Morgunblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981
Minning:
Guðrún Ingimars-
dóttir Kjarnholtum
Fædd 4. ágúst 1905.
Dáin 17. mars 1981.
í dag laugardaginn 28. mars
verður jarðsungin frá Skálholts-
kirkju tengdamóðir mín, Guðrún
Ingimarsdóttir húsfreyja í Kjarn-
holtum Biskupstungum. Hún var
dóttir hjónanna Ingibjargar Guð-
mundsdóttur og Ingimars Guð-
mundssonar sem bjuggu á Efri-
Reykjum í sömu sveit. Guðrún var
næst yngst fjögurra systkina. I
dag er Guðmundur einn eftir á lífi,
en hann er til heimilis að Vega-
tungu í Biskupstungum. Hún ólst
upp í foreldrahúsum við ástríki
foreldra og í glöðum systkinahópi
við þau skilyrði og aðbúnað sem
lífið til sveita bauð uppá á fyrstu
árum þessarar aldar. Almenn
skólaganga var þá mjög takmörk-
uð, en þrátt fyrir kröpp kjör var
systkinunum gert kleift að afla sér
frekari menntunar. Guðrún var
tvo vetur við nám í Hvítárbakka-
skólanum, og einn vetur á ísafirði
hjá föðurbróður sínum Þorsteini
sem þar var klæðskeri, lærði hún
þar karlmannafatasaum. Einnig
sótti hún námskeið í matreiðslu í
Reykjavík.
6. desember 1929 urðu þáttaskil
í lífi Guðrúnar, en þá gekk hún að
eiga eftirlifandi mann sinn Einar
Gíslason frá Kjarnholtum í sömu
sveit, og hófu þau búskap á hálfri
jörðinni á móti Vilmundi bróður
Einars. Fáum árum seinna varð
Vilmundur að láta af búskap
vegna heilsubrests og tóku þau
Guðrún og Einar þá við allri
jörðinni. Við sem höfum alist upp
við að líta á nútíma þægindi sem
sjálfsagðan hlut eigum erfitt með
að setja okkur í spor þeirra sem
voru að hefja búskap á fyrstu
áratugum þessarar aldar. Ungu
hjónin vissu hverju þau gengu að,
því í Kjarnholtum hafði löngum
verið búið rausnarbúi, jörðin er
landstór en erfið að mörgu leyti,
og sem dæmi má nefna að fyrstu
árin voru fjárhús Einars vestan
Tungufljóts og fyrsta veturinn
varð hann oftast að vaða fljótið til
gegninga, sem flestum myndi
þykja ótrúlegt í dag. Efni ungu
hjónanna voru lítil í fyrstu, en
með áræði, dugnaði og síðast en
ekki síst, mikilli samheldni tókst
þeim fljótlega að koma sér upp
traustum bústofni og byggja upp
bæjar- og gripahúsin. Skömmu
eftir að Guðrún og Einar hófu
búskap, missti Ingimar faðir Guð-
rúnar heilsuna og varð að bregða
búi, fluttust þau þá til dóttur
sinnar og tengdasonar, og dvöld-
ust þau þar bæði til dauðadags.
Börn Einars og Guðrúnar minnast
þeirra ætíð með hlýhug og þakk-
læti, og telja það hafa verið þeim
til mikillar gæfu að fá að alast
upp með ömmu og afa á heimilinu.
