Morgunblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Fall nýkrónunnar Tímabil hins fasta og stöðuga gengis nýkrónunnar reyndist heldur stutt í annan endann. Ekki skorti orðskrúðið né yfirlætið þegar ríkisstjórnin kunngerði þjóðinni „efnahags- ráðstafanir" sínar um áramótin, hvar verðstöðvun og fast gengi trónuðu efst á loforðalistanum. Verðstöðvunin var innsigluð á gamlársdag með samþykkt á verulegri hækkun allrar opinberr- ar þjónustu, en ríkið er langstærsti seljandi þjónustu í þjóðarbúskapnum, og hefur afgerandi áhrif á verðþróun í landinu, bæði um verðlagningu þessarar þjónustu og og ákvörðun tolla, vörugjalds og söluskatts, sem eru mikilvirkir verðmyndunarþættir. Þessir verðmyndunarþættir, sem ríkis- valdið hefur í hendi sér, hafa síður en svo verið taldir niður, enda eru áramótaákvarðanir ríkisstjórnarinnar hver af annarri að gista glatkistuna. Núna síðast hið fasta gengi nýkrónunnar. Hún var felld gagnvart Bandaríkjadal sl. þriðjudag um tæplega 4%. Þar beið eitt enn ákvæðið í bráðabirgðalögunum skipbrot. Þegar gengi nýkrónunnar var sett fast um áramót var bæði ríkisstjórninni og Seðlabankanum að sjálfsögðu ljóst að þar með var gengi helztu gjaldmiðla í veröldinni ekki fest, heldur myndi áfram lúta þeim lögmálum alþjóðasamskipta, sem valdið hafa breytilegri stöðu þeirra á milli. Það var og vitað að framundan vóru stjórnarskipti í Bandaríkjunum og stjórnarskipti hafa oft áhrif á stöðu viðkomandi gjaldmiðils. Það var fyrirfram talið mjög líklegt að staða dollarans myndi styrkjast með tilkomu nýrrar ríkisstjórnar. Sú þróun sem orðið hefur í þessu efni ætti því ekki að hafa komið íslenzkum ráðherrum jafn mikið á óvart og þeir vilja vera láta, enda sanni nær að þar sé um látalæti að ræða til að klóra yfir skipbrot gengisfestingarinnar. Það lá og ljóst fyrir þegar gengi nýkrónunnar var sett fast til nokkurra mánaða, eins og staðhæft var, að sú festing myndi síður en svo auðvelda ákvörðun nýs fiskverðs, enda kom það á daginn. Fiskverð átti að liggja fyrir um sl. áramót en ákvörðun þess hefur dregizt, meðal annars vegna hiks og óákveðni ríkisstjórnarinnar varðandi ýmsa efnahagsþætti, sem fiskverðs- ákvöðrun hlýtur að taka mið af. Nú þegar ríkisstjórnin hefur urðað gengisákvörðun sína frá gamlársdegi mun fiskverðs- ákvörðun að líkindum fylgja í kjölfarið. Ymsir óvissuþættir eru, þó enn í sjávarútvegi, sem ríkisstjórnin hefur velt á undan sér án þess að komast að niðurstöðu. Þegar gengi nýkrónunnaí var sett fast um áramót var heldur ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að festingin styrkti ekki stöðu útflutningsiðnaðar og samkeppnisatvinnu- greina, eins og allt var í pottinn búið í þjóðfélaginu. Þvert á móti. Ymis ulkostnaðaraukning, meðal annars vegna hækkunar á verði opinberrar þjónustu, var ekki með þeim hætti að auðvelda útflutningsframleiðslu að mæta föstu gengi. Gengis- lækkun gagnvart Bandaríkjadal, sem gerð var sl. þriðjudag, er meðal annars viðurkenning af hálfu stjórnvalda á þessum viðblasandi staðreyndum framleiðslukostnaðar heimafyrir og söluverði afurðanna erlendis. Stöðugt gengi er æskilegt og að því ber að stefna en það verður því aðeins gert þann veg að standist að tilkostnaður útflutningsframleiðslu okkar heimafyrir sé innan marka söluverðs framleiðslunnar á erlendum samkeppn- ismörkuðum. Þessvegna meðal annars er rangt að hamla gegn uppbyggingu, tæknivæðingu og framleiðniaukningu I útflutn- ingsframleiðslunni með ofsköttun sem útilokar eiginfjármynd- un í atvinnurekstri, sem er undirstaða þess að eðlileg framþróun og aukin verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum eigi sér stað, en aukin verðmætasköpun og auknar þjóðartekjur eru forsendur batnandi lífskjara. íslenzka nýkrónan er fallin gagnvart Bandaríkjadal. Það skiptir engu máli hvað þessi gengisfelling er kölluð af stjórnarliðum: „gengissig", „gengisaðlögun" eða „breytt gengis- viðmiðun" — hún er hin sama hvert sem nafnið er. Það er innihaldið sem skiptir máli, ekki umbúðirnar. Ein enn gamlársdagsákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur lent í glatkist- unni. