Morgunblaðið - 18.10.1980, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980
Minning um mœðg-
ur frá Skuld í
Vestmannaegjum
Margrét Jónsdóttir
Fædd 4. nóvember 1885.
Dáin 29. september 1980.
Guðriður EyKÍó Stefánsdóttir
Fædd 4. aiíúst 1911.
Dáin 10. október 1980.
Allt lýtur tímans rás í lífi
manna, en misjafnan sjó siglir
hver ok einn og með ólíku hugar-
fari. Þeir sem búa yfir styrku
hugarfari og lífsglöðu eiga betur
með en aðrir að sigla særokin í
sólstafavindi, finna sér bjarta
bletti í tilverunni og þannig var
Eygló Stefánsdóttir, Skólavegi 13 í
Vestmannaeyjum. Eygló fylgdi
reisn og tvinnuðust þar saman
margar gáfur, snilligáfa lista-
mannsins og þess sem virðir það
mannlega og gerir gott úr.
Litið til baka yfir liðlega þrjátíu
ár sér maður fyrir sér konu sem
ávallt hlúði að, en æðraðist aldrei,
sama hvað gekk á. Það lýsir ef til
vill bezt yfirburðum Eyglóar að
aldrei sagði hún styggðaryrði við
peyja sem létu illum látum á
Skólaveginum og Stakkó, ekki
einu sinni þótt fyrirferðin á þeim
væri eins og allt væri í hershönd-
um. Hún hallaði aldreí orði á
nokkurn mann, en byggði mál sitt
rökum sem allir lutu.
Gamansemi Eyglóar kom ekki
með neinum látum, hún var sífelld
og jöfn eins og eilífðin. Hún var
nösk að finna broslega fleti og
naut þess að gera góðlátlegt grín,
bæði að sjálfri sér og öðrum. Það
var því alltaf gott að hitta Eygló
og maður fór betri maður til
vegar.
Spjallstundir í eldhúsinu hjá
Eygló, nikk á götu, búðingssmakk
á heimsins besta búðingi um
áramótin, stundir í stofu hennar
þar sem hún lék við píanóið svo að
tign þess naut sín fulls, allt er
þetta veganesti þeim sem eftir
lifa. Veganesti sem unnt er að
grípa í þegar tómarúm þess nei-
+
Eiginmaöur minn,
ANDRÉSANDRESSON
'j vélstjóri,
Flókagötu 16,
er látinn.
Rannveig Erlendsdóttir.
t
Hjartkær móðir okkar og tengdamóöir,
GUÐBJÖRG HELGA JENSDÓTTIR,
Bergþórugötu 43 B,
andaöist í Hátúni 10 B, 16. október.
Ólöf Gissurardóttir, Eiríkur Björnsson,
Ragnar F. Guðmundsson, Bergljót Sveinsdóttir,
Gústaf M. Guömundsson, Karitas Jónsdóttir,
Dagmar Andersen.
+
Móöir okkar,
ELÍSABET EGGERTSDOTTIR,
Langeyrarvegi 2,
Hafnarfiröi,
andaöist í Borgarspítaianum aöfaranótt fimmtudagsins 16.
október.
Guðfinna Nikulásdóttir,
ída Nikulásdóttir,
Magnús Nikulásson,
Ragnhildur Nikulásdóttir,
Eggert Nikulásson.
+
Eiginkona mín, móðir og tengdamóöir,
DAGMAR HELGADÓTTIR,
Hamrahlíö 35,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 20. október kl.
1.30.
Jón Haukur Guöjónsson,
Guöjón Hauksson,
Marlene og Helgi Tómasson.
+
Innilegt þakklæti færum viö öllum þeim, nær og fjær, er sýndu
okkur samúö og vinarhug, sendu blóm og kansa, viö andlát og
jaröarför mannsins míns,
GUNNARS NÍELSSONAR,
Hauganesi.
Guö blessi ykkur öll.
Helga Jónsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
Hjartans þakkir til allra, er auösýndu okkur vinarhug og samúö viö
andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
KRISTÍNAR ÁRNADÓTTUR
frá Króki.
