Morgunblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981 Hvað er fötiun? Hverjir eru fatlaðir? Hvert hlutskipti þeirra? Hver áhrif fötlunar á samskipti fólks, einstakra manna, samfélag manna? Á þessum vettvangi koma spurningar í lestum sem geta náð óendanlegri lengd því að svar einnar spurningar vekur aðra. Svo er raunar einatt þegar fjallað er um mál, flókin og samtvinnuð, sem varða heill fólks, hvort heldur einstaklinga, hópa eða samfélaga. Vægi fötlunarspursmála er nú orðið slíkt að þau eru pólitísk á bæði landsvísu og alþjóðlega, því að þau krefjast orðið aðgerða og úrlausna sem einvörðungu er á færi þjóðfélagsheildar að veita. Hvað er fötlun? Svarið sýnist auðvelt og t.d. hægt að koma því til skila með einhvers konar skýr- ingarmynd. En auðvelt er ekki sama og einfalt og víst er að svarið verður ekki látið í té í einni setningu sem er augljóst þegar að því er gáð að fötlun nær eftir umfangi allt frá minni háttar líkamságalla eins manns til him- inhrópandi líkamlegs eða andiegs bjargarleysis annars og alls þar á milli. Fötlun er auk þess samfé- lagsmál sem höfðar eða ætti að höfða til samábyrgðarskyns manna. Samt er ljóst að vissir samfélagsþættir stuðla að aukn- ingu áhrifa fötlunar bæði á þann sem fatlaður er, fjölskyldu hans og nánasta umhverfi. Ástæðan er fólgin í því að með aukinni fjölþættni og fjölbreytileika nýtist samfélag oft síður þeim sem búa við skerta færni og oft reyndin að tæknivæðing mótar samfélagslög- málin á þann veg að fatlaðir lenda sjálfkrafa utangátta. Fullyrða má að fötlun er a.m.k. þrennt í senn: hún er mein ein- staks manns, hún er áfall og álag á hans nánustu og hún er úrlausn- arefni samfélagsins. Því er ljóst að einföld skilgreining á orðinu fötlun er ekki auðfengin og nær- tæk, að ekki sé talað um faglega skilgreiningu. ® Ný nudd- og gufubaðstofa á Akureyri NUDD- og gufubaðsstofan var nýl- ega stofnsett að Sunnuhlið 10 á Akureyri. Eigendur eru hjónin Birna Guðjónsdóttir og Rögnvaldur Sigurðsson. Birna lærði á sinum tima hjá Birni llrinrikssyni sjúkra- þjálfara í Reykjavik. Að loknu námi flutti hún til Ólafsfjarðar og rak þar nuddstofu um nokkurra ár skeið. Á Nudd- og gufubaðstofunni eru sólbekkir, gufubað, nuddbekkir, þrektæki og hvíldarbekkir. Við- skiptavinum er boðið upp á kaffisopa að lokinni meðferð. Deginum er skipt milli kynja. Kvennatíminn er kl. 10—16 en karlatíminn kl. 17—21. Fólki er einnig gefinn kostur á að panta sér sérstakan tíma. íslensk orðabók, gefin út af Menningarsjóði 1963, hefur reynst gott haldreipi skýringa á orðum og því eðlilegt að leita til hennar þegar renna þarf stoðum undir merkingu orðsins fötlun. Svo kyn- legt sem það nú er finnst þó orðið ekki í orðabókinni sem verður að flokka undir vangá fremur en að það hafi ekki verið komið á kreik í málinu þegar bókin var gefin út. Hins vegar er í orðabókinni sagn- orðið — fatlast — og einnig lýsingarháttur þess í þátíð, — fatlaður —. Fróðlegt væri að fá staðfest hvenær orðið fötlun er orðið fast og algengt í málinu. Vera má að ekki sé ýkjalangt síðan, e.t.v. fremur áratugir en aldir. Almennt er talið að orðið sé samstofna orðinu fetill, að af beygingarmynd þess orðs hafi fengist sögnin — fatlast —, af henni aftur myndirnar — fatlaður — fötluð — og af