Morgunblaðið - 12.02.1981, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981
Hafliði Vilhelmsson:
AÐ
TYIND
„Det skönne Danmark," verður
mörgum íslendingum að orði sem
átt hafa ferð yfir gróið flatlendið
á Jótlandi. Og í sömu andránni
hafa þeir andvarpað þegar þeir
ósjálfrátt báru saman andstæður
íslands og Danmerkur. Hversu
frjósamt sýnist ekki þetta litla
konungsdæmi í samanburði við
örfoka melana sem bóndinn á
Islandi beitir sauðfénu á.
Það er ekki að efa að margur
búhöldurinn hefur rennt hýru
smjörauga yfir þetta velræktaða
land. Hvert sem litið er sjást
aðeins velræktaðir akrar og græn
tún, skýlt með þéttum grenibelt-
um, svo úr lofti líkist landið
taflborði, þar sem sætu þorpin
koma í stað peðanna.
Jótland er fagurt land í orðsins
réttri merkingu. Ekki hrikalegt,
né heldur stórfenglegt, eins og
víðáttuauðnir öræfanna sem taka
sig svo vel út á sólarfilmu, því
ljósmyndin segir ekki frá nepj-
unni, hráslaganum, gróðurleysinu
og sandfokinu.
Jótland er búsældarlegt land og
hlýlegt, að minnsta kosti hér í
Tvind á vesturströndinni, stein-
snar frá olíunni og síldinni í
Norðursjó. Og eins og búast má
við ber fólkið lands síns mót. Það
er góðhjartað og glaðsinna, ánægt
að sjá við sinn starfa, og hugurinn
leitar ekki lengra en að næsta
skógarbelti, því fólk sem er ham-
ingjusamt er ekki að hnýsast um
hagi annarra, né vill það heyra
þetta klassíska hanagal í næstu
sveit.
Hér virðist allt svo rólegt og
fastmótað. Eins og ekkert hafi
breyst á seinustu hundrað árum.
Jótar eru í hjarta sínu sömu
bændurnir og fiskimennirnir og
þeir hafa alltaf verið. Umbúðirnar
kunna að hafa breyst en hjartað
slær með sama takti og forðum.
Þess vegna getur það komið
aðkomumanni á óvart að einmitt
hér í Tvind, í jóskasta Jótlandi,
skuli vera reknir skólar sem hafa
af mörgum þótt taka öðrum fram,
hvað viðkemur nýjungum í námi
og viðhorfum til kennslu.
Tvind, sem liggur fimm kíló-
metra norðan við Ulfborg, hýsir
fimm skóla. Nafnkenndastur
þeirra mun líklega vera Den
Rejsende Hojskole, þótt hinir
skólarnir í Tvind auki orðspor sitt
á ári hverju, eins og til dæmis Det
Nodvendige Seminarium.
Það er lítill vandi að rata frá
Ulfborg til Tvind, bara að taka
stefnuna á vindmylluna sem trón-
ir yfir grenibeltin 53 metra há,
sem tákn fyrir nútíma sparsemi
og hagsýni, jafnt sem hún ber vott
um virðingu fólksins fyrir um-
hverfi sínu, er hún mikill þyrnir í
augum olíukónga og úran-
unnenda.
Den Rejsende Hojskole var sett-
ur á fót árið 1970. Fyrir því stóðu
áhugasamir seminaristar, en af
þeim er fjöld hér í Danaríki.
Skólinn er lögum samkvæmt lýð-
háskóli og fellur undir ramma
þeirra laga sem um slíka skóla
fjalla. Það er,- hann er heimavist-
arskóli sem allir hafa rétt á að
sækja svo fremi að þeir hafi náð
hálfu átjánda ári. En skólinn
veitir útskrifuðum nemendum sín-
um engin réttindi, menn fá ekki
stimpil á rassinn eins og SÍS-
lömbin, né heldur diploma til að
hengja upp í forstofunni heima
hjá sér.
Skólinn telur það víst að menn
sækist í hann til að þroskast og
menntast; lyfta sjálfum sér. Ekki
til að kaupa sér forréttindi fram
yfir aðra, þá sem ekki eiga kost á
námi.
Kennslan fer fram í skipulegum
námskeiðum, sem eru hvoru-
tveggja fræðileg, þ.e. á bókina, og
hagnýt sem kallað er. En megin-
þráður kennslunnar er sú ósk að
kenna fólki að líta í kringum sig,
skoða, rannsaka og kanna þann
raunveruleika sem blasir við, bara
ef menn sjá trén fyrir skóginum.
Flest eru námskeiðin níu mánaða
löng en gefinn er kostur á átta
mánaða framhaldsnámi, ef mönn-
um líkar vistin.
