Morgunblaðið - 07.12.1980, Blaðsíða 16
JARLINN AF SIGTÚNUM
Ný bók eftir Guðmund Daníelsson.
Hér eru 11 þættir, frásagnir og viðtöl við eft-
irminnilegt fólk sem hefur orðið á vegi
skáldsins . Bókin dregur nafn af viðamikilli
frásögn af hinum kunna athafnamanni Agli
Thorarensen kaupfélagsstjóra á Selfossi.
í þættinum „Ferð gegnum almanakið og
veðrin" rekur móðir skáldsins margt um
horfna þjóðlífshætti af fágætu næmi.
Matthías Johannessen skáld lætur gamminn
geysa í fjörmiklu viðtali, en frásagnir af
störfum til sjós og lands mynda kjama bókar-
innar.
_______ ÍFÖÐURGARÐI
Höfundurinn hlaut bókmenntaverðlaun Nobels
árið 1978. Hann er gyðingur og fæddist í Póllandi
1904 en fluttist til Bandaríkjanna 1935.
Hér er á ferðinni sannkallaður sagnameistari. í
þessari sögu er byggt á æskuminningum frá hinu
litríka gyðingasamfélagi í Póllandi.
Hvarvetna sér Singer og heyrir söguefni og glæð-
ir það lífi með listrænum tökum. Hér kynnumst
við hetjum hversdagslífsinsogskynjumsögulega
og menningarlega örlagavalda í bakgrunninum.
öll er sagan yljuð ljóðrænni hlýju, kímni og
djúpum mannskilningi.
Hjörtur Pálsson þýddi bókina.
99ÁR
„Frelsi, jafnrétti, bræðralag.
Þama sá ég þessi fleygu orð í fyrsta sinn. Og mér
hefur ekki aðeins þótt vænt um þau síðan - ég
hef trúað á þau."
Þannig kemst Jóhanna Egilsdóttir að orði í ævi-
sögu sinni 99 ÁR eftir Gylfa Gröndal. Sagan
spannar nærri heila öld og sameinar með fágæt-
um hætti persónusögu og baráttusögu verkalýðs-
ins, fram undir okkar daga. Hér segir frá konu
sem stóð í eldlínunni og gegndi formennsku í
verkakvennafélaginu Framsókn í 27 ár.
Fjöldi þjóðkunnraunanna kemur við sögu.
Bókin er myndskreytt og henni fylgir nafnaskrá.