Morgunblaðið - 12.02.1981, Síða 30

Morgunblaðið - 12.02.1981, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981 SKIPTILYKLAR RÖRTENGUR SKRÚFSTYKKI margar geröir vmm STJÖRNULYKLAR TOPPLYKLAR LYKLA-SETT TENGUR RIDQIP. RÖRSNITTITÆKI RÖRTENGUR RÖRHALDARAR RÖRSKERAR RÍMARAR OFUGUGGAR STORZ- SLÖNGUTENGI STORZ- SLÖNGUSTÚTAR BRUNASLÖNGUR REYKSKYNJARAR BRUNATEPPI SNJÓÝTUR SNJÓSKÓFLUR SALTSKÓFLUR ÍSSKÓFLUR KLAKASKÖFUR ÚTIDYRAMOTTUR Kókos og gúmmí GULLBRONS BRONSTINTÚRA BÓMULLARGARN hvítt SÍSALTÓG MANILATÓG HANDRIÐAFESTINGAR VÉLATVISTUR ROTTUGILDRUR MÚSAGILDRUR MINKAGILDRUR SÍMI 28855 Opiö laugardaga 9—12. Shakespeare án íburðar Herranótt 1981: YS OG ÞYS ÚT AF ENGU eftir William Shakespeare. Þýðing: Helni Hálfdanarson. Leikstjóri: Andrés Sigurvins- son. Leikmynd: Friðrik Erlingsson, Karl Aspelund, Guðmundur Magnússon. Búningateiknari: Friðrik Er- lingsson. Leikhljóð: Sigurður Rúnar Jónsson. Ljósamenn: Lárus Björnsson, Ingvar Björnsson. Skraparrótarprédikun: Karl Blöndal. Með því að freista þess að túlka gamanleik William Shake- speares, Ys og þys út af engu, er vegur Herranætur aukinn og stefnt hátt eins og vera ber þegar stórhuga fólk á í hlut. Leikritið er svipt íburðinum, en í staðinn fundin einföld leik- mynd og nútímalegir búningar sem á margan hátt eru skemmti- leg lausn. Aðaláhersla er lögð á textann sem ekki er af lakara tagi og auk þess í þýðingu Helga Hálfdanar- sonar sem flestum betur hefur þýtt Shakespeare. Ys og þys út af engu er leikur um ástina og þær flækjur sem hún kemur af stað. Á vissum stöðum nálgast Shakespeare harmleikinn sem var honum svo kær, einkum þegar látið er líta út fyrir að hin unga Heró, dóttir Leónatós landsstjóra í Messínu, sé látin og illur orðrómur hafi orðið henni að bana. Menn koma til að biðja sér fagurra kvenna og eiga í margs konar sálarstríði af þeim sökum. Setið er að svikráðum eins og venjulega í glæstum sölum yfirstéttanna, en að lokum greiðist úr öllum vanda og hreinleikinn tekur völdin. Varla þarf að taka fram að Shakespeare hafði af því yndi að afhjúpa mannlega lesti, enda er gamanleikurinn kjörið tækifæri til þess. En sá sem þykist vera saklaus og með hreinan skjöld getur á augabragði breyst í þorpara í verkum hans. Ys og þys út af engu er kennslustund í mannlegum klækjum og þeir ásamt öðru skapa leikræna spennu. Andrés Sigurvinsson leikstjóri á mestan heiðurinn að þessari sýningu. Hann hefur skilið Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON hvernig best er að láta leikarana ungu túlka Shakespeare. Ég vil aðeins koma með þá aðfinnslu (ef aðfinnslu skyldi kalla) að ástæða hefði verið til að stytta verkið. Það hefði mátt gera að skaðlausu. Andrés segir að hon- um finnist að Shakespeare eigi að leika „án íburðar og utanað- komandi hluta, svo textinn njóti sín sem best. Ég vil leggja megináherslu á leik og tjáningu, að verkið sé leikið sem frjálsleg- ast og manneskjan í hverri persónu verði það sem skiptir máli.“ Enginn neitar því að þetta er rétt stefna. Það er nokkur vandi á höndum þegar fara á að meta leik ýmissa leikara í skólasýningu. Allir gerðu sitt besta. Ég vil til dæmis geta þess að framsögn var góð, textinn naut sín furðu vel í meðförum jafn óþroskaðra leik- ara. Nokkrir leikarar vöktu sér- staka athygli mína. Skúli Gunn- arsson lék Kladíó, ungan greifa frá Flórens, og féll vel inn í hlutverkið. Viss óöryggis gætti hjá Árna Snævarr í hlutverki Benedikts, ungs aðalsmanns frá Padúu, en hann var geðfelldur í því. Bjarni Guðmarsson sýndi veruleg tilþrif í hlutverki hins grunnhyggna valdsmanns, Þist- ils, og Steingrímur Másson var honum góður fylgdarmaður. Sig- rún Bjartmarz var Heró og náði góðum tökum á hlutverki hinnar þokkafullu stúlku. Beatrísi, bróðurdóttur Leónatós, lék Ásta H. Ingólfsdóttir, og kom vel til skila dyntóttu skapi hennar. Meðal meyja í þjónustu Heróar get ég sérstaklega Margrétar sem Þórdís Arnljótsdóttir lék. Don Petró Arragoníuprins lék Karl Aspelund og Leónató lék Jóhann Viðar Ivarsson. Báðir voru þeir hinir vörpulegustu í þessum hlutverkum og skýr- mæltir. Mestu skiptir að skólafólk fái tækifæri til að reyna sig á sviði leiklistar og hafa þannig kynni af list sem orðin er almennings- eign umfram aðrar listgreinar, enda virðast flestir farnir að leika án þess að tekið sé mið af hinni frægu skilgreiningu Shakespeares um hinn vesæla leikara á leiksviði lífsins. Það er ferskleikablær yfir Herranótt að þessu sinni. Leikhópur Herranætur ásamt leikstjóra. Fornbókmenntasaga Jón Þórðarson frá Borgarholti: ARFLEIFÐ KYNSLÓÐANNA. 