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við Mbl. í gær, er það bar undir hann fall nýkrónunnar, að ákvörðun ríkisstjórnarinnar sýndi aðeins hversu fljótfærnis- legar áramótaákvarðanir stjórnarinnar hefðu verið. Hún- hefði ekki gert sér grein fyrir afleiðingum þeirra, þrátt fyrir árs umhugsunartíma og jafn langt aðgerðarleysi. „Það stendur naumast steinn yfir steini í þessum aðgerðum öllum og þetta tímabil frá áramótum til þessa dags hefur torveldað ákvörðun fiskverðs og ákvarðanir í kjaramálum," sagði Geir Hallgrímsson ennfremur. Georg Ólafsson, verðlagsstjórí, á aðalfundi FÍS: Auknum dreifingarkostn- aði er mætt með erlend- um umboðslaunum GEORG ólafsson, verðlaKsstjóri, sagði í ræðu á fundi Félags islenzkra stórkaupmanna i gær- da>f. að samkvæmt tölulegum upp- lýsinKum. sem fyrir lÍKKja um afkomu innflutninKsverzlunarinn- ar. bæði frá opinberum aðilum or öðrum. að þá hefði afkoma hennar farið stöðuKt versnandi á undan- förnum árum. Þessar tölur væru að vísu hyKKðar á meðaltölum, þanniff að staða einstakra fyrir- tækja ok Kreina væri misjöfn, cn enKU að síður eÍKÍ þœr að Kefa skýra visbendinKU um hver þróun- in hefur verið. „Skýringar á þessari neikvæðu þróun eru taldar margar, en fyrst og fremst á verðbólgan drjúgan hlut að máli. En það hefur ýmislegt gerzt í álagningarmálum innflutn- ingsverzlunarinnar á undanförnum áratugum, sem gæti gefið tilefni til þess að ætla að afkoma hennar væri enn lakari en hún í raun er. Ef litið er yfir verðlagsákvæðin síðustu 40 árin kemur í ljós, að á því timabili hafa mjög litlar breytingar orðið, bæði á formi álagningarreglna og skilgreiningu kostnaðarverðs, en hins vegar hefur álagning í hundr- aðstölu lækkað allverulega í mörg- um vöruflokkum á tímabilinu. En það er ekki einungis álagningin sem hefur lækkað heldur hefur álagn- ingargrunnurinn, sem álagningin leggst á, einnig farið lækkandi. Þar vegur þyngst lækkun aðflutnings- gjalda, en hlutfall tolla af innflutn- ingsverðmæti FOB hefur á undan- förnum 18 árum lækkað úr rúmlega 40% í um 20%, sem hefur rýrt álagningu í krónutölu all verulega, sagði Georg Ólafsson ennfremur. Þá sagði Georg óhjákvæmilegt að taka inn í þessa mynd, að á sama tíma og þetta hefur verið að gerast hefur dreifingarkostnaður inn- flutningsverzlunar farið hlutfalls- Á mikla sök á þeirri óhagkvæmni sem ríkt hefur í innflutn- ingsverzluninni lega vaxandi. Georg sagði þá spurn- ingu óneitanlega vakna miðað við þessar forsendur, hvernig í ósköp- unum innflutningsverzlunin hefði staðið þetta af sér. — „Aðalskýring- una er að sjálfsögðu að finna í tölu hinna sérstöku umboðslaunar sem virðast hafa farið vaxandi frá 1960, og kemur það heim og saman við dreifingarkostnaðinn, sem eins og áður er getið, fór einnig vaxandi frá þeim tíma. Hinum aukna dreif- ingarkostnaði hefur því verið mætt með umboðslaunatekjum erlendis í stað þess að verðlagsyfirvöld heim- iluðu hækkun álagningar hér heima. Þarna er áreiðanlega ekki sízt að leita upphafs þess kerfis, sem við einir nágrannaþjóðanna höfum búið við og sem á mikla sök á þeirri óhagkvæmni sém ríkt hefur í innflutningsverzluninni, og sem án efa hefur haldið gangandi mörgum innflutningsaðilum, sem við eðli- legar aðstæður hefðu engan rekstr- argrundvöll," sagði Georg Ólafsson verðlagsstjóri ennfremur. Georg sagði aðspurður um af- skipti pólitískra yfirvalda af ákvörðunum verðlags, að ráðið starfaði samkvæmt sérstökum lög- um og tæki ákvarðanir á faglegum grundvelli og það væri eðlilegt, að pólitísk stjórnvöld móti heildar- stefnuna í verðlagsmálum eins og öðrum þáttum efnahagsmála og