Morgunblaðið - 07.12.1980, Síða 10
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980
o
OMEGA
Heildsölubirgðir
SVEINN BJÖRNSSON
Austurstræti 6
O
OMEGA
Heildsölubirgðir
SVEINN BJÖRNSSON
Austurstræti 6
í Kaupmannahöf n
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
M AI GLVSIR IM AI.1.T I.ANI) ÞF.GAR
Þl U GI.VSIR I MORGl NBI.ADINl
Félagssamtökin Vernd
eru aö aölagast sarr
Jólakonseií
setja upp heimili til hjálpar föngum sem eru aö aðlagast samfélaginu eftir afplánun 5}
q refsivistar. Til styrktar þeim höldum við Wil _______
í Háskólabíói í dag kl. 22.
Forsala aðgöngumiöa er
í Háskólabíói, Skífunni Laugavegi 33 og Úrvali v/Austurvöll
Hverjum klukkan glymur
Bók Hemingways í nýrri útgáfu
HVERJUM klukkan glymur eftir
Ernest Hemingway er komin út
öðru sinni í þýðingu Stefáns
Bjarman, í þetta sinn hjá Máli og
menningu, en hún kom fyrst út
árið 1951 hjá Helgafelli. Hverjum
klukkan glymur er fjórða bókin i
nýjum flokki sígildra skáldsagna
frá 20. öld, sem Mál og menning
gefur út. Áður eru komnar skáld-
sögurnar Vopnin kvödd eftir Ern-
est Hemingway, Hundrað ára
einsemd eftir Gabríel García
Marquez og Þrúgur reiðinnar
eftir John Steinbeck.
Á bókarkápu segir m.a.: Senni-
lega hefur engin skáldsaga Hem-
ingways vakið eins mikla hrifn-
ingu og Hverjum klukkan giym-
ur. Ber margt til. Sagan er
fágætlega innblásið verk, mjög
spennandi og átakanleg og jafn-
framt djörf að stíl og málfari og
efnið j)ess eðlis að hlaut að vekja
sterkan samhljóm í brjóstum les-
enda þegar sagan kom fyrst út
1941 — og reynar enn í dag.
Sögusviðið er Spánn á tímum
borgarastyrjaldarinnar og sögu-
tími þrír sólarhringar í búðum
skæruliða að baki víglínu fasista-
herjanna ... Litrófið í þessari
sögu, í persónu- og umhverfislýs-
MÁL OGMENNING
ingum, er óhemju fjölbreytt, og
hefur höfundi þótt takast undra
vel að kristalla spænskt þjóðlíf og
hugsunarhátt á þessum örlaga-
ríku átakatímum og opna þaðan
víðari útsýn.
Hverjum klukkan glymur er 426
bls., prentuð í Prentsmiðjunni
Hólum. Hilmar Þ. Helgason gerði
kápuna.
(Úr fréttatilkynningu.)
Ný Scarry-bók:
Öll önnum kafin í Erilborg
ÖLL eru þau önnum kafin i
Erilborg, er heiti á nýrri
„Scarry-bók“, sem örn og örlyg-
ur gefa út. Höfundurinn, Richard
Scarry, er mjög vinsæll barna-
bókahöfundur, og þetta er ein
stærsta og vinsælasta bókin hans.
Þýðendur íslenzka textans eru
Jóhann Pétur Sveinsson og óiaf-
ur Garðarsson.
í þessari nýju bók hitta lesend-
ur fyrir ýmsar hinna þekktu
sögupersóna úr fyrri bókum
Scarrys, svo sem Lása löggu,
Ormar einfætta og Skafta skútu-
karl. En fjölmargir aðrir eru nú
líka komnir til sögunnar.
Bókin fjallar um lífið í hinni
erilsömu Erilborg, þar sem allir
verða að vinna hörðum höndum til
þess að sjá fjölskyldunni fyrir
nægum mat, fötum og þaki yfir
höfuðið. Það gerast allskyns
skoplegir og stundum líka alvar-
legir atburðir í Erilborg og þegar
lestri er lokið hafa börnin fræðst
talsvert um daglegt störf alls þess
fjölda skemmtilegra dýra, sem þar
koma við sögu.
Bókin er unnin á prentstofu G.
Benediktssonar og prentuð á ítal-
íu, en hún samanstendur af litrík-
um myndasíðum með stuttum
textum.
Ný bók:
„Sögur úr Biblíunni
i myndum og máli
SÖGUR úr Bibliunni i myndum
og máli nefnist bók sem IÐUNN
hefur gefið út í samvinnu við
breska forlagið Hamlyn. Þetta er
endursögn biblíusagna, gerð af
breska kennaranum og rithöfund-
inum David Christie-Murray.
Myndir gerðu breskir myndlist-
armenn, Ken Petts, Neville Dear
og Norma Burgin. Andrés Krist-
jánsson þýddi textann. — Auk
mynda úr söguefni Biblíunnar eru
í bókinni fjölmargar menningar-
sögulegar skýringarmyndir sem
sýna húsakynni, klæðnað, mat-
föng, helgigripi og annað sem
varðar lífshættí gyðinga að fornu.
Bók þessi er einkum sniðin við
hæfi ungra lesenda og til þess
ætluð kynna þeim heim Biblíunn-
ar á aðgengilegan hátt. Séra Karl
Sigurbjörnsson ritar formála að
íslensku útgáfunni og segir þar
m.a.: „Bókin endursegir Biblíuna á
lipru og læsilegu máli, án þeirrar
ofeinföldunar, útvötnunar og
flatneskju sem börnum er oft
boðið upp á ... Markmið höfundar
er að leggja brú yfir þá fyrstu
örðugleika sem fæla margan frá
að kynna sér bók bókanna, örðug-
leika sem form hennar og umfang,
málfar og fjarlægt umhverfi
skapa einatt nýjum lesanda. Höf-
undur vill gera frásagnir og
boðskap Biblíunnar lifandi fyrir
börnunum svo að þau sjái atburð-
ina í samhengi við þá framandi
tíma sem þeir gerðust á, og skynji
jafnframt hinn sígilda boðskap og
þýðingu hans fyrir daglegt líf og
velferð manna á tuttugustu öld.“
Sogur úr Bibliunni i myndum
og máli spanna meginefni ritning-
arinnar allrar, frá sköpunarsög-
unni til Opinberunarbókarinnar.
Bókin er 256 blaðsíður í stóru
broti. Hún var sett hjá Odda en
prentuð á Spáni.