328 bls. útg. höf. Rvík 1980. »Nokkrir þættir íslenzkrar bók- menntasögu fram til 1750« stend- ur á titilblaði þessarar bókar. Jón Þórðarson er maður á efra aldri, þetta er fimmta bók hans frá árinu 1938 að tveim litlum kennslubókum meðtöldum. Hann má því hafa haft ærinn tíma til að draga saman efni til þessarar bókar sem er mikil að vöxtum og umfangi. Fyrir eru nokkur rit af svipuðu tagi, öll, að mér er óhætt að segja, miðuð á einhvern hátt við skólanot á einhverju stigi, allt Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON frá barnafræðslu til háskóla. Þessi, aftur á móti, sýnist mér allt eins miðuð við almenn afnot. T.d. velur höfundur vísur úr nútíma- bókmenntum sem einkunnarorð fyrir köflum, auk þess sem hann tekur öllu meira upp úr fornum bókmenntum en henta þætti í kennslubók. Þar að auki þætti bókin fullstór fyrir venjulegan lexíulestur. Margt er gott um rit þetta að segja. Hitt er annað mál hvort það er nógu gott til að — svo dæmi sé tekið — vekja áhuga þeirra sem annars láta sig. bókmenntasögu litlu skipta. Sá, sem gengið hefur í gegnum framhaldsskóla og numið þessi fræði þar, mun tæpast þurfa á því að halda því það segir ekki margt fram yfir venjulega kennslubók þó lengra sé. Þá eru eftir hinir, sem hvergi hafa lært þessi fræði. Og þeim væri auðvitað hollt að lesa það. En að mínum dómi er Jón Þórðarson tæpast nógu léttur í máli til að ná til þess hóps. Það er mikil list að skrifa fyrir almenning um fræðileg efni svo hrifning veki. Til þess þarf höfundur að vera gæddur ærnu sjálfstrausti. Hann þarf að hafa verulega þekking á efni því sem hann fjallar um, en umfram allt þarf hann að vera það sem kallað er: lipur penni! Stíll Jóns Þórðar- sonar er vandaður, en nokkuð þunglamalegur. Mest óprýða hann þeir mörgu varnaglar sem höfund- ur slær: smáorð og orðasambönd eins og yfirleitt, oft, að jafnaði, alia jafna, löngum, án efa, svo virðist. Óþarflega umbúðamikið þykir mér t.d. þetta kaflaupphaf: »Tímabilið fram til 1350 hefur ætíð verið nefnt gullöld íslenzkra bókmennta, enda er sá arfur, sem það lagði í lófa framtíðarinnar, mikill að vöxtum og gæðum.« Eða þessi málsgrein þó styttri sé: »Þegar landnámi lýkur um 930, tekur svonefnd söguöld við.« Allir hafa lesið um söguöldina í ís- landssögunni og óþarfi að hnýta við hana þessu »svonefnd«. Ég segi þetta ekki til að for- dæma ritverk sem mikil vinna Iiggur á bak við heldur til að benda á hversu smáatriði geta skemmt góða hluti. Því vissulega er mikill og aðgengilegur fróðleikur saman dreginn í ritinu, t.d. endursegir Jón nokkur forn kvæði sem fáir leggja á sig að lesa og brjóta til mergjar nú á dögum — nema undir próf! Raunar tel ég að bókin sé vænlegust til frjálsra afnota í skólum. Hún er skipulega upp- byggð og þess vegna aðgengileg fyrir þá sem þurfa tímans vegna að ganga beint að hlutunum. Og þar sem nú höfundur er líka útgefandi má taka fram að hann hefur fátt til sparað að gera bókina ásjálega útlits. Erlendur Jónsson. Opnuð hefur verið í Hafnarfirði ný hár- greiðslustofa sem ber nafnið Meyjan. Er hún til húsa að Reykjavik- urvegi 62 og er þar veitt öll almenn hár- greiðsluþjónusta. Eig- andi er Guðný Gunn- laugsdóttir hár- greiðslumeistari, en hún er eini íslenzki félaginn i einum stærstu alþjóðasamtök- um hárgreiðslufólks, Intercoiffure.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.