzta sem er að gerast í skúlptúr í Hollandi um þessar mundir. Nýlistasafnið er sjálfseignar- stofnun sem félag hefur verið stofnað um að reka. Að sögn aðstandenda þessarar sýningar eiga margir mikilhæfustu listamenn Hollendinga á sviði höggmynda- og skúlptúrlistar verk á þessari sýn- ingu en hún hefur á undanförnum árum farið víða um lönd. Meðal höfunda á sýningunni má nefna: Theo Kuypers, Krijn Giezen, Johan Claassen, Cornelius Rogge, David van de Kop og Douwe Jan Bakker, sem allir teljast í fremstu röð hollenzkra myndlistarmanna. Á sýningunni leitast listamennirnir við að túlka hugmyndir sínar á tvívíðum fleti, þó þær séu þrívíðar í eðli sínu — takmark þeirra á þessari sýningu er ekki áþreif- anleikinn í efninu heldur fremur að beina skynjun áhorfandans að upp- runa þess sem gerir mynd áþreif- anlega. Jonkher Mr. E. Röell, sendi- fulltrúi við sendiráð Hollands í London, afhenti sýninguna fyrir hönd hollenzka menntamálaráðu- neytisins en Ingvar Gíslason menntamálaráðherra opnaði sýn- inguna. Sýningin VÍDD Á PAPPÍR stendur yfir til 16. nóvember og er opin virka daga frá kl. 16 til 20 en um helgar frá kl. 14 til 20. Sigrið ur Björnsdó ttir sýnirlandslagsmyndir r y Sigriður Björnsdóttir við þrjár af myndum sinum á sýningunni i Listmunahúsinu: „Skapandi list örvar hugmyndaflugið, og svo sannarlega þurfum við hugmyndaflug til að leysa okkar vandamál." í DAG opnar Sigríður Björns- dóttir sýningu í Listmunahúsinu við Lækjargötu. Þar sýnir hún 70 landslagsmyndir sem hún hefur gert á þessu og síðasta ári og 7 afstraktmyndir frá 1960— 70. Sigríður Björnsdóttir er fædd að Flögu í Skaftártungu árið 1929. Hún lauk myndlistarkenn- araprófi frá Myndlista- og hand- íðaskóla íslands árið 1952 og stundaði framhaldsnám í upp- byggjandi meðferð með skap- andi starfi (art therapy) í Lon- don frá 1953—56, m.a. á The Hospital for Sick Children og The Maudesley Hospital, svo og í Kaupmannahöfn á Dronning Louises Bornehospital 1956—57. Sigriður hefur haldið margar einkasýningar, bæði hériendis og erlendis og tekið þátt í samsýn- ingum. Þá hefur hún farið í námsferðir víða um lönd og stundað myndlistarkennslu hér heima og erlendis, á almennum sjúkrahúsum, geðsjúkrahúsum og í sérskólum. Sýning Sigríðar Björnsdóttur í Listmunahúsinu stendur í þrjár vikur. Þetta er allt til í náttúrunni — Þetta hefur mikið breyst hjá mér, sagði Sigríður. — Ég var í afstraktinu í 20 ár. Nokkrir vinir mínir í myndlistinni, bæði innlendir og erlendir, bentu mér á að það væri mikið af landslagi í afstraktmyndum hjá mér. Eg hafði ekki áttað mig á þessu, en skiljanlegt er það þar sem ég er sveitastelpa, ólst upp úti í nátt- úrunni og drakk í mig áhrifin frá umhverfinu. En svo er hitt að það er alltaf landslag í afstrakt- inu, þetta er allt til í náttúrunni. Gaman að glíma við smámyndir — Ég mála með akríllitum en nota sömu tækni og með olíu. Vinn beint og „spontant", svo að akrílið hentar mér vel, það þornar fljótt og maður fær samfellda framvindu í vinnuna, þarf ekki að rjúfa hana. Ég hef óskaplega gaman af því að glíma við smámyndir og reyna að gera þær eins áhrifamiklar