Börn, tengdabörn og barnabörn
kvæða ber að eins og gengur og
gerist í mannanna lífi.
Eygló og Ólafur Björnsson voru
samhent hjón, en hann lézt fyrir
aldur fram fyrir liðlegum tug ára,
mannkostafólk þótt þau hefðu
ólíka skaphöfn. Það var skemmti-
legt að sjá Óla Björns smíða
kommóður upp á danska vísu með
fíngerðasta bróderíi í tré á verk-
stæðinu niðri, en uppi á iofti,vann
Eygló sínar stílhreinu og fáguðu
hannyrðir. Marga spýtuna fengum
við peyjarnir hjá Óla, en við
urðum að færa rök fyrir því til
hvers við ætluðum að nota hana,
við urðum að hugsa, til þess að
vinna okkur inn spýtuna.
Þannig uppeldi veittu þau bæði.
Ekkert var svo ómerkilegt að það
mætti ekki vinna það upp í heild
sem skipti máli, skildi eftir þroska
í fari sínu.
Síðasta áratuginn dvaldi móðir
Eyglóar, Margrét Jónsdóttir,
meira og minna hjá henni, háöldr-
uð merkiskona. Tveimur dögum
eftir að hún var til moldar borin í
Landakirkjugarði var Eygló öll, í
einu vetfangi svipt á braut. Það
má því í orðsins fyllstu merkingu
segja að þær hafi átt samleið til
hins síðasta. Þær mæðgur voru
mjög samrýndar og líkar að
mörgu leyti. Margrét, sem var á
nítugasta og fimmta aldursári
þegar hún lézt, var mikil merkis-
kona. Hún var hinn aflasæli skip-
stjóri í stjórn síns heimilis, bóndi
hennar aflakló til sjávar. Margrét
stjórnaði lengst ævi sinnar óvenju
stóru heimili af mikilli reisn. Hún
var ekki langskólagengin en
hrikalegur skóli hefur sú reynsla
verið að missa þrjú barna sinn á
einni og sömu vikunni. En skóli
lífsins hefur lengst skilað ís-
lenzkri þjóð og því býr þessi þjóð
hvað bezt í heiminum í dag. Með
Ijúfu geði sínu og fasi var Margrét
ávallt eins og sólskinsbros.
Það er flóð og fjara í öllu og nú
er fjara við Skólaveginn, fjara í
ranni Eyjanna við fráfall vinar.
En þótt líf sé tekið með rótum, er
ankerisfesti hugsunarinnar heil
og hún hlúir að sárum trega til
svipmikillar konu, því minningin
um Eygló er eitt af því óhaggan-
lega, Heimaklettur mannlífsins.
Megi góður Guð styrkja þá sem
eftir lifa.
Dóra og Árni Johnsen
Þau eru stundum skörp, skilin
milli lífs og dauða. í gömlum
ævintýrum er mannsævinni oft-
sinnis líkt við kerti og endar
maðurinn ævi sína, þegar kertið er
útbrunnið. Önnur líking er sú um
manninn með ljáinn, sem reiðir til
höggs og leggur að velli hið lifandi
gras. Báðar þessar samlíkingar
eiga við þær mæðgur, Margréti
Jónsdóttur frá Skuld í Vest-
mannaeyjum og Eygló Stefáns-
dóttur. Margrét lést hinn 29. sept
sl. í hárri elli á Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja.en Eygló dóttir hennar
var kvödd héðan skyndilega og
óvænt 11 dögum síðar eða hinn 10.
þessa mánaðar. Verður nú rakinn
í fáum orðum lífsferiil þeirra
beggja.
Margrét Jónsdóttir fæddist
hinn 4. nóvember árið 1885 og
voru foreldrar hennar Jón Ólafs-
son og Guðfinna Egilsdóttir. Þar
sem leiðir foreldra Margrétar lágu
ekki saman ólst hún úpp hjá
frændkonu sinni og manni henn-
ar, þeim Guðrúnu Magnúsdóttur
og Vigfúsi Guðmundssyni, fyrst
* U 1 J 4 C IMJIOI 1' 1 to l.tUUK l. t. -
austur í Þykkvabæ, en fluttist
síðan með þeim til Reykjavíkur.
