Morgunblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981 23 Engin lausn á fisk- veiðideilum EBE Brussrl, 27. marz. AP. Sjávarútvcgsráðherrar ríkja Efnahagshandalags Evrópu náðu ckki samkomulagi um fiskveiði- stefnu bandalagsins á fundum sinum í BrUssel. Svo virðist sem lausn sé ekki að finna fyrr en i fyrsta lagi eftir að frönsku for- setakosningunum er lokið. „Sam- komulag náðist ekki og nokkurr- ar stífni gætir meðal einstakra aðila,“ sagði Gaston Thorn. fram- kvæmdastjóri EBE við frétta- menn eftir fundinn í Brússel, en hann lagði á það áherzlu, að lausn þessa máls yrði fundin fyrir 21. júní. Fiskveiðistefna EBE var eitt helzta umræðuefnið á fundi leið- toga bandalagsins í Maastricht í Hollandi fyrr í vikunni. Þá náðist Flugvél ferst Varsjá. Póllandi, 26. mars. AP. FLUGVÉL frá flugfélaginu Lot í Póllandi fórst er kviknaði í henni á flugi. Flestum farþeganna tókst að koma sér undan án meiðsla. Fjórtán slösuðust og tveir alvar- lega. Ekki er vitað um líðan þéirra. ekki samkomulag en samþykkt, að sjávarútvegsráðherrar ríkjanna mættu til funda í Brussel. Helmut Schmidt, kanslari V-Þýzkalands, lagði mikla áherzlu á að lausn fyndist. Þúsundir v-þýzkra sjó- manna eru nú aðgerðalausir. EBE hefur gert samkomulag við Kan- ada um fiskveiðiréttindi í lögsögu Kanada en það samkomulag geng- ur ekki í gildi fyrr en ríki EBE hafa komið sér saman um sameig- inlega fiskveiðistefnu. Joseph Ertl, sjávarútvegsráð- herra V-Þýzkalands, krafðist þess í Brussel, að samkomulagið við Kanada verði aðskilið sameigin- legri stefnumörkun í fiskveiði- málum. Um 50 v-þýzkir sjómenn söfnuðust saman fyrir utan bygg- ingu EBE í Brússel til að leggja áherzlu á að samkomulagið við Kanadamenn gangi í gildi. Þeir báru mótmælaspjöld gegn afstöðu Breta í þessu máli. Frakkar hafa og lagt mikla áherzlu á lausn málsins. Þeir viðurkenna, að brezkum sjómönn- um beri að veita forgang að fiskimiðum sínum, en aðeins að takmörkuðu leyti og aðeins út þennan áratug. Valery Giscard d’Estaing, Frakklandsforseti, hef- ur lagt áherzlu á, að franskir sjómenn fái aðgang að fiskimiðum í Norðursjónum. Ný varnaraðgerð gegn heflablóðfalli? LÆKNAR við sjúkrahús John Hop- kins-háskólans i Baltimore i Banda- rikjunum hafa framkvæmt heila- skurðaðgerð. sem áður var talin óframkvæmanleg, og er talið að hún kunni að hafa mikil áhrif i haráttunni gegn heilablóðfalli á næstu árum. Sextug nunna, sjúklingur dr. George Allens-heilaskurðlæknis, er fyrsti sjúklingurinn, sem aðgerðin var gerð á. Hún hafði þjáðst ítrekað af svima og ofsjónum, sem eru afleiðingar heilatruflana er verið geta undanfari meiri háttar heila- blóðfalls. Dr. Allen uppgötvaði, að lítill tappi hafði myndazt í slagæð vinstra megin í höfði konunnar, en um hana rennur blóð til heilans. Stífluna í æðinni má sjá á myndun- um tveimur til vinstri. Æðin er ekki breiðari en drykkjarstrá og er vel varin innan höfuðkúpunnar og um- kringd ýmsum mikilvægustu taug- um líkamans. Stífluna varð að fjar- lægja ætti sjúklingurinn að komast til heilsunnar á ný. Dr. Allen byrjaði aðgerðina á því að fjarlægja 50x75 millimetra stykki úr höfuðkúpunni og notaði síðan sérhannaða smásjá til aðstoðar við að nálgast slagæðina. Honum tókst um síðir að fjarlægja gulleitan fituhnúð, sem stíflað hafði æðina, og gera blóðrásina til heilans þar með eðlilega að nýju. Aðgerðin tók tíu og hálfan klukkutíma. Á myndinni til hægri má sjá hvernig æðin leit út að aðgerðinni