Ferðalög eru snar þáttur í
skólastarfinu, þar af kemur nafn-
ið, ferðalýðháskólinn, eða fa-
randskólinn. Mest er ferðast til
svokallaðra þróunarlanda, því þau
þykja forvitnilegust, út frá þjóð-
félagslegu tilliti meðal annars. Á
skólinn að baki ferðir til Asíu,
Afríku og rómönsku Ameríku, og
er ýmist ferðast með rútubílum
sem skólinn hefur komið sér upp
eða á venjulegan máta í flugvél.
En þess eru dæmi að nemendur
hafi notað óvenjulegustu farart-
æki til að komast áfram á ferðum
sínum. Þannig mætti nefna fljót-
abáta, árabáta og gamla góða
þumalputtann.
Skólagjöld verða nemendur að
greiða sjálfir, og eiga þau gjöld að
nægja fyrir húsnæðinu og matn-
um, annars hleypur ríkiskassinn
undir bagga og nemendur hafa
rétt á styrkjum og lánum eins og
aðrir sem nám stunda.
Þó er rétt að taka það fram að
ferðalögin verða nemendur algjör-
lega að borga úr eigin vasa eða
foreldranna ef því er að skipta.
Skólayfirvöld viðurkenna ekki
námsleiðangrana sem hluta af
skólanáminu, svona ráp er þeim
alls óviðkomandi.
Stangast þarna allalvarlega á
sjónarmið farandskólans í Tvind
og menntamálaembættismanna.
Ferðalögin, að áliti Den Rejsende
Hajskole, eru eitt aðalinntak
námsins. Skólinn hefur það mark
að kennslan sé lifandi, ítroðslu-
laus og lipur. Eins og talsmenn
skólans segja: „Hví að læra um
lífið af bókum þegar vandinn er
hægur að skoða sjálfur og sann-
prófa? Festa sér eigin skoðanir á
málunum með gjörhugulli athug-
un í stað þess að éta í sig það sem
aðrir hafa um hlutina að segja?“
Eða, getur nokkur maður kynnt
sér kjör hins tyrkneska ánauðar-
bónda eða pakistanska verk-
smiðjuþrælsins af bókum? Jú, að
einhverju leyti, en aldrei eins vel
og með því að fara á staðinn og sjá
fyrir sig sjálfan. Tala við bóndann
eða þrælinn í vefnaðarverksmiðj-
unni og heyra hvað þeim finnst
um líf sitt og kjörin.
Boðskapurinn er: Ferðist og
lærið og augu yðar munu uppljúk-
ast.
Að loknu ferðalagi, sem yfirleitt
stendur í fjóra til sex mánuði
heldur námið áfram í skólanum
heima í Tvind, og stendur í um það
bil þrjá mánuði. Tíminn er þá
notaður til að vinna úr öllum þeim
upplýsingum sem hrannast hafa
að nemendum, og reynt að skilja
og skilgreina og setja í samhengi.
Þannig má segja að Den Rejsende
Hojskole leggi mesta áherslu á
þjóðfélagsfræði, og eða saman-
burðarlandafræði í þess orðs
fyllstu merkingu.
Sem stendur hefur skólinn sam-
and við UFF, sem er skammstöfun
yfir skandinavísk sjálfboðaliða-
samtök um þróunarhjálp. Þessi
samtök eru allfjölmenn og hafa
látið margt gott af sé leiða, og þau
leggja ríka áherslu á að öll hjálpin
komist til skila milliliðalaust,
þannig að sem mest verði úr
henni.
Er það ætlun skólans og sam-
takanna að halda til Zimbabwe í
mars næstkomandi. Verður það
sex mánaða ferð um þessa fyrrum
Rhódesíu. Er fyrirhugað að tveir
þessara sex mánaða verði notaðir
til að aðstoða við uppbyggingu
bamaskóla í þessu stríðshrjáða
landi. En eins og vitað er bíður
mikið endurreisnarstarf hinnar
nýju stjórnar með Mugabe í for-
sæti.
Nemendafjöldinn sem hyggst
reisa suður fyrir miðbaug er milli
fimmtíu og sextíu ásamt nokkrum
Myllan í Tvind
„...að uggvænlega horfir...“
Mosfellshreppur:
46 lóðum úthlutað
í næsta mánuði
Á næstunni tekur Bæjarráð
Akureyrar fyrir beiðni af hálfu
Myndlistarskólans á Akureyri um
aukna styrkveitingu til reksturs
skólans. Eins og kunnugt er, hefur
Myndlistarskólinn á Akureyri átt
í rekstrarörðugleikum enda fjár-
framlag af skornum skammti og
skólinn í leiguhúsnæði. Ef fram
heldur sem horfir erum við nem-
endur uggandi um framtíð og
starfsemi skólans í heild og þá
sérstaklega fornámsdeildarinnar,
sem er rekin í fullu samráði við
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands og veitir rétt til áframhald-
andi sérnáms í þeim skóla.
