Morgunblaðið - 12.02.1981, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981
23
Sænska blaðamannadeilan:
Ekkert miðar í
samkomulagsátt
Stokkhólmi, 11. íebrúar, frá Guðfinnu
Ragnarsdóttur, fréttaritara Mbl.
EKKERT miðar enn í samninna-
átt hjá sænskum blaðamönnum
og samtökum blaðaeigenda.
Mánudaginn 10. febrúar hófst
yfirvinnubann hjá fimm þúsund
blaðamönnum og Ijósmyndurum
og næsta mánudag, þann 16.
febrúar, hefst verkfall hjá kvöld-
blöðunum fjórum, Expressen, Af-
tonbladet, Göteborgsposten og
Arbetarbladet, sem gefið er ut í
Gávle. Og fátt bendir til þess að
samningar muni takast í bráð.
Þar með er lokið 80 ára vinnu-
friði i sögu sænska blaðamanna-
félagsins.
Yfirvinnubannið hefur nú þegar
valdið miklum truflunum á blaða-
útgáfu og vissar fréttaútsendingar
falla einnig niður í útvarpi vegna
yfirvinriubanns á fréttastofum.
Mörg blöð hafa minnkað blaðsíðu-
fjöldann og hætt útgáfu helgar-
blaða.
Blaðamenn krefjast nú styttri
og betri vinnutíma fyrir þá sem
vinna á kvöldin og á nóttunni, og
þá fyrst og fremst færri vakta, en
nýjar rannsóknir sýna, að vinnu-
álag, sálræn pressa, er meiri hjá
blaðamönnum en öðrum starfs-
hópum.
Sömuleiðis krefjast blaðamenn
þess að fá aukin höfundarréttindi,
en í dag eiga blaðaútgefendur nær
allan rétt á texta og myndum
blaðamanna og ljósmyndara.
Blaðamannafélagið hefur reynt að
semja við blaðaútgefndur um
rýmri höfundarrétt í meira en 30
ár án árangurs. í flestum öðrum
löndum Vestur-Evrópu er höfund-
arréttur blaðamanna mun meiri
en þeirra sænsku.
Ástæðan fyrir því að blaðamenn
grípa nú til verkfalls til að koma
kröfum sínum í gegn, er að
undanfarin tíu ár hafa þeir verið
bundnir af friðarsamningum við
samtök blaðaútgefenda. Þeir
samningar gengu úr gildi 1979, og
þeir verða ekki endurnýjaðir fyrr
en kröfur félagsins hafa verið
uppfylltar, segir stjórn blaða-
mannafélagsins.
Sáttanefnd hefur verið skipuð
og lagði hún fram drög að sam-
komulagi í gær, en fátt virðist
benda til þess að samningar séu í
nánd. „Við erum reiðubúnir að
berjast til þrautar," sagði formað-
ur blaðamannafélagsins, Östen
Johannsson, „allir sjóðir eru fullir
eftir 80 ára vinnufrið."
Árleg skýrsla Bandaríkjastjórnar
um mannréttindamál:
Litlar breytingar og
fæstar í framfaraátt
Washington, 9. febrúar. AP.
í ÁRLEGRI skýrslu bandariska
utanrikisráðuneytisins um
mannréttindamál segir, að yfir-
leitt hafi litlar breytingar orðið
á síðasta ári á pólitisku og
borgaralegu frelsi i heiminum
en það, sem mestum vandkvæð-
um valdi þó, sé landflótta fólk,
sem er talið nema um 15
milljónum manna á fáum árum.
Um Sovétríkin segir í skýrsl-
unni, að þar hafi ofsóknir á
hendur andófsmönnum verið
þær mestu um tíu ára skeið auk
þess sem Rússar eru sakaðir um
grimmdarverk í Afganistan.
Sagt er, að stjórnvöld austur þar
stjórnist augljóslega af vissunni
um, að einræði eins flokks og
mannlegt frelsi geti ekki farið
saman.
Hvað verst er ástandið sagt
vera í E1 Salvador þar sem
hryðjuverk vinstri og hægri
manna hafi kostað 9000 manns
lífið á síðasta ári. Sagt er að'
mannréttindi hafi verið skert í
Suður-Kóreu undir stjórn Chun
Doo-Hwan en um Suður-Afríku
segir, að þar hafi lítils háttar
verið slakað á klónni en að
mestu sitji þar allt við það sama.
í skýrslunni segir, að frá
Tyrklandi berist fregnir um
ofbeldisverk lögreglunnar og að
þar í landi séu fangelsi einatt
yfirfull og ófullkomin. Sagt er,
að Víetnamar hafi neytt um eina
milljón manna til að flýja land
og að Fidel Castro á Kúbu hafi
fylgt fordæmi þeirra og losað sig
við 125.000 manns.
Margra annarra þjóða er getið
í skýrslunni og er niðurstaðan
jafnan á þá lund, að annaðhvort
hafi mannréttindum miðað aftur
á bak eða staðið í stað, en þó ekki
án undantekninga. Þess er getið,
að orkukreppan hafi leikið
margar þjóðir grátt og að oft
vilji haldast hönd í hönd fátæk-
leg og frekleg stjórn.
Lögreglumenn i Zimbabwe bera á brott lík háttsetts fulltrúa þjóðernisfylkingarinnar er fórst þegar
jarðsprengja sprakk undir bifreið hans. Annar háttsettur fulltrúi slasaðist alvarlega í sprengingunni.
Baskar klof na í
tvær fylkingar
Madrid, 11. febrúar. — AP.
Hryðjuverkasamtök Baska.
ETA, klofnuðu opinberlega í dag
vegna almennrar reiði, sem hefur
gripið um sig á Spáni vegna
kaldrifjaðs morðs á yfirverkfræð-
ingi fyrirtækis er hefur tekið að
sér að smiða kjarnorkuver
skammt frá Bilbao.
