Morgunblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981 39 allt vel, hún var ævinlega kát og glöð og einstaklega geðþekkt og fallegt barn. Sérstaklega tel ég mikilvægt að geta þess, hversu hænd hún var að foreldrum sínum og hafði mikla gleði af návist við þau. Þótt við Stína vinkona höfum síðustu árin ekki haft jafn mikinn samgang og áður, hafa vináttu- tengsl æskuáranna aldrei rofnað og við því alltaf vitað vel um hagi hver annarrar. Oft dáðist ég að hinu óþvingaða sambandi Einars og hennar við börn þeirra og hversu gagnkvæm ást og virðing ríkti þar á milli. Þótt heimilis- störfin væru ef til vill eftir að loknum vinnudegi voru börnin og samvistir og samræður við þau alltaf látin ganga fyrir. Á slík heimili er gott að koma, þar ríkir gott andrúmsloft og sá verður andlega ríkari, sem á þar aðgang. Ég hef lært margt af umgengni minni við Stínu og sérstaklega eru mér hugstæðar heimsóknirnar til þeirra hjóna, er þau bjuggu í í Kóngsbakkanum. Aldrei hef ég heyrt þau hjón gera veður út af smámunum; óbugandi bjartsýni, trú á lífið og þess jákvæðu hliðar, það var veganesti Ástu litlu og bræðra hennar frá foreldrunum. Við sem þekkjum til þeirra hjóna, vitum því mæta vel, að Ásta litla var vel undirbúin að mæta Drottni sínum, sem kaus að kalla hana til sín svo fljótt. Hennar hefur beðið stærra hlut- 'verk í þeim heimkynnum, sem við hverfum öll til að lokinni jarðvist. Stína og Einar geta líka í sínum mikla harmi huggað sig við það, að litla telpan þeirra átti hjá þeim góða barnæsku og naut meiri ástúðar og hlýju en margur ein- staklingurinn á lengri ævi. Mig langar til að vitna í tvær setn- ingar, sem Ásta litla skrifaði í vinnubókina sína í janúar sl., er hún átti að segja frá jólunum. Þar skrifaði hún: „Það var skemmti- legt á jólunum. Mér finnst allt gaman.“ Þannig skrifar einungis hamingjusamt barn. Elsku Stína vinkona, Einar og drengirnir. Algóður Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Við Ottó og börnin sendum ykkur svo og fjölskyldum ykkar innilegustu samúðarkveðjur og viljum mega tileinka ykkur þessi vers í þýðingu Matthíasar Jochumssonar: GuA leiðl þig. en llkni mér, sem lengur má ei fylgja þér. en ég vil lá þér engla vörð, mina innata hjarta beenagjörð; Guð leiði þig. Guð leiði þig, þitt lif og aái, og létti þina harmaskál; þú ferð nú út 1 fjarlæg lönd frá föðurauga, móðurhönd; Guð leiði þig. Arndís Björnsdóttir „Kynslóðir koma, kynslóðlr tara, aílar sömu ævigöng." í þessum ljóðlínum er ekki bara sögð saga einnar mannsævi, held- ur allra kynslóða, sem stigið hafa á þessa jörð. Við erum öll háð sama lögmáli. Hér fæðumst við, lifum, elskum, gleðjumst, syrgjum og deyjum. Sá tími, sem okkur er ætlaður hér, er skammur, jafnvel þótt við verðum gömul. Kynslóðir koma og kynslóðir fara, hver með sína lífsreynslu, og við getum spurt: Hvar eru nú sorgir þeirra, sem á undan okkur eru gengnir? Hvar er sorg þeirra foreldra, sem fyrir mörgum árum voru lagðir til hinztu hvíldar við hlið barna sinna? í dag nístir sorgin okkur, þegar við kveðjum litla stúlku, Ástu Einarsdóttur. Hún var fædd 12. apríl 1972, dóttir hjónanna Krist- ínar Árnadóttur og Einars Esra- sonar. Hún var yndislegt barn, falleg, greind og góð og skilur því eftir sig skýra og bjarta mynd í hugum okkar. Því fylgir gleði að eiga og elska, nístandi sorg að missa, en þegar frá líður færist friður og birta yfir minninguna um yndislegan ástvin. Það þekkja reynslunnar börn. Þegar lífið er grimmt, leitum við huggunar þar, sem eina von okkar mannanna er. „Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð og trúið á mig.