Morgunblaðið - 12.02.1981, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981
31
ffluti launanna
fer í að greiða
embættiskostnað
LoAnuskipin við bryggjur á Eskifirði. Ljtem. Æv«r.
Eskifjörður:
Mikil loðna og góður
af li hiá línubátunum
- segja prestar
um lítinn áhuga
fyrir embættum
úti á landi
AF ÞEIM tólf prestsembættum,
sem nú hafa verið auglýst laus til
umsóknar. og greint var frá i
Mbl. i gær, eru nokkur, sem ekki
hafa haft presta i nokkur ár. Sr.
Bernharður Guðmundsson frétta-
fulltrúi kirkjunnar sagði i sam-
tali við Mbl., að það væri ekki
vegna þess að prestar vildu ekki
sækja um þau, heldur að aðstöðu
þeirra væri á margan hátt ábóta-
vant, embættin væru dýr i rekstri
og kjörum presta væri þannig
háttað, að hluti launa færi i
beinan rekstrarkostnað embætt-
isins.
14 togarar
með yfir 5
þúsund t. á
síðasta ári
AFLAHÆSTIR minni togaranna
á síðasta ári voru togarar af
Vestfjörðum, en sex togarar það-
an fengu yfir 5 þúsund lestir.
Dagrún frá Bolungarvík var með
5.798 lestir, Guðbjörg ísafirði
með 5.757,5 lestir, Júlíus Geir-
mundsson ísafirði 5.283,5 lestir,
Páll Pálsson Hnifsdal 5.174 lest-
ir, Eiin Þorbjarnardóttir Suður-
eyri 5.101 lest og Gyllir Flateyri
5.034 lestir.
Aflahæstir minni togara annars
staðar af landinu voru Haraldur
Böðvarsson frá Akranesi með
5.394 lestir og var hann í þriðja
sæti minni skuttogaranna. Ás-
björn RE var með 5.104 lestir. Á
Suðurnesjum var Sveinn Jónsson
KE aflahæstur með 4.585 lestir. Á
Norðurlandi var Arnar Skaga-
strönd aflahæstur minni togar-
anna með 4.809 lestir og á Austur-
landi var Kambaröst frá Stöðvar-
firði aflahæst með 3.890 lestir.
Af stóru togurunum var Bjarni
Benediktsson RE aflahæstur með
5.878 lestir og kom hann með
mestan afla togaranna á land á
síðasta ári, en sex af stóru togur-
unum fengu meira en 5 þúsund
lestir á síðasta ári. Tölurnar hér
að framan eru bráðabirgðatölur
Fiskifélags Islands.
Myndsegul-
bandi stolið
NYJU myndsegulbandstæki var
stolið úr loftskeytaklefa togarans
Júní er skipið lá í Hafnarfjarðar-
höfn 7. eða 8. febrúar sl. Tækið er
af gerðinni JVC-HR 3330 og núm-
er þess 135 90404. Tækið kostaði
rúmar tvær milljónir gamalla
króna þegar það var keypt. Það
eru tilmæli Rannsóknarlögreglu
rikisins, að þeir sem veitt geta
upplýsingar um hvarf myndsegul-
bandsins hafi samband við lög-
regluna sem allra fyrst.
STOFNFUNDUR jafnréttishreyf-
ingar var haldinn á Akureyri sl.
sunnudag og sóttu hann um 80
manns. Rætt var um starfs-
grundvölt félagsins og urðu eink-
um fjörugar umræður um aðild
karlmanna að félaginu. segir I
frétt frá félaginu.
Sr. Birgir Ásgeirsson, sem sæti
á í kjaranefnd Prestafélagsins,
var spurður um þetta atriði: —
Það er erfitt að nefna í fáum
orðum ástæður þess, að prestar
sækja lítið út á land, en benda má
á, að oft verða þeir að sitja í
embættisbústöðum, sem eru illa á
sig komnir og dýrir í rekstri, bæði
hvað varðar kyndingarkostnað og
húsaleigu, og iðulega þurfa prest-
ar að reka mun stærra húsnæði en
þeir þurfa á að halda. Ferðakostn-
aður og símakostnaður eru mjög
háir liðir og þess eru dæmi að
prestar þurfi að nota meira en
helming launa sinna til að greiða
með embættiskostnað.