lokinni. Sjúklingurinn kennir nú stærð- fræði í skóla í Baltimore eins og ekkert hefði í skorizt. Hún er vel útlítandi og kennir sér einskis meins. Þessi aðgerð gæti gefið læknavísindunum nýtt vopn gegn heilablóðfalli, en um hálf milljón manna verður fyrir því árlega í Bandaríkjunum einurn. Uppljóstranir brezka blaða- mannsins Chapman Pinchers nú síðustu daga hafa vakið upp minningar um þann viðtæka njósnahring. sem Sovétmönnum tókst að byggja upp innan brezku leyniþjónustunnar. Og enn er ekki séð fyrir endann á máli þessu. Grunsemdir um jafnvel enn fleiri sovézka njósnara hafa kastað rýrð á brezku leyniþjón- ustuna og að mati kunnugra, á eftir að afhjúpa allt að 25 „mold- vörpur". Oxíord og Cambridge — uppspretta sov- ézkra njósnara Fræjum föðurlandssvika var sáð fyrir tæpri hálfri öld í virt- ustu menntastofnunum Breta- veldis, háskólunum í Oxford og Cambridge. Á þriðja áratugnum tókst sovézkum útsendurum að fá til liðs við sig unga námsmenn í þessum menntastofnunum. Fyrstu njósnasellunni var komið á fót sumarið 1931. Ungir menntamenn mynduðu kynslóð föðurlandssvikara og Bretar eru enn að súpa seyðið af misgjörðum þessara manna. Og enn er ekki séð fyrir endann á ósköpunum. Sovétmenn sýndu mikil klók- indi þegar þeir fengu þessa menn til liðs við sig. Þeir voru ungir menntamenn, af góðum ættum. Þeir voru bitrir út í þjóðfélagið. Þá var heimskreppan í hámarki, milljónir gengu um atvinnulausir og þjóðfélagslegt misrétti skein alls staðar í gegn. Fyrir þeim voru hin sósíalísku lýðveldi í Sovétríkj- unum gósenland. Þar ríkti Jöfn- uður“, spilltri aðalsstétt hafði verið kollvarpað. Þetta var á tímum undanlátsstefnu brezkra stjórnvalda gagnvart nazistum og þeir þóttust sjá í Sovétrikjunum eina raunverulega aflið til að spyrna við upþgangi nazisma. Tvoir menn öðrum frem- ur fengu menn til að njósna fyrir Sovétríkin Það voru einkum tveir menn, sem fengu unga menntamenn til hollustu við Sovétríkin á þessum árum. Annar var Samuel Cahan, var helzti útsendari Sovétmanna í Bretlandi á millistríðsárunum. Hann óf njósnavef Sovétmanna i Bretlandi á millistríðsárunum. Hinn sem var mikilvirkur í þessu starfi var Anthony Blunt, kyn- villtur listfræðingur, sem síðar varð listráðgjafi Élísabetar Eng- landsdrottningar. Blunt fékk unga menntamenn til liðs við sig, einkum í Cambridge en einnig í Anthony Blunt Donald MacLean Sir Roger Hollis Guy Burgess Tom Driberg koma röngum upplýsingum til Kreml. Kjarnorkuleyndar- mál afhjúpuð Fleiri sovézkir njósnarar hafa verið afhjúpaðir en þeir voru ekki af sama sauðahúsi og kynvill- ingarnir í Cambridge og Oxford. Þeir njósnuðu vegna peninganna. Alan Nunn, Klaus Fuchs og Bruno Pontecorvo komu leyndarmálum kjarnorkusprengjunnar til Kreml á árunum 1946 til 1950 og þar með misstu Vesturlönd forustuna á sviði kjarnorkumála. Þá segja heimildir, að Kim Philby hefði ráðið njósnara fyrir KGB á ferða- lögum sínum víðs vegar um heim- inn og enn séu þessar „moldvörp- ur“ að starfi. Sömu heimildir segja, að George Blake, sem starf- aði í MI6, hafi eyðilagt njósnanet Breta í Mið-Austurlöndum og einnig hafi hann svikið brezka njósnara í A-Þýzkalandi í hendur kommúnistum. Alls hafi 40 brezk- ir njósnarar í landinu verið hand- teknir. Blake hlaut þyngsta dóm, sem kveðinn hefur verið upp í Bretlandi, fyrir njósnir. Hann var dæmdur til 42 ára fangelsisvistar. „Ég kom öllum markverðum leyniskjölum í hendur Rússa,“ hrópaði hann við