Morgunblaðið - 12.02.1981, Side 5

Morgunblaðið - 12.02.1981, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAR 1981 5 Deilurnar í stjórn Fiskeldis hf.: Fjórir hluthafanna kref jast íhlutunar viðskiptaráð- herra um málefni félagsins Leikendurnir þrir. Talið frá vinstri: Þórir Steingrímsson, Aðalsteinn Bergdal og Randver borláksson. Nýtt leikhús í Garðabæ Frumsýnir Galdra- landið nk. laugar- dag í Hafnarfirði NÝTT leikhús, Garðaleikhúsið, hefur göngu sina næstkomandi laugardag. Heimili leikhússins er í Garðabæ en bakgrunnur þess er nýstofnað leikfélag sem heitir Leikfélag Garða. Ætlar leikhúsið að hefja starfsemi sína með því að frumsýna Galdra- land eftir Baldur Georgs. Er- lingur Gíslason leikstýrir verkinu. Frumsýningin verður í Bæjar- bíói í Hafnarfirði nk. laugardag kl. 15 og hefst miðasala kl. 13. Önnur sýning verður á sunnu- daginn í Hlégarði Mosfellssveit kl. 15 og hefst miðasala þar einnig kl. 13. Um aðra helgi er svo í ráði að sýna bæði laugardag og sunnudag í Félagsheimilinu í Kópavogi og verður miðasala kl. 17—19 á föstudeginum og á laugardeginum frá kl. 13. 14 skip eiga eftir að veiða 19 þús. lestir NÚ EIGA 14 skip eftir að veiða samtals um 19 þúsund tonn af loðnu á vertiðinni, en flest þessara skipa eiga aðeins eftir að fara fáa túra. Veður hefur verið mjög erfitt undanfarið og lítill friður verið til veiðanna. í gær héldu loðnuskipin 14 til hafnar vegna veðursins, en mjög slæm spá var fyrir loðnumiðin. Skipin hafa und- anfarið fengið afla úti af Reyðar- fjarðardýpi og hafa einkum land- að á Eskifirði og Seyðisfirði, en þangað héldu flest þcirra í gær. Frá því síðdegis á fimmtudag þar til í gær hafa eftirtalin skip tilkynnt um afla til Loðnunefndar: Fimmtudagur: Jón Kjartansson 900, Víkingur 500, Þórður Jónasson 430. Föstudagur: Seley 420, Helga Guðmundsdóttir 420, Krossanes 400, Magnús 230, Guðmundur 400, Jón Finnsson 60. Sunnudagur: Jón Kjartansson 600, Kap II 400, Sæberg 550, Ársæll 440, Víkingur 900, Sæbjörg 100. Mánudagur: Bergur 200, Magnús 200, Helga Guðmundsdóttir 270, Börkur 700, Seley 200, Þórður Jónasson 300, Svanur 300, Jón Finnsson 290. Miðvikudagur: Magnús 400, Jón Kjartansson 550, Bergur 130, Guð- mundur 250, Sæberg 130, Þórður Jónasson 100, Ársæll 90, Seley 70, Jón Finnsson 150. Þá héldu Svanur, Kap II, Sæbjörg, Krossanes og Helga Guðmundsdóttir einnig til hafnar með „slatta“. Leikendur í Galdralandi eru þrír: Aðalsteinn Bergdal, Rand- ver Þorláksson og Þórir Stein- grímsson. Örn Gunnarsson ann- ast sýningarstjórn, María Hauksdóttir sá um leiktjalda- saum og Nikulás Þórðarson sér um leikhljóð. Galdraland var áður sýnt hjá Leikfélagi Akur- eyrar sem ferðaðist um nær allt Norð-Austurland með verkið. Einnig var komið með leikritið á Listahátíð 1978. FJÓRIR hluthafar í hlutafélag- inu Fiskeldi, þeir Jakob Hafstein. Pétur Rafnsson, Eyjólfur Frið- geirsson og Ingimundur Kon- ráðsson, hafa óskað eftir því að viðskiptaráðherra láti málefni félagsins til sin taka. en