Morgunblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981
25
Plnrfw Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö.
Tollkrít
Það greiðslufyrirkomulag á aðflutningsgjöldum innflutts varn-
ings, sem hérlendis gengur undir nafninu tollkrít, hefur verið
tekið upp í flestum nágrannalöndum okkar. Að því þykir mikið
hagræði fyrir verzlunina og það hefur leitt til lækkunar á vöruverði,
sem kemur neytendum til góða. Af þessu tilefni skipaði Matthías A.
Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, í aprílmánuði 1977 nefnd
til endurskoðunar á lögum um tollheimtu og tolleftirlit. Nefnd þessi
starfaði í eitt og hálft ár og skilaði áliti og tillögum til
fjármálaráðuneytis 15. ágúst 1988. Hún mælti einróma með því að
hér yrði tekin upp tollkrít. Fjármálaráðherrar, sem síðan hafa setið,
hafa hinsvegar ekki hafst að í málinu þann veg að lyktir hafi
fengist.
Fimm þingmenn, fjórir úr Sjálfstæðisflokki og einn úr Alþýðu-
flokki, fluttu á síðasta þingi (1979/1980) frumvarp til laga um
tollkrit, ásamt tveimur hliðarfrumvörpum. Flutningsmenn vóru:
Matthías Á. Mathiesen, Friðrik Sophusson, Árni Gunnarsson,
Albert Guðmundsson og Sverrir Hermannsson.
Bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra-létu orð falla á þann
veg um frumvarpið á sl. vetri, að skilja mátti sem vilyrði um það, að
ríkisstjórnin myndi láta til skarar skríða í málinu þegar á liðnu
hausti. Því miður stóðst það ekki fremur en svo margt annað.
Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, sagði orðrétt: „En ég sem sagt
ítreka það sem ég hef þegar sagt að ég tel sjálfsagt að þetta mál
verði gaumgæfilega athugað á næstu vikum og undirbúið nú í sumar
(þ.e. sl. sumar) fyrir komandi þing að hausti (þ.e. sl. hausti).“
Ennfremur sagði hann: „Af þessum ástæðum hefi ég dregið þá
ályktun, að hyggilegast myndi vera að taka upp nýtt skipulag af
þessu tagi fremur á síðari hluta árs en fyrri hluta."
Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, kvað enn sterkara að orði.
Hann sagði: „Greiðslufrestur á tollum eða tollkrít, eins og það er
kallað, gæti haft marga kosti, svo sem minnkun geymslukostnaðar
og vaxtakostnaðar. Það ætti að hafa áhrif til lækkunar á vöruverði."
Hann vitnaði ennfremur til þess að í stjórnarsáttmála væru ákvæði
um „að greiða fyrir hagkvæmum innkaupum til lækkunar á
vöruverði". Hann ítrekaði og fyrirheit fjármálaráðherra, þessefnis,
að málið yrði lagt fyrir Alþingi á sl. hausti og sagði orðrétt: „Að
lokinni nákvæmri athugun á því, hvernig bezt verði að þessu málum
staðið til þess að forðast neikvæðar hliðarverkanir, ætti málið að
liggja ljóst fyrir þegar þing kemur saman að nýju í haust", það er á
sl. hausti.
Haustið kom en ekki bólaði á neinu varðandi tollkrít frá
ríkisstjórninni, hvorki frá forsætisráðherra né fjármálaráðherra.
Nú er verulega liðið á þingtímann en ekki hefur heyrzt hósti eða
stuna frá stjórnarliðum þetta mál varðandi. Þegar sýnt þótti að
framtak ríkisstjórnarinnar á þessum vettvangi yrði með svipuðum
hætti og öðrum, réðust þeir þingmenn, sem fluttu tollkrítarfrum-
varpið á síðasta þingi, í endurflutning þess, m.a. til þess að gefa
ráðherrum kost á að standa við stóru orðin um „greiðslufrest á
tollum og einföldun á tollameðferð" til að „stuðla að hagkvæmum
innkaupum og lækkun á vöruverði", eins og ummæli þeirra sjálfra
féllu, er mál þetta var til umfjöllunar í þinginu á sl. ári.
