Morgunblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981 13 HELGARVIÐTALIÐ: .. gaman að lifa þegar lækningamáttur jurtanna verður viöurkenndur“ „Ég var aöeins pínulítil þegar hann vaknaöi hjá mér áhuginn á blómum og gröaum og ég tíndi mikiö af þeim í Vatnsmýrinni. Faðir minn, Erlingur Filipusson, var áhugasammur grasasafnari og haföi tröllatrú á lækningamætti íslenskra jurta. Þaö er líka öruggt mál, aö þaö mun koma í Ijós þótt Ásta heitir hún Erlingsdóttir, sem þannig segist frá en um langt skeiö hefur hún safnaö tslenskum jurtum og gert af þelm seyöi, sem mörgum mannlnum hafa hjálpað viö ails kyns kvlllum. Ásta hefur ekki haft hátt um þessa starfsemi sína og vlll lítt flagga meö þaö þó aö góöur árangur hafi náöst meö grösunum enda telur hún sig ekki standa í neinni samkeppni vió læknavísindin í landinu. Hitt vill hún meina, aö læknar og aðrir vísindamenn hafi ekki sem skyldi gefiö nægilegan gaum þeim lækn- ingamætti, sem býr í jurtunum, „en aö því mun koma" eins og hún seglr sjálf. Viö brugöum okkur eitt kvöld til Ástu og manns hennar, Ingimars Lárussonar, í Sigtúni og röbbuöum viö þau stundarkorn. „Ætli ég hafi ekki áhugann á þessu frá honum fööur mínum og móöur minni reyndar líka, en faöir minn vann viö þetta í 50 ár og haföi mikla reynslu. Hann varö háaldraöur maöur, komst á tíræö- isaldur og var ern fram í andlátiö. Hér á árum áður þótti þó mörgum þetta mjög furðulegt, aö vera aö safna grösum, og höföu litla trú á, enda er þaö líka svo. aö fólk vill ekki trúa því aö nokkuð gott geti stafaö af því, sem þaö semsagt gengur á daglega. Ef þaö er ekki framreitt í fallegum umbúðum er þaö einskisvirði í augum margra." — Hvaöa jurtir eru þaö, sem þú sækist helst eftir? „Þær eru nú margar og mismun- andi. Sumar eru saman um góöa eiginleika en svo eru aörar, sem ekki eiga sinn líka og eru þá gjarna notaöar einar sér. Þaö yröi þá líklega seinlegt aö telja upp allar jurtirnar sem aö gagni geta komiö en meöal þeirra eru t.d. ýmsar lyngtegundir, biaðjurtir, rætur og fræ. Annars má líka lesa um þetta í lltlu kveri, sem faðir minn gaf út á sínum tíma um tslenskar lækn- Ingajurtir." — Hvar leitiö þiö helst fanga vlð grasasöfnunina? „Þaö má heita aö víð förum um land allt eftir þeim og jafnvel út t Papey en þar vex sérstök mosa- tegund, sem er ýmsum kostum búin. Þaö er því mikil vinna og meiri en margan grunar aö tína grösin og af sumum þeirra þarf mjög mlkiö, jafnvel nokkra poka. Svo sklptir líka miklu máti hvenær á vaxtatíma jurtanna þær eru teknar, lækningamátturinn fer nokkuö eftir því. Margar þessara jurta vaxa aö vísu hér í næsta nágrenni þannig aö segja má, aö viö séum aö fara yfir bæjarlækinn til að sækja vatn þegar viö leitum jjeirra í öörum landshornum, en viö viljum bara síöar veröi hve mikits Átta Erlingsdóttir Rabbaö viö Ástu Erlings- dóttur um grasalækningar ekki eiga þaö á hættu aö þær séu mengaðar af iönaðarútgangi alls konar, flúor eöa einhverju ööru." — Hvernig er svo unniö úr jurtunum? „Þaó er mikió verk aö vinna úr jurtunum. Fyrst