Morgunblaðið - 12.02.1981, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981
„Skrifræðið“
sagt standa hjálparstarfinu
í Karamojo fyrir þrifum
Brezkir og bandariskir aðiiar.
sem starfa að hjálparstarfi i
Karamojohéraði i Úganda. hafa
borið Þróunarhjálp Sameinuðu
þjóðanna þungum sökum vegna
hjálparstarfsins i landinu. Yfir-
maður sjóðsins „Bjargið börnun-
um“ (Save the Children) sagði
fréttamönnum i Nairobi, að ef
ekki tækist að koma matvælum
til Karamojohéraðs áður en
regntiminn gangi i garð, muni
þúsundir verða hungurvofunni
að bráð i héraðinu.
Hugh MacKay sagði að Þróunar-
hjálp Sameinuðu þjóðanna hefði
gert sig seka um alvarleg mistök
upp á síðkastið og hann kenndi
fyrst og fremst um seinvirku
skrifræði skrifstofu Þróunarhjálp-
arinnar í Kampala, höfuðborg
Úganda. Hann sagði, að vegna
mistakanna hefðu matvæli og lyf
ekki borist með eðlilegum hætti til
hins bágstadda fólks til Karamojo.
Þróunarhjálpin hefði gert klaufa-
leg mistök eins og að áætla of litlar
benzínbirgðir fyrir flutningabíl-
ana, sem flutt hafa matvælin til
Karamojo og að um tíma í desem-
ber hefðu 28 af 34 flutningabílum
stofnunarinnar verið ógangfærir
vegna þess, að láðst hefði að sjá
fyrir varahlutum í þá. Þá sagði
hann, að stofnunin léti af flutning-
unum í sumar og að vanrækt hefði
verið að fá öðrum verkefnið í
hendur. „Þetta eru skelfileg mistök
skrifræðisins og takist ekki að
koma nægum birgðum af matvæl-
um til héraðsins áður en regntím-
inn hefst í marz næstkomandi, þá
munu þúsundir svelta," sagði
MacKay, en allt samgöngukerfið
lamast um regntímann og vegir
verða ófærir vegna aurbleytu.
Þá sagði MacKay, að stofnunin
hefði ekki staðið við það loforð sitt,
að senda fræ til landsins og að
Efnahagsbandalag Evrópu hefði
nýlega hlaupið í skarðið og sent
fræ svo hægt verði að gróðursetja
áður en regntíminn hefst.
Roen Repp, sem sér um samræm-
ingu hjálparstarfsins á vegum
Barnahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna, er sammála MacKay um
slælega frammistöðu Þróunar-
hjálparinnar og svo er einnig farið
um John Forsyth, starfsmann Ox-
fam, brezkrar sjálfboðaliðastofn-
unar.
Þau líöa mest — ungbörnin í Karamojo.
Auön — jöröin er skorpin eftir
langvarandi þurrka og flestir
nautgripir Karamojoættflokks-
ins hafa drepist.
Ósæmandi að bera
svona á borð
En svo er ekki háttað um Melissu
Wells, yfirmann Þróunarhjálpar-
innar í Úganda. „Matvæli berast til
Karamojo, þrátt fyrir hreint ótrú-
lega erfiðleika, sem yfirstíga verð-
ur. Það er mönnum ósæmandi að
bera svona á borð,“ sagði Melissa
Wells í samtali við fréttamann AP
í Kampala. Hún vísaði ásökunum
MacKay og félaga á bug og sagði að
hungurvofunni hefði verið bægt
frá. Því til sannindamerkis sagði
hún, að á síðastliðnu ári hefðu um
10 þúsund tonn af matvælum
borist nauðstöddu fólki í Karamojo
Laxaseiði i eldisstöð.
Framtíð fiskeldis
á Islandi
FRÁ samstarfshópi um fiskeldi á
þorraviku Menntaskólans við
Sund:
Eftir að hafa kynnt okkur
fiskeldi á þorraviku Menntaskól-
ans við Sund viljum við leggja
eitthvað af mörkum til umræðu
um fiskeldismál á íslandi.