og stórar. Ég held að það hafi tekist hjá mér. Ekki þar með sagt að ég hafi sagt skilið við stóra „form- atið“. Þörf á skapandi afli — Ég finn fyrir því að við lifum á miklum breytingatím- um. Listamaðurinn getur ekki leyft sér að loka sig inni í vinnustofu sinni, hann verður að taka afstöðu, gera upp við sig, hvað listin getur lagt af mörk- um. Ég tengi þetta allt myndlist- inni. í heimi verslunaræðis þar sem neytendapakkningar svipta manneskjuna möguleikanum á að finna til sín sem einstaklings, þar er þörf á skapandi afli. Manneskjan líður fyrir að fá ekki að njóta sín, enda eru allar geðdeildir fullar og unglingar lenda í afbrotum og félagslegum þrengingum. Eina ráðið til að mannkynið lifi af er að hjálpa einstaklingnum til að finna sig. Skapandi list örvar hugmyndaflugiÖ — Myndlistin hefur sýnt að hún getur hjálpað í þessu efni. Ég bendi t.d. á hverju tilrauna- fangeisið í Glasgow hefur áork- að. í skólum skapa vélrænir kennsluhættir námsleiða og uppistand. Þar getur myndlistin dregið úr firringunni og vél- mennskunnni. Danskur sálfræð- ingur, Knud Rasmussen, hefur bent á að áríðandi sé fyrir langskólafólk að hafa skapandi starf með höndum, jafnframt bóknáminu, og efla þannig hug- myndaflug sitt, annars hætti því til að staðna, missa sköpunar- máttinn og endurvarpa aðeins því sem það tekur við. Skapandi list örvar hugmyndaflugið og svo sannarlega þurfum við hug- myndaflug til að leysa okkar vandamál. TÓNLIST: Tónleikar í Bústaöakirkju Til styrktar Afríkuhjálp Rauóa krossins Annað kvöld kl. 20.30 hefjast í Bústaðakirkju tónleikar sem haldnir eru til styrktar Afríku- hjálp Rauða kross íslands. Á tónleikunum koma fram þau Gunnar Kvaran cellóleikari, Guðni Þ. Guðmundsson organleik- ari og Ingveldur Hjaltested söng- kona. Ingveldur hlaut menntun sína hjá Þuríði Pálsson við Söngskól- ann í Reykjavík, auk þess sem hún stundaði framhaldsnám í Eng- landi og Þýskalandi. Hún hefur haldið tónleika víða hér á landi og á Norðurlöndum, og er nú nýkom- in frá Bandaríkjunum, þar sem hún kom fram á degi Leifs Eiríks- Gunnar Kvaran cellóleikari sonar í Philadelphia, en þangað var hún boðin af íslendingafélag- inu þar. Þá hélt hún einnig söngskemmtun í Washington, D.C. Guðni Þ. Guðmundsson organ- leikari nam við Tónlistarskólann í Reykjavík, og auk þess við tónlist- arskólann í Kaupmannahöfn, þar sem hann lauk prófi í orgelleik. Hann var ráðinn organisti við Bústaðakirkju árið 1976. Gunnar Kvaran cellóleikari stundaði nám við Tónlistarskól- ann í Reykjavík, hjá Einari Vig- fússyni við Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn, hjá Erling Blön- dal Bengtsson og loks hjá Reine Flachot í Basel og París. Hann hefur haldið tónleika víða um lönd. Hann hefur verið ráðinn kennari í cellóleik við Tónlistar- skólann í Reykjavík til vors. Gunnar hefur áður leikið á tón- leikum, sem haldnir hafa verið til styrktar svipuðum málefnum og hér um ræðir, t.d. kom hann fram oftar en einu sinni í Danmörku á vegum flóttamannahjálparinnar þar í landi í fyrra, til styrktar fljóttamönnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.