Morgunblaðið - 12.02.1981, Side 20

Morgunblaðið - 12.02.1981, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981 Bæjarútgerð Hafnarfjarðar 50 ára: í dag, 12. febrúar, eru liðin 50 ár frá því að Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar var stofnuð. Hugmyndinni um bæjarútgerð var fyrst hreyft á fundi í Verkamannafélaginu Hlíf í ársbyrjun 1916 og aftur á sama vettvangi 1923—24. Fyrsti vísir að Bæjarútgerð Hafnarfjarðar var á vetrarvertíð 1927, er bæjarsjóður og Akurgerði sf. tóku á leigu togarann Clementinu og gerðu hann út í sameiningu til að reyna að draga úr því gífurlega atvinnu- leysi, sem þá var í bænum. Útgerðin á Clementinu gekk vel og skilaði nokkrum hagnaði, sem var varið til að kaupa eitt herbergi fyrir Hafn- arfjörð í Stúdentagarðinum við Hringbraut. Um áramótin 1930—31 var mikið atvinnuleysi víða um land af völd- um kreppunnar, og fór Hafnar- fjörður ekki varhluta af því. Um þetta leyti urðu tvö útgerðarfyrir- tæki í bænum að hætta starfsemi sinni, og árið 1929 hafði Hellyer Bros. Ltd. hætt togaraútgerð frá Hafnarfirði. Eitthvað varð því að taka til bragðs til að koma í veg fyrir stórfellt atvinnuleysi í bæn- um. Hinn 12. febrúar 1931 ákvað bæjarstjórn Hafnarfjarðar að kaupa togarann Maí og Edinborg- arstöðina, sem svo var nefnd, og þar með var Bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar stofnuð. Jafnframt kaus bæjar- stjórn fimm manna útgerðarráð til að hafa umsjón með fyrirtækinu, og áttu sæti í því Emil Jónsson, Björn Jóhannesson, Björn Þorsteinsson, Kjartan Ólafsson og Þorleifur Jónsson. Fyrsti fundur útgerðar- ráðs var haldinn 18. febrúar og var Ásgeir G. Stefánsson trésmíða- meistari þá formlega ráðinn fram- kvæmdastjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Maí hélt á veiðar 13. febrúar og var Benedikt Ögmunds- son skipstjóri. Aflinn var saltaður Ásgeir G. Stefánsson, forstjóri BÚH í 24 ár — frá stofnun til 1954, og Emil Jónsson, fyrsti formaður útgerðarráðs. Hafnfirðingar fjölmenntu að skoða Maí — fyrsta togara BÚH þegar hann kom til landsins i febrúar 1931. um borð. Togarinn aflaði vel, en markaður var óhagstæður og af- koman því ekki að sama skapi góð. Rekstri Bæjarútgerðarinnar var fyrst um sinn hagað þannig, að vinnunni í landi var skipt á milli manna, svo að allir báru eitthvað úr býtum og höfðu nokkurn veginn í sig og á. Brátt kom í ljós, að ekki var nægilegt að gera út aðeins einn togara, því að fiskverkunarstöð Bæjarútgerðarinnar, sem gekk und- ir nafninu Bæjarstöðin, var þá ekki fullnýtt. Það varð því að ráði, að snemma árs 1934 keypti Bæjarút- gerðin togara frá Frakklandi, og hlaut hann nafnið Júní. Frá því að Bæjarútgerðin var stofnuð og fram að styrjaldarárun- um voru skip hennar ýmist gerð út á þorskveiðar í ís og salt eða til síldveiða. Rekstur fyrirtækisins var mjög erfiður á þessum árum, enda var kreppan í algleymingi. En þrátt fyrir alla erfiðleika tókst að halda togurunum gangandi, og er óhætt að fullyrða, að útgerðin kom í veg fyrir algert hrun í bænum á þessum erfiðleikaárum. Á stríðsárunum gjörbreyttist hagur Bæjarútgerðar- innar, og á 10 ára afmæli fyrirtæk- isins gaf það stórfé til ýmissa menningar- og atvinnumála. Mestu munaði þó um framlag Bæjarút- gerðarinnar til styrktar og eflingar atvinnulifinu í bænum í stríðslok, er hún lagði fram eina milljón króna til að smíða vélbáta gegn jafnháu framlagi annars staðar frá. Árangurinn af þessu varð sá, að átta stórir vélbátar bættust í fiski- skipaflota Hafnfirðinga. Þá gerðist Bæjarútgerðin hluthafi í Lýsi og Mjöl hf. 1945 og tveimur árum síðar veitti hún 1.250.000,- krónum til framkvæmda á vegum bæjarins í Krísuvík. Að styrjöldinni lokinni