“ Þannig talaði Kristur til lærisveina sinna og þannig talar hann til allra kynslóða. í þeirri trú og voninni á eilíft líf kveðjum við litla frænku og vinkonu og biðjum guð að blessa hana, foreldra henn- ar, bræður og alla ástvini. Maggý og Helgi Magnús Stefáns- son — Minning Magnús Stefánsson, Týsgötu 3, Reykjavík, andaðist á Borgarspít- alanum þ. 14. janúar sl. 73 ára að aldri. Útför hans var gerð frá Dómkirkjunni 22. sama mánaðar að viðstöddu fjölmenni. Sr. Óskar Þorláksson jarðsöng. Magnús var fæddur að Víðilæk í Skriðudal, Suður-Múlasýslu, 19. marz 1907 en þá um vorið fluttist hann með foreldrum sínum að Mýrum í sömu sveit. Faðir hans var Stefán hreppstjóri Þórarins- son, Sveinssonar bónda á Rand- versstöðum í Breiðdal, en Þórar- inn var bróðir Bjarna í Viðfirði, föður doktors Björns. Móðir hans var Jónína Salný Einarsdóttir, Ólasonar pósts, sem var bróðir Jóns á Útnyrðingsstöðum, föður Þorsteins M. skólastjóra og bóka- útgefanda. Um foreldra Magnúsar reit Friðrik Jónsson á Þorvalds- stöðum svo í búnaðarritið Frey 1952. „Stefán var um langt árabil vinsæll forystumaður í málefnum sveitar sinnar, víðsýnn umbóta- maður og langt á undan öllum þorra bænda á mörgum sviðum. Kona hans Jónína var hinn mesti kvenkostur, tápmikil og framsæk- in og manni sínum samhent um flesta hluti. Heimili þeirra á Mýrum var víðfrægt fyrir gest- risni og myndarskap." Magnús missti móður sína er hann var tíu ára gamall. Foreldr- ar hans höfðu þá eignast 10 börn í nítján ára sambúð er öll komust upp nema yngsta barnið, sem dó nokkurra vikna gamalt. Af þeim lifa 5 í dag. Árið 1921 kvæntist Stefán faðir hans seinni konu sinni Ingifinnu Jónsdóttur, kenn- ara frá Vaði og eignuðust þau 5 börn, sem öll eru á lífi. í þessum stóra systkinahópi ólst Magnús upp við margvísleg störf, því faðir hans stóð alltaf í stórframkvæmd- um við byggingar og ræktun og börnin tóku þátt í þeirri vinnu jafnóðum og þau komust á legg. Árið 1927 hóf Magnús nám í Samvinnuskólanum og útskrifað- ist þaðan 1929, en þá um vorið ræður hann sig til Kaupfélags Héraðsbúa á Reyðarfirði. Vann hann þar m.a. við að keyra vörur til bænda uppi á Héraði og eignaðist þar marga vini, enda var hann mjög greiðvikinn og ábyggi- legur. Þess má geta að Magnús mun hafa orðið fyrstur til að aka bíl frá Reyðarfirði til Reykjavíkur áður en vegur var kominn yfir Möðrudalsöræfi. Árið 1938 flytur Magnús til Reykjavíkur og fer fljótlega að vinna hjá KRÖN, var um tíma útibússtjóri þess í Hafnarfirði. Hann starfaði síðan um nokkurt skeið hjá Mjólkursamsölunni unz hann réði sig til skrifstofustarfa hjá ÁTVR, þar sem hann starfaði síðan, meðan aldur leyfði, að undanskildu árinu 1955 er hann dvaldi við störf í Kanada ásamt konu sinni og dóttur. Magnús kvæntist árið 1945 eft- irlifandi konu sinni Lovísu Guð- laugsdóttur, ættaðri frá Siglufirði, mestu myndar konu. Lovísa lærði kjólasaum í Reykjavík og síðan í Kaupmannahöfn og hafði um nokkurra ára skeið rekið sauma- stofu og kjólaverzlun i Reykjavík. Þau eignuðust eina dóttur, Sig- rúnu, sem reyndist þeim mikil uppspretta gleði og ánægju, enda hvers manns hugljúfi sem henni Sœunn Þorleifs- dóttir - Minning Fædd 24. október 1909. Dáin 17. janúar 1981. 17. janúar sl. lést í Borgarspítal- anum Sæunn Þorleifsdóttir, fædd á ísafirði 24. október 1909. For- eldrar hennar voru hjónin Herdís Jónsdóttir og Þorleifur H. Jóns- son, verkstjóri. Á ísafirði ólst hún upp í frjálsu og skemmtilegu umhverfi og það- an átti hún góðar minningar. Hjá unga fólkinu var ríkjandi sérlega mikill félagsandi. Það var mikið menningarlíf, tónlist, leik- list og annað félagslíf stóð með miklum blóma. Hún stundaði nám í Framhalds- deild, sem var starfrækt á Isafirði á þeim tíma og reyndist henni sú menntun vel á lífsleiðinni. Hún hóf störf í Braunsbúð og starfaði þar þangað til hún fluttist til Reykjavíkur, þar vann hún hjá Verslun Kristínar Sigurðardóttur á Laugavegi 20. 