Morgunblaðið - 18.10.1980, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980
35
Oafsakanleg pennaleti
Á þessu ári, nánar tiltekið 27. júní, voru liöin
50 ár frá stofnun Sambands ungra sjálfstæd-
ismanna, sem í daglegu tali er kallaö SUS.
Afmælisins var minnst meö veglegu hófi á
Þingvöllum, en einmitt þar var sambandiö
stofnaö. Nú hefur SUS sent frá sér vandað rit í
tilefni hálfrar aldar afmælisins og ber þaö heitið
„Hugmyndir ungra manna“. Umsjón með útgáf-
unni höföu þeir Björn Hermannsson og Jón
Ormur Halldórsson, en handbragö Ástmars
Ólafssonar og Jóhannesar Long er á útliti
ritsins.
Auk ritgeróar um stefnumál og hugmyndir
SUS í hálfa öld, ávarpa og afmæliskveðja eru
þar áhugaverðar greinar eftir 15 unga sjálfstæó-
ismenn, ennfremur skrá um stjórnir sambands-
ins 1930—1980.
Á bakhlið ritsins eru höfundamyndir, 15 ungir
og fallegir piltar — engin ung kona úr röðum
sjálfstæóismanna fyllir þann hóp. Engin þeirra
virðist hafa haft tíma, tækifæri eða talið tilefni
að grípa til beittasta vopns allra tíma, pennans,
og setja hugsanir sínar og hugmyndir á blaö til
aö hylla þróttmestu samtökin innan Sjálfstæö-
isflokksins.
Afsökun felst ekki í því, aö samkvæmt
stjórnarskrá SUS var ein kona í fyrstu stjórninni
Go síðan engin fyrr en 1971. i því felst einmitt
brýningin.
BjE.
gangskör
Umsjón: Björg
Einarsdóttir
RITNEFND Á RÖKSTÓLUM. Frá vinstri Ásdis, Björg, IngibjörK. MarKrét, Bessi (>k Jóna Gróa.
Fjölskyldan í frjálsu samfélagi
SJÁLFSTÆÐISKONUR Kefa út
bók um fjölskylduna. í næstu
viku kemur út bókin „Fjöl-
skyidan í frjálsu samfélaKÍ" þar
sem 24 höfundar rita um mál-
efni fjölskyldunnar. Sala hefst
á LækjartorKÍ 24. október.
I apríl síðastliðnum kom fram
sú huKmynd, að Hvöt, félag
sjálfstæðiskvenna í Reykjavík,
gæfi út bók um fjölskyldu- og
jafnréttismál. í ritnefnd vöidust
Björg Einarsdóttir, formaður
Hvatar, Jóna Gróa Sigurðar-
dóttir og Ásdís J. Rafnar frá
kvenréttindanefnd félagsins og
Bessí Jóhannsdóttir og Ingibjörg
Rafnar frá jafnréttis- og jafn-
stöðunefnd og er Ingibjörg for-
maður ritnefndar. Síðar kom
Margrét S. Einarsdóttir, for-
maður Landsambands sjálfstæð-
iskvenna inn í nefndina fyrir
þess hönd, enda stendur Land-
sambandið ásamt Hvöt að útgáf-
unni.
Ákveðið var að útgáfudagur
bókarinnar yrði 24. október, á 5
ára afmæli Kvennafrídagsins og
stenst sú áætlun. Bókin verður
kynnt fjölmiðlum í næstu viku
og hleypt af stokkunum á Lækj-
artorgi föstudaginn 24. október,
en þá verða sjálfstæðiskonur
með sölubás á torginu. Forsala
hefur verið í formi áskrifta og
geta þeir, sem það vilja, gerst
áskrifendur með því að setja sig
í samband við skrifstofuna í
Valhöll í síma 82900 eða ein-
hvern úr ritnefnd. Áskrifendur
fá bókina á sérstöku útgáfuverði
og gildir það verð einnig á
Lækjartorgi fyrsta söludag.
Efni bókarinnar „Fjölskyldan
í frjálsu samfélagi" skiptist í 5
aðalkafla, en alls rita 24 ein-
staklingar greinar um einstaka
málaflokka. Taka hefði mátt á
fleiri málum, er fjölskylduna
varða, en einhversstaðar varð að
setja mörkin eðli málsins sam-
kvæmt.
Bókin er sett og prentuð hjá
ísafoldarprentsmiðju og hefur
Kristján Hjaltason séð um útlit
hennar.
Hvöt mun fylgja útkomu bók-
arinnar eftir með félagsfundi
mánudaginn 27. okt. og verða þá
meðal annars pallborðsumræður
um hlutverk fjölskyldunnar í
nútímasamfélagi.
Konur og
stjórnmál
Það er víðar Guð en í Görðum
— segir orðtakið og víst er um
það, að umræðuefnið „Konur og
stjórnmál" er í brennidepli víðar
en hér á landi, þó verið geti að á
okkur brenni eldurinn einna
heitast.’
Vestur-þýska kvenréttindafé-
lagið Deutscher Frauenking hef-
ur gefið út þetta veggklæði, sem
hér birtist mynd af og er ekki
laust við að í því felist hvatning
til kvenna um að hefja nú
þátttöku í opinberu lífi fyrir
alvöru.
- 18156.
— Kvenréttindafélagið.
Ilallveigarstöðum. Berg-
lind hér.
— Gangskör leitar
frétta hjá félaginu. hvað er
helst á döfinni hjá ykkur?
