Morgunblaðið - 07.12.1980, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980
Rætt við Sigurð
Sigurðarson,
ritstjóra Áfanga
Ljóamynd Mbl. Kristján.
Ekki hægt að hlaupa fyrir
næsta horn í notalegt hús
segir Sigurður
m.a. um reynslu
sina af ferðum
um óbyggðir
„l>art má scgja. að ég hafi alla
tíð verið mikill náttúrumaður og
ég hef ætíð haft mjög gaman af
ferðalögum um landið. Þvi má
segja, að málið sé mér ekki með
öllu óskylt.“ sagði Sigurður Sig-
urðsson, ritstjóri timaritsins Áf-
anga, í samtali við Mbl. Tímaritið
Áfangar kom út í byrjun nóvemb-
er sl., fyrsta tölublað, en það
fjallar um ísland. náttúru þess,
ferðalög um landið og annað
tengt. sem ekki verður rakið hér.
„Ég hef reyndar genigð með það
í maganum lengi að gefa út
tímarit eins og Áfanga, en það var
sl. vor, að ég fór alvarlega að
hugsa um það og síðla sumars tók
ég ákvörðun um það og sagði
starfi mínu lausu hjá Frjálsu
framtaki, en þar hafði ég starfað
sem blaðamaður um nokkurt
skeið, en áður hafði ég starfað sem
blaðamaður á dagblaðinu Vísi.
Ég hófst síðan handa við efnis-
öflun og fór í smiðju til mrgra
góðra manna til að fá hugmyndir
um hvernig bezt væri að byggja
blaðið upp. Mér sjálfum hafði
komið til hugar, að eitthvað í
líkingu við tímaritið fræga, Nat-
ional Geography, væri það sem
áhugaverðast væri. Ég hafði það
síðan mjög til hliðsjónar við allt
skipulag blaðsins," sagði Sigurður.
Hvernig er nafnið Áfangar til-
komið? — „Ég hafði í nokkurn
tíma blaðað í gömlum sögum og
ritum í leita að heppilegu nafni,
t.d. Hávamálum, Völuspá og þess
háttar ritum, þegar móðir mín
benti mér á að líta í kringum mig
í yngri bókmenntum, þar væri
eflaust hafsjór af góðum nöfnum.
Ég hafði ekki leitað legni þegar ég
kom auga á ljóð Jóns Helgasonar,
Áfangar, og ég var þá þegar viss
um hvert nafnið ætti að vera,“
sagði Sigurður.
Þú hlýtur að hafa kynnzt land-
inu allnáið á tíðum ferðalögum
undanfarin ár, er ekki svo? — „Jú,
það fer ekki hjá því, að maður hafi
kynnzt ýmsum svæðum landsins
töluvert, en það var sumarið 1974,
sem ég komst fyrst verulega í
kynni við landið, en þá starfaði ég
sumarlangt hjá Landsvirkjun
austur í Þjórsárdal. Það sumar fór
ég mjög víða þar eystra og reynd-
ar hef ég tekið miklu ástfóstri við
Þórsárdal og fer þngað alltaf
reglulega. Nú það eru auðvitað
mörg önnur svæði, sem ég hef
farið um og sem mér þykja hin
áhugaverðustu. Nánustu kynni
mín af landinu voru eflaust fyrir
þremur árum þegar ég ásamt
félaga lagði af stað frá Selfossi
hjólandi áleiðis inn á Kjöl og
ferðinni var heitið norður yfir
áleiðis í Húnavatnssýslu. Hjólr-
eiðaævintýrið tók hins vegar fljótt
enda, því við vorum varla komnir
inn fyrir Gullfoss, þegar bæði
hjólin gáfust upp, og við lögðum af
stað áfram á tveimur jafnfljótum.
