Morgunblaðið - 12.02.1981, Page 3

Morgunblaðið - 12.02.1981, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981 3 Þessir ungu og hressu piltar kunnu betur að meta snjóinn en ökumenn og skemmtu sér við snjókast er ljósmyndari Mbl., Kristinn óiafsson, átti leið hjá. Mikið fannfergi og ófærð víða um landið Fólk gekk frá bíl- um sínum víðs veg- ar um borgina TALSVERT hvessti á suðvestur- horni landsins i fyrrakvöld og nótt og spiiltist færð viða vegna skafrennings og ofankomu. f Reykjavik varð veruleg ófærð að sögn lögreglunnar. Vegir út frá borginni tepptust og versta veð- ur gerði viða um land er veðra- skil djúprar lægðar á Græn- landshafi gengu yfir landið, og i gær var enn slæmt veður á Vestfjörðum og annesjum norð- anlands. Að sögn lögreglunnar í Reykja- vík lentu ökumenn í miklum vandræðum í ófærðinni og átti hún mjög annasama nótt við að aðstoða ökumenn og flytja starfs- fólk sjúkrahúsa og annarra stofn- ana til og frá vinnu í gærmorgun. Ferðir strætisvagna tepptust talsvert og hófust ekki fyrr en nokkuð var liðið á morguninn. Þá olli það snjóruðningsmönnum miklum vandræðum hve mikið var af yfirgefnum bifreiðum víða um borgina. Hjá vegaeftirliti ríkisins feng- ust þær upplýsingar að víðast væri orðið sæmilega fært um Suður- og Vesturland í gær, en víða mjög þungfært eða ófært, á Vestfjörðum og Norðurlandi. Á Austfjörðum var ófært um Oddsskarð og Fagradal, en fært til Seyðisfjarðar og suður með fjörðum. Hjá veðurstofunni fengust þær upplýsingar að búizt væri við því að lægðin sem veðrinu olli færi suðaustur með landinu og í nótt yrði fremur hlýtt í veðri, en kólnaði aftur í dag með norðaust- anátt. Húsavík: Grenjandi og skólum HÚKavik. 11. febrúar. HÉR SKIPTI um veðurfar snögg- lega um nónbilið i dag. Nú er hér bezta veður, en i nótt og morgun var grenjandi stórhríð og svo blindað f verstu vindhviðunum, að það mátti með sanni segja að ekki sást út úr augum. Enn er hér rikjandi sá siður, að flestir fara af vinnustað um hádegið heim til matar, en í dag fóru færri en venjulega. Skólarnir voru lokaðir í dag, og það sem ég tel verst við slíkt veður stórhríð var lokað sem var í morgun og því ástæða til að fella niður skólahald, er ekki sízt slysahætta af bílum, sem í blind- hríð eru að brjótast áfram og sumir ökumenn aka þá ekki eftir aðstæð- um. Þeir aka alitof hratt ef þeir komast það fyrir ófærðinni og er mildi að ekki hlýzt slys af. Þetta veður náði ekki nema fram að Laxamýri og sæmilegasta veður var í Aðaldal og þar framfrá, en slíkum veðurofsa fylgir sjaldan nokkur teljandi snjókoma og telja má þvi að vegir verði fljótt færir aftur. Fréttaritari. Góð aðsókn að kvikmyndahátíð AÐSÓKN að kvikmyndahátið hef- ur verið góð og _ farið vaxandi, sagði örnólfur Árnason, fram- kvæmdastjóri hátiðarinnar. i sam- tali við Mbl. i gær, og það sem kannski helzt hjátar á er að fyrst sýnúíu við myndirnar fyrir kann- ski hálfu húsi, e" selnRi Mluía vikunnar komast færri að en Kvikmyndahátíðin hófst sl. laug- ardag og henni lýkur á sunnudag- inn. örnólfur sagði mesta aðsókn vera að myndum Buster Keatons, fólk væri að uppgötva hann að nýju og hann yrði eftir þetta ekki minna þekktur hér á landi en Chaplin. Reynt er að sýna flestar myndir tvisvar, ýmist á eftirmiðdegi eða kvöldi. Sú breyting verður á dagskrá kvikmyndahátíðarinnar, að ung- ----1... T1—.