Morgunblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981 Færeyskt „konu- fólk“ keyrir við „kenning“ Á þessa frétt rákumst við í færeyska blaðinu Dimmalætting, en þar segir, að færeyskt „konu- fólk“ sé farið að iðka þann Ijóta leik að keyra við „kenning". Viðurlögin við slíku eru greinilega meiri en hér á landi, því að ekki fáum við betur séð en menn og konur séu umsvifa- laust send í steininn. Það gengi líklega ekki hér, eða hvað? Vökvar trén um vetur Eftirfarandi frásögn birtist i blaðinu Suðuriandi 13. mars sl. og segir þar frá Guðmundi Daní- elssyni rithöfundi og baráttu hans við Vetur konung og hvitu værðarvoðina, sem hann breiðir yíir götur og gróna garða. Guð- mundur er áhugasamur um garð- rækt og hefur gripið til sinna ráða til að forða ungviðinu i garðinum sinum frá áföllum af völdum snjóþyngslanna: Þegar vetur er og snjór yfir öllu, uppundir þakskegg hjá sumum, dettur fáum í hug að fara út með garðslönguna. Svo er þó ekki um alla því garð- slangan getur orðið bjarg- vættur trjánna í garðinum. Ef gengið er um Arveginn á Selfossi, þegar hitastigið laumast yfir frostmarkið, framhjá húsi Guðmundar Daníelssonar rithöfundar, má oft sjá hann úti á skafli með garðslönguna í hendi. I stuttu spjalli á skaflinum einn daginn sagðist Guðmund- ur nota hvert tækifæri sem gæfist til að þíða skaflinn sem liggur ofan á trjágróðrinum og þannig koma í veg fyrir skemmdir á trjánum. Guðmundur, sem er mikill unnandi garðræktar, sagði, að snjórinn hefði oft valdið mikl- um skemmdum, bókstaflega hreinsað greinarnar af sumum trjánum, en eftir að hann vopnaðist garðslöngunni í bar- áttunni við skaflinn hefði hann komið í veg fyrir miklar skemmdir í garðinum af völd- um skafla sem væru að síga saman. Guðmundur sagði að þetta gæti verið kalsasamt, en þrátt fyrir það væri það þess virði og auk þess bara hressandi bæði andlega og líkamlega. Hross hrak- hölum Guðmundur Sv. Hermannsson Regnbogasilungur á Jótlandi í þessari laxeldisstöð á Jótlandi í Danmörku er framleiddur regnbogasilungur. Stöðin er á tveimur og hálfum hektara og framleiðsla er um 80 tonn af regnbogasilungi á ári. GARÐRÆKT: Úr Kópa- vogs- tíð- indum Gestur Bjarni Þór KVEÐSKAPURrl Limrur Óla Björns í LöKberK-HeÍmskrÍnKlu írá Hann SkærinKur bóndi á BórAum 16. janúar sl. eru þessar skemmtilegu limrur eítir ólaf Björn Guömundsson og fylgir þeim litill formáli eftir Björn Jónsson; Ólafur Björn Guðmundsson er maður nefndur austan ála. Er hann apótekari að mennt, en jafnframt sjálflærður garðrækt- armaður, sannkallaður blóma- kóngur. Einnig er hann skáld gott, og yrkir létt og lipur skemmti- og náttúrukvæði. Við Óli Björn erum bræðrasynir og Skagfirðingar. Hér eru nokkrar limrur hans. b.J. Hann SigurÓur læknir á Laugum er likaNt til þreyttur á taugum. Hann fullyrdir þaó aó far ’ann i bað, þá fyllist allt húsió af draugum. varð bráókvaddur austur á Fjördum. Þeir grófu hann þar. Og grafskriftin var: „Víöar er Guð en í Görðum“. Það er einkennilegt með hann óla, sem varð efstur í garóyrkjuskola. Nú bakar hann kex, og hjá hænum hans vex ekki blóm — nema slangur af njóla. Bæði köfnunarefni og kalium eru krassandi lyf handa Daiíum. En sé mannfólkið þreytt þau megna ekki neitt. Þá verkar ekki annað en Valium. Þau hittust á haustdegi köldum. t>að var hrollkalt að búa í tjöldum. En Geiri átti romm, og Gunna varð bomm, eg veit ekki af hverskonar völdum! Kvinnur koyra við kenning Seinasta vikuskifti vóru trý tikin fyri at koyra við kenn- ing í Havn. So logið tað enn ljóðar, vóru tvey av hesum konufólk Av politistoðini í Havn verður sagt, at tað tykist sum talið av kvinnum, ið koyra við kenning, er vaks- andi. Sum oftast eru tað kvinnur, ið koyra bilarnar um næturnar, og tað sær friðarligt og gott út, men ikki altíð sleppa tær undan heldur. Politiið er farið undir at kanna kvinnur, sum koyra, í storri mun enn fyrr, tí í nógvum ferum er rúsdrekka uppií. Tá konufólk verða domd fyri at koyra við kenning, eru tær í flestum forum far- nar til Danmarkar at sita, men onkrar hava ynskt at sitið í Feroyum, og hevur hetta verið játtað. Aðrar ynskja at fara til Danmark- ar at sita. Guðmundur Danielsson vopnaður slöngunni á skaflinum. BLAÐAÍITGÁFA:! Nýtt bridgeblað á markaðinn ENN á ný hefur nýtt bridgeblað, „Bridgespilarinn" litið dagsins ljós, en ganga siíkra blaða hér á landi hefur lengi verið þyrnum stráð og æfi þeirra jafnan verið stutt.Á 30 ára tímabili hafa verið gerðar 4 tilraunir til að halda slíku blaði gangandi og lifði ekk- ert blaðanna lengur en 3 ár og lognaðist hið síðasta útaf fyrir 5 til 6 árum. Það er því óhætt að segja, að þeir sem nú ráðast í útgáfu bridgeblaðs, séu ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, en útgefendur „Bridge- spilarans" eru þeir Guðmundur Páll Arnarson, Guðmundur Sv. Hermannsson, Páll Bergsson, Jón Baldursson og Vigfús Pálsson. í tilefni þessa hafði Hlaðvarpinn tal af einum þeirra, Guðmundi Sv. Hermannssyni og spurði hann hvers vegna þeir hefðu ráðizt í þetta þrekvirki: „Það var margt, sem réði því, undanfarin 5 til 6 ár hefur ekkert bridgeblað komið út hér á landi og því fannst okkur nauðsyn að reyna þetta. Það erum um 1.000 félagar í bridgefélögum um allt land og vafalaust talsvert fleiri, sem spila einfaldlega fyrir ánægjuna og það er sjálfsögð þjónusta við svona stóran hóp, að hann hafi blað, sem flyttur fréttir og þætti um bridge. Maður finnur það líka hve miklu líflegra er yfir bridgefélögunum þegar slíkt blað er gefið út auk þess sem það hefur bæði heimild- ar og fræðilegt gildi. Blaðið er gefið út í 1.500 eintökum og okkur hefur talizt svo til, að 500 til 600 eintök þurfi að seljast svo blaðið standi undir kostnaði. Við höfum . einnig annað sölukerfi en fyrri HLAÐVARPINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.