þarf aö þurrka þær vel og síöan eru þær soðnar þegar gert er af þelm seyöi. Mesta vinnan er náttúrulega viö þurrkunina og ef vel ætti að vera þyrfti maöur aö ráöa yfir góðri aóstöóu. Henni er þó ekki til aö dreifa, heldur notum viö hverja sólarglætu, skjótumst út þegar sólín skín en tökum svo saman strax og bliku dregur á loft. Þaö má nefnilega ekkert út af bera meö þurrkunina, annars skemmist allt saman." — Viö hvaóa sjúkdómum gagna jurtirnar best? „Það er af mörgu að taka en nefna má t.d. alls kyns innanmein, ristilsjúkdóma, viö nýrum og jafn- vel magasári." „Já, það má segja sögu af því,“ skaut Ingimar inn í. „Þaö var þannig, aö ég kom á sínum tíma heim af sjúkrahúsi eftir hjartaáfall og var þá meö magasár, sem ég haföi reyndar lyf við. Ég var þó alltaf með þennan svlöa svo aö ég tók inn jurtaseyði, sem er hollt við þessum kvilla, sturtaöi raunar í mig tveimur flöskum, og þaö haföi þau áhrif aö sviöinn hvarf eiginlega meö þaö sama. Síöan drakk ég jurtaseyöió í nokkurn tíma og hef ekki kennt mér meins upp frá því.“ „Ég vil einnig nefna þaö," segir ar jurtir eru megnugar." Ásta, „aö þaö má gera ýmis graBÖismyrsl úr jurtunum og þá hef ég ekki hvað síst í huga bruna- smyrsl, sem hafa reynst afskap- lega vel. Ég get nefnt sem dæmi, aó dótturdóttir mín brenndist illa á öxl, handlegg og allt niður á læri en nú er ekki lengur hægt aó sjá hvorum megin þaö var og það er að þakka smyrslunum, sem viö notuðum. Þaö er því sorglegt, aö ' ekki skuli almennt mega nota þessi smyrsl, sem aö vísu eru ekki búin til á tilraunastofum vísindamanna heldur á þeirri tilraunastofu, sem er náttúran sjálf. Hitt er svo, aö ég hef yflrleitt hliöraö mér hjá því aö nefna einstök dæmi um iækn- ingamátt jurtanna. Sjálf veit ég hvers þær eru megnugar en vil helst láta aöra, þá sem hafa notað þær, dæma fyrir sig.“ — Hefuröu trú á þvt, aö þessi gamli fróöleikur aö gera græöi- smyrsl og hollustute úr grösum eigi eftir aö njóta meiri viröingar í framtíöinni? „Já, ég er sannfærð um þaö, enda hefur afstaöa fóiks til þess- ara hluta breyst mjög á seinni árum, sem sést Itka á því, aó fleiri og fleiri leíta til mín. Ég hef svo tekiö nokkurn þátt í starfi Náttúru- lækningafélagsins og farið meö ungu fólki f grasaleitir og þá reynt aó miöla því af minni þekkingu. Hingað til lands er nefnilega flutt grasate frá útlöndum, sem er auövitaö hreinasti óþarfi því aö vlö höfum hér miklu betri efni og ég er þeirrar skoöunar, aö raunverulega veröi ekki hægt aö tala um nátt- úrulækningahæli hér á íslandi fyrr en vistmönnunum veröi gefinn kostur á aö drekka grasate viö þeim sjúkdómum, sem algengastir eru. Hér áöur fyrr ríktu oft miklir fordómar í garð þeirra, sem feng- ust viö grasalækningar, voru jafn- vel taldir hálfgeröir galdramenn, en nú á síöari árum hafa augu margra veriö aö opnast fyrir þeim undraveróu áhrifum, sem jurtirnar gefa haft, einkum erlendra vísinda- manna, sem hafa verið aö kynna sér lífshætti svokallaöra frum- stæöra þjóöa en sem ( raun búa gjarna yfir miklu meiri þekkingu á leyndardómum