hinu síðast nefnda nafnorðið — fötlun. Það fer ekki á milli mála að fetill er band eða borði sem ætlað er að styðja lasburða handlegg og því hefur upphafleg merking orðanna — fatlast —, — fatlaður — og — fötlun — án efa verið tengt líkamlegum annmörkum, sýni- legum, einkum þeim sem hefta eða breyta hreyfingum, t.d. notkun handlima, göngulagi o.s.frv. Þeim sem þetta ritar er ókunn- ugt hvort þessi orð, — fatlast —, — fatlaður —, — fötlun —, finnast í fornbókmenntum, t.d. Islendingasögum. Líklega er svo ekki. Á hinn bóginn er í Islend- ingasögunum oft getið líkamlegra annmarka, meina og lýta af þeirri gerð sem nútímamenn fella ein- mitt undir fötlun. Viðurnefni voru algeng á dögum Islendingasagna og hefur t.d. höfundi Landnámu verið einkar annt um að tíunda þau og ljóst að ekki hefur síður verið gripið til fötlunar manna en ýmisiegs annars þegar þau urðu til. Sem dæmi má nefna: Sá er nam Landsveit var Ketill einhenti Auðunnarson, Þorbergur höggv- inkinni bjó í Mývatnssveit, Þor- steinn holmunnur bjó undir Eyja- fjöllum og dóttursonur Ketil- bjarnar landnámsmanns í Grímsnesi var Þorgrímur örra- beinn, svokallaður vegna örberða á fótum sem hann fékk í víking. Því miður heyrir til undantekn- inga ef skýringa á viðurnefnum er getið í íslendingasögum. Sagt er þó í Grettis sögu frá Önundi tréfót sem nam land í Kaldbaksvík á Ströndum. í sjóbardaga hafði fóturinn ver- ið höggvinn af honum um hné en „Önundur varð græddur og gekk við tréfót síðan alla ævi“. Nefna má einng að faðir Önundar tré- fóts, Ófeigur, var nefndur burlu- fótur, en svo er nefndur sá sem er klunnalegur í göngulagi, þramm- ar, svo að báðir hafa þeir feðgar verið fótlama, sonurinn sýnu meir. I Bárðar sögu Snæfellsáss segir frá er þeir bræður, Bárður og Þorkell, glímdu í illu, ekki að ófyrirsynju: „Það varð um síðir að Þorkell féll því að Bárður var þeirra sterkari. Þorkell lá eftir fallið stund þá meðan Bárður gekk heim. Brotnað hafði lærleggur Þorkels í glímu þeirra bræðra. Þá stóð hann upp og hnekkti heim. Síðan var bundið um fót hans og greri hann mjög að heilu. Hann var síðan kallaður Þorkell bundin- fótur." Freistandi er að gera þá athugasemd að viðurnefndið bend- fötlun hafi ekki komið til fyrr en iöngu síðar og e.t.v. ekki umtals- vert fyrr en samstaða tók að myndast á meðal fólks um málefni þeirra sem í þessu tilviki er um að ræða, fatlaða. Haukur Þórðarson, yfirlæknir, Reykjalundi: Fötlun - aðdragandi - afleiðing ir fremur til að brotið hafi ekki gróið fast og Þorkell haft bundið um lærið til frambúðar til að auka stöðugleika við ástig og gang. Ekki er tóm að rekja fötlunar- lýsingar í íslendingasögum en af þeim er m.a. ljóst að iíkamleg fötlun var algeng í þá daga ekki síður en nú og óspart notuð til viðurnefnis. Án efa hafa sum þeirra verið ætluð til hnekkis, önnur e.t.v. til álitsauka, sum hvorugt, heldur til auðkennis. Ráða má af fyrrnefndum tilvitn- unum og síðari ritun að ekki hafi verið reynt að flokka hinar ýmsu gerðir líkamlegra ágalla undir samheiti, t.d. fötlun, heldur hafi sú verið málvenjan að nefna hverja líkamlega meinsemd sínu nafni. í framhaldi af því má ætla að viðleitni til samheita á borð við Það fór lítið fyrir mannúðar- málum fyrr á öldum og örkumla fólk naut ekki mannúðar fremur