Morgunblaðið - 07.12.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.12.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980 51 „Ég skvldi betur þennan trega, sem var næstum harmþrunginn, við brottför íslandsfaranna. þvi henni fylgdi visst hugboð um yfirvofandi dauða,“ skrifaði Francoise Menez 1914. Hér eru konurnar að kveðja á hafnarbakkanum. Þær áttu margar að þakka sr. Jóni í Sandfelli og hans iikum að þær sáu menn sína koma aftur. ins í Sandfelli 3. grein Sr. Jón N. Johannessen var prestur í einni afskekktustu sveit iandsins, öræfasveitinni, en þar vann hann mörg afreksverk til að bjarga lifi sjóhraktra skipbrotsmanna og var heiðraður fyrir, bæði af Þjóðverjum og Frökkum. mannabyggða og yfir miklar tor- færur að fara, Hvalsíki, eða ef ofar er farið, yfir Núpsvötnin, sem er ljótt vatnsfall og erfitt yfirferð- ar, eða svo fannst mér jafnan, nema þegar mínir ógleymanlegu vinir, Jón Sigurðsson í Vestur- bænum, Páll í Austurbænum eða Hannes á Núpsstað, voru með, þá var öllu borgið. Svínfellingar fluttu strandmennina að Núps- stað, og var þeim komið fyrir á bæjunum. Og þannig komust þeir heilir á húfi, óhraktir og fljótlega til bæja, og sluppu við langa, erfiða og hættulega ferð, sem ómögulegt er að segja hvernig hefði endað. Mjög gladdi það mig, þegar ég frétti, að strandmennirnir hefðu sloppið við alla hrakninga og að þeim liði vel. Þetta var fyrsti árangurinn af varðþjónustu minni uppi í Sandfelli, og varð hann mér til gleði og hugarléttis, því að nú var fengin reynsla fyrir því, að þessi viðleitni mín var ekki þýð- ingarlaus með öllu. (Eftirköstin af þessari fyrstu, miklu svaðilför síra Jóns eftir að hann kom í Sandfell, urðu þau, að hann var nauðbeygður að fara til Noregs næsta haust til að leita sér lækninga. Þannig hafði þessi mikla vosbúð farið með hann, að honum var nauðugur einn kostur að vera nokkra mánuði þar á hæli, hliðstæðu Vífilsstöðum, og fékk þar góðan bata. Árin liðu. Daglega hljómaði í eyrum mér hinn þungi niður úthafsbrimsins, og minnti mig á hina hættulegu strönd. Daglega (er ég var heima) gekk ég upp í Sandfellið og horfði til sjávar. En nú var aðstaða mín betri, því að þýzki ræðismaðurinn, Ditlev Thomsen, hafði sent mér að gjöf ágætan sjónauka, eftir að hinum þýzku strandmönnum hafði verið bjargað fyrir mínar aðgerðir. Morguninn 27. febrúar 1912 gekk ég upp í fjallið og leit til sjávar. Sá ég þá skip, sem var statt í brimgarðinum! og auð- sjáanlega strandað. Minn góði sjónauki hjálpaði mér að sjá þetta betur. Ég hraðaði mér því heim og sagði tíðindin. Ég bjó mig til ferðar og tók með mér minn ágæta og ógleymanlega vinnumann, Eyj- ólf. Þessi vinur menn og vinnu- maður lézt í maímánuði síðastlið- num, þrotinn að heilsu. Hann var fágætur maður, traustur, afkasta- mikill, húsbóndahollur og víking- ur í starfi. Ég veit, að hann hefur nú hlotið trúrra þjóna verðlaun, hjá Honum, sem einn fær endur- goldið. Við Eyjólfur lögðum út á sand- inn í suðvesturátt, eða hér um bil í beina línu að strandinu. Leiðin þangað var löng og seinfarin á köflum. Loksins komumst við að