Morgunblaðið - 18.10.1980, Page 45

Morgunblaðið - 18.10.1980, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980 45 mörgu félagsmanna og nýtist í þágu þeirra, beint eða óbeint. Eignir samvinnufélaganna eru á sama hátt sameign félagsmanna og auka því ekki auð fárra ein- staklinga." — Og nú skulu Þ.Þ. og aðrir spurðir: Hvað er eign? — Finnst mönnum það burðug „eign“, sem er raunar einungis tilkynning um bókhaldsfærslu sem nefnist á samvinnumáli aukn- ing reikningsinnstæðu félags- mann»4 stofnsjóði félagsins, — en enginn ráðstöfunarréttur fjár- hæðarinnar fylgir?! — Stað- reyndin er nefnilega sú að félags- maður í samvinnufélagi „á“ stofnsjóðinn en ræður ekki yfir honum. — Samvinnufélagið „á stofnsjóðinn ekki“ samkvæmt lag- anna hljóðan, en ræður yfir hon- um nokkurn veginn óskorað sem rekstrarfé, sem samkvæmt lögum er skattfrjálst. Þannig eru þessar „eignir" félagsmanna í samvinnu- félögum lögbundnar, að mestu leyti sem skattfrjálst ráð- stöfunarfé samvinnufélaganna sjálfra. — Með hugtakabrellum má ýmsu til leiðar koma, — en engar slíkar skattfvilnunarleiðir eru opnar öðrum rekstrarform- um en samvinnufélögum. Einokunartilhneiging — sunnanvörur/ norðanvörur Og í beinu framhaldi af þessu segir Þ.Þ. í leiðara sínum: „Hún (samvinnuhreyfingin) hefur kom- ið i veg fyrir að hér mynduðust einokunarfyrirtæki á ýmsum svið- um, en oft leiðir samkeppnin til þess ef einkaaðilar eru einir um hituna." — Og nú skal Þ.Þ. spurður: Eigum við að gamni okkar að fara, í huganum, í hringferð um Iandið og skoða þau fyrirtæki sem helzt gætu talizt hafa á sér einokunarblæ, eða helzt virðast hafa tilburði til að ná einokunarmarkinu — og athuga í leiðinni hver þessara fyrirtækja kunni að vera samvinnufélög og hver ekki. — I þessu efni væri kannski freistandi að taka aftur til umræðu dæmið margfræga um alkunnugt stórveldi sem er sam- vinnufélag í Eyjafirði, og er eig- andi að mörgum iðnaðarverk- smiðjum þar og enn fleiri verzlun- um, — en bannar sölu iðnaðar- vara í verzlunum. nema þeirra vara sem eru framleiddar i eigin verksmiðjum. — Og verður þá aftur að spyrja: Finnst samskonar einokunartilhneiging í fjölmörg- um einkaverzlunum Reykvíkinga og annarra sunnanmanna? — Eru norðanvörurnar bannvara þar. á sama hátt og sunnanvörurnar eru bannvara fyrir norðan? — Eða er það kannski ekki einokun að mati Þ.Þ. og annarra vinnu- manna ef samvinnufélag nær því takmarkf sínu „að vera eitt um hituna"? Gagnrýni? — Árás? Undirritaður játar að fram- angreint má skilja, og á að skilja sem gagnrýni á forréttindaað- stöðu og einokunartilhneigingu samvinnufyrirtækja, og skal nú vænzt andsvara Þ.Þ., og verður tekið eftir því hvort enn einu sinni verður reynt að stimpla slíka gagnrýni sem „árás á samvinnu- hreyfinguna“. Og að endingu þetta: Verður betra að lifa á íslandi þegar tilefnið er orðið ótvírætt, að bæta essinu (S) fyrir framan nafn landsins? — Þetta síðasta er ekki gagnrýni.það er ekki árás. — það er einföld spurning sem hverjum manni ætti að vera hollt að velta fyrir sér. Með beztu kveðjum." • Strætisvagna- ferðir í skíðalöndin Unnandi skíðaiþróttarinnar hringdi í Velvakanda og bað um að þeim tilmælum yrði beint til borgaryfirvalda að þau stæðu fyrir reglulegum strætisvagna- ferðum upp í skiðalönd i nágrenni borgarinnar, a.m.k. í Bláfjöllin. — Þetta er orðið knýjandi mál núna, þegar bensínið er orðið svona dýrt. Ég skora á borgarstjóra að sjá til þess að eitthvað verði gert í málinu. Rútuferðirnar þarna upp eftir hafa verið bæði strjálar og dýrar, ég tala nú ekki um þegar heilu fjölskyldurnar bregða undir sig betri fætinum. Ég hef kynnst því erlendis, t.d. í Austurríki, að ferðir í skíðalönd eru felldar inn í leiðakerfi strætisvagna og þá er einfaldlega sett grind aftan á vagnana, þar sem skíðin eru tryggilega geymd, og þegar á staðinn er komið, tekur hver sín skiði, mér sýndist þetta ekkert mál þarna. Það er enn þá tími til að taka þetta til athugunar fyrir veturinn, borgarstjóri. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Varsjá í Póllandi fyrr á þessu ári kom þessi staða upp í skák þeirra Sznapiks. Póllandi, sem hafði hvítt og átti leik, og tékkneska stórmeistarans Pribyl. 18. Bxe7! - Kxe7, 19. e6! - h6 (Ef 19. - fxe6 þá 20. Hxe&+! - Rxe6, 21. Hxb7+ o.s.frv.) 20. exf7+ — Kf6, 21. Hxb7! og svartur gafst upp, enda stutt í mátið. HÖGNI HREKKVlSI Nýjung í hárrúllum Bæöi permanents-og lagningarrúllur Engar spennur, engir pinnr Þasgilegt, fljótlegt og auðvelt í notkun Fæst í verslunum um tand alft Trésmiðir — Húsbyggjendur Spónaplöturnar og krossviöinn, sem þiö kaupið hjá okkur getiö þiö sagað niöur í plötusöginni okkar og þaö er ókeypis þjónusta. Opið í kvöld Gestir kvöldsins eru Magnús og Jóhann ásamt Graham Smith (rafmagnsfiöla) og Jónasi Björnssyni (ásláttarhljóðfæri).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.