var skipa- kostur Bæjarútgerðar Hafnarfjarð- ar orðinn úreltur, og varð megin- verkefnið á næstu árum að endur- nýja hann. Fyrsti nýsköpunartogari fyrirtækisins kom til Hafnarfjarð- ar í nóvember 1947, og hlaut hann nafnið Júlí. Skipstjóri á honum var Benedikt Ögmundsson. Útgerð gömlu togaranna var haldið áfram um sinn, en í desember 1948 strandaði Júní við Vestfirði. Mann- björg varð. í mars 1951 eignaðist Bæjarútgerðin annan nýsköpunar- togara, Júní. Síðla árs 1953 keypti fyrirtækið togara frá Vestmanna- eyjum, sem hlaut nafnið Ágúst. Um svipað leyti var hætt að gera Maí út, og var hann seldur úr landi 1955. Sama ár bættist nýr togari í flota Bæjarútgerðarinnar, Apríl. í árs- byrjun 1959 varð Bæjarútgerðin fyrir því áfalli að togarinn Júlí fórst með allri áhöfn í ofsaveðri á Nýfundnalandsmiðum. Árið eftir kom til landsins nýr togari, sem hafði verið smíðaður í Þýskalandi, og hlaut hann nafnið Maí. Fyrstu árin var Benedikt Ögmundsson skipstjóri á Maí, en síðan tók Halldór Halldórsson við honum. Maí var alla tíð mikið aflaskip. Bæjarútgerðin rak frá upphafi fiskverkun í Edinborgarstöðinni og var fiskurinn verkaður í saltfisk og skreið. Eftir stríðið fór sífellt stærri hlutur sjávaraflans til vinnslu í frystihúsum, og var þá óhjákvæmilegt, að Bæjarútgerðin eignaðist frystihús. Smíði þess hófst 1955 og var það tekið í notkun í ágúst 1957. Fiskiðjuver Bæjarút- gerðarinnar hefur verið þungamiðj- an í rekstri fyrirtækisins frá því að það var tekið í notkun. Haustið 1977 voru gerðar gagngerar breytingar á hraðfrystihúsinu, og jókst þá af- kastageta þess um meira en helm- ing. Tilgangurinn með þessum breytingum var einkum sá að auka fjölbreytni í vinnslunni með tilliti til þess, fyrir hvaða markað fiskur- inn var unninn og auka nýtinguna. Jafnframt var hafist handa um að endurnýja vélakost hraðfrystihúss- ins. Á síðasta ári var hafin endur- nýjun á frystitækjum í fiskiðjuver- inu og komið fyrir tveimur frysti- skápum sem samsvöruðu sex frysti- tækjum af þeirri gerð, sem fyrir voru. Skreiðar- og saltfiskverkun hefur einnig verið snar þáttur í starfsemi Bæjarútgerðarinnar, og á síðasta ári voru reistir nýir skreið- arhjallar á svæði upp með Krísu- víkurvegi. Við það þrefaidaðist af- kastageta fyrirtækisins í skreiðar- verkun, enda var sú verkun arðbær- ust af allri starfsemi Bæjarútgerð- arinnar 1979 og 1980. Þegar styrjöldinni lauk, varð rekstur Bæjarútgerðarinnar erfið- ur, en þó ekkert í líkingu við það, sem var á kreppuárunum. Afkoma fyrirtækisins versnaði að mun á árunum eftir 1960. Á þessu tímabili var við almenna erfiðleika að etja í útgerðarmálum, og fór Bæjarút- gerðin ekki varhluta af þeim. Árið 1964 voru togararnir Júní og Ágúst seldir úr landi og Apríl árið eftir. Erfiðleikar Bæjarútgerðarinnar á þessum árum stöfuðu fyrst og fremst af taprekstri á gömlu togur- unum, en einnig skorti mikið á, að fiskiðjuverið hefði nægilegt hráefni til vinnslu eftir að togararnir þrír voru seldir. Árið 1969 tókst að rétta rekstur fyrirtækisins við, og næstu ár var það rekið með hagnaði. Um þetta leyti var það brýnasta hags- munamál Bæjarútgerðarinnar að eignast nýtísku togara, sem gætu séð fiskiðjuverinu fyrir nægu hrá- efni. Árið 1973 kom til landsins stór skuttogari, sem var smíðaður fyrir Bæjarútgerðina á Spáni, og hlaut hann nafnið Júní. Sama ár gerðist Bæjarútgerðin hluthafi í útgerðar- félaginu Samherja, sem eignaðist skuttogara 1974 og annan 1976. Bæjarútgerðin fékk afla skipanna í samræmi við eignarhluta sinn, og Aðsetur Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar við Vesturgötu í Hf. LjÓNin. Árni Stefán StefánnHon.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.