Morgunblaðið - 24.01.1981, Page 5

Morgunblaðið - 24.01.1981, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981 5 i HJÁ OKKUR SKOÐIO ÞIÐ BÍLANA INNI ur í vor NÝR TOGARI bætist i flota landsmanna með vorinu. en þar er um að ræða togara, sem aðilar á Raufarhöfn og Þórshöfn hafa sameinast um að kaupa. Er hann keyptur notaður frá Norejfi <>K standa fyrir dyrum nokkrar breytintrar á honum áður en hann kemur til landsins. Leitað hefur verið tilboða í breytinKarn- ar, sem munu trúlexa laka um 2 mánuði. Eigandi togarans er IJtgerðarfé- lag Norður-Þingeyinga og eru eig- endur þess Þórshafnarhreppur, Hraðfrystistöðin og Kaupfélagið þar, útgerðarfyrirtækið Jökull á Raufarhöfn og Svalbarðshreppur. Samkvæmt. upplýsingum frétta- ritara Mbl. á Þórshofn mun togar- inn gerður út í samvinnu þessara tveggja staða, en gert er ráð fyrir að 75% aflans verði lögð upp í Þórshöfn. Togarinr. cr keyptur af fyrrgreindum aðilum m.a. með ríkisábyrgð á norsku láni og aðstoð byggðasjóðs. —Þessi togari hefði þurft að koma hingað strax í Vet'jr,- því hér er nú atvinnuleysi. Litlu bátarnir hafa lítið sem ekkert getað róið að undanförnu vegna tíðarfarsins og því lítið um vinnu í frystihúsinu, en þar starfa milli 50 og 60 manns og eru flestir því á atvinnuleys- isskrá, sagði fréttaritarinn. Tónleikar Kammer- sveitar Reykjavíkur nk. mánudagskvöld ÞRIÐJU áskriftartónleikar Kammersveitar Reykjavíkur á þessu starfsári verða haldnir í Austurbæjarbíói nk. mánudags- kvöld, þann 26. janúar kl. 7.15. A efnisskrá eru tvö öndvegis kammerverk, sem bæði tvö eru talin með merkustu tónverkum tónbókmenntanna. Fyrst verður fluttur klarinettkvintett op. 115 eftir Johannes Brahms, en það verk hafa tónlistarfræðingar talið fullkomnasta kammerverk sem samið hefur verið fyrr og síðar. Þótt liðin séu tæp 90 ár síðan verkið var frumflutt hefur það einungis heyrst fjórum sinnum leikið á tónleikum hér á landi. Síðara vcrkið á tónlcikunum er Pierrot lunaire eftir Arnold Schönberg, samið og frumflutt árið 1912. Pierrot lunaire er tíma- Þórshafn- artogar- inn kem- mótaverk sem olli miklum straumhvörfum í tónlistarheimin- um þegar það var frumflutt. Hafa fá tónverk haft jafn víðtæk áhrif á samtíð sína og þetta fræga verk Schönbergs. Pierrot lunaire er eitt af erfiðustu kammerverkum í flutningi sem þekkjast og heyrist því sjaldan á tónleikum. Kamm- ersveit Reykjavíkur flutti verkið á Listahátíð 1980 við fádæma hrifn- ingu þeirra sem lögðu leið sína í Þjóðleikhúsið einn fagran sumar- dag í júní ’sl. Vegna fjölda áskor- ana þeirra sem þá heyrðu verkið flutt, svo og þeirra sem fóru á mis við tónleikana í sumar ákvað Kammersveitin að flytja verkið aftur á þessu starfsári. Rut Magn- ússon fer með lykilhlutverkið í Pierrot lunaire, en stjórnandi verksins er bandaríski hljómsveit- arstjórinn og fiðlusnillingurinn Paul Zukovsky. Ennfremur mun Zukovsky leika með í strengja- kvartettinum í klarinettkvintett Brahms, en Gunnar Egilsson fer með klarinetthlutverkið. (Fréttatilkynning) Kammersveitin á æfingu. Frá vinstri: Paul Zukovsky, Rut Ingólfsdóttir. Carmel Russill, Rut Magnússon, Gunnar Egilson og Maria Málfriður Sigurðardóttir. VIÐ BORANIR i Glerárdalnum i landi Akureyrarkaupstaðar fannst i fyrrinótt nokkuð af heitu vatni og að sögn Helga Bergs bæjarstjóra er það talið gefa visbendingu um hvar halda megi borunum áfram. I samtali við Mbl. sagði bæjar- stjórinn að vatnið sem fundist hefði væri ekki mjög mikið og það væri heldur kalt, en fundurinn gæfi til kynna að halda mætti áfram borunum í von um betri árangur. Seint á síðasta ári fannst talsvert af heitu vatni, en ekki mun takast að tengja það hitaveit- unni fyrr en á næsta ári. Stormur á loðnumiðum STORMUR var á loðnumiðunum I gær og fyrrinótt og því ekki veiðiveður. Á miðvikudag og fimmtudag fengu 23 skip afla austnorðaustur af Langanesi og lönduðu þau flest á Raufarhöfn. Scyðisfirði, Neskaupstað og Eski- firði. Miðvikudagur: Seley 200, Pétur Jónsson 800, Þþorshamar 520, Hrafn 650, Hilmir II 450, ísleifur 400, Albert 600, Súlan 780, Borkur 1150, Gullberg 580. Alls tilkynntu 10 skip um 6130 tonn til Loðnunefndar. Fimmtudagur: Skarðsvík 600, Jón Kjartansson 1150, Bergur 500, Hafrún 640, Víkurberg 500, Heiga II 530, Cji.T.: 0!afsson 1020, ?igurfari 600, Svanur 200, Kap II 550, Ársæi! Í99- Arnames 400 og Dagfari 400. Samtals 13 skip með 7.490 tonn. Komdu og líttu á góðan bíl hjá Bílasölu Guðfinns OPIÐ LAUGARDAG KL. 10—6 Armúla 7 Sími 81588. Heitt vatn finnst í Glerárdal i i . i i í i i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.