en aðrir. Síðar óx mannúð fiskur um hrygg og fengu þá örkumla menn notið hennar sem aðrir. Af mannúð komu líknarfélög fram á sjónarsviðið, góðra gjalda verð á sínum tíma, og síðar styrktarfé- lög. Enn síðar, raunar á okkar dögum, mynduðu fatlaðir eigin félög. Þróun af þessu tagi sem er eðlileg á allan hátt hefur leitt af sér þörf nýrra orða og hugtaka, sem er í fullu samræmi við stefnu tímans, m.a. samheita um hvað- eina, hvort sem slík samnöfnun á rétt á sér eða ekki. Hafa ber í huga að stefna nútímans er sú að aðgreina ekki einstaklinga í hópa og gildir það einnig um fatlaða, heldur samlaga þá öðrum í samfé- lagi manna. Vera má að ná- kvæmnisleg skilgreining á hugtaki eins og fötlun stuðli að aðskilnaði þeirra sem undir hana falla og kalli í huga fólks á skarpari afmörkun hópsins en ella. Nú er það enn svo að í huga margra eru þeir einir fatlaðir sem eiga erfitt með hreyfingar. Aðrir skilja fötlun eftir víðari sjónar- miðuih, að einnig þeir séu fatlaðir sem búa við umtalsvert raskaða starfsemi líffæra annarra en hreyfifæra, svo sem skynfæra, hjarta, lungna, nýrna, meltingar- færa o.s.frv. Fáir telja geðsjúk- leika til fötlunar enda þótt geð- sjúkir séu oft á tíðum mest skertir allra vanheilla til almennrar samfélagsþátttöku, atvinnu, efnahagssjálfstæðis og annarra þátta mannlífs. Það er ljóst öllum sem til þekkja að bæði hérlendis og erlendis er margvíslegur ruglingur manna á meðal um skilning og túlkun orða og hugtaka yfir ástand sem verður til í kjölfar sjúkdóma eða slysa. Nægir að benda á misjafnan skilning sem lagður er í orð eins og vangefni, þroskahefting, hreyfihömlun, geðfötlun, hugfötl- un, fjölfötlun, jafnvel orðin örorka og öryrki. í erlendum málum er svipuð ringulreið sem óþarft er að rekja, en bent skal á að enska orðið „handicap" hefur borist inn í mörg tungumál, þó ekki íslensku sem betur fer, og sýnt að menn leggja misjafnan skilning í það orð frá einu tungumáli til annars og einu landi til annars. Síðla árs 1980 gaf Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin út bók með leiðbeiningum um þessi mál- efni: „International Classification of Impairments, Disabilities and Handicaps". Með útgáfu bókarinn- ar er boðuð tilraun til að sam- ræma skráningar og flokkun af- leiðinga sjúkdóma og slysa sem hefur öllum verið skipað í flokka. Finnast þar flokkunarnúmer fyrir allar tegundir meina, fötlunar og örorku. í allmörg ár. hefur sams konar flokkun og skráning verið viðhöfð um sjúkdóma og slys, þ.á m. hér á landi, og hefur Alþjóðlega heilbrigðismálastofn- unin talið allt eins þarft að skrá og flokka afleiðingar, þ.e. varanleg mein af völdum sjúkdóma og slysa, fötlun sem af slíkum mein- um leiðir og örorku sem leiðir af fötlun. Með skráningu og flokkun af þessu tagi eiga heilbrigðisyfir- Séra Heimir Steinsson: Athugasemd vegna bakslettu Laugardaginn 7. febrúar birtir Morgunblaðið grein eftir Guðrúnu Helgadóttur alþingismann. Veit- ist greinarhöfundur þar að undir- rituðum harkalega og með marg- víslegum hætti. Af þessu tilefni leyfi ég mér að koma eftirfarandi athugasemd á framfæri: Staðleysum vísað á bug Ég mun ekki elta ólar við stóryrði þingmannsins né heldur svara í sömu mynt. Slíkir orða- leppar eru merkingarlausir og þjóna engum tilgangi, hvorki