— x. versKtt m^iiuiii 11 unauai tx auat kemur ekki til landsins þar sem hún týnuÍSÍ * pósti og sama er að segja um þýzku mynu!.na í hÍarta hvirfil- byls. Hins vegar hefur ít)5izt ah fa myndir Alfred Hitchcocks Fuglafu" ir og Jamaica Inn og verða þær sýndar um helgina. smiðjurnar: Báðir aðilar hafa gert drög að samningi SÁTTAFUNDIR eru nú haldnir daglega með vélstjórum hjá ríkis- verksmiðjunum og var fundur boðaður i gærkveldi klukkan 20.30. Á mánudagskvöid afhentu vélstjórarnir uppkast að samn- ingi milli aðilanna og i fyrra- kvöld svaraði vinnumálanefndin þvi til. að það væri með öllu óaðgengilegt. Jafnframt létu full- trúar rikisvaldsins i ljós, að þeir væru að ganga frá nýju samn- ingsuppkasti og var þess vænzt að það yrði lagt fram i gærkveldi. Vélstjórarnir hafa gefið undan- þágur í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi til þess að forðast megi skemmdir á tækjum og vélum, en áður höfðu þeir veitt undanþágu í Sementsverksmiðjunni, þar sem heimilt er að reka ofn verksmiðj- unnar, svo að hann skemmist ekki. Undanþágan í Gufunesi nær til rafgreiningartækja, sem eru í hættu, ef þau kólna og heimill er rekstur ammoniak-verksmiðju og leyfð framleiðsla á köfnunarefni til sæðiskælingar, sem sæðinga- SKUTTOGARINN Engey RE seldi 204 lestir af isuðum fiski í Cuxhaven í gær og fengust 1,4 milljónir króna fyrir aflann, eða 687 krónur að meðaltali fyrir kiló. Mun betra verð fékkst fyrir aflann en búizt var við, en markaðurinn i Þýzkalandi hefur verið lélegur undanfarið. í afla Engeyjar var einkum karfi og ufsi og gæði fisksins mikil. stöðvar nota. Þá er einnig heimil framleiðsla á súrefni fyrir sjúkra- hús. Undanþágurnar eiga því að koma í veg fyrir skemmdir á hráefni og tækjabúnaði og leyfa framleiðslu áðurnefndra nauð- synjaefna. í næstu viku selja nokkur skip í V-Þýzkalandi, en ekkert skip er bókað með löndunardag í Eng- landi næstu vikur. Markaðurinn þar hefur verið mjög slakur und- anfarið vegna innflutnings á fiski í gámum frá meginlandi Evrópu. I dag lýkur nokkurra daga verkfalli í Bretlandi, sem beinzt hefur gegn þessum gámafiski. Góð sala hjá Engey í V-Þýzkalandi Kl. 19.30 — Kvöldveróur hefst stund- víslega — Ijúffengur veizluréttur: Supreme de Chapon farci au Champagne et Crevettes Verð aöeins kr. 85.00 Fegurö 1981 — for- keppni — Ungfrú Út- W sýn — Ljósmynda- I & fyrirsætur veróa vald- -Vs |KÉB. ar úr hópi gesta, 10— V ^ 12 stúlkur fá feröa- verðlaun — Útsýnar- \ ferö. Stjórnandi: ÍJL flH Ingólfur Guðbrandsson Ferölst ódýrt og vel 1981 — Veröskrá liggur framml. Nýjustu vinMsidalögin. Olskótek: Þorgeir Ástvaldsson stjórnar. Dans til kl. 01.00 — Hin fjðlhafa, \ vinsasla og fjöruga hljómsveit '• \ISLaS Ragnars Bjarnasonar ásamt söng- 'jb VvVj\ konunni Maríu Helenu koma öllum ¥ ___________________________________________í ^ ^ Missið ekki af ódýrri skemmtun í sérflokki, aðgangur ókeypis, aðeins rúllugjald og heimill öllu skemmtilegu fólki, sem kemur í góðu skapi og vel klætt. Borðapantanir hjó yfirþjóni fró kl. 16.00 fimmtudag í símum 20221 og 25017. kluhhur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.