1930 giftist hún Magnúsi Jens- syni, loftskeytamanni, frá Þing- eyri. Þau bjuggu lengi í Hafnar- firði og byggðu sér þar hús í hinu sérkennilega fallega landslagi Hafnarfjarðar. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: Leifur, vélvirki, Karl, loftskeytam., giftur Ólöfu Eiríks- dóttur, Sævar, mjólkurverkfræð- ingur, Viggó, húsasmiður, giftur Kristrúnu Kristjánsdóttur. Þar sem eiginmaðurinn var við vinnu fjarri heimili sínu í sigling- um, kom það í hennar hlut að miklu leyti að sjá um heimilið og ala upp börnin. En þegar Magnús setti á stofn fyrirtæki í Reykjavík fluttu þau frá Hafnarfirði og hafa verið búsett í Reykjavík síðan. Hún var félagslynd og bjartsýn, kunni vel við sig meðal fólks, ferðaðist talsvert og vonin fylgdi henni alveg fram á það síðasta. Þökk sé hjúkrunarfólkinu sem annaðist hana í erfiðum veikind- um. Útförin fór fram 26. janúar sl. frá Fossvogskirkju. Við hjónin sendum innilegar samúðarkveðjur til eiginmanns hennar, barna, tengdabarna og barnabarna. Björgúlfur Sigurðsson Minning: Stefanía Stefáns- dóttir frá Eskifirði Fædd 14. september 1891. Dáin 4. febrúar 1981. Hann þynnist hópurinn sem ég átti samleið með á Eskifirði í æsku minni. Frá áramótum nú hafa sex horfið af sjónarsviði og nú sú kona sem ég átti hugljúfa samleið með þótt ekki löng væri og kom þar margt til og sérstaklega að ég og elsta dóttir hennar vorum bekkjarfélagar í barnaskólanum. Stefanía var ein af þessum hljóðu og hógværu konum sem ekki láta mikið á sér bera en eru þeim mun eftirtektarverðari við náin kynni og vaxandi. Þannig munu fleiri en kynntist. Síðastliðin ár hefur Sig- rún starfað á vegum utanríkis- þjónustunnar, fyrst 2 ár í Moskvu en er nú hjá fastanefnd íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Magnús unni sveitinni af alhug. Árið 1969 keypti hann land og byggði með eigin höndum sumar- bústað að S-Reykjum í Grímsnesi og átti hann þar ótaldar ánægju- stundir með fjölskyldu sinni við ræktun matjurta og gróðursetn- ingu trjáplantna. Magnús var mikill félags- og samvinnumaður. Hann var glað- vær og alúðlegur í viðmóti og því vinamargur. Hjónaband hans var farsælt og naut hann ástríkis konu sinnar og dóttur í daglegu lífi og sjálfur var hann umhyggju- samur og ljúfur heimilisfaðir. Þau hjónin bjuggu sér fallegt og frið- sælt heimili, sem alltaf var jafn ánægjulegt heim að sækja, enda gestkvæmt hjá þeim. Fjölskylda mín vottar eiginkonu og dóttur Magnúsar innilega hlut- tekningu og samúð. Blessuð sé minning hans. Þórarinn Stefánsson ég hugsa. Davíð Stefánsson segir í einu af sínum ágætu kvæðum: Hinn fórnandi máttur er hljóður og þau orð koma mér í hug þegar ég hugsa til hennar. Foreldrar hennar voru mér sér- stakir. Stefán póstmeistari og bóksali. Gamla pósthúsið í bænum hafði sitt svipmót og þá ekki síst búendur þar. Stefán sá um og valdi bækur handa okkur börnun- um og þar var ekkert handahóf. Hann stundaði bókband jöfnum höndum og var svo barngóður með afbrigðum að allir krakkarnir minntust hans jafnan með hlýju, það lá í umræðunni. Húsmóðirin Margrét Halldórsdóttir var traust og ól börn sín upp í guðsótta og góðum siðum. Það þarf meira en eina stutta minningargrein til að draga upp þær myndir af þessu umhverfi sem það