— Tvö stórverkefni eru á
dagskrá hjá okkur í þessum
mánuði. Annars vegar er
landsfundur Kvenréttinda-
félagsins, sem haldinn er
fjórða hvert ár og verður að
þessu sinni 23. og 24. október
næstkomandi. Þó að líklega
sé ekki þörf á að minna á, að
þann 24. eru 5 ár liðin frá
kvennafrídeginum, þá vil ég
nú samt gera það. 25. og 26.
október ætlar Kvenréttinda-
félagið að gangast fyrir
ráðstefnu, sem mun vera
einstök sinnar tegundar hér
á landi en það er með konum
í sveitarstjórnum. Við höf-
um sent boð um þátttöku til
allra þeirra kvenna sem
kjörnar voru í sveitarstjórn
í kosningunum 1978. Með
þessari ráðstefnu vonumst
við til að geta varpað ein-
hverju ljósi á ýmis atriði
sem varða konur og stjórn-
mál. Dagskrá ráðstefnunnar
er í stuttu máli sú, að við
munum fá tvo sagnfræðinga
til að gera grein fyrir að-
draganda og þátttöku
kvenna í sveitarstjórnar-
málum. Þá munu 10 konur
skýra frá því hvers vegna og
hvernig þær hófu þátttöku í
sveitarstjórnarmálum. Tvö
aðalviðfangsefni ráðstefn-
unnar verða síðan hvernig
reynslu konurnar hafa af
starfinu í sveitarstjórnum,
t.d. hvernig þær skýra þá
staðreynd að greinileg
kynskipting er varðandi
skipan sveitarstjórnar-
manna í nefndir. Þá verður
fjallað um hvort það sé
æskilegt eða nauðsynlegt að
hvetja konur til þátttöku í
stjórnmálum og ef svo sé, þá
hvernig best verði að því
staðið.
Við höfum boðið stjórn-
málaflokkum að senda full-
trúa á ráðstefnuna og auk
þess ýmsum þeim aðilum
sem fjalla um jafnréttis- og
sveitarstjórnarmál.
Við erum ákaflega bjart-
sýnar á að þessi ráðstefna
geti orðið árangursrík enda
hefur komið í ljós að mikill
áhugi virðist vera fyrir
henni.
Einhverjir kunna að furða
sig á því að Kvenréttindafé-
Berglind Ásgeirsdóttir,
varaformaður KRFÍ.
lagið, sem stefnir að jafn-
rétti og jafnri stöðu karla og
kvenna á öllum sviðum þjóð-
lífs, skuli gangast fyrir
ráðstefnu með konum ein-
göngu. Það er hins vegar
mat okkar, að það hljóti að
vera alvarlegt áhyggjuefni
að aðeins 6,2% sveitar-
stjórnarmanna séu konur.
Konur virðast vera í sókn á
flestum sviðum, nema í
stjórnmálunum. Við álitum
því vera nauðsynlegt að
kalla saman til slíkrar
ráðstefnu nú á miðju kjör-
tímabili sveitarstjórnar-
manna til þess m.a. að fá
fram ástæður þess að
stjórnmálaleg þátttaka
kvenna er jafn lítil og raun
ber vitni.
Jóhann M. Krístjánsson:
Rjúpan
Rjúpan er ekki myrt til að seðja
svanga heldur átvögl og sælkera,
hún er aukaskammtur þeirra
söddu.
Fækkum slysunum, sem þessi
Ijóti verknaður orsakar, með því
að taka bráðina frá skyttunum,
verstu óvinunum. Spörum kostn-
að, fyrirhöfn og hættur, sem
einstaklingar og tugir manna í
leitar- og björgunarsveitum tak-
ast á við, oft upp á líf og dauða,
þegar þessir óíánssömu óvitar
týnast.
Alfriðum rjúpuna allt þetta ár
og næsta. Rannsökum þá hvort
stofninn er aflögufær. Setjum
löggjöf um hvernig drápið skal
framkvæmt, eins og þegar hefir
verið gjört um slátrun búfjár.
Tvísýnt er hvort handahófsskot af
byssu eða riffli á svo hvikult mark
sem fleygan fugl leiðir til bráðs
dauða eða meiðsla, ef skotið er á
sama hátt á hópa gætu kannski
tveir af tíu steinlegið, en átta
slasast, og heyja þannig dauða-
stríð, örkumla kannski óralangan
tíma. Við slíkum verknaði verður
að setja ströngustu viðurlög.
Hver getur svo, og það helst á
jólum, étið svona fenginn mat?
Hér verður siðmenningin að
grípa í taumana, vísindin og
dýraverndunarfélögin.
Áskorun
til ábyrgra
Með tækninni er hægt að gera
rjúpuna að alifugli eins og endur
og hænsni. Hér er ekki rúm né
tími til skýringa.
Allar lífverur með heitt blóð,
maðurinn, hvalurinn, selurinn
o.fl., hafa líffæri til að geta tjáð
sársauka með hljóðum, veini
o.s.frv., en lífverur með köldu
blóði, eins og fiskurinn, hafa ekki
slík líffæri. Ekki er líklegt, að
náttúran, svo hög sem hún er á
„hönnun" afkvæma sinna, hefði
gleymt því, ef hún hefði talið þau
þurfa þeirra með í lífsbaráttunni.
Siðmenningin plús frú Bardot,
sú góða kona, eru komin langleið-
ina með að friða hvalinn og selinn.
Við Islendingar í gósenlandi kjöts-
ins ættum að geta friðað rjúpuna í
eigin landi. Það væri löðrungur á
siðmenninguna að misþyrma rjúp-
unni, þessari hvítu fjalladís meðal
fallegustu heimasæta okkar fagra
föðurlands.
10/10 1980