Albert Guðmundsson minnti á það, er mál þetta kom til
umfjöllunar, að gegn því væru notaðar sömu efasemdir og gegn
tollvörugeymslunni, þegar tillögur um hana vóru fyrst settar fram,
þ.e. að ríkissjóður gæti orðið fyrir tekjumissi. Hið gagnstæða hefði
komið í ljós. Ríkissjóður hefur haft auknar tekjur af tilvist
tollvörugeymslunnar, sagði hann, auk þess öryggis sem hún hefur
fyrir allan almenning, að til skuli í landinu birgðir sem nema
milljörðum gamalkróna að verðmæti, að verulegum hluta á kostnað
erlendra framleiðenda og seljenda.
Verzlunarráð íslands hefur sent fjármálaráðherra og tollstjóran-
um í Reykjavík samþyyctir viðskiptaþings, sem haldið var 1979,
varðandi gjaldfrest á aðflutningsgjöldum, hvern veg skuli að málum
staðið við undirbúning og framkvæmd. Hér er ekki rúm til að rekja
þær ábendingar að sinni. Rétt er þó að undirstrika að aðflutnings-
gjöld eru einu óbeinu skattarnir, sem koma fram í vöruverði til
almennings, og sem innheimtir eru áður en sala vörunnar fer fram.
Vörugjald, söluskattur og aðstöðugjald, sem einnig eru verðþættir
stjórnvalda, þ.e. skattheimtu, í verðlagi vöru og þjónustu til
neytenda, greiðast ekki fyrr en verzlunin, sem er lögskipaður en
ólaunaður innheimtuaðili ríkissjóðs á þessum almenningssköttum,
hefur selt vöruna, þ.e. innheimt skattinn.
. Stytting geymslutíma og lækkun vaxtakostnaðar, sem af tollkrít
leiðir, lækkar kostnaðarverð vöru til neytenda. Hagsmunir
verzlunar og viðskiptavina fara því saman í þessu efni. Það er meir
en tímabært að gera þá kröfu á hendur ríkisstjórninni, að vilyrði
forsætisráðherra og fjármálaráðherra um lausn þessa máls þegar á
sl. hausti verði efnd fyrir þinglausnir í vor. Betra er seint en ekki.
Það er hægt með því að samþykkja frumvarp fjögurra sjálfstæð-
ismanna og eins jafnaðarmanns um þetta efni, sem nú er til
meðferðar á Alþingi.
Bónusdeilan á Vestfjörðum:
Starísfólkið fer sér hægt við
vinnu og afköst hafa minnkað
Handtök hafa ekki verið hröð við
vinnslu verðmæta úr sjó á Vestfjörð-
um síðustu daga. Starfsfólk frysti-
húsanna vestfirzku hætti bónusvinnu
sl. mánudag, svo sem sagt var frá í
frétt í Mbl. fyrr í vikunni. Þá hefur
starfsfólkið bundist samtökum um að
halda vinnuafköstum í lágmarki og
hafa afköst því víðast minnkað um
meira en helming og má nefna að í
íshúsfélagi ísfirðinga var unnið úr
498 kössum sl. mánudag en í fyrra-
dag aðeins úr 230 kössum. Laun
starfsfólksins hafa einnig, að sögn
viðmælenda Mbl. á ísafirði í gær,
lækkað um helming frá fyrri viku.
Aðgerðir þessar þjóna þeim tilgangi
að knýja á um endurnýjun bónus-
samninga, sem verið hafa lausir í
þrjú ár. Þá er einnig krafa um
breytingu á svonefndum „premiu-
greiðslum“, en þær fara til þeirra er
stunda þjónustustörf við bónuslaun-
að starfsfólk. Fyrirhúgað er að halda
fund með starfsfólki frystihúsanna á
sunnudag og búast menn jafnvel við
að þá verði boðað til allsherjarverk-
falls, ef ekki hefur þá náðst sam-
komulag, en fulltrúar atvinnurek-
enda og Alþýðusambands Vestfjarða
hafa setið fundi í Reykjavík síðari
hluta vikunnar og rætt þessi mál.
