Morgunblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981
27
STIKLAÐ Á STÓRU
Eitt af því sem einkennir
þróun mannlegs lífs, hvort sém
er þróun barns frá vöggu til
fullorðinsára eða þróun þjóðfé-
laga frá einum tíma til annars,
er togstreytan milli frelsis
mannsins og öryggis hans.
Lítum á líf lítils barns. Það á
allt undir traustu sambandi við
foreldra síns, enda gerir það
mikla kröfu til öryggis. Litla
barnið hefur að sama skapi litla
möguleika til eigin frelsis. Því
ófullkomnara og veikara sem
lífið er, því minna frelsi getur
það höndlað. Þetta er grundvall-
aratriði. Af því lítið barn er
einfaldlega háð foreldrum sínum
er frelsisgetan lítil, og sé barn-
inu gert að takast á við meira
frelsi er það axlar, á það á hættu
að bíða varanlegt tjón á sálu
sinni.
Því virðist oft þannig farið að
geri mannlegt líf miklar kröfur
um öryggi og aðbúnað, er frelsið
ósjaldan í veði. Frelsi og öryggi
virðast þannig á eins konar
vogarstöng í mannlífinu. En
þessi vogarstöng getur hallast
með misjöfnum hætti.
Allt mannlegt líf hefur í sér
Frelsi
og
öryggi
fólgið lögmálið um að vaxa og
breytast frá einu augnabliki til
annars. Þetta leiðir til þess að
krafa barnsins um öryggi
minnkar og öryggissambandið
við foreldrana verður smám
saman að fjötri uns barnið leitar
burt úr foreldrahúsum sem nær-
fellt fullveðja maður. Þetta
þekkja allir, þetta er gangur
lífsins.
Oft gerist það að menn
ofmetnast af styrk sínum, lík-
amlegum og andlegum. Ungi
1 maðurinn sem heldur af stað út í
heiminn finnur ef til vill til
dryggisleysis og finnst hann ekki
geta staðið undir því frelsi sem
hann hefur kosið sér. Ef til vill
finnur hann sér lífsförunaut og
endurheimtir öryggi sitt með
honum. Ef til' vill snýr hann
aftur til föðurhúsanna reynsl-
unni ríkari.
Ef vel er að gáð upplifir
maðurinn togstreitu frelsis og
öryggis alla ævi sína. Hann binst
ýmsum böndum við félaga og
vini, jafnvel dauða hluti. Þessi
bönd geta staðið í vegi fyrir
sjálfstæðum þroska ef þau gefa
ekki hæfilegt svigrúm. Ef til vill
eftir Rúnar
Vilhjálmsson
slítur maðurinn böndin ef þau
þrúga hann, en finnur sig um
leið öryggislausan, dregst aftur
að sömu hlutum eða nýjum, og
þannig gengur lífið áfram koll af
kolli.
En togstreita frelsis og örygg-
is er einnig grundvallaratriði í
sögu þjóðfélaganna frá einum
tíma til annars. Sagan lýsir
öðrum þræði tilurð nýrra þjóð-
félagshópa sem gera nýjar kröf-
ur; kröfur ’gegn hefðum og regl-
um fortíðarinnar, kröfur um
aukið frelsi, kröfur sem hljóta að
stofna til óöryggis og óvissu
jafnvel þótt allt fari fram með
friðsamlegum hætti. Aldrei er
frelsi þótt allt fari fram með
friðsamlegum hætti. Aldrei er
frelsi þjóðfélaga meira en á
augnabliki stórfelldra þjóðfé-
lagsbreytinga. Aldrei gerir held-
ur upplausnin, regluleysið og
óvissan skýrari kröfur til örygg-
is en á slíkum augnablikum.
Enda kemur að því að stöðug-
leiki leysi óstöðugleika af hólmi
og friður ófrið. Nýjar reglur
myndast, hefðir verða til, og að
síðustu fara nýir þjóðfé-
lagshópar að finna til fjötra.
Þannig gengur mannkynssagan
kynslóð fram af kynslóð.
Við Islendingar erum lítil þjóð
sem býr við iðnvæðingu og all
mikla velferð. í landi okkar er
félagslegt öryggi á fremur háu
stigi. Það er umdeilanleg spurn-
ing hvort þjóð okkar nær í
framtíðinni að vernda frelsi
þegna sinna til orðs og æðis,
vaxtar og þroska, en á sama
. tíma að viðhalda nauðsynlegu
félagslegu öryggi. í alræðisríkj-
um er leitast við að fórna
frelsinu fyrir öryggið, en í ríkj-
um frjálshyggju er örygginu
fórnað fyrir frelsið. Að ná megi
jafnvægi í þessari togstreitu
frelsis og öryggis er aðalsmerki
hvers þjóðfélags, hvers einstakl-
ings.