Fyrstu árin áður en börnin fóru að
geta hjálpað til, var oft margt
vinnufólk bæði fullorðnir og ungl-
ingar á heimilinu til lengri eða
skemmri dvalar. Oftast myndaðist
gagnkvæmt traust og vináttubönd
milli hjónanna og vinnufólksins
sem hafa haldist fram til þessa
dags. Fyrsta hjúskaparárið eign-
aðist Guðrún dreng, en hann lést í
fæðingu en síðan eignuðust þau
sjö börn sem öll eru á lífi, þau eru:
Ingibjörg, búsett í Þorlákshöfn
gift Katli Kristjánssyni og eiga
þau 4 börn, Gísli, bóndi og oddviti
í Kjarnholtum, hans kona er
Ingibjörg Jónsdóttir og eiga þau 4
börn, Ingimar, búsettur á Hvann-
eyri hans kona er Anna Kristins-
dóttir og eiga þau 4 börn, Guðrún,
gift Þorsteini Hjartarsyni og búa
þau í Reykjavík og eiga þau eitt
barn, Elínborg, gift Ingólfi Fals-
syni búsett í Keflavík og eiga þau
4 börn á lífi, Þóra, gift Jóni Gísla
Jónssyni búsett í Kópavogi og eiga
2 börn. Yngstur er Magnús sem
einnig býr í Kjarnholtum hans
kona er Kristín Þorsteinsdóttir og
eiga þau 2 börn. Alls eru barna-
börnin því 22 og barnabarnabörn-
in eru 2.
Vinnudagurinn var langur á svo
stóru heimili, en Guðrún var
sannkölluð hamhleypa til allra
verka hvort heldur var utan bæjar
eða innan og allt lék í höndum
hennar. Heimilið var mannmargt,
oft 15—20 manns, þá sérstaklega á
sumrin þegar unglingar voru
teknir til útivinnu. Allar flíkur
voru saumaðar eða prjónaðar á
heimilinu og kom það æði oft fyrir
að þegar aðrir voru gengnir til
náða, þá sat Guðrún við handa-
vinnu fram á nótt, en aldrei hafði
hún orð um það því, að allt var
þetta svo sjálfsagt í hennar aug-
um. Til marks um hagleik hennar
vil ég geta þess að fyrir fáum
árum þegar heilsa hennar var
tekin að bresta, þá saumaði hún
upphluti fyrir dætur og tengda-
dóttur. Mjög gestkvæmt hefur
ætíð verið í Kjarnholtum og voru
hjónin samhent um að taka vel á
móti þeim sem að garði bar og
nutu þess bæði að vera veitend-
urnir.
Árið 1957 byggðu þau í annað
sinn íbúðarhús á jörðinni og var
það byggt af stórhug og framsýni,
þannig að 2—3 fjölskyldur gætu
búið þar, sem og varð. Fljótlega
eftir byggingu hússins hóf Gísli
sonur þeirra búskap á hálfri
jörðinni og flutti á efri hæð
hússins og bjó þar í mörg ár eða
þangað til hann byggði sér hús þar
skammt frá.
Það eru um 21 ár síðan ég kom
fyrst að Kjarnholtum og var mér
strax tekið sem einum úr fjöl-
skyldunni, og sá ég þá strax að
samheldni fjölskyldunnar var
mikil. Þau systkinin sem flutt
voru að heiman komu oft og
iðulega í heimsókn með sínar
fjölskyldur, og var þá oft glatt á
hjalla. Þegar ég læt hugann reika
til þessara liðnu ára, þá eru þau
skipti teljandi sem ég hef farið
annað en að Kjarnholtum hafi ég
getað tekið mér frí frá störfum,
hvort sem var að sumri, um
áramót eða önnur tækifæri. Ég á
margar ánægjulegar stundir frá
þessum árum. Sama má segja um
börnin okkar, þau hafa mjög sótt
að komast í sveitina til afa og
ömmu. Elstu drengirnir okkar
fóru strax á vorin þegar skóla lauk
og aldur leyfði að þeir gætu farið
að hjálpa til við sauðburð eða
heyskap. Ég tel það eftirtektar-
vert hve barnabörnin öll sóttu
mikið til ömmu og afa og sjaldan
sá ég þau glaðari en þegar þau
komu í heimsókn og fylgdust þau
af áhuga með þeirra námi og
störfum.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Guðrúnu allt það sem hún var mér
og minni fjölskyldu. Með henni er
gengin góð kona og veit ég að allir
þeir sem henni kynntust báru
hlýjan hug til hennar. Nú þegar
hún er komin yfir móðuna miklu
þá veit ég að henni hefur verið
tekið vel af ástvinunum sem áður
hafa hvatt þetta jarðlíf. Ég votta
Einari og öllum aðstandendum
mína innilegustu samúð og ég veit
að minningin um hana verður
okkur dýrmætur fjársjóður um
ókomna daga.
