Morgunblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 31
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA?
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981
31
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Jóhanna Norðfjörð hefur nú
tekið við hlutverki prófessors
Þjóðlaugar í leikriti VaÍRarðs
Einlssonar. Dags hriðar spor,
sem sýnt verður i siðasta sinn i
daif.
Sýningum fækkar
á Oliver Twist
Sýningum fer nú að fækka á
barna- og fjölskylduleikritinu
Oliver Twist eftir Charles Dick-
ens í leikgerð Árna Ibsens. Leik-
stjóri er Bríet Héðinsdóttir og
Messíana Tómasdóttir gerði leik-
mynd og búninga. Verkið hefur
þegar verið sýnt yfir tuttugu
sinnum við ágæta aðsókn og mjög
góðar undirtektir.
Sölumaður deyr
fyrir fullu húsi
Ekkert lát er á aðsókninni að
leikriti Arthur Millers, Sölumað-
ur deyr, sem sýnt hefur verið
fyrir fullu húsi undanfarið. Svo
sem kunnugt er þá eru aðalhlut-
verkin í höndum Gunnars Eyj-
ólfssonar, Margrétar Guðmunds-
dóttur, Hákonar Waage og Andra
Arnar Clausen. Auk þeirra eru
stór hlutverk í höndum Róberts
Arnfinnssonar, Bryndísar Pét-
ursdóttur og Árna Tryggvasonar.
Síöustu áskriftartón-
leikar á þessu starfs-
ári á Kjarvalsstööum
FJÓRÐU og síðustu áskriftartón-
leikar Kammersveitar Reykjavikur
á þessu starfsári verða haldnir á
Kjarvalsstöðum á morgun, sunnu-
daginn 29. mars og hefjast þeir kl.
17.
Á þessum tónleikum verða flutt
työ íslensk verk sem ekki hafa
heyrst hér áður. Er annað þeirra
„Sex sönglög" eftir Hjálmar H.
Ragnarsson við ljóð eftir Stefán
Hörð Grímsson, sem Hjálmar samdi
í tilefni áttræðisafmælis föður síns,
Ragnars H. Ragar, og flutt var að
hluta á afmælistónleikum, sem
haldnir voru á ísafirði Ragnari til
heiðurs. Sðnglögin hafa verið flutt
erlendis við mikið lof gagnrýnenda
en verða nú flutt í fyrsta sinn í heild
hérlendis. Þau eru samin fyrir
mezzo-sópran, flautu, selló og píanó
og fer Ruth Magnússon með ein-
söngshlutverkið. Hitt íslenska
verkið er eftir Þorkel Sigurbjörns-
son, „Stef án tilbrigða" fyrir klarin-
ett, selló og píanó. Er verkið samið
fyrir tilstuðlan Kammersveitarinnar
eins og flest þau íslensku verk sem
heyrst hafa á tónleikum sveitarinn-
ar og er hér um frumflutning að
ræða. Síðast á efnisskránni er „Sag-
an af dátanum" eftir Stravinsky. Á
Listahátíð 1976 flutti Kammersveit-
in í samvinnu við Leikfélag Reykja-
vikur Söguna af dátanum í leiksviðs-
gerð, þ.e. með leikurum og dansara,
en í þetta sinn verður tónlistin flutt
einvörðungu, enda er hér um að
ræða eitt af þekktustu kammerverk-
um Stravinskys. Páll P. Pálsson mun
stjórna þessu sígilda meistaraverki.
Með þessum tónleikum lýkur
Kammersveit Reykjavíkur sjöunda
starfsári sínu. Hefur mikil gróska
verið í starfi sveitarinnar og mörg
öndvegisverk verið flutt á tónleikum
hennar, sem aldrei hafa heyrst hér
áður.
Kammersveit Reykjavikur á æfingu undir stjórn Páls P. Pálssonar.
Kirkjukór Lögmannshlíðarkirkju.
Tónleikar í Háskólabíói
í DAG heldur hljómsveit og lúðrasveit Tónmenntaskóla Reykjavíkur tónleika í Háskólabíói og hefjast þeir kl.
14.00.
Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og er aðgangur ókeypis og öllum heimill.
Frá æfingu hjá Leikfélagi Mennta-
skólans á Akurcyri
Lúðrasveit Tónmenntaskóia Reykjavikur.
Kór og hljómsveit Tónlistarskólans i Reyjavik á æfingu.
í dag verða tónleikar í
Háteigskirkju og hefjast þeir
kl. 17.00.