Eins og flestum er sjálfsagt
kunnugt eru á íslandi kjörnar
aðstæður til fiskeldis. Þykir okkur
að þessu málefni hafi ekki verið
sinnt sem skyldi og að yfirvöld
mættu styðja betur við bakið á
þessari grein búskapar, svo sem
með auknum fjárframlögum til
rannsókna á þessu sviði og einnig
hagkvæmari lán til frumkvöðla.
Við skoðuðum laxeldisstöð ríkisins
í Kollafirði og okkur fannst
greinilegt að þar mættu gjarnan
koma til meiri fjárframlög til
eflingar á rannsóknum á þessu
sviði. Okkur finnst hálf skrítið að
á sama tíma og miklu fé er varið í
óhagkvæm togarakaup, er tiltölu-
lega litlu fé varið til fiskeldismála,
þá eigum við bæði við laxeldi til
útflutnings og möguleika á rækt-
un á nytjafiski sem án efa er
framtíðin í þessum málum og
gróðavænlegra en togarakaup,
a.m.k. þegar til lengdar lætur. Við
viljum hvetja íslensk yfirvöid til
að sýna meiri framsýni í þessum
málum svo að við Islendingar
verðum ekki á eftir öðrum þjóð-
um. Slíkt yrði skömm. fyrir þjóð
okkar. Við teljum að íslendingar
eigi að sjá sóma sinn í að standa
sjálfir að uppbyggingu þessarar
atvinnugreinar, sem gæti orðið
veigamikil í framtíðinni, og varast
að láta erlenda aðila verða ráð-
andi afl á þessu sviði. Við skorum
á Alþingi og ráðherra að gefa
þessum málum meiri gaum en
gert hefur verið til þessa.
Sjötugsafmæli:
Aðalheiður Tryggva-
dóttir og Sigurður Sv.
Guðmundsson Hnífsdal
í dag er sjötíu ára afmæli
Aðalheiðar Tryggvadóttur, konu
Sigurðar Sv. Guðmundssonar
framkvæmdastjóra, Árbakka í
Hnífsdal, en hann átti sjötugsaf-
mæli 19. ágúst á síðastliðnu ári.
Aðalheiður er fædd í Gufudal og
voru foreldrar hennar Kristjána
Sigurðardóttir ættuð frá Kjalar-
landi á Skagaströnd, en hún lézt
18. nóvember 1958, og Tryggvi
Ágúst Pálsson, sem fæddur var á
Auðunnarstöðum í Víðidal, en
andðist 5. ágúst 1963 tæplega
níræður að aldri. Þau hjón bjuggu
yfir tvo áratugi á Kirkjubóli við
Skutulsfjörð rausnar- og myndar-
búi.
Áður bjuggu þau á þremur
jörðum í Barðastrandarsýslu,
Hofsstöðum, Valshamri og Gufu-
dal. Börn þeirra voru níu og eru
sex þeirra látin. Eina dóttur átti
Tryggvi, sem búsett er í Vest-
mannaeyjum.
Aðalheiður kemur aðeins
þriggja ára að Kirkjubóli og elst
hún upp á þessu margmenna
menningarheimili, þar sem glað-
værð og bjartsýni húsbóndans
ríkti samfara hógværð, ráðdeild
og hjartahlýju húsmóðurinnar.
Sigurður Sveins Guðmundsson
er fæddur í Hnífsdal 19. ágúst
1911 og voru foreldrar hans Bjarn-
veig Magnúsdóttir frá Sæbóli í
Aðalvík, en hún lézt 29. janúar
1957 og Guðmundur Einar Ein-
arsson fiskimatsmaður í Hnífsdal,
sem andaðist 5. nóvember 1967.
Sigurður var eina barn foreldra
sinna, sem komst á legg. Sigurður
stundaði alla almenna vinnu sem
gafst, sjómennsku, fiskvinnu, af-
greiðslustörf og vörubílaakstur,
sem um árabil var hans aðalstarf.