Tengdasonur
SofAu vært hinn síAasta biund.
uns hinn dýri dagur Ijómar,
Drottins lúAur þexar hljómar
hlna miklu morifunstund
V. Briem.
Að morgni hinn 17. mars er hin
mikla morgunstund í lífi aðstand-
enda Rúnu í Kjarnholtum upp-
runnin.
Þann morgun kvaddi hún þenn-
an heim, sjúk og þreytt, jafn
hljóðlega og hún gekk sinn æviveg.
Flest okkar vita, að það getur
verið erfitt að kveðja hvort sem
það er aðeins um stundarsakir eða
að kveðja einhvern í síðasta sinn.
Svo finnst mér þegar ég í dag
fremur af vilja en mætti, kveð
tengdamóður mína Guðrúnu Ingi-
marsdóttur. Hún fæddist að Efri-
Reykjum í Biskupstungum 4. ág-
úst 1905. Dóttir hjónanna Ingi-
bjargar Guðmundsdóttur og Ingi-
mars Guðmundssonar. Hjá þeim
og þremur systkinum ólst hún upp
við venjuleg sveitastörf og átti
sveitin ætíð hug hennar allan.
Ung fór hún til náms í Hvítár-
bakkaskóla í Borgarfirði og dvaldi
þar í tvo vetur. Þaðan lá svo leiðin
til ísafjarðar til föðurbróður
hennar sem þar var klæðskeri.
Hjá honum lærði hún karlmanna-
fatasaum í einn vetur.
í Reykjavík dvaldi hún seinna
um tíma við matreiðslunám.
Henni voru gefnar góðar gáfur
og hagar hendur, því kom þetta
nám að miklum og góðum notum í
hennar lífsstarfi. Það var sama
hvort það var við saumavélina,
prjónavélina eða eldavélina, allt
varð að veruleika sem hún tók að
sér að gera. Og það var hreint með
ólíkindum sem hún afkastaði í
verkum sínum, þó ég muni aldrei
eftir að hafa séð hana flýta sér.
Vorið 1929 verða þáttaskil í lífi
hennar. Þá flyst hún að Kjarn-
holtum í Biskupstungum þá heit-
bundin Einari Gíslasyni sem þar
var byrjaður búskap með móður
sinni. Þau gengu í hjónaband 6.
des. sama ár. Og nú hefst hennar
ævistarf. Að stjórna og þjóna
stóru sveitaheimili jafnt úti sem
inni. Með lítil efni en fádæma
dugnað og hagsýni eflist þeirra
hagur smám saman. Kaupafólk
var yfir mesta annatímann og var
þá oft glatt á hjalla eins og alltaf
er þegar ungt fólk dvelur saman.
Og minntist hún þessara ára
alltaf með gleði. Enda sjálf með
létta lund og leiftrandi kímnigáfu.
Kom oft sama fólkið ár eftir ár,
tryggir þjónar góðum húsbænd-
um.
Börnin fæddust svo eitt af öðru.
Alls urðu þau átta. Elsta barnið
sitt, dreng misstu þau í fæðingu.
Hin sjö komust öll upp og eru búin
að stofna eigin heimili. Þau eru:
Ingibjörg búsett í Þorlákshöfn gift
Katli Kristjánssyni. Gísli, bóndi í
Kjarnholtum giftur Ingibjörgu
Jónsdóttur. Ingimar, búsettur á
Hvanneyri giftur undirritaðri.