Hinn 20. október árið 1906
giftist hún Stefáni Björnssyni frá
Bryggjum í Landeyjum. Fyrstu
tvö búskaparár sín bjuggu þau í
Reykjavík, en héldu síðan til
Vestmannaeyja, þar sem Stefán
hafði reist íbúðarhúsið Skuld í
félagi við Sigurð Oddsson. Stund-
aði Stefán skipstjórn og útgerð frá
Vestmannaeyjum um áratuga
skeið. Hann lést árið 1957.
Þau Margrét og Stefán eignuð-
ust 7 börn og komust 4 þeirra á
legg. Árið 1919 misstu þau þrjú
barna sinna í sömu vikunni og má
nærri geta, að það hefur verið
þeim þungbær raun. Verða nú
talin þau börn þeirra, sem náðu
fullorðins aldri:
Guðrún, fædd 1908, Guðríður
Eygló, fædd 1911, Guðfinna, fædd
1923 og Kolbeinn, fæddur 1914, en
hann lést fyrir nokkrum árum.
Heimilin í Vestmannaeyjum,
þaðan sem útgerð var stunduð,
voru fjölmenn, því að á vegum
útvegsbænda dvöldu oft skipverj-
ar þeirra og aðrir þeir, sem sóttu
til Vestmannaeyja á vertíðum.
Reyndi því ekki síður á stjórn-
kænsku húsmæðranna en eigin-
manna þeirra á hafi úti. Heimilið
í Skuld var enda mikið rausnar-
heimili, sem orð fór af og annaðist
Margrét það um 60 ára skeið eða
fram til ársins 1970. Einn af
skipverjum Stefáns, Magnús Þ.
Jakobsson, vestur-skaftfellskur
maður, ílentist í Skuld og dvaldist
þar áfram eftir að Stefán Iést. En
við lát Magnúsar árið 1970 brá
Margrét búi og flutti til dætra
sinna. Dvaldi hún hjá þeim til
skiptis, en þó lengst hjá Eygló.
Guðríður Eygló, eins og hún hét
fullu nafni, fæddist hinn 4. ágúst
árið 1911. í æsku nam hún ljós-
myndun og starfaði nokkuð við þá
■ iðn á sínum yngri árum, en
stundaði þar að auki verslunar-
rekstur um nokkurra ára skeið í
Vestmannaeyjum.
Hinn 31. desember árið 1937
giftist hún ólafi R. Björnssyni
húsgagnasmið frá Kirkjulandi í
Vestmannaeyjum. Bjuggu þau
Eygló fyrst þar hjá foreldrum
Ólafs, en fluttust síðar að Kirkju-
bóli. Skömmu fyrir 1950 hafði
Ólafur reist þeim íbúðarhús við
Skólaveg 13, þar sem einnig var
verkstæði hans og verslunarhús-
næði, og bjó Eygló þar síðan til
dauðadags. Mann sinn missti hún
eftir langvinn veikindi árið 1969.
Þau Ólafur og Eygló eignuðust
fjóra syni og eru þeir þessir:
Stefán Björn, fæddur 1938, Guð-
jón Bergur, fæddur 1945, Ólafur
Örn, fæddur 1946 og Lárus Grétar,
fæddur 1952. Þeir Stefán Björn og
Ólafur Örn eru búsettir í Vest-
mannaeyjum, en Guðjón Bergur
og Lárus Grétar settust að í
Hafnarfirði.
Árið 1973 urðu þær mæðgur,
Margrét og Eygló, að hrekjast
undan jarðeldunum á Heimaey til
meginlandsins og opnuðu þá hjón-
in, Óskar Friðbjörnsson og Torf-
hildur Sigurðardóttir, frænka
þeirra, heimili 3Ítt fyrir þeim og
settust þær þar að um stundarsak-
ir. En hvert áfallið af öðru reið
yfir. Skömmu síðar skemmdist
nokkur hluti búslóðar Eyglóar,
þegar ofviðri skall yfir vestanvert
Suðurland og sjór komst í hús-
næði það, sem þær mæðgður höfðu
til umráða og yngsti sonur henn-
ar, Lárus Grétar, stórslasaðist, er
hann var við björgunarstörf í
. X tvM 'U i J i i J J t/>, |i 4 4 i lii i u
Vestmannaeyjum. Enginn sá
Eygló bregða við þessi ótíðindi.