Þetta er talinn alvarlegasti
klofningur, sem hefur orðið í 13 ára
sögu hryðjuverkasamtakanna. En
þótt harðir skæruliðar muni ein-
angrast er fyrir hendi sú hætta að
dómi yfirvalda, að öfgamenn grípi
til „örvæntingarfullra" árása gegn
ríkisstjórninni.
Hinn pólitíski og hófsamari arm-
ur ETÁ fordæmdi í einstæðri
yfirlýsingu til dagblaða í Baska-
Luxemborg, 11. febrúar. — AP.
ANWAR Sadat, forseti Egypta-
lands, sagði við brottför sina frá
Luxemborg til Parisar i dag, að
liklega yrðu riki Efnahagsbanda-
lags Evrópu beðin að leggja til
friðargæzlusveitir ef til allsherj-
arsamkomulags milli fsraela og
Araba kæmi. Sagðist Sadat biða
cftir loforði bandalagsrikjanna
um aðstoð af þessu tagi.
Sagði Sadat, að hlutur EBE-
ríkja í hugsanlegum friðarviðræð-
um yrði mikill, og að ríkin yrðu að
hafa frumkvæði að því að viðræð-
um með friðarsamkomulag að
markmiði yrði komið í kring.
héruðunum hinn hernaðarlega arm
hreyfingarinnar fyrir tilraun til að
„leiða okkur út í borgarastríð".
Armurinn segist ekki geta orða
bundizt vegna stöðugra hryðju-
verka sem hernaðarlegi armurinn
fremji í nafni byitingar Baska, sem
hann sé ekki lengur fulltrúi fyrir.
Pólitíski armurinn bar ábyrgð á
tilræðinu við Luis Carrero Blanco
forsætisráðherra og hefur staðið
fyrir einum þriðja þeirra 332 til-
ræða, sem framin hafa verið síðan
hreyfingin greip til vopna 1968. En
pólitíski armurinn kallaði morðið á
verkfræðingnum, Jose Maria Ryan,
mistök.
í helztu borgum Baska, Bilbao,
San Sebastian og Vitoria, hafa um
300.000 manns tekið þátt í mót-
mælagöngum gegn morðinu á Ryan.
Fyrsta skrefið yrði að koma
Palestínumönnum og Israelum að
samningaborðinu, þar sem mark-
miðið yrði að fá hvorn aðila um
sig til að viðurkenna tilverurétt
hins. Þá hefðu ríkin miklu hlut-
verki að gegna við að koma á
efnahagslegu jafnvægi í fátækari
ríkjum Miðausturlanda.
Af hálfu yfirvalda í ísrael var
hugmyndum Sadats um allsherj-
arfrið í Miðausturlöndum fagnað,
en yfirlýsingum hans um sjálfs-
ákvörðunarrétt Palestínumanna
og að þeir fengju lendur til að vera
á útaf fyrir sig, hafnað.
r
I stuttu máli
Innbyrðis
átök
Bulawayo. 11. frbrúar. AP.
KOMIÐ hefur í Ijós að a.m.k. 14
hermenn hafa týnt lífi í innbyröis
átökum stríöandi fylkinga í her
Zimbabwe í þremur herstöövum.
Óttast er aö enn fleiri hafi falliö og
aö rétt tala fallinna komi ekki í Ijós
fyrr en eftir aö leitað hefur verið á
svæðum umhverfis herstöövarnar.
Lögreglan hefur skýrt svo frá, aö
yfirmenn í hernum hafi stofnaö til
illdeilna er leiddu til vígaferlanna.
Bílasmiðju
lokaö
Glasgow. 11. febrúar. AP.
TALBOT-bílaverksmiðjunum í
Linwood viö Glasgow verður lokaö
á árinu, aö því er tilkynnt var í dag,
en verksmiðjurnar eru í eigu Peug-
eot-Citroen samsteypunnar. Hætt
veröur framleiðslu Avenger- og
Sunbeam-bifreiöa í júní og verk-
smiöjunum lokaö aö fullu fyrir
árslok. Mlkiö tap hefur verið á
rekstri verksmiöjanna. Alls missa
4.800 manns atvinnu sína við
lokun verksmiöjanna.
Stálu miklu
magni vopna
Osló, 11. febrúar,
frá Jan Erik Laure, fréttaritara Mbl.
MESTA vopnarán sem framiö hef-
ur veriö í Noregi, svo vitað sé um,
var framiö í vopnageymslu heima-
varnarliðsins rétt fyrir utan Osló
um helgina. Ekki uppgötvaöist um
innbrotið í vopnageymsluna fyrr
en í gær.
Taliö er aö sex til sjö manna
flokkur hafi framiö rániö. Stoliö
var 37 AG-3 rifflum, sjálfvirkri
Schmeisser skammbyssu, tveimur
Mauser-rifflum og tveimur öðrum
rifflum. Einnig var stollö miklu
magni af alls kyns búnaöi öörum,
svo sem bakpokum, gasgrímum,
o.fl. Þjófarnir höföu sprengt upp
dyr aö hergagnageymslunni með
dýnamiti. (fyrra var fimm milljón-
um norskra króna variö til þess aö
gera dyrabúnaö hergagna-
geymslna víöa um land þjófheld-
an. Framin voru a.m.k. þrjú stór
vopnarán í No.regi í fyrra og
upplýstust þau öll.
Friðartilraunir í Miðausturlöndum:
Sadat segir hlut
EBE-ríkja stjóran
mmm®
í'iaSre&W'iítVÍS
f&æsimmsmi
ÍÉif
mmnmé
mwÉm
mm
■atti
ifeíkwígii
mm
mm
Stórkostleg
skyndisala