Guðrún, gift Þorsteini Hjartar-
syni búsett í Reykjavík. Elínborg,
búsett í Keflavík gift Ingólfi
Falssyni. Þóra Margrét, búsett í
Kópavogi gift Jóni Gísla Jónssyni,
og Magnús Reynir, býr í Kjarn-
holtum heitbundinn Kristínu
Þorsteinsdóttur.
Á fyrstu búskaparárum Einars
og Rúnu missir faðir hennar
heilsuna, og flytjast þau hjón þá í
Kjarnholt og dvelja þar til dauða-
dags við umhyggju og gott atlæti.
Þar höfðu þau líka verk að vinna
sem var þeim kært, dótturbörnin
sem voru að komast á legg áttu
hug þeirra allan. Þeim þurfti að
kenna og hlú að, eins og þroski
þeirra leyfði. Svo og önnur störf
sem heilsa og geta leyfði. Hefur
þeirra alltaf verið minnst með
virðingu og þakklæti.
Starfsdagur Rúnu var orðinn
langur og oft strangur. Þó svo að
það væri aldrei haft orð á slíku.
Það þótti svo sjálfsagt að vera
alltaf þar sem þjónustu vantaði.
Hvort sem það var að elda mat,
búa um rúm eða þurrka föt af
hröktum ferðamanni, og hvað
klukkan var það skipti ekki máli.
Annað var ef hún sjálf þurfti
einhvers með, það mátti mæta
afgangi.
Þegar ég heimsótti hana á
Borgarspítalann í desember sl.
hafði hún orð á því, að það væri nú
aumt að láta snúast svona við sig.
Rúna kveið ekki fyrir vista-
skiptunum, hún átti alla sína tíð
einlæga trú á Jesú Krist og allt
það góða í hverjum manni.
Þegar barnabörnin voru lítil og
voru í heimsókn hjá henni þá voru
það fallegu bækurnar og versin
hennar ömmu sem þau sofnuðu út
frá.
Það er komið að leiðarlokum.
Mikilhæf og góð kona er gengin.
Henni ber að þakka mikið og
fórnfúst ævistarf.
VerAi, Drottinn, vilji þinn.
vér 088 fyrir honum hneigjum.
hvort vér lifum eAa deyjum,
veri hann oss velkominn.
(V. Briem)
Ég kveð mína kæru tengda-
móður með hjartans þökk fyrir
það sem hún var mér og dætrum
mínum.
Hvíl í friði.
Anna Kristinsdóttir
Að morgni þriðjudagsins 17.
marz lést á Borgarspítalanum
amma okkar, Guðrún Ingimars-
dóttir frá Kjarnholtum.
I dag þegar við fylgjum ömmu
til hinstu hvílu, þá langar okkur
til að minnast hennar með nokkr-
um orðum.
Amma var fædd 4. ágúst 1905 að
Efri-Reykjum í Biskupstungum.
Hún var dóttir hjónanna Ingi-
bjargar Guðmundsdóttur og Ingi-
mars Guðmundssonar. Hún var
næstyngst fjögurra systkyna.
Eftir að hún hafði slitið
barnsskónum stundaði hún nám
við Hvítárbakkaskóla og nokkru
síðar lærði hún karlmannafatas-
aum hjá föðurbróður sínum Þor-
steini Guðmundssyni, klæðskera á
Isafirði. Samt sem áður sleit hún
aldrei tenglsum sínum við sveit-
ina, því árið 1929 giftist hún
eftirlifandi eiginmanni sínum,
frænda og sveitunga Einari Gísla-
syni frá Kjarnholtum, og hófu þau
búskap þar.
Þau afi og amma eignuðust átta
börn, en fyrsta barn þeirra fædd-
ist andvana. Hin eru, talin eftir
aldri: Ingibjörg, Gísli, Ingimar,
Guðrún, Elínborg, Þóra og Magn-
ús.