deilur hafa verið innan stjórnar þess að undanförnu eins og fram hefur komið i Morgunblaðinu. Jakob Hafstein sagði í samtali við Morgunblaðið i gær, að einkum væri krafist úrskurðar ráðherra í þremur atriðum. í fyrsta iagi væri lögð áhersla á að stjórn Fiskeldis hf. verði þegar í stað fyrirskipað að gefa út bráða- birgðaskírteini, sem greiðslukvitt- un fyrir innborguðu hlutafé. Þetta sagði Jakob meðal annars koma til af því að slíkt skjal væri viðskipta- skjal, það væri veðhæft, og unnt sé að notfæra þau verðmæti sem að baki séu, en slíkt sé ekki unnt með einfaldri kvittun eða gíróseðli, sem hluthafar hafa fengið, er þeir greiddu hlutafé sitt. Auk þess voru bein og jákvæð fyrirmæli um slík bráðbirgðaskírteini í 7. gr. sam- þykktar Fiskeldis. í öðru lagi væri krafa fjórmenn- inganna sú, að viðskiptaráðherra ógildi sölu hlutabréfa til nýrra félaga. í stofnsamningi sé tekið fram að Fiskeldi sé almennings- hlutafélag, og því óeðlilegt að fáir stórir eigi félagið. En þá fjórtán aðila, sem boðið var að kaupa hlutafé er stofnfélagar stóðu ekki skil á, sagði Jakob að gætu eignast um 42 milljónir króna, af alls 104 milljónum gkr. sem var heildar- stofnfé félagsins. Og hvað er þá orðið um hugsjónina og ákvörðun- ina í stofnsamningi félagsins. í þriðja lagi sagði Jakob að þess væri krafist að aðalfundi, sem auglýstur hefur verið síðar í þess- um mánuði, verði frestað. Timinn verði síðan notaður til að koma málefnum félagsins í lag og til að vinna að sáttum innan þess. Jakob sagði enn fremur, að mjög einkennilega hefði verið farið að því að innheimta hlutafjárloforð. Sent hefði verið út bréf til þeirra er þá höfðu ekki gert skil, hinn 19. nóvember 1980. Var þeim gefinn 18.851 atvinnuleysis- dagur skráður í janúar SKRÁÐIR atvinnuleysisdagar á landinu öllu i janúar á þessu ári voru 18.851 samkvæmt skýrslu. sem Morgunblaðinu hefur horizt frá vinnumáladeild félagsmála- ráðuneytisins. í desember voru skráðir atvinnuleysisdagar 12.433 og i janúar i fyrra 14.170. Flestir atvinnuleysisdagar voru skráðir á Norðurlandi eystra og er atvinnu- leysisaukning mest i þeim lands- hluta. Þar voru skráðir nú i janúar 6.155 atvinnuleysisdagar, sem er nærri 2.000 fleiri en i desember og janúar á síðasta ári. Skráðir atvinnuleysisdagar í janúar jafngilda því, að 870 manns hafi látið skrá sig atvinnulausa Atvinnuástand erfitt á Akureyri allan mánuðinn. Sambærileg tala fyrir desember var 574, en 654 í janúar í fyrra, segir í skýrslunni. Þá er það einnig tekið fram að meðaltal skráðra atvinnuleysis- daga í janúarmánuði síðastliðin 5 ár eru 17.483. Sem hlutfall af mannafla er skráð atvinnuleysi nú 0,8%, en var 0,6% í desember og janúar í fyrra. Eins og þessar tölur gefa til kynna, er atvinnuleysi nú nánast eins og í meðallagi, sem bendir til, að hér sé um venjulega árstíðasveiflu að ræða. Þá segir í skýrslunni að atvinnu- ástand á Akureyri og Húsavík valdi að mestu atvinnuleysinu á Norðurlandi eystra. Á Húsavík hefur ástandið skánað