Morgunblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981 37 Bjarni V. Magnússon, Sameinuðum framleiðendum: Hefur skreiðarfram- leiðslan verið stöðvuð? (innlima í sig) allan Eyjafjörð að Akureyri, Siglufjörð og Húsavík meðtöldum. Því að á landsvæði því, sem Rússar tóku af Finnum á Kirjalaeiðinu í stríðslok, var Vi- borg, næststærsta borg Finnlands, sem var gömul menningar-, versl- unar- og iðnaðarmiðstöð og auk þess stór hafnarborg. Auk hennar voru á svæðinu tvær smærri borgir, Kákisalmi og Sortavala. En sveitirnar kringum þær voru oft kallaðar „kornhlaða" Finn- lands, því að þar var hinn frjós- amasti jarðvegur og veðráttan nálægt Ladoga-vatninu var mild og svipuð og veðráttan í Miðjarð- arhafslöndum. Að stríðslokum var allt þetta svæði tæmt og íbúarnir fluttir innar í Finnland, þar sem þeir urðu að byrja lífið að nýju. — I staðinn fyrir þetta svæði höfðu Rússar boðið okkur Finnum stórt landsvæði norðarlega á landa- mærunum, en hvað gæði snertir, var þetta í sama flokki og Hornstrandir í viðmiðun við Eyja- fjörð. Þessu tilboði höfnuðum við Finnar og byrjuðu Rússar þess vegna árásarstríð á móti okkur. En samúðaryfirlýsingar með okkur dæmdi Einar Olgeirsson eingöngu sem „Finnagaldur". Annað gildir um kröfur Banda- ríkjanna (bls. 248): „En við megum sannarlega vel gæta til, að ekki verði þetta (þ.e. Keflavíkursamn- ingurinn) upphaf að því, að við fyrst framlengjum samninginn og göngum svo stórveldinu á hönd smátt og smátt og missum sjálf- stæði okkar ...“, segir Einar. En það var einmitt það, sem finnskir ráðamenn óttuðust líka. Enda hafa þeir nú gott dæmi nálægt sér — í Eystrasaltslöndunum, þar sem t.d. Eistlendingar, náfrændur okkar, einu sinni áttu sjálfstætt ríki. Virðist svo sem Bandaríkja- menn hafi samt ekki verið jafn- frekir og fylgismenn Stalíns, sem Einar er að dást svo mikið að, því að ennþá hefur ísland sjálfstæði sitt og í landinu ríkir fullkomið málfrelsi. Endurminningum Einars lýkur á fallegan hátt: Þar er máluð mynd af framtíðarsamfélaginu í kommúnískum anda (bls. 366): „ðrlög okkar íslendinga eru komin undir því, hvort stjórnmálin ... helgast og hefjast í hærra veldi af hugsjónabaráttunni fyrir mann- gildi og frelsi, fyrir þjóðfélagi bræðralags, þar sem maðurinn að lokum er orðinn frjáls af valdi auðsins, af valdi ríkisins, af and- legum fjötrum átrúnaðargoða: mannfélagi sósíalismans á sínu æðra stigi, kommúnismanum." Nú virðist vera þannig, að ég hefi hingað til lifað í sjálfsblekk- ingu, því að ég hefi alltaf trúað, að Einar hafi haft sínar fyrirmyndir í Sovétríkjunum og að æðsta stig sósíalismans, nefnilega kommún- ismi, sé þar alls ráðandi. En af lýsingu þessari að dæma, eru þeir ekki nálægt kommúnismanum þar í landi, því að aldrei hefi ég heyrt, að nokkur maður væri þar frjáls. Né heldur, að alþýðan væri þar ekki arðrænd. Samkv. kenningum Einars arðræna kapitalistar al- þýðuna hér í vestrænum löndum. En eftir því, sem ég hefi heyrt, er það ríkisvaldið, sem arðrænir al- þýðuna í hinum löndunum. Gerir það nokkurn mun fyrir alþýðuna sjálfa? Sannleikurinn er bara sá, að við, sem erum arðrænd af kapitalistum, höfum miklu betri lífskjör en þeir, sem ríkið arðræn- ir. Eða kannski er þetta arðrán þeirra fyrir austan bara notað sem baráttutæki móti kapitalism- anum? Mér dettur nefnilega í hug orð gamals vinnufélaga míns, sem fór alltaf austur í maíbyrjun til að halda upp á dag verkalýðsins á Rauða torginu. Þegar ég sagði honum eitthvað um það, hvernig lífskjörin nú væru þar samt miklu lakari, svaraði hann á þessa leið: „Veistu, að stjórnmálaleiðtogar í Sovétríkjunum hafa það miklu flottara en t.d. forseti Bandaríkj- anna? Þú ættir bara að sjá höllina, sem Brezhnév á heima í.