Morgunblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981 Alþýöuleikhúsiö: Sýningum á Kóngsdóttur- inni lýkur fgrir páska Alþýðuleikhúsið sýnir í dag og á morgun barnaleikritið „Kóngs- dóttirin sem kunni ekki að tala“. Sýningum fer nú að fækka á þessu vinsæla barnaleikriti, en það var frumsýnt i nóvember og hefur verið sýnt fyrir fullu húsi allar gotur siðan. I kvöld verður Kona á fjölunum og Stjórnleysinginn annað kvöld. Unglingaleikritið Pæld’iði verður sýnt i næst siðasta sinn nk. þriðjudag. Sýning Alþýðuleikhússins á „Kóngsdótturinni" er til komin vegna alþjóðaárs fatlaðra, en fram- kvæmdanefnd árs fatlaðra á Is- landi veitti styrk til sýningarinnar þar sem í henni er notað táknmál samhliða talmáli. Sýningin höfðar sérstaklega til alyngstu áhorf- endanna og hópar úr nágranna- byggðum hafa verið tíðir gestir á leiksýningunum. Nú um helgina fjölmenna Eyrbekkingar á sýning- una og trúlega eru margir af yngstu kynslóðinni að koma í sína fyrstu leikhússferð. Reiknað er með að sýningum ljúki fyrir páska. Stjórnleysinginn verður sýndur í 19. sinn á morgun. Höfundurinn, Dario Fo, er orðinn íslendingum að góðu kunnur, svo oft hefur hann skemmt áhorfendum síðustu árin, eða allt frá því LR sýndi Þjófar, lík og falar konur fyrir u.þ.b. 15 árum. Alþýðuleikhúsið sýndi Við borgum ekki! Við borgum ekki! í hátt á annað ár við miklar vinsældir. Nú gefur að líta tvö verk eftir þennan ítalska meistara farsaleikjanna á sviði Alþýðuleikhússins: Kona og Stjórnleysingi ferst af slysförum. Fo er þekktur fyrir að láta áhorf- endur fá hláturskrampa í magann er hann stingur á kýlum þjóðfé- lagsins svo undan svíði. Enda segir hann að leikhús eigi að vera skemmtilegt — til þess sé það. I gegnum hláturinn eigi fólk að geta skynjað líf sitt og þann heim sem það lifir í. Sannast það nú enn einu sinni að fáir höfundar hláturleikja njóta meiri vinsælda en Dario Fo, því mjög góð aðsókn hefur verið að Stjórnleysingjanum. Með hlutverkin fara Þráinn . Karlsson, Viðar Eggertsson, Borg- ar Garðarsson, Arnar Jónsson, Björn Karlsson og Elísabet Þóris- dóttir. Leikstjóri er Lárus Ýmir Óskarsson. Norræna félagið í Kópavogi: Vorvakan annað kvöld Annað kvöld efnir Norræna félagið i Kópavogi til sinnar árlegu vorvöku að Hamraborg 11 i Kópavogi og hefst hún að loknum aðalfundi félagsins kl. 20.30. Þorvaldur Þorvaldsson, form. Norræna félagsins á Akranesi, flytur erindi um finnska myndlist- armanninn Andreas Alariesto, sem getið hefur sér heimsfrægðar fyrir málverk sín af lifnaðarhátt- um sama. Þorvaldur sýnir lit- skyggnur af málverkum lista- mannsins með erindinu. Nemendur í Tónlistarskóla Kópavogs leika á gítara. Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri fer með kvæði eftir Snorra Hjart- arson, verðlaunaskáld Norður- landaráðs í ár. Þá verður sýnd falleg mynd af sömum og þjóðháttum þeirra. Allir eru velkomnir meðan hús- næði leyfir. Gallerí Suöurgata 7: Hollenskur mgndlistar- maður sýnir Ijósmgndir HOLLENSKUR myndlistarmaður, Douwe Jan Bakker, opnar á laug- ardag sýningu i Galleriinu Suður- götu 7 og sýnir þar Ijósmyndir. sem eru teknar á íslandi 1972. VIII hann sýna hvernig islenzki torf- bærinn eða islenzk byggingarlist fellur inn i landslagið og lítur á það sem sérstakt framlag íslands og islenzks samfélags til sögu byggingarlistarinnar. Douwe Jan Bakker hefur verið átta sinnum á íslandi síðan 1971, er hann hafði sýningu í Gallerí Súm. Hann hafði kynnst islenzkum myndiistarmönnum úti í Hollandi, og umgengist síðan mikið íslenzka starfsbræður, bæði á Islandi og í Hollandi. Hann er allþekktur myndlistarmaður í heimalandi sínu og hefur sýnt mikið í Hollandi, Þýzkalandi og víðar. M.a. gerði hann 1978 aðrar myndaseríu, sem byggð var á ljósmyndum frá ís- landi, sem hann sýndi víða. M.a. voru þessi verk hans sýnd á Bien- nalnum í Feneyjum. Ljósmyndirnar tekur hann á ákveðnum stöðum, og vinnur úr þeim myndefni heima. Sýningin verður opin kl. 4—8 alla daga frá 28. marz til 12. apríl. Sex sýningar til vors Aðstandendur myndlistarstarf- seminnar í Galleri Suðurgötu 7 kynntu um leið og þessa sýningu framtíðaráform sín. Þeir hafa feng- ið vilyrði fyrir húsnæðinu fram í júlí, og hafa skipulagt sýningar fram að þeim tíma. En mjög bagalegt hefur verið fyrir þá, hve Leikfélag Reykjavíkur Soffía Jakobsdóttir, Gísli Halldórsson