á skilið og ríkti í hugum samferðamannanna. En það fór ekki milli mála að þessi hjón voru mikils virt í lífi Eskfirð- inga. Stefanía fékk því góðan heimanmund frá góðu heimili. Frú Margrét var frá Kóreks- staðagerði í Hjaltastaðaþinghá og þar var Stefanía fædd 14. sept- ember 1891 og vantaði lítið í 90 árin er hún lést 4. þ.m. Ekki varð dvöl Stefaníu löng á héraði en fyrir eða um aldamót fluttu þau hjón til Fáskrúðsfjarðar þar sem rætur Stefáns voru, en þar var heldur ekki lengi dvalist þvi til Eskifjarðar lá leiðin og þar var lífsstarfið háð. Ég man ekki betur en Stefán hafi orðið póstmeistari eftir Edvald Möller þegar hann flutti til Akureyrar. Stefanía giftist Snorra Jónssyni 5. júní 1913. Snorri var verslunar- maður á Eskifirði og síðar for- stjóri Hinna sameinuðu ísl. versl- ana þar. Þá voru miklir upp- gangstímar á Eskifirði og mikil umsvif og starf Snorra leiddu það af sér að margir komu á heimili þeirra hjóna sem bæði var alúð- legt og snyrtilegt svo af bar. Og þau börnin þeirra Snorra báru það með sér að til uppeldisins var ekki kastað höndum. Umhyggja Stef- aníu bæði fyrir þeim og öðrum var mikil og nutu margir þess langt út yfir raðir heimilisins. Eftir 1930 kom heimskreppan. Hún fór ekki framhjá Eskifirði. Erfiðleikar heimilanna komu í ljós. Atvinna minnkaði. Margir leituðu þá suður á bóginn. Snorri og þau fluttu í atvinnu til Reykjavíkur árið 1935. Það var okkur sem þá urðum eftir mikill sjónarsviptir. Þá var Reykjavík svo langt í burtu og á veturna þótti gott að fá eina ferð í mánuði með póst milli höfuðstað- arins og Austurlandsins. Eftir að ég fluttist svo til Stykkishólms lá leiðin oftar til Reykjavíkur og þá endurnýjuðum við forn kynni við Stefanía. Söm var hún sem áður. Tryggðin og hlýjan og því gaman að rifja upp liðna tíð. Hún var eins og við fleiri að Eskifjörður átti svo rík tök í huganum og ósjálfrátt var alltaf sagt heim, þegar hans var minnst. Stefanía átti góða og trausta vini. Allir sem kynntust henni báru til hennar sérstakan hug. Hún var góð kona. Á heimili sínu vann hún. Á annan vinnu- markað sótti hún ekki. Taldi að sín hönd kæmi mest að notum í uppeldi barnanna og að auka hlýju heimilisins. Hún var því bara húsmóðir og væri ekki margt öðruvísi meðal okkar í dag ef fleiri hefðu skilið sitt hlutverk í lífinu eins og frú Stefanía. Sá reitur sem var fenginn henni til ávöxtunar af góðum guði var varðveittur svo sem kostur er og hendurnar henn- ar voru mjúkar og mildar. Man ég hlýja hendi hennar strjúka um vanga þegar eitthvað amaði að. Þá birti upp. Það þarf ekki mikið atvik til að það sé munað alla ævi. Því vil ég í þessum orðum minnast góðrar konu sem sendi geisla á veg minn og annarra, var fyrirmynd sem óhætt var að fara eftir. Ein af þessum ágætu íslend- ingum sem hlekkur í traustri keðju gerði sitt gagn. Henni sé því þökk og mín ósk er sú, að hennar mynd mætti birtast í sem flestum ísl. konum. Svo sem þér sáið svo mun uppskeran verða. Þetta skildi vinkona mín vel og ég veit að henni verður að þessum orðum. Guð leiði hana jafnan og blessuð sé minning hennar. Árni Helgason Leiðrétting í MINNINGARGREIN um Hjalt- línu Margréti Guðjónsdóttur pró- fastsfrúar á Núpi, sem birtist í Mbl. á þriðjudag, misritaðist nafn Grunnavíkur (stóð Krummavík), en að Stað í Grunnavík var langafi Hjaltlínu, Hannes Arnórsson, prestur. Eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar á þessari meinlegu prentvillu, svo og því að fæðingar- ár hennar misritaðist í greininni. Hjaltlína var fædd 4. júlí árið 1880.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.