Morgunblaðið - 24.01.1981, Side 1

Morgunblaðið - 24.01.1981, Side 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 19. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 24. JANUAR 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. David Owen Breski Verkamanna- flokkurinn: Búist við klofningi London. 23. jan. — AP. BRESKI Verkamannaflokkur- inn efnir til sérstaks auka- þings á morKun. lauKardaK- Mikil innbyrðis átök eÍKa sér nú stað i flokknum ok búast marKÍr við, að til uppKjors komi á þinKÍnu <»k jafnvel klofninKs milli vinstri <>k ha'Kri manna undir forystu David Owens. fyrrv. utanrikisráð- herra. Helsta umræðuefnið á þing- inu verður nýjar reglur um formannskjör en hingað til hafa þingmenn flokksins kjörið hann úr sínum hópi. Verkalýðsfélög- in, sem vinstri menn ráða flest- um hverjum, vilja „færa valdið til fólksins" og ráða sjálf mestu um hver skipar formannsstöð- una. Michael Foot, leiðtogi V'erka- mannaflokksins, hvatti í vik- unni til sátta og skoraði á hægri arminn að tryggja flokkslega einingu. Ekki er búist við að fulltrúar hinna hægfara innan ftokksins yfirgefi flokksþingið strax fyrsta daginn en frétta- skýrendur telja, að ef sjónarmið vinstri manna verði endanlega ofan á muni um 20 af 268 þingmönnum Verkamanna- flokksins segja sig úr honum. Sjá nánar bls. 22. Walesa hvetur til alls- herjarverkfalls í dag Varsjá. 23. jan. — AP. LECIl Walcsa hvatti í dag félaga i öllum deildum Samstöðu. hins óháða vcrkalýðssambands. til að lcggja niður vinnu á morgun, laug- ardag. þrátt fyrir áskoranir stjórn- valda um hið gagnstæða. t dag og i Kter var mjög víða efnt til hálfs dags verkfalls til að mótmæla vanefndum stjórnvalda á fyrri samningum. Á fundi með félögum sinum í dag sagði Lech Walesa, að „þar til pólska stjórnin hefði komist að samkomu- lagi við verkalýðsfélögin skyldu allir laugardagar vera frídagar". Enn sem komið er hafa stjórnvöld aðeins viljað fallast á frí annan hvern laugardag þó að samkomulagið frá í ágúst sl. kveði á um annað. í morgun var efnt til fjögurra stunda verkfalls í Varsjá óg er talið, að það hafi náð til 59 fyrirtækja og stofnana. Þar á meðal voru starfs- menn almenningsvagna, skrifstofu- fólk og prentarar en verkfall þeirra olli því, að málgagn stjórnarinnar, stærsta dagblaðið í Varsjá, kom ekki út í morgun. Auk verkfallanna í Varsjá var lögð niður vinna í a.m.k. fimm öðrum héruðum í dag og í gær og bændur efndu víða til mótmæla gegn stjórnvöldum og kröfðust þess að fá að stofna sín eigin félög. í forsíðufrétt i Rauðu stjörnunni, málgagni sovéska hersins, var í dag sagt frá sameiginlegum „heræfing- um“ pólskra og rússneskra her- manna í Póllandi en ekki var tekið fram hvar eða hvenær þær hefðu farið fram. Talsmaður varnaráðu- neytisins pólska tók hins vegar þverlega fyrir það í dag, að þær hefðu farið fram eða væru fyrirhug- aðar. „Það standa engar heræfingar fyrir dyrum í Póllandi," sagði hann. Bandarísku gíslarnir: Sálrænir kvillar og þunglyndi af völdum einangrunarinnar Wie«baden, 23. jan. — AP. LÆKNAR. sem fylgjast mcð liðan bandarísku gíslanna fyrrverandi. sögðu dag, að sumir