Blaðamaður Mbl. ræddi í gær ríð
starfsfólk tveggja frystihúsa á ísa-
firði og einnig við Hans W. Haralds-
son aðstoðarforstjóra í Hraðfrysti-
húsinu Norðurtanga.
Þessir starfsmenn íshússfélags tsfiröinga sóluðu sig í gær fyrir utan húsið, en þeir eru við móttökuna.
• Góð samstaða
Fyrsta hittum við að máli nokkra
hressa stráka fyrir utan íshúsfélag
ísfirðinga. Þeir vinna í móttökunni,
saltfiski og slorinu, eins og þeir
orðuðu það. Þeir sögðu ástandið
hafa verið nokkuð slæmt. Sumir
hefðu haft bónus, aðrir ekki og hefði
það skapað óréttlæti. „Það er ágæt
samstaða hjá fólkinu," sagði einn
þeirra. Aðspurðir sögðu þeir verk-
stjórana segja og gera mest lítið.
„Þeir láta jú augnabrúnirnar síga
og það fýkur stundum í surna."
Strákarnir sögðu að aðgerðirnar
gætu þýtt 50—60 þús. gkr. tap á
viku fyrir þá, en sumir væru á
„premiu" en aðrir á bónus. Þá sögðu
þeir afköstin áberandi minni og
töldu að þeir sem hefðu bónus gætu
tapað allt upp undir helming af
launum, og afköstin væru í sama
hlutfalli. Þeir nefndu sem dæmi að
sl. mánudag hefði verið unnið í
húsinu úr 498 kössum, en á fimmtu-
dag aðeins úr 230. Fjöldi starfs-
manna væri þó hinn sami.
Næst lá leiðin inn í frystihúsið og
tilgangurinn að ræða þar við starfs-
fólk eða a.m.k. að fá að taka
nokkrar myndir. Jón Kristmanns-
son yfirverkstjóri neitaði öllum
beiðnum um slíkt og vildi ekki tjá
sig um málið. Ekki vildi hann
heldur gefa neinar skýringar á
þeirri afstöðu sinni, — sagðist ekki
telja sig þurfa þess.
• Starfsfólkið fer sér hægt
Fyrir utan húsið í lok hádegis-
verðarhlés hittum við Hrönn Reyn-
isdóttur. Hún starfar í aðgerð einn
dag í viku með skólagöngu og sagði
að auðvitað myndu þessar aðgerðir
þýða einhverja lækkun á launum.
Þá sagðist hún hafa frétt að verk-
stjórarnir væru svolítið upptrektir,
en hún sagði starfsfólkið hafa
bundist samtökum um þetta og eftir
því sem hún bezt vissi væri sú
samstaða góð.
Hulda Hafsteinsdóttir kom aðvíf-
andi skömmu síðar og var hún
sammála Hrönn um að samstaðan
um hægari vinnubrögð væri góð.
„Við verðum að gera þetta, ef við
eigum að fá einhverja lagfæringu.
'Hún sagði hálfsdagsvinnu sína gera
um 470 kr. á viku án bónuss, en
bónusinn gæti tvöfaldað þá upphæð.
Þá sagði hún að reynt hefði verið í
upphafi aðgerðanna að afnema
stuttar „pásur" sem ætíð hefðu
verið viðurkenndar hjá konunum,
en þær hefðu ekki látið verkstjór-
ana komast upp með það og tekið
sínar „pásur" hvað sem tautaði og
raulaði.
• Viðkvæmt mál
Frá Ishúsfélaginu lá leiðin niður í
Hraðfrystihúsið Norðurtanga. Hans
W. Haraldsson aðstoðarforstjóri
sagðist lítið vilja tjá sig um málið,
þar sem það væri viðkvæmt á þessu
stigi og óvarleg ummæli gætu eyði-
lagt meira en þau gerðu gagn. Hann
sagði fullvíst að mikið hefði dregið
úr afköstum, en erfitt væri að meta
fjárhagslegt tjón. Hann sagðist
vona, að úr þessu leystist bráðlega,
því vel fiskaðist nú af þorski eftir
langvarandi ótíð og með áframhald-
andi vinnubrögðum sem þessum
gæti komið til þess að afli færi að
liggja undir skemmdum, ef hann
þyrfti að bíða vinnslu.