Skeiðará, neðarlega, skammt frá sjó. Þegar við komum fast að ánni, sáum við 5—6 menn á einni sandeyrinni í Skeiðará. Þeir hafa auðsjáanlega ætlað að vaða ána, en slíkt er með öllu ómögulegt. Áin var mjög vatnsmikil og straumþung, eins og hún er oftast. Við lögðum í ána, en ekki mátti tæpara standa að við kæmumst yfir, því það skall yfir á leiðinni. Þegar yfir var komið, sóttum við mennina, sem voru á eyrinni, og komum þeim aftur til sama lands. Skipið var strandað rétt vestan við árósinn. Þetta var franskt fiskiskip, nýsmíðað og hið feg- ursta. í skipinu var enginn farmur og því hefur brimið kastað því strax upp í landbrimið, svo að mennirnir gátu komizt í land. Þeir voru þarna allir (24) í fjörunni og leið mjög illa. Eftir að ég hafði talað við skipstjórann, sendi ég Eyjólf heim að Svínafelli, til þess að fá nægilega marga hesta og menn til að flytja þá hina löngu og erfiðu leið heim. Én hest minn léði ég 2. stýrimanni, Labl- eiz, sem var mjög hrakinn og leið illa. Sjálfur ákvað ég að dvelja hjá strandmönnunum, þangað til Eyj- ólfur kæmi aftur. Ég óttaðist að þessir menn, frá suðlægum löndum — þar á meðal var 14 ára unglingur — þyldu ekki að liggja á skjóllausum sandinum heila vetrarnótt, án þess að veikj- ast. Því að sjálfur hafði ég fengið sára reynslu í þessu efni. Ég fór því og athugaði hvað rekið hafði frá skipinu. Þar fannst eitt stórt segl og töluvert af spýtum. Ég fékk mennina til að reka langar spýtur niður í sandinn, og þar yfir breiddum við seglið. I þessu skýli, þó ófullkomið væri, dvöldum við um nóttina við sæmilega líðan. Daginn eftir komu Svínfellingar með um 30 lausa hesta til að flytja mennina og eitthvað af farangri. Að loknum undirbúningi lögðum við á stað heimleiðis, og sóttist seint, því að mennirnir voru óvan- ir hestum og leiðin löng og erfið. Um nóttina kom ég heim með 13 af skipbrotsmönnunum. Húsa- kynni á Sandfelli voru lítil og þröng, ein baðstofa og lítil stofa. Og þar við bættist að erfiðar voru heimilisástæður, því að þessa nótt, er ég kom heim með mennina, lagðist konan mín á sæng og eignaðist dóttur. En allt gekk samt furðanlega vel. Hinir frönsku voru mjög kurteisir og ljúfir í framgöngu, og vildu allt fyrir okkur gera, og voru mjög þakklátir fyrir það, sem við reynd- um að gera fyrir þá. Framkoma þeirra var sannarlega prýðileg þann hálfa mánuð, er þeir dvöldu á heimili mínu. Eftir hálfan mánuð voru þeir fluttir landveg til Reykjavíkur, og fór ég með þeim suður. Við Franska sjúkrahúsið í Reykjavík kvaddi ég þá. Nú eru flestir úr þessum fríða hóp komnir yfir móðuna miklu. Aðeins er á lífi skipsdrengurinn, sem þá var, en hefur nú verið skipstjóri í mörg ár. Guð blessi þessa vini mína, lífs og liðna. J.N. Jóhannessen. Af bréfi því, er hér fer á eftir, og er frá einum af strandmönnunum, er síra Jón og Öræfamenn björg- uðu, má sjá að hann hefur lengi þráð að hafa samband við hann, til þess að geta tjáð honum þakklæti sitt fyrir björgun og aðhlynningu alla á hinni hættu- legu stund. Bréfið ber með sér, að hann hefur náð þessu sambandi fyrir bréf konu sinnar, er skrifaði