“ Þá varð mér auðvitað spurn, hvort þetta væri bræðralag og réttlæti, að sumir fáir hefðu það flott, meðan venjulegan Moskvubúa vantaði jafnvel brauð? En þessi náungi hafði svarið alltaf tilbúið: „Við verðum að hefja baráttu móti kapitalismanum með hans eigin vopnum." Svo ætla ég að ljúka þessum hugleiðingum með orðum Einars Olgeirssonar sjálfs (bls. 310): „Blekkingin á sér engin takmörk." Að undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um hinn mikla hagnað, er þjóðhagsstofnunin taldi vera í skreiðarverkun. Að vísu voru tölur hennar mið- aðar við stöðuna í skreiðarverkun- inni eftir gengisfellingu krónunn- ar um áramótin og áður en ný hráefnisverð eða aðrir nýir kostn- aðarliðir voru tilkomnir. Hér var því aldrei um raunverulegan hagnað að ræða, heldur aðeins tímabundið reikningsdæmi, er gæfi til kynna greiðslugetu skreið- arverkunarinnar á þessu gefna augnabliki. Fjölmiðlar hentu á lofti fréttina um þennan mikla hagnað, en gleymdu forsendunum og básún- uðu hann um heimsbyggðina. Skreiðarkaupendum líklega til viðvörunar og erlendum fiski- framleiðendum til upplýsingar og eftirbreytni. Og vegna þessara útreikninga var skreiðarverkunin látin taka á sig flestar og mestu hækkanirnar á samningunum um hráefnisverðið á yfirstandandi vertíð. Vegna þessara upplýsinga var og ákveðið að hækka útflutn- ingsgjöldin á skreið úr 5,5% í 10%. Af sömu ástæðum var sam- þykkt í stjórn Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins, gegn atkvæðum fulltrúa framleiðenda, að af út- flutningstekjum skreiðarinnar skyldi tekið í Verðjöfnunarsjóð. Hér hafa miklar álögur verið lagðar á framleiðslugrein, sem fyrir tæpu ári síðan, var varla talin hæf til þess að fá afurðalán. Lauslegar áætlanir um hækkan- ir á hráefni til skreiðarverkunar frá marz 1980 til marz 1981 eru: Þorskur rúm 55%, ufsi rúm 50%, ýsa rúm 64%, keila rúm 100% og blálanga rúm 108%. Aukin útflutningsgjöld geta kostað skreiðarverkunina 1 ¥z —2 milljarða g.kr. og greiðslur í verðjöfnunarsjóð eitthvað aðeins minna. Augljóst er af stærð þessara talna, að það getur alveg ráðið afkomu skreiðarverkunarinnar, á hverju þær séu byggðar, þ.e. hvort reikningar Þjóðhagsstofnunarinn- ar séu réttir eða ekki. Það er því næsta eðliegt að við auknar álögur á skreiðarverkun- ina, þá sé aukinni athygli beint að tölum fyrrnefndrar stofnunar. Og við nánari athugun kemur þar ýmislegt fram, sem þarfnast nán- ari skýringa. Verða helstu atriðin nefnd hér. 1. I reikningum stofnunarinnar er reiknað með 3'/2 mánuði frá því að skreiðin er hengd upp, þar til hún hefur verið seld og greidd, enda þótt áratuga reynsla sýni, að útilokað sé að vinna slíka vöru á skemmri tíma en 6—9 mánuðum, þegar vel gengur, en oft og tíðum mun lengur en það. Afurðalána- vextir eru því mjög vanreiknaðir, er að sjálfsögðu hækkar áætlaðan hagnað. 2. Aætlaður hráefniskostnaður virðist of lágt reiknaður og þar að auki eru skreiðarvinnslu færðar til tekna auka tekjur, sem tilheyra öðrum vinnslugreinum. Þessar óraunverulegu tekjur eru síðan látnar koma til frádráttar á hrá- efniskostnaðinum. 