Við gistum fyrstu nóttina í
Fremstaveri við Hvítá. Þaðan
gengum við á einum degi áleiðis í
skála Ferðafélags íslands við
Hvítárnes, en þar var fyrir hópur
útlendinga, sem var í meira lagi
undrandi á því, að sjá á tveimur
jafnfljótum Islendinga. Þeir sögðu
okkur, að það heyrði til algerra
undantekninga, að þeir hittu Is-
legur lærdómur. Maður gerði sér
glögga grein fyrir því, að þegar
menn eru á ferð um óbyggðir
landsins, þá er ekki hægt að
hlaupa fyrir næsta horn í heitt og
notarlegt hús. Menn verða ein-
faldlega að treysta algerlega á
sjálfan sig og ekkert annað. Þá
kenndi þessi ferð okkur, að ef
áttaviti og landabréf hefði verið
með í ferðinni og við auk þess
þekkt landið betur, þá hefði það
verið leikur einn að komast áfram
í þokunni. Nú, ég lét mér þetta
ævintýri að kenningu verða og
skellti mér næsta vetur á eftir á
áttavitanámskeið hjá Hjálpar-
sveit skáta í Reykjavík," sagði
Sigurður.
Þá sagði Sigurður, að snemma
Sigurdur á tindi Eyjafjallajökuls
•I. aumar.
Siguröur fremat t.v. á ferö meö Feröafálagí íalanda á Rjúpnafelli í
Þöramörk.
lendinga á ferð um eigið land
öðruvísi heldur en á bílum, en eir
væru búnir að fara víða. Við
áttum síðan mjög skemmtilegt
kvöld þarna í skálanum. Það var
slegið upp nokkurs konar kvöld-
vöku, þar sem allir sungu, hver á
sínu máli mörg lög, sem þekkt eru
í hinum ýmsu löndum.
Frá Hvítárnesi héldum við
áfram ferð okkar, en nú voru
veðurguðirnir ekki jafnhliðhollir
og þeir höfðu verið dagana á
undan. Fljótlega skall á okkur
niðaþoka, þannig að við sáum ekki
nema rétt fram fyrir tærnar á
okkur. Þó skömm sé frá að segja
vorum við félagarnir þarna áttav-
italausir og því var ekki að sökum
að spyrja, að við vorum orðnir
rammviltir, en það var einhvers
staðar í námunda við Kjalfell. Það
var í raun það eina sem við vissum
um stöðu okkar. Eftir nokkurra
klukkustunda ramb þarna í niða-
þokunni komum við að Beinhól og
síðar að Grettishelli og gátum því
gert okkur grein fyrir því hvar við
vorum niðurkomnir og komið
okkur áleiðis á Hveravelli, en þá
voru um 20 klukkutímar liðnir frá
því við lögðum upp frá Hvítárnesi.
Við vorum svo sárfættir eftir
þetta ævintýri, að við gátum
okkur hvergi hrært næsta sólar-
hringinn. Þetta var okkur gífur-
hefði krókur beygzt, því þegar á
unga aldri hefði flökkueðli hans
komið í ljós. Fljótlega eftir að
hann kom til Reykjavíkur ungur
að árum frá Stykkishólmi, þar
sem hann var fæddur og uppalinn
fyrstu árin, fór að bera á því, að
mæður annarra jafnaldra voru
ekkert hrifnar af því, að börn
þeirra væru í slagtogi við Sigurð.
Þessi Siggi litli var alltaf að
flakka eitthvað um bæinn og það
var mjög algengt að hann hrein-
lega týndist.
63
Er einhver ferðamáti þér kær-
ari heldur en annar'? — „Ég er
mjög mikið fyrir almennar göngu-
ferðir um fjöll og firnindi, auk
þess, sem ég hef mikið dálæti af
því, að ferðast um á gönguskíðum.
Það var hér á árunum áður, að ég
hóf að æfa gönguskíðahlaup hjá
Hrönn og keppti lítilsháttar fyrir
þá. Ég entist hins vegar frekar
stuttu í félaginu, en hef haldið
áfram að stunda gönguskíða-
íþróttina af engu minni ákafa. —
Ég fer eins oft og ég get í
Bláfjöllin og aðra viðlíka staði. Þá
er mér mjög minnisstæð vikulöng
ferð, sem ég fór i með skátum á
Akrueyri fyrir rúmu ári síðan. Við
lögðum upp frá Svartárkoti í
Bárðardal áleiðis yfir Ódáðahru-
an. Við lentum þegar í miklu
fraviðri og sváfum fyrstu nóttina
við Dyngjufell. Ferðinni var síðan
haldið áfram um svæðið og endað
í Mývatnssveit eftir um viku tíma.