Það er mikill akkur fyrir bæ
eins og Akureyri að hafa fyrsta
áfanga myndlistarnáms í bænum
og því ætti bæjarfélagið að styðja
við bakið á Myndlistarskólanum á
sama hátt og við tónlistarskóla
Akureyrar. Hingað til hefur bæj-
arfélagið sýnt nokkurn skilning á
listþörf bæjarbúa sem kemur
einna best fram í því að Tónlist-
arskólinn er í húsnæði bæjarins
og fær ríkulegan fjárstyrk. Er það
góðra gjalda vert. Blómlegt tón-
iistarlíf virðist haldast í hendur
við grósku bæjarins og velmegun.
Því skýtur skökku við að mynd-
listarnám skuli hafa dregist aftur
úr með tilliti til nauðsynlegs
jafnvægis milli atvinnulífs og
menningarmála.
Okkur virðist sem skilningsleysi
almennings og bæjaryfirvalda á
því að sérmenntað myndlistarfólk
skili sér út í atvinnulífið sé enn við
lýði. Skilningsskortinn teljum við
fyrst og fremst stafa af lítilli
vitneskju um myndlistarnám al-
mennt.
í almennum umræðum um slíkt
nám vill oft gleymast sú tölfræði-
lega staðreynd að tekjur ríkissjóðs
í formi tolla og söluskatts á
myndlistarvörum eru hærri en
kostnaður við listmenntun og
styrkveitingar.
Bæjaryfirvöld virðast ekki koma
auga á hagnýtt gildi mynd- og
handmenntar í hinum ýmsu grein-
um þjóðfélagsins, s.s. kennslu,
auglýsingateiknun, hönnun o.s.frv.
að ógleymdum þeim listamönnum
sem getið hafa sér gott orð hér
heima og á erlendri grund sem
verðugir fulltrúar hinnar íslensku
þjóðar.
Eins og minnst var á í upphafi
er það staðreynd, að Myndlist-
arskólinn á í rekstrarörðugleikum
vegna fjárskorts, svo miklum að
uggvænlega horfir. Sú staðreynd
kallar á skjótar úrbætur. Á sl. ári
greiddi bæjarfélagið gkr. sautján
milljónir og er það hlægileg upp-
hæð miðað við efniskostnað, kenn-
aralaun og annan rekstrarkostn-
að.
Eins og komið hefur fram í
blaðaviðtölum við Helga Vilberg
skólastjóra hafa bæjaryfirvöld
sýnt skólanum stuðning og velv-
ilja undanfarin ár. Við treystum
því að sá stuðningur aukist jafnt
viðgangi skólans. Starfsemi skól-
ans hefur aukist og áhugi fólks er
mikill. Árið 1980 var stigið stórt
skref í átt til jafnvægis í mynd-
listarnámi á landsbyggðinni, þ.e.
með stofnun fornámsdeildar og
hefur það marga kosti í för með
sér. Slíkt átak í almennu listnámi
hér á Akureyri kallar á enn
frekari skilning Bæjarráðs þó ekki
væri nema vegna mikilvægi þessa
þáttar í byggðastefnunni. Þegar
ájcvörðun um aukna styrkveitingu
verður tekin viljum við biðja
Bæjarráðsmenn að muna einnig
eftir því að Myndlistarskólinn á
Akureyri er eini skólinn fyrir utan
borgarmörk Reykjavíkur sem
veitir sambærileg réttindi við
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands. •
Nemendur fornámsdeildar
Myndlistarskólans á Akureyri.
í NÆSTA mánuði verður
úthlutað 46 lóðum í Mos-
fellshrepp sagði Magnús
ólafsson byggingafulltrúi
Mosfellshrepps í samtali við
Morgunblaðið. Þar af eru 24
sem hreppurinn keypti af
cinkaaðilum. Lóðirnar eru
bæði ætluð raðhúsum og
einbýlishúsum.
í fyrra var bara úthlutað
2—3 lóðum í Mosfellssveit,
sagði Magnús ennfremur.
Byggðin á að rísa fyrir vest-
an Arnartanga. Á meðfylgj-
andi uppdrætti sést Arnar-
tangi efst en Leirvogur er til
vinstri. Nýja hverfið er neðst
á uppdrættinum.