og Harald G. Haraldsson i einu reviu-atriðanna. Frumsýnir nýja íslenska revíu - Skorna skammta ÞESSA dagana býður Leikfélag Reykjavíkur áhorfendum sinum upp á einkar fjölbreytilegt úrval sýninga: Ofvitann eftir Þórberg og Kjartan, ótemjuna eftir William Shakespeare. Rommí cftir D.L. Coburn, söngleikinn Gretti í Austurbæjarbiói og loks splunkunýja reviu. í kvöld verður 57. sýning á bandaríska leiknum Rommí, sem sýndur hefur verið fyrir fullu húsi í allan vetur. Sýningunni hefur verið einstaklega vel tekið og þykja þau Sigríður Hagalín og Gísli Halldórsson bæði fara á kostum í hlutverkum sínum og koma vel til skila bæði gaman- sömum og alvarlegum þáttum verksins. Annað kvöld verður svo frum- sýning á nýrri íslenskri revíu, sem hefur hlotið heitið Skornir skammtar og er eftir þá Jón Hjartarson og Þórarinn Eldjárn. Revían gerist á veitingahúsinu Frón-grill, þar sem áhugasamur framkvæmdamaður, Jón Sigurðs- son, ræður ríkjum. Eins og vera ber í revíu er fjallað um kunnug- leg atvik, menn og málefni úr þjóðlífinu, og í verkinu er mikill fjöldi söngva við vinsæl lög, bæði nýleg og gömul. Undirleikari er Jóhann G. Jóhannsson, en Nýja kompaníið aðstoðar við tón- listarflutninginn. Alls koma 11 leikarar fram í revíunni: Gísli Halldórsson, Kjartan Ragnars- son, Sigríður Hagalín, Helga Þ. Stephensen, Guðmundur Pálsson, Soffía Jakobsdóttir, Karl Guð- mundsson, Aðalsteinn Bergdal, Harald G. Haraldsson, Lilja Þór- isdóttir og Jón Júlíusson. Leik- stjóri er Guðrún Ásmundsdóttir en leikmynd og búningar eru eftir Ivar Török og lýsingu annast Daníel Williamsson. Uppselt er á frumsýninguna, en önnur sýning er á þriðjudagskvöld. KiarvalSvStaÖir: Síðasta sýningarhelgi hjá Guðrúnu Svövu og Þorbjörgu Um helgina lýkur sýningu Guðrúnar Svövu Svavarsdóttur og Þorbjargar Höskuldsdóttur í vestursal Kjarvalsstaða. Þar sýna þær um 60 verk, málverk og teikningar. Aðsókn hefur verið mikil og mörg verkanna selst. Sýning Guðrúnar Svövu er tvískipt, annars vegar eru þar myndraðir, olíumálverk á striga og teikningar, en hins vegar eru þar stök málverk. Þorbjörg sýnir olíumálverk og teikningar af ýmsum gerðum og stærðum. Sýningin verður opin frá kl. 14—22 í dag og á morgun en henni lýkur eins og fyrr segir annað kvöld. Þrjú af verkum Guðrúnar Svövu i vestursal Kjarvalsstaða. ótryggt er ávallt um húsnæði og hefur það dregið úr starfseminni í vetur. Nú eru áformaðar 6 sýningar eftir að sýningu Hollendingsins lýkur. Næst á eftir honum kemur danskur sýningarhópur Koral II, sem Islendingarnir sýndu hjá í desember í vetur, en þeir koma hingað með málverk, skúlptúra, teikningar o.fl. Þá tekur við Halldór Ásgeirsson, sem vinnur með ýmis- konar umhverfisáhrif, ljósmyndir o.fl. Þriðju sýninguna heldur Mar- grét Jónsdóttir og sýnir málverk, teikningar og skúlptúra. Þá tekur við hópur sem nefnist Studio ’80. Það eru prentarar í prentsmiðjunni Odda, sem sýna ljósmyndir. Friðrik Þór Friðriksson sýnir næstur ljósmyndir, skúlptúra o.fl. og loks kemur Bjarni Þórarinsson með ljósmyndir, skúlptúra, umhverfis- verk o.fl. Þannig er þéttsetinn bekkurinn í Gallerí Suðurgötu 7 fram að 1. júlí og mikil gróska í listalífinu. Hollenski myndlistarmaðurinn Douwe Jan Bakker, sem er að opna sýningu '* ljósmyndum. Pétur Jónasson SjálfstæðÍshúsið á Akureyri: Pétur Jónas- son heldur gítartónleika í DAG heldur Pétur Jónasson gitartónleika í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri og hefjast þeir kl. 14.00. Á efnisskránni eru verk eftir Luys de Narváez, Manuel M. Ponce. J.S. Bach, William Walt- on, H. Villa-Lobos og Isaac Albén- iz. Pétur hóf gítarnám við Tónlist- arskólann í Görðum níu ára gam- all og var kennari hans Eyþór Þorláksson gítarleikari. Vorið 1976 lauk hann einleikaraprófi frá sama skóla og burtfararprófi ári síðar. Haustið 1978 hóf Pétur fram- haldsnám við hinn þekkta gítar- skóla Estudio de Arte Guitarríst- ico í Mexicoborg og var einka- kennari hans argentínski gítar- leikarinn Manuel López Ramos. Burtfararprófi lauk hann í ágúst 1980. Pétur hefur haldið einleikstón- leika í Mexicoborg, Reykjavík, ísafirði, Akranesi og Höfn í Hornafirði og hlotið lofsamleg ummæli gagnrýnenda. Auk þess hefur hann gert útvarpsþætti fyrir Radio Educación í Mexico- borg og íslenska ríkisútvarpið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.