esperantista á íslandi og náði um hendur hans sambandi við síra Jón, sem þegar skrifaði konunni. Af bréfinu má einnig sjá, að í fleiri sinn en þetta hefur hann í raunir ratað, bæði á sjó og landi. Hér á eftir fer hið hugþekka þakklætisbréf til síra Jóns: Monsieur le Pasteur. Hvernig get ég sagt yður, hversu hrærður ég varð, er ég byrjaði að lesa bréf yðar til konu minnar, og sá, að bréfritari var sá hinn sami sem hafði bjargað okkur frá um það bil hræðilegum dauða í febrúar 1912. Sá, sem ég hef talað svo mikið um við konuna mína að hún þekkti að lokum eins og vel og ég sjálfur smáatriði þess atburðar, sem ég var riðinn við. Hversu oft hef ég ekki sagt henni, að mig mundi langa til að skrifa yður, persónulega, til þess að tjá yður þakklæti mitt. Ég þekkti hvorki nafn yðar né heiti þess staðar, þar sem þér voruð prestur, og lögðuð upp frá til að hjálpa okkur. En það, sem menn vilja af heilhug, kemst í framkvæmd, hygg ég. Konan mín lærði esper- anto, og setti sig í samband við esperantista í landi yðar og bað þá þakka eftir þeim leiðum, sem þeir teldu kleifar, löndum sínum, sem höfðu verið svo hjálplegir við franska skipbrotsmenn nálægt Ingólfshöfða. Og þannig er það, eftir að hún hafði gefið hr. Helgasyni vitneskju um þetta, að þér gátuð skrifað konu minni öli atvik björgunarinnar, allt frá þeirri stundu, er þér sáuð skip okkar á ströndinni. Við lestur bréfs yðar, lifði ég áhinar hryggilegu stundir strandsins, vissi hvað við áttum allir yður að þakka en vegna þekkingarleysis míns á landinu, þá gat ég ekki ímyndað mér hve líkar raunir þér höfðuð þurft að yfirstíga til þess að komast til okkar, í hvílíkar hættur þér höfð- uð stofnað yður. Þakklæti mitt mundi verða enn innilegra af þessu, ef það væri hægt. Þér megið vera viss um, að ég mun ekki undir höfuð leggjast að tala um þetta við félaga mína, sem enn eru á lífi. Upp frá þessari stundu hefur sjálfsagt enginn dagur liðið, svo að ég hugsaði ekki til yðar. Ég hef lifað aðrar stundir, grimmilegar. Ég var í Belgíu með skotliðunum úr sjóhernum, 1915, ég lenti í öðru sjóslysi, 1916, þegar skipið, sem ég var í og flutti til Grikklands- stranda, varð fyrir tundurskeyti. Ég velktist á sjónum tuttugu og sex klukkustundir, til allrar ham- ingju á góðum tíma árs, áður en mér varð bjargað. Árið 1940 þoldi ég loftárásir í Le Havre og Cherbourg, þar sem ég var tekinn til fanga. Ég kynntist hinum ömurlegu leiðindum stríðsfangans í ókunnu landi, en ég örvænti aldrei. Því að ég minnist alltaf mánaðanna febrúar og marz 1912, þegar menn úr fjarlægu landi, sem þekktu okkur ekki og var ekki ætlað að þjóna okkur, færðu okkur hjálp þrátt fyrir allt, meðbræðr- um sínum í háska stöddum, sem presturinn af árvekni sinni hafði uppgötvað í sjónauka sínum. Éf satt skal segja, hefur dáð yðar lýst upp ævi mína. En þessi dáð lagði mér þá skyldu á herðar, að vera hjálpleg- ur, ef aðstæður krefðust. Því miður sköpuðust þær aðstæður. Árið 1944 tókum við á móti fjórum flóttamönnum frá Brest, sem höfðu hrakizt úr húsum sínum vegna loftárása og misst allt sitt. Tvennt varð eftir hjá