Á stöku stað fylgja hlunnindi
prestssetrum og má e.t.v. líta á
þau sem nokkra staðaruppbót í
líkingu við það sem t.d. kennarar
fá. Þessi hlunnindi eru þó hverf-
andi og þar sem ríkið hefur að
undanförnu saxað á þau má segja,
að þar sé ekki verið að sniða
tekjulind af prestum heldur rýra
möguleika viðkomandi sóknar til
að halda uppi þjónustu. Annars
geta hér komið til fjölskyldu-
ástæður ýmsar, spurning um
vinnu maka, tækifæri til skóla-
göngu o.s.frv.
Prestar hafa seinustu árin mun
meira látið kjaramálin til sín
taka, en það er óskemmtileg bar-
átta, en gerð af illri nauðsyn,
sagði sr. Birgir að lokum.
Flestir voru þeirrar skoðunar, að
samvinna karla og kvenna væri
nauðsynleg í jafnréttismálum, en
áhöld voru um hvort karlar ættu að
eiga aðild að svonefndum grunn-
hópum félagsins, sem fyrirhugað er
að setja á laggirnar sem starfsein-
ingar félagsins, segir í fréttinni.
Eskifirdi, 11. febrúar.
MIKIÐ hefur verið landað hér af
loðnu eftir áramótin og hafði
loðnubræðslan hér tekið á móti
26 þúsund tonnum i dag. Bræla
er nú á loðnumiðunum og hafa
bátarnir verið að tinast inn i dag,
margir með slatta, 100 til 500
tonn.
Jón Kjartansson var með 500
tonn og eru skipverjar þá búnir að
fá 7.500 tonn af loðnu eftir ára-
Síðan segir:
Fyrsti fyrirhugaði starfsfundur
félagsins verður laugardaginn 14.
febrúar í Einingarhúsinu, Þing-
vallastræti kl. 16. Þá verður vænt-
anlega gengið frá grundvelli félags-
ins og starfsemin framundan rædd.
Einnig mun þá skipt niður í hópa.
mótin, en þeir áttu allan loðnu-
kvóta sinn óskertan þar sem
skipið var í vélarskiptum mikinn
hluta seinasta árs. Á seinasta ári
tók verksmiðjan hér á móti 29.300
tonnum af loðnu, 2.249 tonnum af
kolmunna og 1.208 tonnum af
síldarúrgangi.
Linubátar hafa aflað vel þegar
gefið hefur á sjó, en tíð hefur verið
rysjótt. Sérlega hefur verið gott
hjá minni bátunum. Til dæmis
hafa þeir félagar Rafn Helgason
og Snorri Jónsson, sem eiga mb.
Menntamálaráðuneytið hefur
úthlutað styrkjum af fé því sem
kom I hlut Islendinga til ráðstöf-
unar til visindastyrkja á vegum
Atlantshafsbandalagsins (NATO
Science Fellowships) á árinu
1980. Umsækjendur voru 28 og
hlutu sex þeirra styrki sem hér
segir:
1. Björn Björnsson, B.S., 15.000
nýkr., til doktorsnáms í haffræði
við Dalhousie University í Hali-
fax, Kanada.
2. Einar Stefánsson, cand. med.,
25.000 nýkr., til rannsókna í lífeðl-
isfræði við Duke University, Dur-
ham, USA.
3. Hafsteinn Pálsson, M.Sc.,
25.000 nýkr., til að ljúka doktors-
námi í vélaverkfræði við Georgia
Institute of Technoiogy, Atlanta,
USA.
4. Júlíus B. Kristinsson, B.S.,
25.000 nýkr., til doktorsnáms í
lífeðlisfræði við University of New
Brunswick í Kanada.
5. Reynir T. Geirsson, cand.
med., 25.000 nýkr., til rannsókna í
OLAV Zakariassen, forstöðumaður
bæjar- og héraðsbókasafnsins I
Askim i Noregi, mun dvelja hér
dagana 12.—17. febrúar I boði
menntamálaráðuneytisins, Bóka-
varðafélags íslands og Félags
bókasafnsfræðinga.
Olav Zakariassen kemur hingað
m.a. til að eiga viðræður við nefnd,
sem skipuð var í febrúar 1980 og
annast skal gerð heildaráætlunar
um uppbyggingu og aðsetur almenn-
ingsbókasafna. Hann mun sitja
Þorstein, 18 tonna bát, aflað vel og
verið með frá 3 upp í 6 tonn í róðri,
en þeir eru aðeins tveir. Þá beita
þeir að mestu línuna sjálfir þegar
brælur og straumar tefja róðra.
