Morgunblaðið - 07.12.1980, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.12.1980, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980 38 Rætt við Fríðu Á. Sigurðardóttur rithöfund vegna útkomu bókar hennar „Þetta er ekkert alvarlegt“ Fríða Á. Sigurðardóttir. Lj6sm Mbl Emilia B Bjðrn3dóttir „Þoli fremur slettur úr erlendum málum en hið þvælda stofnanamálfaru Friða Á. Sigurðardóttir er nýtt nafn í hópi rithöfunda. Friða lauk cand. mag. prófi í ialenzku i febrúar 1979 og prófritgerð hennar, sem var bókmenntaleg athugun á leik- ritum Jökuls Jakobssonar kom út i sept. sl. á vegum Rann- sóknarstofnunar f bókmennta- fræðum við Háskóla íslands. Fyrsta skáldverk hennar, smá- sagnasafnið „Þetta er ekkert alvarlegt“ er nýkomið út og er sú bók tilefni eftirfarandi við- tals við Friðu um bókina, bóka- útkomur, lifið og tilveruna. „Ég átti fyrir þó nokkurt safn smásagna. Ég vann svo úr og umskrifaði einar þrjár eða fjór- ar sögur, hinar eru nýjar," svar- ar Fríða spurningunni um tilurð bókarinnar. „Þetta eru nokkuð samstæðar sögur þar sem ég reyni að fjalla um venjulegt fólk og veruleikann sem við lifum í — þar sem flestir eru á harða- spretti. Mér finnst fólk vera orðið hrætt við að hugsa sjálft. Það flýr hugsanir sínar og hræðslan við ábyrgðina sem fylgir því að vera til er afger- andi.“ Þetta er brjálæði — Staða konunnar er þér hugleikin í sögunum. Ert þú kvenréttindakona? „Ég er fyrst og fremst mann- réttindakona. Heimurinn er okkar allra, en mér finnst sam- skipti kynjanna ekki ná réttum snertipunkti. Heimspeki, trúar- brögð og bókmenntir hafa gert sitt til að breikka biiið þarna á milli, enda karlmenn átt þar í stærsta hlutinn. Það eru þessi fjandans hlutverk sem er alltaf verið að úthluta fólki, bæði körlum og konum. Og konan er fúsari en karlmaðurinn til að endurmeta hlutverkin. Hann verður hræddur og fer í vörn. Finnst hann sjálfsagt hafa meira að missa en konan. Ég viðurkenni að það er erfitt að koma þessu heim og saman og við verðum sífellt að endurmeta stöðuna. Nú er eitt er að komast undan núverandi vinnuþrælkun og ná jafnvægi. Það er alls ekkert vit í hvernig fólk vinnur og er nauðbeygt til að vinna. Þetta er brjálæði." — Ertu óánægð með það sam- félag sem við lifum í? „Vinnubrjálæði er ekki að- dáunarvert. Hér er ekki lengur neitt pláss fyrir börn og gam- almenni, öryrkja og aðra þá sem ekki skila hámarksafköstum. Einu gjaldgengu þjóðfélagsþegn- arnir virðast vera þeir sem geta puðað og það helst allan sólar- hringinn. Hinum er ýtt til hliðar og þar gleymast þeir. Og hvar er svo lífshamingjan?" — Hvað er þá lífshamingja? „Nú er stórt spurt. Kannski er lífshamingjan fólgin í því að finna sér stað til að standa á og vera sáttur við sjálfan sig — að líka við sjálfan sig. En til að ná þeim punkti verða menn að gefa sér tíma til að hugsa. Flestir eru hræddir við að vera einir og þora ekki að horfast í augu við sjálfan sig. Þegar þú veist nokkurn veginn hvernig þú sjálfur ert, þá lætur þú ekki eins stjórnast af öðrum og þá fyrst lærirðu að taka ábyrgð á eigin lífi. Fyrir mér er lífshamingjan fyrst og fremst að vera ánægð yfir því að vera til.“ Fólk verður að ráða sjálft — Jólabókaflóðið, þar kennir margra grasa. Finnst þér nægi- lega vandað til meginhluta þeirra bókmennta, sem okkur er boðið upp á? „Ef þú átt við hinn mikla fjölda afþreyingarbóka, þá finnst mér ekki hægt. að ætlast til þess að fólk lesi eingöngu háalvarlegar bókmenntir. Ég er persónulega ekki hrifin af þess- ari fjöldaframleiðslu, en fólk verður að ráða því sjálft hvað það les. Ég er þó höll undir það, að meira verði gert af því að skrifa íslenzkar afþreyingarbók- menntir. Það hefur nokkuð verið gert af því upp á síðkastið og mér finnst það jákvæð þróun svo framarlega sem hún gengur ekki út í öfgar.“ — Telur þú að markaðslög- málið hafi áhrif á ákvarðanir rithöfunda um efnisval? „Ja, ekki var það nú hvað mig snertir a.m.k. Mér var sagt að smásögur seldust alls ekki og ég held að fræðiritgerð mín verði ekki ofarlega á sölulistunum. Annars var þetta smásagnasafn mest tilraun fyrir mig sjálfa. Ég sé svo til með framhaldið." — Hvað finnst þér mikilvæg- ast að rithöfundur hafi í huga, er hann vinnur að verkum sínum? „Mér hefur alltaf fundist að eitthvað mikið væri að, þegar venjulega eðlisgreint fólk skilur ekki hvað verið er að segja. Ég er á móti stofnanamállýskunni, sem flæðir yfir og orðskrúði sem þýðir ekki neitt.