eðlilegt væri að verðlagsráð tæki mið af þessari stefnu. — „Hins vegar er óeðlilegt að pólitísk af- skipti séu af einstökum ákvörðun- um verðlagsráðs, enda má að hluta rekja þann vanda, sem nú er við að glíma í verðlagskerfinu, til þeirra," sagði Georg ennfremur. Frá aðalfundi Félags íslenzkra stórkaupmanna í gærdag. Georg ólafsson verðlagsstjóri í ræðustól. i.jósmynd Mbi. Emilia. Einar Birnir endurkjörínn formaður FÍS: Álagning gefin frjáls og vikið af braut haftanna segir m.a. í ályktun fundarins um verðlagsmál EINAR Birnir var endurkjörinn formaður Félags íslenzkra stór- kaupmanna á aðalfundi félagsins i gærdaK. og með honum i stjórn Eysteinn Arnason, Ólafur Har- aldsson, Jóhann Ágústsson, Ólafur H. ólafsson, Sverrir Sigfússon og Richard Hannesson. Á aðalfundinum, sem haldinn var að Hótel Sögu í gærdag, voru samþykktar nokkrar ályktanir um málefni verzlunarinnar og fara þær hér á eftir: I. Verðlagsmál Aðalfundur FÍS 1981 skorar á verðlagsyfirvöld að beita sér fyrir aðgerðum í verðlagsmálum í þá átt að álagning verði frjáls og endan- lega verði vikið af braut þeirra hafta og álagningareftirlitsstefnu sem tekin var upp á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og hefur í engan stað verið löguð að þörfum nútíma þjóðfélags. Aðalfundur FIS bendir á að nú liggja fyrir ítarleg gögn hjá verð- lagsyfirvöldum um verðlagsmál og stöðu heildverzlunar sem sýna ljós- lega að nauðsynlegt er að hafist verði handa strax um raunhæfar úrbætur sem tryggi hag neytenda og vel rekinna heiídverzlana. Slíkar úrbætur geta jafnframt orðið áhrifamikið vopn í baráttunni gegn verðbólgunni. Aðalfundur FÍS ítrekar fyrri ályktanir um að frelsi í verðlags- málum samfara virkri samkeppni og auknum upplýsingum til neyt- enda um verð og gæði vöru, tryggi best hagkvæmt vöruverð. 2. Greiðslufrestur á aðflutningsgjöldum Sl. vor og aftur nú í haust var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga þar sem m.a. er gert ráð fyrir greiðslufresti á aðflutningsgjöld- um. Skorar aðalfundur FÍS 1981 á Alþingi að samþykkja þetta frum- varp. Lýsir fundurinn furðu sinni á því að þrátt fyrir jákvæðar yfirlýsingar þeirra aðila sem málið varðar og hinn gífurlega sparnað sem gjald- frestur hefur í för með sér fyrir farmflytjendur, innflytjendur, rík- issjóð og neytendur skuii stjórnvöld ekki hafa gengið fram fyrir skjöldu og komið þessu þjóðþrifamáli í höfn. 3. Bætum samkeppn- isaðstöðu inn- lendrar verzlunar Aðalfundur FÍS 1981 bendir á nauðsyn þess að innlendri verzlun séu sköpuð skilyrði til þess að keppa við erlenda aðila sem í sívaxandi mæli sækja inn á íslenzk- an markað, það er í formi þess að erlendir heildsalar reki starfsemi sína hér á landi svo og sívaxandi umsvif erlendra fyrirtækja í formi pöntunarlista og beinnar verzlunar við neytendur. Ljóst er að þessir útlendu aðilar greiða hér ekki skatta og skyldur á sama hátt og innlend fyrirtæki auk þess sem þetta þýðir minnkandi atvinnu fyrir íslendinga í þessum greinum. Opinberir aðilar svo sem inn- kaupastofnanir og ríkisfyrirtæki geta gengið á undan með góðu fordæmi með því að beina viðskipt- um sínum til íslenzkra aðila og skipta ekki við erlend fyrirtæki sem ekki hafa hér raunverulega full- trúa. Aðalfundur FÍS 1981 telur nauð- synlegt að til þess að bæta sam- keppnisaðstöðu innlendrar verzlun- ar þurfi auk frelsis í verðlagsmál- um að minnka þær gífurlegu skattaálögur sem lagðar hafa verið á verzlunina á undanförnum árum, og að gjaldeyrisviðskipti verði gefin frjáls. Aðalfundur FÍS 1981 hvetur fé- laga sína og alla aðra sem að verzlun starfa að vinna áfram ötullega að hagsmálum verzlunar- innar og standa vörð um frjálsa verzlun þjóðfélaginu til hagsbóta minnugir orða Jóns Sigurðssonar: „Verzlun er undirrót til velmegunar lands og lýðs þegar hún er frjáls".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.