3. Sá mínútu-fjöldi, sem ætlaður hefur verið til framleiðslu á einu kílói af skreið hefur verið skorinn niður um 38,45% enda þótt ekki sé kunnugt um neina þá breytingu í skreiðarvinnslunni, er réttlæti það. 4. Einnig hefur aksturstími við skreiðarvinnslu verið styttur um 42,86% enda þótt ekki sé vitað til þess að vegalengdir frá vinnslu- stöðvum út á hjalla hafi styst nema síður sé, þar sem tilhneig- ingin er að færa hjallana lengra og lengra út fyrir byggðina. 5. Olíu og rafmagnskostnaðun. er talinn lægri 1981 heldur en 1976 þrátt fyrir 800% hækkun á olíu og yfir 500% hækkun á rafmagni. 6. Lítið sem ekkert er tekið tillit til hinnar gífurlegu nýbyggingar á hjöllum. Enginn vaxtakostnaður er reiknaður, engar afskriftir eða viðhald. 7. Vaxtakostnaður af fjármagni í húsum og vélum er enginn, við- hald og afskriftir mjög lágar. Raunverulega eru útreikningar Þjóðhagsstofnunar þannig gerðir, að ef frystihús sem þurrkar hausa af því hráefni, sem fer til fryst- ingar eða saltverkandi þurrkar hausana af sínu hráefni, þá koma tekjur af þessari verkun til lækk- unar á hráefniskostnaði skreiðar- framleiðandans þó að engin tengsl þyrftu að vera á milli þessara aðila. Jafnvel ef aðili eins og Þörungaverksmiðjan að Reykhól- um, sem er einn stærsti framleið- andi á þurrkuðum hausum kaupir hausa til þurrkunár af frystihús- um eða saltfiskverkendum, þá koma allar tekjur þessa fyrirtækis til lækkunar á hráefniskostnaði skreiðarverkenda. Eins og sjá má af ofanskráðu, þá er ýmislegt næsta furðulegt í reikningum Þjóðhagsstofnunar og því full ástæða til þess að óska eftir frestun á ákvörðun nýrra útflutningsgjalda og ennfremur að viðmiðunarverð skreiðarfram- leiðslunnar verði dregin til baka, þangað til ofangreindir útreikn- ingar hafa verið endurskoðaðir. byðurengjnn annar IB~lán Kynntu bér kostina sembjóðast DæmL um nokkravalkosti af mörgum. SPARNAÐAR TÍMABIL DÆMI UM MANAÐARLEGA INNBORGUN SPARNADUR í LOK TÍMABILS IÐNAÐARBANKINN LÁNAR þer RÁÐSTOFUNAR- FÉ MEÐ VÖXTUM MÁNADARLEG ENDURGREIÐSLA ENDURGR. TÍMABIL 3 . man. 700.00 1.000.00 1.500.00 2.000.00 2.100.00 3.000.00 4.500.00 6.000.00 2.100.00 3.000.00 4.500.00 6.000.00 4.277.50 6.130.00 9.192.50 12.260.00 741.60 1.059.40 1.589.10 2.118.80 3 . man. 5 . man. 600.00 1.000.00 1.500.00 2.000.00 3.000.00 5.000.00 7.500.00 10.000.00 3.000.00 5.000.00 7.500.00 10.000.00 6.217.50 10.362.50 15.541.25 20.725.00 653.95 1.089.95 1.634.95 2.179.90 5 . man. 9 . man. 800.00 1.000.00 1.500.00 2.000.00 7.200.00 9.000.00 13.500.00 18.000.00 7.200.00 9.000.00 13.500.00 18.000.00 15.638.00 19.177.50 28.763.75 38.355.00 922.21 1.152.75 1.729.15 2.306.10 9 . man. HÆKKUN í FLOKKUM. VERÐTRYGGING EF ÞÚ VILT Hæsta innborgun á mánuöi er nú 2000 krónur. Stysta innborgunartímabil er 3 mánuðir. Að öðru leyti velur þú bæði innborgunarupphæð og lengd innborgunartímabils. Allt eftir þinum eigin þörfum. Svo höfum við stofnað nýjan lánaflokk: Verðtryggð IB-lán. Þau eru fyrir þá sem verðtryggja vilja innborgun sína, sem og lánið. Þau gilda fyrir sparnað í lengri tíma. Þá bætist verðtrygging við í hverjum mánuði. Þannig hefur þú til ráðstöfunarað loknu innborgunartímabili: Sparnað þinn + verðbætur + vexti og IB-lán. Samtals geta þetta orðið verulegar upphæðir. Athugaðu að þú mátt hækka innborganir og lengja sparnaðartíma. Einnig getur þú geymt þér réttinn til lántöku. Allt eftir efnum og ástæðum. Því segjum við aftur: Það býður enginn annar IB-lán. BanMþeiira sem hyggja aó fmmtiðinni Iðnaðarbankinn Akureyri: Glerárgata 7 Reykjavík: Hafnarfjörður: Strandgata 1 Dalbraut 1, Drafnarfell 14-16 Selfoss: Austurvegur 38 Háaleitisbraut 58-60, Lækjargata 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.