þessu sinni né i annan tíma. Þetta hélt ég, að reynslan hefði kennt Guðrúnu Helgadóttur. Þaðan af síður fæst ég um þau fjölmörgu viðhorf, sem Guðrún Helgadóttir eignar mér, en ég þó sannanlega aldrei hef í ljós látið. Blaðagrein alþingismannsins er meðal annars sett saman úr röð fullyrðinga um meintar skoðanir mínar á sundurleitustu hlutum, sem ég hvergi hef tjáð mig um, hvorki í ræðu né riti. Með þessu telur Guðrún Helgadóttir sig vera að svara orðum, sem eftir mér voru höfð í viðtali við Morgun- blaðið nýverið. Ég leyfi mér óhik- að að vísa til þessa viðtals, en það birtist þriðjudaginn 3. febrúar. Tengslin milli viðtalsins og „svargreinar" Guðrúnar Helga- dóttur eru svo fjarri því að vera ljós, að ég tel öldungis óþarft að benda á misfellurnar. Þær liggja í augum uppi hverjum þeim, sem kynni að hafa hug á að skoða þessi orðaskipti nánar. Guðrún Helgadóttir geisar mjög í „svargrein" sinni og kemur víða við. Ekki tel ég mér skylt að taka til umfjöllunar ýmis þau mál, sem Guðrún nú bregður á loft, en ekki bar á góma í fyrrnefndu viðtali. Þar er sitthvað á ferð, sem mér kemur lítt eða ekki við, og vísa ég frá mér öllum þess konar athugasemdum um óskyld efni. Frekari umræða um Skálholt Ég skal játa það, að nú kýs ég um hríð fremur að ræða málefni Skálholts almennt við ýmsa aðra en Guðrúnu Helgadóttur. Gildir Heimir Steinsson það jafnt um fjárveitingar til staðarins, nýtingu þeirra og ann- að. Guðrún Helgadóttir telur sig bera hag Skálholts fyrir brjósti, lætur jafnvel sem sér sé annt um kristni og kirkju í þessu landi. Laugardagsgrein Guðrúnar vitn- ar hins vegar um þess konar hug til Skálholts, að alvarleg umræða okkar á meðal hlýtur að teljast nokkrum vandkvæðum bundin í svip. Mun ég fyrst um sinn tala um nauðsynjar Skálholts við aðra alþingismenn og velviljaðri. Um yfirlýsingu Guðrúnar Helgadóttur varðandi hlýhug til kirkju og kristni verður að segja sem er, að þar er nánast teflt fram tilgátu, sem ekki hefur verið sönnuð. Kjarni máls Tilefni þeirra orða, sem ég lét falla í viðtali við Morgunblaðið, var sú fullyrðing Guðrúnar Helgadóttur, að bókasafnið í Skálholti „lægi undir stór- skemmdum". Ég benti á, að þessi staðhæfing hefði ekki við rök að styðjast. Eg kvaðst ekki skilja, hvers vegna alþingismaðurinn viðhefði slík orð í ræðustóli á löggjafarsamkundu lýðveldisins. Ég mæltist undan þess konar ónotum í garð Skálholts. Þetta var það, sem okkur Guð- rúnu Helgadóttur varð raunveru- lega sundurorða um. En nú ber svo við, að þessu svarar þingmað- urinn alls ekki í títtnefndri grein. Þess í stað gefur Guðrún lausan tauminn einhvers konar barns- legri þörf fyrir að leika sér að staðleysum. „Svargrein" hennar hlýtur því að teljast aukaatriði að því er tekur til þess máls, sem um var rætt. Sé ég ekki ástæðu til að hafa öllu fleiri orð um þessa ritsmíð. I Skálholti er flestra góðra hluta vant. Þar á meðal skortir þar tilfinnanlega bókasafnshús, ásamt öðrum þeim gæðum, er þar til heyra. En ekkert af þesu er á dagskrá hér. Umræðuefnið er sú fulíyrðing Guðrúnar Helgadóttur, að bækurnar í Skálholti „liggi undir stórskemmdum". Sú full- yrðing er einfaldlega röng, — og sá er kjarni þessa máls. Skálholti, 9. febrúar 1981

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.