okkur, göm- ul hjón, sem fengu húsaskjól og mat hjá okkur í meira en fjögur ár. Og nú er ég kominn á eftirlaun og rækta garðinn minn, gengur afgangurinn af grænmeti okkar og ávöxtum til þessara gamalmenna, sem eru ein síns liðs. Alltaf hef ég þráð að sjá aftur hið gestrisna Island, staðina, sem ég fór um á hestbaki, en veslings skepnan sökk með mig niður í snjó og forarbleytu og lækina, sem urðu á vegi okkar, og hesturinn beið þess rólegur, að ég kæmist aftur á bak, þegar ég hrökk af baki. Ég mundi hafa reynt að þekkja aftur til þess að sýna þau konunni minni, húsin, þar sem mér var fengið skjól og dekrað við mig, einkum í Hvoli, þar sem kona og tvær dætur hennar klæddu veikbyggða nýliðann, sem ég var þá, í annan yfirfrakka, drógu á hendur mér aðra vettlinga og gáfu mér að borða í fyrsta sinn súkku- laði og sagógrjónasúpu, en það voru réttir erlendir, sem höfðu enn aldrei komið í fátæklegu fiskimannsíbúðina á Bretagne- skaga. Ég mundi hafa sagt við þessar kærleiksríku sálir: „Ég hef ekki gleymt ykkur." Yves Le Roux. I lok bréfsins frá skipbrots- manninum til prestsins talar hann um hve þau hjónin langi til að sjá aftur ísland og staðina, sem hann kom á þegar hann var skipreika. En til þeirrar pílagrímsferðar þyrftu þau að vera auðug. Sú von rættist 25 árum síðar, en þá var hún látin. Og hann segir: „Konan mín biður mig að segja yður, að henni hafi þótt sérstak- lega hjartnæmt atriðið um fæð- ingu litlu dóttur ykkar, þegar þér voruð önnum kafinn við að sinna skipbrotsmönnunum. Henni verð- ur líka hugsað til þess, að þér urðuð að yfirgefa fjölskyldu yðar, sem þannig hafði fjölgað í, og það á erfiðum árstíma, og í hálfan annan mánuð, til þess að inna af hendi allt til enda, skyldu yðar gagnvart meðbræðrum yðar: fylgja þeim, sem áttu yður líf sitt að launa, svo að þeir kæmust örugglega á þann stað, þar sem þeir skyldu stíga á skipsfjöl til heimferðar. „Mættu allir menn skilja þannig köllun sína,“ segir hún, „þá væri heimurinn hólpinn.“ Le Roux bætir því við að þá, 1956, sé annar stýrimaður Lableiz lifandi og reki búgarð síðan hann hætti sjómennsku og að sex aðrir af áhöfninni séu á lífi. Skipstjór- inn Maigat hafi látizt 15 árum áður og einnig Vidament fyrsti stýrimaður. En hann ætlar að láta birta bréf prestsins í dagblaði á staðnum, svo skipverjar og fjöl- skyldur þeirra fái að vita um kveðjur þeirra og verði snortnir af einstökum atriðum björgunarinn- ar. Hefur þetta sennilega orðið til þess að fleiri skipbrotsmanna höfðu samband við sr. Jón og hafði Matthea dóttir hans og nú dóttir hennar Þuríður slík bréf undir höndum. Og sl. sumar birtist hjá henni frönsk stúlka, Lucette Feri- cot, sem hér var á ferðalagi. Hún er systurdóttir Vitaments stýri- manns á Auroru. Hafði hún ætlað að leita uppi móður hennar, enda hafði hún meðferðis gamla mynd af prestinum og fjölskyldu hans, sem var í eigu fjölskyldu hennar. Bjó hún hjá Þuríði í nokkra daga. Svo tengslin milli afkomenda skipbrotsmannanna á Auroru og afkomenda sr. Jóns N. Johaiines- sen haldast enn. — E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.