Líf og starf ömmu var aðallega
innan veggja heimilisins. Sama
var hvort við vorum þar um lengri
eða skemmri tíma eða fast heimil-
isfólk, alltaf voru móttökur þær
sem við fengum, konunglegar.
Enginn fór varhluta af gestrisn-
inni og því vingjarnlega viðmóti
sem einkenndi eldhúsið í Kjarn-
holtum. Sama var hvenær dagsins
eða hvaða dagur var, alltaf var
kaffi á könnunni og hlaðið borð af
meðlæti. Þeir eru heldur ekki fáir
sem hlotið hafa sinn skerf af
góðvilja og hjálpsemi hennar
ömmu. Alltaf var fjölmargt heim-
ilisfólk í Kjarnholtum og gest-
kvæmt mjög. Það er mikið þrek og
dugnaður sem þarf til að sjá um
svo stórt heimili og var í Kjarn-
holtum. Það þurfti að fæða og
klæða þau sjö börn sem nú eru
uppkomin og sjá um mat og
þjónustu annars heimilisfólks.
Síðar var heimili þeirra afa og
ömmu annað heimili okkar barna-
barnanna, hlýtt bros og gleði í
svip var það fyrsta sem mætti
okkur þegar við komum. Amma
kenndi okkur margar bænir og
bað fyrir okkur. Hún gladdist
innilega ef vel gekk í námi eða
starfi, en tók líka mildilega á smá
yfirsjónum og sá ætíð björtu
hliðarnar á hlutunum. Um leið og
við þökkum ömmu fyrir allt sem
hún hefur fyrir okkur gert, kveðj-
um við hana með einu af versun-
um sem hún kenndi okkur.
„Vertu nú yfir og allt um kring
meA eiltfri blessun þinni.
Sltji GuAs englar saman i kring
Hænxinni yfir minni.“
Barnabörn
Leiðrétting
I minningargrein um Önnu S.J.
Ágústsdóttur frá Höskuldarkoti,
sem birtist í Mbl. 3. júlí 1980, varð
sú missögn að Ágústi Jónssyni,
föður Önnu, var eignað ljóðakver-
ið Þyrnar og rósir sem út var gefið
1930. Hið rétta er að ljóðakver
þetta er eftir Ágúst Jónsson,
Rauðarárstíg 5 í Reykjavík og gaf
hann það ljóðakver út. — Það voru
hjá ýmsum óglögg skil með
kveðskap þeirra alnafnanna. Mér
varð á í þetta sinn að rugla þar
höfundum saman.
Bið ég aðstandendur þeirra
beggja velvirðingar á þessari
fyrrgreindu missögn.
Vinsamlegast, greinarhöf.
+
ELÍAS P. KÆRNESTED,
skósmiöameistari,
. frá ísafirói,
lézt aö Hátúni 10, 26. þ.m. Aöstandendur.
t Faöir okkar, tengdafaöir og afi JAKOBJÓNASSON rithöfundur Guörúnargötu 1 er látinn. Aöstandendur.
t
Útför
VILBORGAR BJARNADÓTTUR,
Nesvegi 48,
veröur gerö frá Fossvogskirkju, mánudaginn 30. marz kl. 1.30.
Blóm og kransar vinsamlega afbeöin, en þeim sem vildu mlnnast
hennar er bent á líknarstofnanir.
Hólmfríöur Siguröardóttir Gunnar Einarsson
Hrafnhildur Gunnarsdóttir
t
bökkum aukösýnda samúö og vianrhug viö andlát og útför
GÍSLÍNU B. ÓLAFSDÓTTUR
Bárugötu 37,
Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Borgarspítalans.
Guörún Ólafsdóttir, Sverrir Jónsson,
Hulda Ólafsdóttir,
Erla Ólafsdóttir, Sveinn Bjarnason,
Helga Ólafsdóttir, Siguröur Þorsteinsson,
Reynir Ólafsson, Ingileif Halldórsdóttir.