réttarhöldin. Eftir allar þessar uppljóstranir eru enn grunsemdir uppi um, að enn gangi menn úr njósnasellun- um í Cambridge og Oxford lausir og allt að 25 „moldvörpur" gangi enn lausar. Ræðu Thatcher misvel tekið Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, hélt ræðu í þinginu í gær og sagði, að ekki væri sannað að sir Roger Hollis hafi verið sovézkur útsendari. En bæði brezkir þingmenn og brezkir fjölmiðlar eru enn fullir efa- semda. Þannig benti The Times á, að enn sé mörgum spurningum ósvarað. Til að mynda af hverju Trend lávarður hafi skyndilega hætt seinni rannsókn sinni í málefni sir Roger Hollis. The Daily Mail sagði, að Thatcher hafi ekki komið fram með haldbærar skýringar á leka í leyniþjónust- unni um margra ára skeið. Chap- man Pincher hélt fast við fyrri staðhæfingar sínar og sagði, að Thatcher hefði verið leidd á villi- götur af ráðgjöfum sínum. Þá var viðtal við Trend lávarð og hann sagðist sammála öllu því, sem Thatcher hefði sagt, en til þess var tekið, að Thatcher sagði aldrei beinum orðum, að sir Roger væri saklaus. Fræjum landráða var sáð fyrir hálfri öld Oxford, en svo staðhæfir Anthony Moiton, fyrrum deildarstjóri í MI5. Þeir menn sem Blunt fékk til liðs við Sovétríkin áttu eitt sam- eiginlegt: Þeir voru kynvilltir. Meðal þeirra sem Blunt fékk til að njósna fyrir Sovétríkin voru eftir- taldir: Guy Burgess. Hann strauk til Sovétríkjanna árið 1951 eftir að Blunt hafði aðvarað hann, sagt honum, að sovézkur flóttamaður hefði ljóstrað upp um hann. Þegar Burgess strauk starfaði hann við brezka sendiráðið í Washington. Donald MacLean. Hann komst til metorða innan brezku leyni- þjónustunnar og strauk með Burgess árið 1951. Harold „Kim“ Philby. Hann útskrifaðist einnig frá Cambridge og er líklega einhver áhrifaríkasti njósnari sem Sovétmenn hafa átt. Grunur féll á hann í kjölfar flótta þeirra Burgess og MacLean en hann strauk þó ekki fyrr en 1963 eftir að Blunt hafði sagt honum, að hann hefði verið afhjúpaður. Chapman Pincher hefur leitt líkur að því, að Tom Driberg, fyrrum formaður brezka Verka- mannaflokksins og þingmaður í 32 ár, hafi verið sovézkur njósn- ari. Hann stundaði nám í Oxford á fjórða áratugnum og lýsti því opinberlega yfir, að hann væri kynvilltur. Pincher hefur einnig leitt líkur að því, að sir Roger Hollis hafi verið sovézkur njósnari. Og ef rétt er, þá höfðu Sovétmenn ekki aðeins aðgang að upplýsingum innan brezku leyniþjónustunnar, þeir stjórnuðu henni. Hollis gekk til liðs við leyniþjónustuna á stríðsárunum og komst til æðstu metorða. Hann hélt við einkarit- ara sinn í 18 ár áður en hann skildi við konu sína og kvongaðist einkaritaranum. Anthony Blunt hélt því fram, að hann hefði aðeins verið peð í öllum þessum leik, en svo er að sjá sem hann hafi verið lykilmaður. Hann fékk ungu menntamennina í Cambridge og Oxford til liðs við málstað kommúnista. Hann var tengiliður þessara manna. And- rew Boyle, höfundur bókarinnar „Climate of Treason" heldur því fram, að að minnsta kosti tveir meðlimir njósnasellunnar í Cam- bridge, og þá engin smápeð, hafi verið afhjúpaðir af brezkum og bandarískum leyniþjónustu- mönnum á sjöunda áratugnum, en opinberlega hafi ekki verið skýrt frá því, rétt eins og í máli Anthony Blunts. Af hverju veit enginn, en líkur hafa verið leiddar að því, að þeir hafi verið látnir halda áfram störfum innan brezku leyniþjónustunnar til að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.