náttúrunnar en þeir sem siömenntaöir eiga aö heita. Ég hef nú fengist viö þetta nokkuö lengi og er sem betur fer ekki ein um hituna en ég teldi þaö óbætaniegt tjón ef þessi þekking á lækningamætti íslensku grasanna glataöist, þaö er ótrúlegt hverju hægt er aö koma í verk meö þeim. Já, þaö veröur gaman aö lifa þegar lækningamáttur jurtanna veröur viöurkenndur," sagöi Ásta Erlingsdóttir aö lokum. blöð, sem byggist upp á því að bridgefélögin taka blaðið í um- boðssölu og þannig geta þau einn- ig hagnazt á sölu þess. Því er minna lagt upp úr áskriftum og lausasölu en áður var og vonumst við til að þessi aðferð gefi góða raun.“ Á hverju byggist efni blaðsins helzt? „Efnið er nokkuð hefðbundið, það eru greinar um mót, innlend og þau erlend, sem Islendingar hafa tekið þátt í, greinar frá bridgefélögum úti á landi, ýmis konar spilaþrautir, sagnakeppni, alþjóðlegir fréttapunktar og fræðsla, bæði í sögnum og úrspili, auk ýmis konar verðlaunaþrauta. Við reynum sem sagt að hafa efnið sem fjölbreytilegast og við allra hæfi, bæði byrjenda og þeirra, sem lengra eru komnir." BRIDGE SPILARINN 2 2 FORStTl . n.sJ. 4» Hlk\NI\\ I9W WmSm . HNIlXil l f.l \(.l \Kl NF\N \H 2 Voruð þið ekkert hræddir við að ráðast í þetta? „Bæði og, það er verulega gam- an að fást við þetta, við vinnum allt sjálfir og því er þetta tíma- frekt, auk þess sem við erum allir á kafi í spilamennskunni. Þetta hefur gengið vel enn sem komið er, 2 biöð hafa þegar litið dagsins ljós og ætlunin er að það 3ja komi út fyrir vorið. Þá sjáum við hvernig málin standa og getum ákveðið framhaldið. Það er ekki ætlunin að gefa blaðið út á sumrin, því þá liggur starfsemi bridgefélaganna niðri, en á þeim byggist blaðið að mestu leyti. Ef í ljós kemur að við höfum upp í kostnað munum við halda þessu ótrauðir áfram, en ekki spillti nú fyrir, ef þetta gengi með svolitlum afgangi fyrir vinnu okkar," sagði Guðmundur að lok- am. Siníóníutónleikar Efnisskrá: Brahms: Akademiski forleikur- inn Bartok: Pianókonsert nr. 2 Beethoven: Þriðja sinfónían Einleikari: David Lively Stjórnandi: Gilbert Levine Er Akademiski forleikurinn var uppfærður, 1881 undir stjórn höfundar, þótti mörgum af virðulegum gestum háskólans í Breslau það allt að því hneyksli að nota söngva, sem aðallega voru sungnir á bjórstofum, í virðulega konsert-tónsmíð. Fyrir nútímafólk eru flest þessi stef nú týnd, nema Gaudeamus og að heyra lagið í viðhafnarmiklum Tönllsl eftir JÓN ÁSGEIRSSON búningi Brahms í niðurlagi verksins, vekur upp þá hugmynd hvort þeir sem fussuðu yfir verkinu í Breslau fyrir hundrað árum, hafi ekki eftir allt saman haft rétt fyrir sér. Annað verkið á efnisskránni var Píanókonsert nr. 2 eftir Bartok og lék David Lively á píanóið. Lively er „has- ar“ píanisti, kraftmikill og er einnig fínlegur í leik sínum. Það er annars slæmt er svona góðir flytjendur eiga leið um ísland, að ekki skuli vera möguleiki á að heyra meira til þeirra en í flutningi eins verks. Konsertinn eftir Bartok er margslungin tónsmíð og á nokkrum stöðum feikna David