Eiga þeir þá 3 lagnir beittar þegar
þeir geta byrjað að nýju. Þetta er
mjög óvenjulegur afli hér á þess-
um árstíma. Togararnir komu
báðir inn og lönduðu rétt fyrir
verkfallið. Hólmanes landaði 100
tonnum og Hólmatindur 60 tonn-
um eftir mjög stutta veiðiferð.
Ævar
kvensjúkdómafræði og fæðinga-
hjálp við háskólasjúkrahúsið
Ninewells Hospital í Dundee,
Bretlandi.
6. Þorsteinn Loftsson, lektor,
10.000 nýkr., til að halda áfram
rannsóknum í lyfjaefnafræði við
University of Florida í Bandaríkj-
unum.
Lítill skrið-
ur á samninga-
fundum með
flugvirkjum
DAGLEGIR fundir eru nú í kjara-
deilu Flugvirkjafélags íslands og
Flugleiða. í gær var 3. sáttafundur
aðilanna og liggja fyrir samnings-
drög af hálfu beggja aðila, sem eru
til umræðu, en lítill sem enginn
skriður mun samt kominn á við-
ræður.
fund nefndarinnar 13. febrúar og
svara fyrirspurnum um þróun bóka-
safnsmála í Noregi. Laugardaginn
14. heldur hann fyrirlestur um
samtengingu bókasafna og upp-
byggingu bókasafnakerfis og svarar
einnig fyrirspurnum. Fyrirlesturinn
er opinn starfsliði bókasafna, bóka-
safnsstjórum og öllum öðrum sem
áhuga hafa á efninu. Hann verður
haldinn í Sóiheimaútibúi Borgar-
bókasafns Reykjavíkur, Sólheimum
27, og hefst kl. 10.00 f.h. Kaffiveit-
ingar verða á fundinum.
Gistiheimili Þroskahjálpar, Melgerði 7 Kópavogi.
Landssamtök Þroskahjálpar:
Gistiheimili Þroska-
hjálpar í Kópavogi
GISTIHEIMILI Þroskahjálpar að
Melgerði 7 I Kópavogi hefur nú
verið starfrækt um f jögurra mán-
aða skeið, en það var tekið i
notkun i september á síðasta ári.
Þar getur fólk utan af landi, sem
þarf að dvelja á höfuðborgarsvæð-
inu um tima til að fá sérfræði-
þjónustu fyrir skjólstæðinga sína.
börn sin eða sjálft sig, fengið að
dvelja ókeypis.
í húsinu eru fjögur svefnher-
bergi og stór stofa — þar geta
dvalist allt að tíu manns samtímis.
Sér fólkið að öllu leyti um sig sjálft
meðan á dvölinni stendur enda er
öll nauðsynleg aðstaða fyrir í
húsinu, eldhús, þvottahús o.þ.h.
Forstöðukona hússins er Jóhanna
Jóhannsdóttir.
Landsamtökin Þroskahjálp réð-
ust í að kaupa húsið að Melgerði 7
og stofna þar gistiheimili vegna
þess hve algengt er að fólk utan af
landi þurfi að leita hingað suður til
að fá sérfræðiaðstoð fyrir börn sín
eða skjólstæðinga. Þurfti það áður
í mörgum tilfellum að dvelja á
hótelum sem að sjálfsögðu var
mjög kostnaðarsamt. Húsakaupin
fjármögnuðu landssamtökin
Þroskahjálp með almanaks-
happdrætti en aðildarfélögin sáu
um sölu almanakanna. Á síðasta
ári gekk sala almanakanna mjög
vel og söfnuðust um 170.000 nýkr.
en það varð einmitt til þess að lagt
var í húskaupin. Var húsið keypt í
ágúst á síðasta ári og lagði ríkis-
sjóður um 200.000 nýkr. til húsa-
kaupanna. Þá mun ríkissjóður
greiða daggjöld fyrir þá er í húsinu
búa á hverjum tíma.
Um 80 manns á stofnfundi jafnréttishreyfingar
Sex hlutu vísinda
styrki NATO
Norskur bókasafns-
sérfræðingur í boði
menntamálaráðuneytis
V