“ Hagfræðikjaft- æði og stofnana- mállýska „Ég á miklu betra með að þoia slettur úr erlendum málum en ' hið þvælda stofnanamálfar, sem við heyrum t.a.m. í hinum ýmsu „hanaatsþáttum" í sjónvarpinu. I Þar sletta menn í kringum sig alls konar hagfræðikjaftæði og tilbúinni stofnanamállýsku. Ég hef oft staðið mig að því að sitja og góna, án þess að geta fylgst með nema smá stund, hvað þá skilið þetta þrugl. Þó fólk sé feimið við að viðurkenna, að það skilji ekki nema annað hvert orð og varla það, þá held ég að flestir viti, að það er aðeins verið að breiða yfir hlutina og hreint og beint plata mann. Þetta er dóna- skapur sem ætti ekki að líða. Það er mikilvægt að við höldum vöku okkar gagnvart íslenzku máli, en fólk má heldur ekki taka sig of hátíðlega." Við spurðum Fríðu í lokin, hvort hún væri með eitthvað í smíðum. Hún endurtók að þetta væri aðeins tilraun og að með útkomu bókarinnar væri hún að athuga sinn gang og hvað hún gæti. Þó var eins og það lægi í loftinu, að ósk ritdómara eins dagblaðanna, er hann fjallaði um smásagnasafn Fríðu, verði að veruleika. Sú ósk hljóðaði svo: „Megum við fá meira að heyra." F.P. þess á samfélagið aðgang að sínum skerfi í formi skatta. Framleiðslustarfsemi er í sjálfu sér öruggasta og gagnlegasta aðgerð í at- vinnumálum. Samkeppnin er hvetjandi fyrir fram- leiðsluþróun, þar sem hún örvar framlag einstaklingsins. Þróun framleiðslunnar þjónar ekki aðeins þeim tilgangi að fullnægja gervi- þörfum heldur að iangsamlega mestu leyti að fullnægja raunverulegum þörf- um. Fjölbreytt framboð neysluvarnings gerir lífið léttara og auðugra að inni- haldi. Þar sem þegnunum hefur verið frjálst að tjá skoðanir sínar í töluðu máli og rituðu og með gerðum sínum, hefur hið margbreytilega neysluúrval alltaf verið mælikvarði á gæði þjóðfélagsins. Arðránið er frumstæð mynd af innri og ytri aðstæðum framleiðsluatvinnu- veganna. Húp ggfjý ekki ráð fyrir hinum sameiginiegu hagsmunum allra starfs- manna, þegar hverju einstöku fyrirtæki vegnar vel. Hún tekur heldur ekki með í reikninginn þau lagaákvæði nútímasam- félags, sem vernda hvern einstakan starfsmann í framleiðslugreinum bæði við vinnu sína og á atvinnuleysistímum. Umhverfisvernd gegn mengunar- hættu, nýting hráefna, val orkugjafa, þar á meðal kjarnorku, og iðnþróun í hergagnaiðnaði eru allt þjóðfélagsleg máiefni sem eru á valdi stjórnmála- manna. Iðnaðurinn getur ekki sjálfur tekið ákvarðarnir um þessi efni. Völd hans og áhrif eru í lýðræðisþjóðfélagi með frjálsa og opinskáa umræðu undirorpin löggjafarvaldinu og áhrifum þegnanna á kjörna löggjafa sína. Tilgangur hinnar pólitísku jöfnunar- viðleitni er að virða hina siðferðilegu kröfu um félagslegt réttlæti. Það er ekki afmarkað hugtak sem gerir ótakmarkaðar kröfur á hendur einstaklingnum og þess vegna er það í eðli sínu óuppfyllanlegt líkt og hinn kristni náungakærleikur. Það er afstætt hugtak sem er sam- slungið af vilja einstaklingsins til eigin lífsfyllingar og þeim takmörkunurn sem felast í vilja allra annarra þjóðfélags- þegna til eigin lífsfyllingar. Það virðir líffræðilega misjafna hæfi- leika og eiginleika en aðeins að því marki þar sem eigin lífsfylling einstaklings tekur að breytast í ofríki. Það jafnar út þær aðstæður sem þjóðfélagið hefur skapað í átt til sams- konar skilyrða en aðeins að því marki að einstaklingurinn sé ekki sviptur per- sónulegu framtaki sínu. Framleiðsla á einkagrundvelli er því ekki mannleg athöfn sem stríðir gegn hinni siðferðilegu kröfu um félagslegt réttlæti né er hún ósamrýmanleg jöfnun- arviðleitni stjórnmálanna, sem hafa það markmið að virða þessa kröfu. Framleiðsluatvinnuvegirnir eru ekki ill nauðsyn. Tilvera þeirra á rW* ' yegna afkast^;^ ae' namleiðsian er í sjálfu sér hinn efnalegi grundvöllur fyrir því margbreytilega og skipulagða samlífi sem við teljum vera mannlegt líf á okkar tímum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.