Morgunblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981 21 Kæligeymsla væri besta afmælisgjöfin! Spjall vid Björn Ólafsson, framkvæmda- stjóra Bæjarútgerdar Hafnarfjaröar Úr vinnslusalnum. voru þau gerð út frá Hafnarfirði undir umsjón hennar. Vegna hinnar öru þróunar, sem hafði orðið í smíði togara, var Maí orðinn úreltur, og gekk rekstur hans illa. Þess vegna var hann seldur úr landi 1977, en um leið keypti Bæjarútgerðin nýjan skuttogara af minni gerð frá Nor- egi, og hlaut hann nafnið Maí. Á árunum eftir 1973 hallaði heldur undan fæti hjá Bæjarútgerðinni, en 1979 urðu stórfelld umskipti á rekstrinum, sem m.a. mátti rekja til endurbótanna á fiskiðjuverinu. Síðla árs 1980 keypti Bæjarútgerðin bv. Jón Dan af Samherja hf., og hlaut hann nafnið Apríl. Eins og áður sagði, var rekstur Bæjarútgerðarinnar mjög erfiður fyrstu árin, og mátti reyndar ekki miklu muna, að hann stöðvaðist. En þrátt fyrir allt tókst að halda fyrirtækinu gangandi, og átti mest- an þátt í því sá maður, sem í öndverðu valdist til að veita því forstöðu, Ásgeir G. Stefánsson. Hann var óvenjulegur hæfileika- maður, lét aldrei neina erfiðleika eða andstreymi hrekja sig af þeirri braut, sem hann hafði einsett sér að fylgja. Ásgeir var framkvæmda- stjóri Bæjarútgerðarinnar frá upp- hafi og til 1954. Sama ár hafði Illugi Guðmundsson verið ráðinn annar framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og voru þeir tveir í nokkur ár. Illugi var framkvæmdastjóri til 1958. Aðrir framkvæmdastjórar Bæjar- útgerðarinnar hafa þessir verið: Kristinn Gunnarsson 1954 —56, 1958-62 og 1965-67, Axel Krist- jánsson 1956—58, Kristján Andrés- son 1958—62, Othar Hansson 1962-63, Helgi Þórðarson 1963- 65, Sæmundur Auðunsson 1967—70, Einar Sveinsson 1970—75, Guð- mundur R. Ingvason 1975—78. Nú- verandi framkvæmdastjóri er Björn Ólafsson og skrifstofustjóri er Baldvin Hermannsson. Yfirverk- stjóri í fiskiðjuverinu er Sverrir Guðmundsson. Torfi Jónsson er verkstjóri í skipaafgreiðslu, sem Bæjarútgerðin hefur starfrækt frá 1971, Július Sigurðsson, sem lengi var stýrimaður og skipstjóri hjá fyrirtækinu, er verkstjóri í saltfisk- og skreiðarverkun og Guðmundur Þorleifsson í veiðarfæralager. I útgerðarráði eiga sæti Páll Jó- hannsson (formaður), Árni Gísla- son, Bragi V. Björnsson, Hrafnkell Ásgeirsson og Magnús Þórðarson. Um þessar mundir starfa 260 manns hjá Bæjarútgerðinni i landi, og sjómenn eru 60—70. Af þeim fjölmörgu, sem starfað hafa hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar er aðeins unnt að nefna örfáa. Benedikt Ögmundsson var skip- stjóri hjá Bæjarútgerðinni í þrjátíu ár, 1931—61, og var alla tíð mikill aflamaður. Eftir að Benedikt hætti skipstjórn, starfaði hann hjá Bæj- arútgerðinni í landi til dauðadags 1980. Oddgeir Karlsson var lengi loftskeytamaður hjá Benedikt. Gunnar Ásgeirsson var fyrsti verk- stjóri hjá Bæjarútgerðinni, en Har- aldur Kristjánsson tók við af hon- um 1932 og starfaði hjá fyrirtækinu til 1947. Haraldur fann upp ýmsar aðferðir til að létta vinnuna, t.d. að hífa fiskinn upp úr lestunum í trogum, en áður hafði honum verið hent upp úr lestunum, og var það bæði seinlegt og erfitt. Hann fann einnig upp fiskþvottavél. Ingi- mundur Hjörleifsson starfaði hjá Bæjarútgerðinni í 30 ár og var þar verkstjóri til 1966. Jón Björnsson og Kristmundur Guðmundsson voru verkamenn hjá fyrirtækinu frá upphafi. Sá fyrrnefndi lést á síð- asta ári, en Kristmundur starfar hér enn. Kristján Guðmundsson var sjómaður á togurum útgerðarinnar frá upphafi og um áratuga skeið og starfaði síðan á veiðarfæralager fyrirtækisins þar til nýlega. Af núverandi starfsmönnum Bæjarút- gerðarinnar eiga lengstan samfelld- an starfsaldur, Sigurlaug Hall- grímsdóttir yfirbókari, Guðmundur Guðmundsson vélstjóri, en þau hafa starfað hjá fyrirtækinu í rúman aldarfjórðung, og Sigvaldi Andrés- son, vélaeftirlitsmaður í flökunar- sal. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar var fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi, og má því segja, að þáttaskil hafi orðið í íslensku at- vinnulífi, er hún var stofnuð, því að síðan hefur það verið algengt, að sveitarfélög hafi tekið þátt í útgerð og öðrum atvinnufekstri. Til Bæj- arútgerðarinnar var stofnað af brýnni nauðsyn á erfiðum tímum, þegar atvinnuleysi hrjáði almenn- ing, og hún veitti mörgum atvinnu, þegar ekki var í önnur hús að venda. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar hefur alla tíð verið einn helsti burðarásinn í atvinnulífi Hafnar- fjarðar, og vinnulaun, sem fyrir- tækið greiðir, skipta sköpum um afkomu bæjarbúa og bæjarfélags- ins í heild. BJÖRN Ólafsson tók við fram- kvæmdastjórn Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar í nóvember 1978. Mbl. átti stutt spjall við Björn á 50 ára afmælinu. — Það áttu sér stað miklar breytingar á rekstri fyrirtækis- ins, þegar ég réðst til þess, segir Björn. Árið 1977 var hafin endurnýjun á vélakosti frysti- hússins, vinnusalnum breytt mikið og m.a. keypt ný flökun- arvél. Aðkoman var ekki sérlega góð fremur en hjá öðrum sh'kum fyrirtækjum, og raunar held ég að Bæjarútgerð Hafnarfjarðar hafi ekki verið annað í gegnum tíðina en spegilmynd þess hvern- ig búið hefur verið að útgerð og fiskvinnslu í landinu. En uppbyggingin var semsé að gerast þegar ég réðst til fyrir- tækisins haustið 1978. Árið 1979 Ljósm. Kristján. .. ástandið er þannig i dag, að það má ekkcrt útaf bregða. svo skipin hreinlega stöðvist ekki...“ gekk vel. Fyrirtækið sýndi hagn- að í öllum greinum starfsemi sinnar, en svo urðum við fyrir því óláni í miðjum september 1979, að önnur aðalvélin í Júní eyðilagðist. Við gátum ekki gert annað en að taka báðar vélarnar úr skipinu og setja eina nýja í staðinn. Þetta var gert í Þýska- landi, og kom Júní heim 22. janúar 1980, og hefur gengið vel síðan. Þetta, að togarinn var frá veiðum í 5'á mánuð, hafði vita- skuld töluverð áhrif á rekstur- inn, en við keyptum fisk frá öðrum, svo það féll sáralítil vinna niður. Sl. ár gekk þokkalega fyrir okkur, framá mitt ár — þá tók að þrengja all harkalega að okkur. Hin slæma staða fisk- vinnslunnar og útgerðarinnar er svo sem engin nýlunda fyrir þjóðinni. Útflutningsatvinnu- vegirnir búa við erlent markaðs- verð, og ef það hækkar ekki í hlutfalli við innlendar kostnað- arhækkanir, þá lendum við strax í vandræðum. Þetta er einföld staðreynd sem ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Og ástand- ið er þannig í dag, að það má ekkert útaf bregða, svo skipin hreinlega stöðvist ekki. En á miðju ári 1980 gekk Bæjarútgerðin útúr útgerðarfyr- irtækinu Samherja h/f sem gerði út togarana Guðstein og Jón Dan. Bæjarútgerðin átti 22,5% hlut í Samherja h/f, og keypti Jón Dan og skýrði hann Apríl. Apríl fór sína fyrstu veiðiferð 11. október 1980, og var kominn með 632 tonn um ára- mót, aflaverðmæti 234 milljónir gkróna. Skipstjóri á Apríl er Svavar Benediktsson Ögmunds- sonar. Maí færði okkur 4.118 tonn að landi sl. ár að aflaverð- mæti 978 millj. gkr. — skipstjóri á Maí er Guðmundur Jónsson. Júní fiskaði 4.518 tonn að verð- mæti einum miiljarði og 100 milljónum gkróna. Skipstjóri á Júní er Hörður Guðjónsson. Við tókum samtais á móti 10.222 tonnum á sl. ári, og framleiðslu- verðmæti BÚH var 4,3 miiljarð- ar gkróna. Það sem er brýnast hjá Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar er að koma upp nýtísku fiskmóttöku: kæligeymslu, þar sem við getum geymt fiskinn nokkra daga óskemmdan, svo hægt sé að dreifa hráefninu í vinnslu á lengri tíma en okkur er mögu- legt nú. Það er algerlega ófull- nægjandi aðstaða sem við búum við í þessum efnum í dag. Þá er nauðsynlegt að endurbyggja frystigeymsluna, en hún er mjög óhagkvæm, eins og hún er nú. Það er búið að teikna frysti- geymsluna og það er verið að ganga frá útboðsgögnum. Það væri óskandi Bæjarútgerð Hafn- arfjarðar fengi nýja kæli- geymslu í afmælisgjöf á 50 ára afmælinu, sagði Björn Ólafsson. KfV.. • * t •Á bæði trollin undir; nýbúið að Mai á Nýfundnalandsmiðum — skipta yfir og fiskur á dckki. Ut á* X, k

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.