Morgunblaðið - 24.01.1981, Side 11

Morgunblaðið - 24.01.1981, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981 11 Hækkun gatnagerðargjalds rúm 50% utan Reykjavíkur Morgunblaðíð hefur haft samband við bæjarskrifstofur í nágrenni Reykjavíkur og úti á iandi til að afla sér upplýsinga um hækkun gatnagerðargjalds og hvert það sé á hverjum stað. Það kemur fram að hækkun þess- ara gjalda er bundin bygg- ingavísitölu og hækkar sam- kvæmt henni, en hún mun hafa hækkað um iiðlega 50% liðið ár. Samkvæmt þeim upp- lýsingum, sem blaðið hefur aflað sér, hefur hvergi verið um meiri hækkun að ræða á þeim stöðum, sem samband var haft við. í Garðabæ eru gatnagerð- argjöld reiknuð út eftir hverf- um og þeim kostnaði sem verja þarf í gatnagerðina á hverjum stað. Þar eru gatna- gerðargjöld á bilinu 80 tl 100 þúsundir nýkróna og fer gjald- ið eftir stærð lóða og íbúðar- hverfum. í Hafnarfirði eru meðaltals gatnagerðargjöld fyrir einbýlishús rúmar 60.000 nýkrónur, fyrir tvíbýlishús rúmar 78.000 nýkrónur og í raðhúsum eru gjöldin fyrir hverja íbúð tæplega 42.000. í fjölbýlishúsum eru gjöldin tæp 10.000 á íbúð. Á Seltjarn- arnesi eru gatnagerðargjöld tvenns konar, A-gjöld, það er að malbikun og frágangi gangstétta sé ólokið, og B- gjöld, þegar hvoru tveggja hefur verið lokið. Fyrir einbýl- ishús, A-gjöld, sem er um 600 rúmm. skal greiða 52.000 krón- ur rúmar, A-gjöld af 550 rúmm. íbúðum í raðhúsi eru rúmlega 36.000 og í fjölbýlis- húsum eru þessi gjöld af 220 rúmm. íbúðum um 12.000 krónur. Á Selfossi eru gatnagerð- argjöld fyrir einbýlishús nú á bilinu 3.000 til 3.500 nýkrónur. Á Isafirði eru gjöldin fyrir 500 m2 einbýlishús um 40.000 og fyrir íbúð í fjölbýlishúsi um 16.000. Á Akureyri eru gjöldin fyrir meðal einbýlishús um 30.000 og talsvert lægra fyrir íbúðir í raðhúsum og fjölbýlis- húsum. í Neskaupstað voru gjöldin 1. desember tvenns konar, miðuð við það hvort frágangi gatna er fyllilega lokið. Nú þurfa húsbyggjendur í Neskaupstað að greiða 12 til 16.000 krónur áður en bygging hefst og síðar meira er frá- gangi gatna hefur verið lokið. Búnaðarsamband Suðurlands fær bókagjöf Búnaðarsamband Suðurlands hefur borist bókagjöf. Haldur óskarsson rithöfundur Kaf bæk- urnar. en fósturforeldrar hans, Þorsteinn Þorsteinsson og Sigríð- ur Ólafsdóttir, sem bjuKKu að Ásmundarstöðum í Holtum 1925—1955, voru eÍKendur bók- anna. Þorsteinn gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir sveit sína. Var m.a. oddviti um árabil og formað- ur búnaðarfélagsins. Bækur þessar eru búnaðarblað- ið Freyr, V—L árgangur, Búnað- arrit, XLV—LXXVI árgangur og allmargar fræðibækur aðrar um landbúnaðarmálefni. Auk þess er ritgerð eftir Þorstein um Búnað- arfélag Holtamanna, segir m.a. í fréttatilkynningu. Glæsfleg Toyota Toyota ÚRVAL 1981! Opið í dag kl. 13 -17. Opið sunnudag frá kl. 10 -17. Nýja Cressidan er sýnd á Bílasýningunni. Starlet Tercel Corolla Landcruiser jeppi Hi Lux 4x4 Bflar dagsins í dag og á morgun... Toyota bílar eru ekki bara sparneytnir — þeir eru meö viðhaldsléttustu og traustustu bílum í heimi. — Auk þess aö vera sannkallaðir lúxusbílar í ytra sem innra frágangi. BILAR TIL REYNSLUAKSTURS WTOYOTA UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI 44144

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.