Ég varð fyrir því áláni að fá
snjóblindu því mjög bjart var þótt
engin væri sólin. Það tók mig
nokkra daga að jafna mig á
sólblindunni og ég vil sérstaklega
benda ferðamönnum, sem ferðast
um í snjó, að það er alveg
bráðnauðsynlegt að nota vönduð
sólgleraugu ætli menn að losna við
að fá þlindu, sem er ekkert
gamanmál," sagði Sigurður.
Ferðastu upp á eigin spítur, eða
ferðu í skipulagðar ferðir um
landið? — „Við ferðumst mikið
saman, lítill hópur félaga, sem
nefnir sig „Nafnlausa ferðafélag-
ið“. Við höfum t.d. á undanförnum
árum gengið úr Landmannalaug-
um yfir í Þórsmörk, farði á
Hornstrandir, gengið á nokkra
jökla svo eitthvað sé nefnt. Ann-
ars hef ég ekkert á móti skipulögð-
um ferðujm og tel þær reyndar
alveg nauðsynlegar fyrir fólk,“
sagði Sigurður.
Hafðir þú skrifað mikið um
ferðamál áður en þú lagðir út í
útgáfu Áfanga? — „Nei, það er
sáralítið, sem ég hef skrifað beint
um ferðamál. Það var lítilsháttar
meðan ég starfaði á Vísi og síðan
sá ég um sérstakt ferðablað, sem
fylgdi Frjálsri verzlun meðan ég
var starfsmaður hjá Frjálsu fram-
taki. Ég hafði hins vegar gengið
með þessa hugmynd í magnanum
nokkuð lengi eins og ég sagði áður
og eftir að ég hafði rætt við marga
sérfræðinga um þessi mál, sem
flestir voru þeirrar skoðunar, að
svona blað gæti borið sig, ákvað ég
að leggja út í útgáfuna," sagði
Sigurður.
En kom það aldrei til tals, að fá
einhvern aðila til að gefa blaðið út
fyrir þig og þú ritstýrðir því? —
Jú, það kom til álita, en eftir á að
hyggja er ég mjög ánægður með
að hafa tekið ákvörðun um að gefa
blaðið út sjálfur. Það er aldrei
happadrjúgt, að vera upp á aðra
kominn varðandi efni. Þú verður
að beygja þig fyrir öðrum sjón-
armiðum en þínum eigin og það er
bara ekki það sem ég vil. Ég hef
t.d. engan áhuga á því, að fylla
blaðið af auglýsingum," sagði Sig-
urður.
Að síðustu Sigurður, hvernig
viðtökur hefur blaðið fengið? —
„Það er ekki hægt að segja annað,
en viðtökurnar hafi verið mjög
góðar, reyndar mun betri heldur
en ég þorði að vona í upphfi. Það
er ótrúlega stór hópur fólks, sem
hefur áhuga fyrir ferðalögum,
náttúru og landinu almennt. Ég
hef þegar fengið um 400 áskrif-
endur og þeim fjölgar dag frá
degi. Nú ég er komin á fulla ferð
með næsta blað, sem kemur út í
janúar og það er reyndar stefnt að
því, að blaðið komi út sex sinnum
á ári. Næsta blað verður að miklu
leyti helgað vetraríþróttum, auk
þess sem fastir þættir verða eftir
sem áður á sínum stað í blaðinu,
þ.e. frásagnir af starfi hinna ýmsu
samtaka eins og Flugbjörgunars-
veitarinnar í Reykjavík, Lands-
ambands hjálparsveita, Jöklar-
annsóknafélagsins, Islenzka Al-
paklúbbsins og marara fleiri,"
sagði Sigurður að síðustu.
Auk Sigurður starfar við útgáf-
una Tryggvi Örn Björnsson, augl-
ýsingarstjóri, sem starfaði með
Sigurði á Frjálsu framtaki áður.
_____________,__________sb.