þeirra þjáðust af sálrænum kvillum af völdum fangavistarinnar auk þess sem þeir bæru merki um barsmiðar og van- næringu. Talsmaður irönsku stjórnarinnar ug aðalsamninga- maður hennar i gfsladeilunni, Bah- zad Nahavi. hefur neitað þcssum ásökunum og sagt, að gislarnir væru „vanþakklátir“ menn, sem „ekki skyldu hvað góðvild væri“. Dr. Jerome Korcak, sem er yfir- maður læknaliðsins, sem fylgist með líðan gíslanna, sagði að sumir ættu erfitt með svefn og fyndist á stund- um sem þeir væru enn á valdi mannræningjanna í Teheran. Marg- ir hefðu verið barðir og einn gísl- anna, sem misst hefði meðvitund í barsmíðunum, væri enn með hellu og stöðugt suð fyrir eyrum. Að sögn lækna hafa sumir gísl- anna ekki enn áttað sig fyllilega á þeim umskiptum, sem orðið hafa á högum þeirra eftir margra mánaða einangrun, eru þunglyndir og halda FAGNAÐARFUNDUR — Donald Hohman, einn bandarísku gíslánna, sést hér í faðmlögum við konu sína í sjúkrahúsi bandaríska hersins í Wiesbaden í fyrrakvöld. Hohman var fenginn nýr einkennisbúningur skömmu eftir komuna til Wiesbaden, sem var númeri minni en sá sem hann bar fvrir rúmu ári, og jafnframt hækkaður í tign. AP-símamynd. sem mest kyrru fyrir á herbergjum sínum. Dr. Jerome Korcak sagði, að margir fanganna bæru merki um vannæringu og vítamínskort enda hefðu sumir lést um meira en 30 kíló. I fréttum ABC-sjónvarpsstöðvar- innar bandarisku í gærkvöldi sagði, að það hefði verið vestur-þýska Snorri Hjartarson hlýtur bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs Miðlar á skýran hátt per- sónulegri náttúruskynjun TILKYNNT var i Reykjavik í kht að Snorri Hjartarson, Ijóðskáld hlyti bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1981. Verðlaunin verða afhent við athöfn á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmanna- höfn 3. mars nk. Nefnd á vegum Norðurlandaráðs sem úthlutar verðlaununum hélt fund sinn í Reykjavik að þessu sinni. Formaður nefndarinnar, Norðmaðurinn Leif Maehle, tilkynnti ákvörðun hennar á fundi með blaðamönnum i gær. Snorri var sjálfur viðstaddur fundinn. Maehle sagði að nefndin hefði ráðs. Ólafur Jóhann Sigurðsson orðið sammála um að veita Snorra Hjartarsyni verðlaunin fyrir bók hans „Hauströkkrið yfir mér“ sem kom út árið 1979. Verðlaunin nema 75.000 dönsk- um krónum. í ummælum nefnd- arinnar segir að bókin sýni að Snorri hafi öruggt vald á að miðla á skýran hátt persónulegri náttúruskynjun sem ummyndist í víða veraldarsýn. Snorri Hjartarson er annar Islendingurinn sem hlýtur bók- menntaverðlaun Norðurlanda- hlaut verðlaunin fyrir 5 árum. Maehle kvaðst ánægður yfir því að íslenskt ljóðskáld fengi verð- launin að þessu sinni. Þau væru ekki mörg ljóðskáldin sem þau hefðu hlotið, en þau væru þeim mun sérstakari. Njörður P. Njarðvík er einn íslensku nefndarmannanna. Á fundinum sagði hann það vera sérstaka ánægju fyrir sig og aðra Islendinga í nefndinni að Snorri skyldi hljóta verðlaunin. Hann sagði að bók hans hefði Snorri Hjartarson. Lktem. Kristinn. verið lögð fram með efasemdum, ekki vegna bókarinnar sjálfrar heldur vegna þess hve erfitt er að þýða ljóð yfir á