Sjúkraþjálfarar
á námskeiði
DAGANA 9.—13. febrúar síðast-
liðinn, gekkst fræðslunefnd FÍSÞ
fyrir námskeiði í greiningu og
meðferð hreyfifrávika í hrygg-
súlu. Þátttakendur voru 34, allt
starfandi sjúkraþjálfarar. Aðal-
kennari var Olaf Evjenth frá
Noregi, sérfræðingur í „Manuell
Terapi". Honum til aðstoðar voru
þær Unnur Hjaltadóttir sjúkra-
þjálfari, sem lýkur sérfræðinámi
í sömu grein á hausti komanda,
og Kristín E. Guðmundsdóttir
sjúkraþjálfari.
Mikil áhersla var íögð á að
sjúkraþjálfarar þjálfuðu betur
hæfileika sína í nákvæmri skoð-
un og greiningu og höguðu síðan
meðhöndlun sinni samkvæmt því.
Farið var í gegnum algengustu
álagseinkenni í stoðkerfi líkam-
ans, og þá sérstaklega í hrygg, og
hvað er til ráða til að hjálpa fólki
til að hjálpa sér sjálft til betri
heilsu.
Mikilvægt er að ná til fólks
meðan það er á unga aldri og
kenna því rétta líkamsbeitingu og
vinnutækni og með því koma í
veg fyrir sjúkdóma síðar á
ævinni. Það er því mjög mikil-
vægt að sjúkraþjálfarar fari
meira inn á svið fyrirbyggjandi
meðferðar.
(Fréttatilkynning)
Til
athugunar
fyrir
árshátíöina
Það er nú orðin föst venja
hérlendis, að boðið er til heima-
húss á undan árshátíðum og öðr-
um stórskemmtunum. Mörgum
finnst það jafnvel skemmtilegasti
hluti kvöldsins, þar sem færri eru
samankomnir en á sjálfri sam-
komunni, og þá oft hópur fólks þar
sem hver þekkir annan.
I slíkum boðum eru borin fram,
auk drykkjarfanga, allskonar sal-
öt, ídýfur, kex, brauð og hnetur.
Síðan narta menn í þetta og eru
jafnvel orðnir hálf saddir þegar
farið er til samkomunnar þar sem
ef til vill þríréttuð máltíð er á
boðstólum.
Það er því vel þess virði, að
athuga hvað margar hitaeiningar
geta verið í svona smásnarli, sem
neytt er á milli mála.
Safnast þegar saman kemur.
1 stk. ólífa, 6 hitaein.
1 tsk. lauk-ídýfa, 10 hitaein.
1 stk. „pretzel” 12 hitaein.
1 stk. Ritz-kex 17 hitaein.
1 stk. fylltur sveppur 55 hitaein.
5 stk. litlar rækjur 38 hitaein.
ca. 30 gr. Gouda ostur 100 hitaein.
handf.af söltuðum hnetum 210 hitaein.
Það má sjá af þessari upptaln-
ingu, að safnast þegar saman
kemur.
Púrrur
með skinku
og ostasósu
Púrrurnar soðnar á venjulegan
hátt, soðið látið drjúpa vel af.
Síðan er skinkusneið vafið utan
um hverja púrru og sett í smurt
eldfast fat. Því miður er skinka
dýr matur og ódýrari aðferð við
þennan rétt er að strá smátt
brytjaðri skinkunni yfir púrrurn-
ar, þá nægja færri sneiðar.
Einhver tegund af smurosti er
hrærð út með mjólk eða rjóma og
hellt yfir púrrurnar. Sett í ofn
smástund, eða þar til það er vel
heitt. Gott er að ausa sósunni
aðeins yfir einu sinni á meðan
þetta er að hitna. Gróft brauð og
smjör borið með.
Gardínuhringir til skrauts
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er hægt að nota
gardínuhringi til annars en að sauma þá á gardínur.
Hringirnir, sem hér eru viðarlitaðir, eru notaðir í belti og
jafnvel sem hálsskraut.
Púrrur
með sinneps-
sósu
Það er fleira matur en kjöt
og fiskur, og vel hægt að hafa
heita máltíð án þess. Er þá
fyrst að nefna grænmeti alls-
konar. Soðnar púrrur, sem ein-
mitt eru fáanlegar nuna, með
heitri sinnepssósu og góðu
brauði er ágætis réttur. Á eftir
væri hægt að bera fram góðan
grjónagraut, ávaxtagraut eða
skyr með rjómablandi. Púrr-
urnar eru soðnar á venjulegan
hátt, og á meðan þær sjóða er
búin til uppbökuð sósa.
Sinnepssósa:
1 'h matsk. smjörlíki,
1 'h matsk. hveiti,
ca. 3 dl. mjólk, kaffirjómi eða
rjómabland.
Sósan bragðbætt með salti,
pipar og sinnepsdufti hrærðu
út í vatni. Skarpt sinnepsbragð
á að vera af sósunni, hún er
látin sjóða við vægan straum í
nokkrar mín. Að síðustu er sett
ein eggjarauða ásamt smjör-
bita út í og þá má ekki koma
suða upp á sósunni á eftir.
Sósunni hellt sjóðandi yfir
heitar púrrurnar um leið og
maturinn er borinn fram.