Á árinu 1942 verður Sigurður fyrir
alvarlegu slysi í hraðfrystihúsinu
í Hnífsdal ásamt fleiri vinnufélög-
um sínum af völdum sprengingar,
með þeim afleiðingum, að hann
missir sjónina 32 ára að aldri.
Þegar hann hafði að öðru leyti náð
sér eftir þetta slys fór hann að
fást við uppsetningu veiðarfæra
og koma sér upp burstagerð.
Samhliða þessu stofnaði hann
sælgætis- og ölsölu að Árbakka í
Hnífsdal og var Aðalheiður hon-
um stoð og stytta í því sem öðru. Á
árinu 1959 stofnuðu þau hjón
Rækjuverksmiðjuna hf. í Hnífsdal
ásamt Böðvari Sveinbjarnarsyni á
ísafirði. Fjórum árum síðar urðu
þau eigendur félagsins ásamt
börnum sínum og hafa rekið það
síðan. Það fyrirtæki hefur byggt
myndarlega yfir sína starfsemi og
fært út kvíarnar.
Sigurður hefur tekið þátt í fleiri
starfsgreinum og er m.a. eigandi
að verzluninni Ljónið sf. á ísafirði
ásamt sonum sínum, sem reka það
af miklum dugnaði.
Sigurður og Aðalheiður gengu í
hjónaband 21. marz 1935 og eru
börn þeirra: Guðmundur Tryggvi,
kvæntur Kristínu Einarsdóttur,
Kristján^Birnir, kvæntur Gerði
Kristjánsdóttur, Kristjana Sóley,
gift Jóni Halldórssyni, Sigurður
Heiðar, kvæntur Einhildi Jóns-
dóttur, Magnús Reynir, kvæntur
Elísabetu Einarsdóttur og Ólafur
Gunnar, kvæntur danskri konu,
Susanne, en hann er við nám í
Danmörku. Hin systkinin búa öll á
Isafirði. Barnabörn þeirra hjóna
eru orðin 17 og eitt barnabarna-
barn.
Áratugum saman hef ég þekkt
þessi ágætu hjón og með okkur
hefur verið góð og trygg vinátta.
Þau hafa lifað saman og oft barist
harðri lífsbaráttu. Líf þeirra hef-
ur ekki alltaf verið dans á rósum,
en þau hafa trúað því að flesta
erfiðleika megi sigra með bjart-
sýni, dugnaði og sameiginlegu
átaki.
Þau hafa staðið saman í blíðu og
stríðu. Ég held að líf Sigurðar
hefði orðið snauðara ef hann hefði
ekki átt Aðalheiði sér við hlið, sem
ávallt er reiðubúin að rétta honum
hjálparhönd með sinni ljúfu lund
og hlýleik, sem hún hefur alltaf
sýnt honum og hann kann svo vel
að skilja og þakka.
Á þessum tímamótum geta þau
hjón nú horft um öxl og samfagn-
að hvort öðru. Þau hafa komið upp
myndarlegum barnahóp, sem virð-
ir þau og metur ásamt tengda-
börnum og barnabörnum. Þó fá-
tæktin sé fyrir löngu að baki, þá
vilja þau hjón ekki fara úr gamla
húsinu sínu á Árbakka, þar sem
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan:
Fiskverð hækki um 20%
MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun frá skip-
stjóra- og stýrimannafélaginu Bylgjunni á Isafirði:
„Aðalfundur skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar á
ísafirði, sem haldinn var 8.2. 1981 mótmælir harðlega þeim drætti,
sem orðið hefur á ákvörðun fiskverðs og ítrekar kröfur sjómanna
um að fiskverð hækki um að minnsta kosti 20%.
Jafnframt lýsir fundurinn furðu sinni á þeim ummælum
sjávarútvegsráðherra þess efnis að dráttur á ákvörðun fiskverðs
komi sjómönnum til góða.“