Hún hélt æðruleysi sínu og glað-
lyndi og ræddi fátt um.
Hugur Eyglóar stefndi á ný
heim til Eyja og þá um sumarið
hófst hún handa við lagfæringar á
húsi sínu. Um haustið hélt hún til
Danmerkur á fund sonar síns,
Guðjóns Bergs, sem þar var við
nám. Skömmu eftir komuna þang-
að tók hún að kenna sjúkleika,
sem olli því, að hún varð að liggja
rúmföst svo að mánuðum skipti.
Þessi sjúkdómur varð ekki greind-
ur fyrir víst, en Eygló náði aldrei
sínum fyrri kröftum.
Síðustu árin bjó Eygló í Vest-
mannaeyjum og Margrét móðir
hennar hjá henni, eða þar til
heilsu hennar var tekið svo að
hnigna á útmánuðum 1979, að ekki
þótti annað fært en fela hana
umsjón hjúkrunarliðs á Sjúkra-
húsi Vestmannaeyja. Þar dvaldi
hún síðan þar til hún lést hinn 29.
fyrra mánaðar eins og áður segir,
tæpra 95 ára að aldri. Margrét
hlýtur þau eftirmæli, að hún hafi
verið hljóðlát kona og ljúf í elli
sinni og kvartaði aldrei, þótt
henni tapaðist að mestu heyrn og
líkamskraftar þyrru.
Milli þeirra systra, Guðrúnar,
Eygióar og Guðfinnu, var ætíð
náið samband og höfðu þær styrk
og gleði hver af annarri. Notuðu
þær gjarnan samfundi sína til
þess að rifja upp æskuminningar
og var þá hlegið dátt að ýmsu því,
sem á dagana hafði drifið. Svo var
enn eftir útför Margrétar hinn 8.
þessa mánaðar, að systurnar hitt-
ust ásamt vinum og frændum og
bar þá margt á góma. Eygló hafði
þá fyrir nokkru kennt lasleika
fyrir brjósti, og á greftrunardag
móður hennar féll sá úrskurður
lækna, að hér væri um að ræða
kransæðastíflu á allháu stigi. Þó
gekk Eygló glöð um beina á
heimili sínu, þegar drukkið var
erfi Margrétar, og grunaði víst
engan, þegar gestir héldu þaðan
um kvöldið, að þar hefði hún
haldið kveðjusamsæti sitt.
Daginn eftir hélt Eygló á
Sjúkrahús Vestmannaeyja til
rannsóknar og var henni þá létt í
skapi. Líkti hún dvöl sinni þar við
hótelvist, en Eygló hafði þá fyrr
um sumarið farið til Ítalíu með
Guðrúnu systur sinni og skemmtu
þær sér eftir föngum og urðu
ungár í annað sinn.
En dauðinn kvaddi dyra fyrr en
nokkurn varði. Eygló veiktist þá
um kvöldið, eftir að hún kom inn á
Sjúkrahús Vestmannaeyja og var
hún flutt á gjörgæsludeild um
miðjan næsta dag, þar sem hún
lést skömmu síðar.
í íslensku velferðarþjóðfélagi
teljast 69 ár ekki hár aldur og
enginn, sem þekkti Eygló, á létt
með að sætta sig við brotthvarf
hennar héðan.
En minningin um skapfestu
hennar, örlæti og ljúfa lund mun
verða afkomendum hennar, vinum
og vandamönnum styrkur og leið-
arljós og þannig lifir hún áfram á
meðal þeirra.
Blessuð sé minning þeirra
mæðgna, Margrétar og Eyglóar.
Arnþór Helgason
Birting
afmœlis- og
minningar-
greina
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast i
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera i sendibréfs-
formi. Þess skal einnig getið
af marggefnu tilefni að frum-
ort ljóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit
þurfa að vera vélrituð og með
góðu línubili.
>