Kór og hljómsveit Tónlist-
arskólans í Reykjavík flytja
„Requiem" eftir Max Reger og
„Laudate Dominum" eftir nú-
tímatónskáldið Twardowski.
Stjórnandi er Marteinn H.
Friðriksson. Einnig munu
nemendur úr Tónmenntar-
Kirkjukór Logmannshlíðarkirkju:
Tónmenntaskóli Reykjavíkur:
Kammersveit Reykjavíkur:
Heldur fjölbreytta tón-
leika í Akureyrarkirkju
ANNAÐ kvöld heldur Kirkjukór
Lögmannshliðarkirkju tónleika i
Akureyrarkirkju og hefjast þeir
kl. 20.30. Stjórnandi er Áskeli
Jónsson, sem hefir stýrt kórnum i
35 ár og verið organisti Lög-
mannshliðarkirkju jafnlengi.
Einsöngvarar verða Eiríkur
Stefánsson, bassi, Helga Alfreðs-
dóttir, sópran, og Þórarinn Hall-
dórsson, tenór. Með kórnum kem-
ur fram 15 manna strengjasveit úr
Tónlistarskóla Akureyrar, að
mestu skipuð ungum hljóðfæra-
leikurum.
Hjónin Inga Rós Ingólfsdóttir
og Hörður Áskelsson, sem nú eru
að ljúka tónlistarnámi í Diissel-
dorf í Þýskalandi, munu koma
fram á tónleikunum og leika
samleik á selló og orgel. Verkin
sem þau flytja eru Sónata nr. 6
eftir Antonio Vivaldi og Sjö lög
fyrir selló og orgel eftir César
Franck.
Á efnisskrá kórsins er ýmisleg
erlend og innlend kirkjutónlist,
þar á meðal lag eftir söngstjór-
Háteigskirkja:
ann, Áskel Jónsson. Aðalviðfangs-
efnið verður Messa nr. 2 í G-dúr
eftir Franz Schubert. í því verki
leikur Hörður Áskelsson á orgel
með kórnum ásamt strengjasveit-
inni.
Tónleikarnir verða ekki endur-
teknir á Akureyri.
Tónleikar kórs og hljóm-
sveitar Tónlistarskólans
Þjóðleikhúsið:
kennaradeild stjórna lögum
eftir Pepping og Distler.
Leikfélag Mennta-
skólans á Akureyri:
„Er á meðan er*‘
eftir Rúnar
Vilhjálmsson
ANNAÐ kvöld frumsýnir Leikfélag
Menntaskólans á Akureyri banda-
ríska gamanleikritið „Er á meðan
er“ eftir þá Kaufman og Hart, og
hefst sýningin kl. 20.30 i Samkomu-
húsinu á Akureyri. Leikstjóri cr
Guðrún Alfreðsdóttir.
„Er á meðan er“ er frægt gaman-
leikrit og hefur hvarvetna hlotið
góða dóma. í leikritinu gefa höfund-
ar mynd af bandarísku þjóðlífi í
kreppunni á gamansaman en þó
raunsæjan hátt.
„Dags hríðar spor44
í allra síðasta sinn
Kl. 15.00 f dag verður allra
síðasta sýningin á leikritinu
Dags hriðar spor i Þjóðleikhús-
inu.
Verkið samdi Valgarður Eg-
ilsson, en Brynja Benediktsdóttir
og Erlingur Gíslason leikstýrðu
og leikmynd er eftir Sigurjón
Jóhannsson. — Ein breyting hef-
ur orðið á hlutverkaskipan. Jó-
hanna Norðfjörð tekur við hlut-
verki prófessors Þjóðlaugar úr
höndum Herdísar Þorvaldsdótt-
ur. — Annars eru aðalhlutverkin
i höndum Rúriks Haraldssonar,
Þóris Steingrímssonar, Árna
Blandon, Guðbjargar Þorbjarn-
ardóttur, Helga Skúlasonar,
Helgu Bachmann, Helga Skúla-
sonar og Sigurðar Sigurjónsson-
ar.
Ein aukasýning
á „Líkamanum“
Á sunnudagskvöldið kl. 20.30
verður aukasýning á leikriti Jam-
es Saunders, Líkaminn — annað
ekki. Síðasta sýning var sl.
fimmtudagskvöld og þá var upp-
selt. Ekki er hægt að gera ráð
fyrir fleiri sýningum, þar eð nýtt
verk verður frumsýnt á Litla
sviðinu hinn 7. apríl nk.
Það hefur verið samdóma álit
þeirra sem um þessa sýningu
hafa fjallað að fágaðri leik og
trúverðugri túlkun sé vart að
finna.