Hans og Rúnar Guðmundsson,
verkstjóri Norðurtangans, gáfu
blaðamanni samstundis leyfi til að
ganga í gegnum vinnusali og ræða
við starfsfólk. Konurnar í vinnslu-
salnum fóru sér hægt við störf sín
og auðséð var að þar var engin í
kapphlaupi við tímann. Þorskur var
á borðum og konurnar „dunduðu"
nánast við að hreinsa, vikta og
pakka. Soffía Skarphéðinsdóttir,
trúnaðarmaður á vinnustaðnum,
raðaði kössum með rólegum hand-
tökum á pönnu. „Ég segi bara allt
gott,“ sagði hún. „Samstaðan er hér
mjög góð en auðvitað líkar fólki
misvel hin hægu vinnubrögð."
— Hversu mikið telur þú að
afköstin hafi minnkað?
„Alla vega um helming og það
þýðir einnig um helmings lægri
laun.“ Soffía sagði í lokin, að hún
sem aðrir starfsmenn vonaði að mál
þetta gæti leystst hið bráðasta. Þá
sagði hún að ef þessar aðgerðir
nægðu ekki til þess að ná fram
lagfæringu yrði líklega að grípa til
annarra ráða. Hvort gripið yrði til
verkfallsvopnsins sagðist hún ekki
vita, en upplýsti að segja yrði upp
samningum með mánaðar fyrir-
vara, þannig að slíkt yrði vart á
næstunni.
• Skapbetri
„Auðvitað verðum við að standa
saman, þó svo að við séum misjafn-
lega stödd í þessu máli,“ sagði
Gunnhildur Höskuldsdóttir, en
hana hittum við síðasta að máli í
Norðurtanganum. Gunnhildur sagði
að óánægja væri með bónuskerfið
að því leyti að ekki væri tekið tillit
til hráefnisins. Hráefnið er viktað
til okkar fyrir vinnslu og miðast
bónusinn við það. Það er síðan mjög
misjafnt hversu mikið skerst úr af
beinum og þvílíku. Það fer allt eftir
tegundunum. Þetta viljum við m.a.
láta lagfæra,“ sagði hún.
Konurnar í salnum gáfu sér tíma
til að líta upp og brosa, er blaða-
maður gekk út og einn starfsmaður
skaut því að honum lágum rómi, að
konurnar væru mun rólegri „og
jafnvel skapbetri", eins og hann
orðaði það, eftir að þær hættu í
bónusnum.
F.P.
Jón Kristmannsson
yfirverk8tjóri
Hrönn Reynisdóttir
Huida Hafsteinsdóttir
Hans W. Haraldsson að-
stoðarforstjóri Norður-
tangans
Soffia Skarphéðinsdótt-
ir trúnaðarmaður i
Norðurtanganum
Gunnhildur Höskulds-
dóttir
Ljósmynd Mhl. Kristján
Auto 81 opnuð að viðstöddu miklu f jölmenni:
MikiU fjöldi bíla, sem
ekki haf a sézt hér
Saab Turbo vakti nokkra athygli sýningargesta.
AUTO ’81, Alþjóðlega bilasýn-
ingin, í Sýningarhöllinni að
Bíldshöfða. var opnuð i gær, að
viðstöddu fjölmenni. Þórir
Jónsson, formaður Bílgreina-
sambandsins, sem hefur veg og
vanda af sýningunni, ávarpaði
gesti og siðan setti Steingrímur
Hermannsson, samgönguráð-
herra og verndari sýningarinn-
ar, sýninguna.
Liðlega 40 aðilar sýna á Auto
’81, þar af 20 bílaumboð, sem
sýna liðlega 150 bíla. Innan húss
eru 120 bílar og sýningarbásar
með ýmis konar aukahlutum,
sem á einn eða annan máta
tengjast bílum. Aðeins eitt bíla-
umboð taldi sér ekki fært að
vera með að þessu sinni, en það
er Ræsir hf., sem hefur umboð
fyrir hina þekktu Mercedes
Benz-bíla.