Lively áhrifamikill, eins og t.d. í hæga þættinum. Þar áttu pákuleikar- inn Patrekur Naubauer og ein- leikarinn skemmtilegt samspil. Tónleikunum lauk með Þriðju sinfóníu Beethovens, sem er óumdeilanlega eitt af mestu meistaraverkum tónlistarsög- unnar. Hljómsveitin lék í heild nokkuð vel en frá hendi stjórn- andans var eitt og annað ekki nógu vel grundað. Hraðinn í hæga þættinum var of mikill svo að hann var nær alveg rúinn allri alvöru. Þá var og linlega farið með nokkrar áherslur í verkinu. Þriðja sinfónían er ekki aðeins leikur með stef og blæ- brigði, hún er skáldskapur, fjall- ar um hatrömm átök, sorgina sem er sáð í slóð þeirra og fagnaðarlætin, er að síðustu yfirgnæfa allt, ljóð án orða, sem túlka verður svo sterkt, að allir finni merkinguna á sama hátt og í mynd. Undanþáguskilyrð- um er ekki fullnægt - segir SteÍR^rimar Hermannsson, um beiðni Arnarflugs til skráningar 8 Boeing 727-þotna „EFTIR nákvæma athugun komumst við að þeirri niðurstiiðu. að ekki væri heimilt samkvæmt lögum að heimila Arnarflugi þessa skrán- ingu.“ sagði Steingrimur Ilermannsson. samgönguráðherra. i samtali við Mbl. er hann var inntur eftir forsendum fyrir neitun ráðuneytisins á beiðni Arnarflugs um skráningu 8 Boeing 727-þotna fyrir handaríska fiugfélagið American Airlines. en eftirlit átti siðan að fara fram á vélum þessum hér á landi. „Samkvæmt lögunum er síðan gert ráð fyrir almennri undan- þáguheimild til handa ráðherra í svona málum, en þá þarf þremur skilyrðum að vera fullnægt. í fyrsta lagi þarf mikla nauðsyn að bera til að heimila svona skrán- ingu. Ráðuneytinu finnst erfitt að koma auga á það í þessu tilfelli. í öðru lagi skal heimilisfang og staðsetning vélanna vera hér á landi. Þessar vélar myndu ekki falla undir þetta ákvæði. Það hefur að vísu verið breytt út frá þessu ákvæði með Cargolux, og í þriðja lagi verða flugvélarnar að vera í stöðugri notkun og því atriði er því sennilega fullnægt," sagði Steingrímur. Öxarfjörður: Sjaldan gefur á sjó og bændur óttast kal SkinnaNtöðum. Oxarfirði 26. marz. SÍÐASTLIÐINN mánudag lauk hér á norðausturhorninu sjö daga samfelldri stórhríð. hinni lengstu á þessum stormasama vetri. Vegir voru opnaðir daginn eftir og í gær fengu verzlanir nýjar matarbirgðir. Mjólkurlaust var orðið víða og lítið um brauð. Fannkyngi er feikimikið, bæði jafnfallið og samandregið í dyngj- ur og stórskafla. Skógarkjarr er víða alfennt eða hálffennt í kaf, jafnfallin snjór er víðast talinn 1—1% metri. Helztu farartæki eru vélsleðar og stórar dráttarvél- ar. Skafrenningur er oft miki.ll. Víða blæs að vel upp byggðum vegum og eru þeir lengstum bíl- færir, en stuttir ófærukaflar hamla umferð. Lengstu ófærukafl- ar á þjóðleiðinni austur frá Húsa- vík eru Tjörnes, smákafli í Keldu- hverfi og austur-sléttan. Mikil svellalög gerði í stilliblot- um í febrúar. Bændur óttast því kalskemmdir í vor. Sjaldan gefur á sjó í þorpunum og bændur horfa áhyggjufullir á heyforða sinn, ef ekki vorar vel. — Sigurvin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.