önnur tungu- mál svo vel fari. Inger Knutson þýddi bókina á sænsku fyrir aðra nefndarmenn. Snorri Hjartarson er fæddur í Borgarfirði árið 1905 og ólst þar upp. Hann hélt til Kaupmanna- hafnar árið 1930 og lagði þar stund á listfræði. Árið 1931 fór hann til Óslóar og hélt þar áfram námi í eitt ár. Snorri varð bókavörður við Borgarbókasafnið í Reykjavík árið 1939. Hann var yfirbóka- vörður við safnið frá árinu 1943 til 1966. Snorri hefur skrifað eina skáldsögu, „Hátt flýgur hrafn- inn“. Hún var skrifuð og gefin út á norsku árið 1934. Ljóð Snorra hafa komið út í 4 bókum. Kvæði 1944, Á Gnitaheiði 1952, Lauf og stjörnur 1966 og Hauströkkrið yfir mér 1979. Urval af ljóðum hans var gefið út í Osló árið 1968 í þýðingu Ivars Orglands. Bar bókin heitið „Lyng og kraker". Sama ár var bókin „Lyng og stjörnur" tilnefnd til bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. stjórnin, sem „opnað hefði Banda- ríkjamönnum leið til að leysa gísl- ana úr haldi". Að sögn Pierre Salingers, fréttamanns ABC, var það í ágúst eða september sl. að vestur- þýski sendiherrann í Teheran gat talið Tabbatabbaii, mág sonar Khomeinis, á að beita áhrifum sínum við Khomeini og fá hann til að semja við Bandaríkjamenn. I fréttum ABC var ennfremur sagt frá því, að Kurt Waldheim aðalritari SÞ, hefði „misst kjarkinn“ þegar hann var staddur í Teheran snemma á síðasta ári og breytt þeim skila- boðum sem hann átti að flytja Irönum frá Bandaríkjastjórn. Bandaríkjamenn höfðu fallist á skipan nefndar til að rannsaka umsvlf þeirra í íran á dögum keisarans að því tilskildu að gíslarn- ir fengju fyrst að fara frjálsir ferða sinna, en Waldheim bauðst til að senda nefnd á vegum SÞ til Teheran án nokkurra skilyrða. Salinger, fréttamaður ABC, sagði, að Waldheim hefði óttast um öryggi sitt þegar hann var staddur í Teheran og með þessu framferði sínu hefði hann eyðilagt eina tromp Bandaríkjamanna á þessum tíma. Á fréttamannafundi í dag neitaði Waldheim þessum ásökunum og sagði að tilraunir SÞ hefðu farið út um þúfur vegna afstöðu írönsku stjórnarinnar. Gert er ráð fyrir því að banda- rísku gíslarnir snúi heim á sunnudag og þeir muni hitta fjölskyldur sínar í háskóla bandaríska hersins í West Point. Danir mót- mæla veiðum Kaupmannahöfn. 23. jan. — AP. VESTUR-Þjóðverjar virtust 1 dag ætla að láta undan síga og taka til Kreina áköf mótmæli dönsku stjórn- arinnar við þeirri einhliða ákvörð- un vestur-þýskra stjórnvalda að leyfa 12 verksmiðjuskipum að fara á þorskveiðar við Austur-Grænland. Á blaðamannafundi í Kaupmanna- höfn í dag sagði Kjeld Olesen, danski utanríkisráðherrann, að honum hefðu nú borist þær upplýsingar frá Bonn, að vestur-þýskir togaraeigend- ur hefðu skipað skipum sínum að snúa við, en ekki er vitað hvort þau voru komin á miðin. I mótmælum dönsku stjórnarinnar sagði, að einhliða ákvörðun Vestur- Þjóðverja væri brot á samningum EBE-ríkjanna enda hefðu enn ekki verið gerðir neinir samningar um fiskveiðar á Grænlandsmiðum. Ole- sen sagði, að Danir hefðu áskiliö sér rétt til að gripa til „viðeigandi ráðstafana".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.