nokkuð, en er enn erfitt á Akureyri. Þar er fyrst og fremst um samdrátt að ræða í útivinnu, vegna veðurfars, en einnig um verulegan samdrátt í byggingariðnaði og fyrirtækjum tengdum honum. Á höfuðborgarsvæðinu er at- vinnuástand líkast því sem verið hefur undanfarin ár, en þó ber meira á atvinnuleysi meðal iðnað- armanna í byggingariðnaðinum, sérstaklega múrurum, sem hafa verið fleiri skráðir atvinnulausir nú í janúar en um langt árabil. frestur til 20. desember 1980. I bréfinu segir Jakob að hafi verið sagt, að annaðhvort yrði leitað lögfra’ðilegrar aðstoðar til inn- heimtu á því sem á vantaði. eða leitað úrskurðar á bráðabirgða- skírteini, sem raunar sé ekki til. Nýir félagar sem sagt teknir inn í félagið, í stað þeirra stofnhluthafa, er ekki stóðu í skilum, án þess að gera þeim sérstaklega viðvart. Með þessu sagði Jakob að stjórnin væri að gerbreyta eignarhlutföllum inn- an félagsins. Sagðist Jakob meðal annars telja, að hlutafélagalögin nýju hefðu verið samin, til að vernda rétt minnihlutaaðila innan hlutafélaga. Þessar aðferðir kvað Jakob vera óhæfu gagnvart þeim 620 aðilum, er stóðu að stofnun félagsins, og gerbreyta öllum hlut- föllum í félaginu. Þá sagði hann einnig að stjórn félagsins hefði neitað að taka við greiðslum frá hluthöfum, er komu og hugðust gera skil eftir þann frest er gefinn var og áður er getið um, samkv. bréfinu 19. nóvember 1980. Stjórn félagsins sagði Jakob einnig hafa gengið á svig við eigin samþykkt frá í september, er hann hafi sjálfur borið upp á stjórnar- fundi áður en hann hafi sagt sig úr stjórn. í samþykktinni hafi verið ákveðið að kalla saman hluthafa- fund til að jafna málin innan félagsins og skýra frá því hvað væri að gerast á Húsavík, þar sem unnið hefur verið að framkvæmd- um á vegum Fiskeldis. Siðast en ekki síst sagði Jakob hugmyndina hafa verið þá að nota hluthafa- fundinn til að fá greiðslur frá hluthöfunum. En ýmis málefni sagði Jakob ekki vanþórf á að ræða innan félagsins, svo sem of mikinn framkvæmdahraða og miklar skuldir er stjórnin hefði komið því í og margt fleira. En umfram allt, verður að halda almennar leikreglur og fara að lögum. Þeir, sem slíku vilja ekki hlíta, verður fyrst sýnt „gula kort- ið“, því næst „rauða spjaldið" og eftirleikinn þekkja svo allir, hvort heldur „Pétur eða Pálar“, sagði Jakob V. Hafstein að lokum. Sextugs- afmæli SEXTUGUR er í dag, 12. febrú- ar, Eyþór Kjaran, Holtsgötu 17 hér í Reykjavík. Ást við fyrstu sýn ^KEIMWOOD KX-500 er kassettu- tækið sem hrífur þig frá fyrstu kynnum. Spilar allar bandagerðir, „Metal“, „Croin", o.fl., búið snertirofum, „Bias“ fínstillingu, fluorcent mælum, „Dolby“, „long live SGH“ tónhaus, o.m.fl. ^KENWOOO KX-500 er kassettu- tækið sem þú getur eignast með Kr. 1.200.- útborgun og eftir- stöðvar á 4 mánuðum, eða gegn staðgreiðslu fyrir kr. 3.423.- SKAfi/ ^KENWOQD $ KENWOOD KX-500 KASSETTUTÆKI [ FÁLKIN N Siiðurlandshruiit 8 — Sími 84670

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.