Hafsteinn Hauksson, fram-
kvæmdastjóri sýningarinnar,
sagði á fundi með blaðamönnum
í gær, að það sem kannski
einkenndi þessa sýningu öðru
fremur, væri mikill fjöldi nýrra
bíla, sem ekki hafa sézt hér áður,
og svo hins vegar þær litlu
útlitsbreytingar, sem væru á
fjöldanum. — „Hér á árum áður
mátti segja, að bílar gjörbreytt-
ust milli ára, en það er greini-
lega liðin tíð,“ sagði Hafsteinn.
Auk þeirra bíla, sem bílaum-
boðin sýna á sýningunni, eru
þrír mjög sérstakir bílar, sem
gestum gefst tækifæri að berja
augum, en það eru tveir Rolls
Royce-bílar, annar nýr frá verk-
smiðju og hinn fenginn að láni
frá Danmörku. Sá sem lánar
bílinn frá Danmörku er Lars
Bang, danskur bílasali og bíla-
safnari. Hann lánar ennfremur
til sýningarinnar frægan sport-
bíl af Lamborghini-gerð. —
Lambourghiniinn kostar frá
verksmiðju litlar 170 milljónir
gkróna, en þar með er ekki öll
sagan sögð. Skýrt var frá því í
Mbl. í gærdag, að fyrri Rollsinn,
sem er af Corniche-gerð, kosti
litlar 282 milljónir gkróna frá
verksmiðju og hann er reyndar
til sölu. Rolls Royce-inn, sem
Lars Bang lánar hingað, að vísu
notaðan, kostar frá verksmiðju
eitthvað langleiðina í 400 millj-
ónir gkróna.
Annars má segja, að það sem
vekji mesta athygli við skoðun
sýningarinnar, sé það að bíla-
umboðin eru með bíla nánast
einvörðungu fyrir hinn almenna
kaupanda. Á fyrri sýningum
hefur yfirleitt verið fjöldi bíla af
dýrum gerðum, sem hafa átt að
draga að, en ekki endilega átt að
seljast. Sem dæmi um nýja bíla,
sem ekki hafa sézt hér á götum
áður má nefna nýjan Passat frá
Volkswagen, nýja Cressidu frá
Toyota, Escort frá Ford, BMW
318i frá BMW, Mercury Linx,
Ford Granada frá Ford, Aro-
fólksbíla, Datsun 280 Z, sport-
bíll, Daihatsu Electric, raf-
magnsbíl frá Daihatsu, Opel
Kadett, Honda Quintet, Talbot
Solara, Talbot Tagora, Isuzu-
fólksbifreiðir og pickup-bíla og
Fiat Panda svo einhverjir séu
nefndir.
Sýnendur borga 4500 krónur í
leigu fyrir hvern bíl og er þar um
töluvert mikla hækkun að ræða
frá 1978, þegar síðast var hér
sýning.
Hafsteinn Hauksson, fram-
kvæmdastjóri sýningarinnar,
sagði að ástæðan fyrir þessari
miklu hækkun væri sú, að það
hefði verið álit manna, að æski-
legt væri að halda miðaverði
niðri eins og hægt væri, og
sýnendur borguðu þess meira.
Hann sagði ennfremur, að allir
hefðu tekið þessu vel.
Fyrir fullorðna kostar 35
krónur inn, en þar er innifalin
sýningarskrá. Fyrir börn kostar
15 krónur inn. Meðan á sýning-
unni stendur verður efnt til ýmis
konar skemmtiatriða og tízku-
sýningar verða.
Þegar síðast var haldin sýning
hér á landi 1978 sóttu hana milli
50—60 þúsund manns og sagði
Örn Guðmundsson, skrifstofu-
stjóri Bílgreinasambandsins, að
sýningarstjórnin ætti von á svip-
uðum fjölda gesta. Alls verða um
400 starfsmenn í sambandi við
sýninguna.
Steingrimur Hermannsson, samgönguráðherra, verndari sýningarinnar setur hana að viðstöddu
fjölmenni.