Morgunblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981 Tuttutíu félöK og samtök fatlaðra kynna á morgun, sunnudag, málefni fatlaðra. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik ritaði fyrir nokkru ýmsum samtökum fatlaðra og kynnti hugmynd sína um að efna til þessa opna húss i tilefni árs fatlaðra og er aðaláherzla lögð á að félögin kynni starfsemi sína. Ljósm. Emilía Dragnótaveiði í Faxaflóa: Sjómenn senda Al- þingi mótmælaskeyti Auto-Rally ’81 hefst í dag Bifreiðaiþróttaklúbbur Reykjavíkur og Biigreinasam- bands ísiands gangast fyrir auto-rally ’81, dagana 28. og 29. mars, i tengslum við alþjóðiegu bilasýninguna, Auto '81. Keppnisleiðin er 350 kílómetrar og eru eknir 180 km. á laugardag og 170 km. á sunnudag. Lengd sérleiða í keppninni er um 80 km. og er sú lengsta 20 km., en sú stysta 1,5 km. Sextán bílar eru skráðir til leiks. Fyrsti bíll heldur af stað frá Sýningahöllinni kl. 15.00, laugar- daginn 28. mars, og koma bílarnir þangað aftur um kvöldið kl. 20.30. Bílarnir verða einnig ræstir frá Sýningahöllinni á sama tíma dag- inn eftir, sunnudaginn 29. mars, og eru væntanlegir um kvöldið kl. 20.30 eins og fyrri daginn. Þetta er fyrsta rally-keppnin, sem fram fer á þessu ári, en alls eru á keppnisskrá LÍA ’81 sex slíkar. Meðal keppenda eru þeir bræð- ur, Ómar og Jón Ragnarssynir, sem gert hafa garöinn frægan í þessari íþróttagrein. Einnig má nefna þá Hafstein Aðalsteinsson og Ólaf Guðmundsson, sem urðu nr. 2 í Ljóma-rally ’80, sem var fyrsta alþjóðlega rally-keppnin, sem háð var hérlendis, þá eru þeir Bragi Guðmundsson og Ólafur Sigurjónsson, en Bragi varð nr. 3 i fyrrgreindri keppni. Meðal kepp- enda er einnig „Dalabóndinn" örn Ingólfsson, en hann hefur verið manna iðnastur við að mæta til leiks á Trabant-bifreið sinni. SKIPSHAFNIR á um 30 minni bátum frá stöðum víðs vegar við Faxaflóa hafa sent Alþingi skeyti, þar sem þeir mótmæla framkomnu stjórnarfrumvarpi um dragnótaveiðar i Faxaflóa. Dragnótaveiðar voru bannaðar i Flóanum fyrir áratug. en í frum- varpinu er gert ráð fyrir, að leyft verði að veiða 1.000—1.500 tonn í dragnót á ári hverju og nokkrir bátar fái að stunda þessar veiðar. Á morgun, sunnudag, efnir Fé- lag eigenda minni báta í Reykja- Steindór frá Hlöðum selur bókasafn sitt STEINDÓR Steindórsson frá Illöðum hefur nú selt Guð- mundi Axelssyni í Klausturhól- um bókasafn sitt, sem telja mun um 11.000 titla. Þeir elztu munu vera frá því um 1700. Þetta safn er með þeim stærstu og beztu sinnar tegundar i einkaeign á landinu, en í þvi er fjöldi merkra bóka um nátt- úruvisindi, ferðabækur og ljóðabækur. auk ýmissa ann- arra titla. Morgunblaðið hafði tal, bæði af Steindóri og Guðmundi, en þeir vildu sem minnst um málið segja og kaupverð safnsins fékkst ekki uppgefið. vík til fundar á Hótel Esju til að ræða þessi mál. Fundurinn hefst klukkan 14 og framsögumenn verða þeir Valdimar Indriðason, Akranesi, Sæmundur Þórðarson, Vatnsleysuströnd, og Aðalsteinn Sigurðsson, fiskifræðingur. ffiiia: Geir Hallgrimsson Mánudagskvöld 30. marz: Geir Hallgrímsson ræðir utanríkis- og öryggismál Flugmannaráðningarnar: Loftleiðaflugmenn tóku ekki afstöðu „Loftleiðaflugmenn hafa hvorki samþykkt né hafnað tillögu Flug- leiða um ráðningar á Boeing- og Fokker- vélar félagsins," sagði Ingi Olsen, einn stjórnarmanna FLF, í samtali við Mbl. í gær, en hann kvað þessar tillögur unnar á svipaðan hátt og þeir teldu eðli- legt til þess að sanngirni væri gætt við þessar ráðningar, ekki væri óeðlilegt hvernig Flugleiðir stæðu að þessu máli miðað við starfsaldur flugmanna félagsins. Ingi kvaðst ekki gera ráð fyrir að Loftleiðaflugmenn gerðu neina samþykkt um málið, en hann kvað þá vonast til þess að sameigin- Aðalfundur Iðnaðarbank- ans í dag AÐALFUNDUR Iðnaðarbanka ís- lands hf. verður haldinn í dag kl. 2 að Hótel Sögu. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf auk breytinga á samþykktum og reglu- gerð bankans. Hluthafar í Iðnað- arbankanum eru nú 1340 og hluta- fé einn milljarður gkr. legur starfsaldurslisti yrði sam- þykktur. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík, Hvöt, Heimdallur, óðinn og Vörð- ur, efna til almenns fundar um utanrikis- og öryggismál nk. mánudagskvöld, 30. marz i Sjálf- stæðishúsinu, Valhöll, og hefst fundurinn kl. 20.30. Á fundinum mun Geir Hall- grímsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins og formaður utanríkis- málanefndar Alþingis flytja ræðu, sem hann nefnir: „Hverjir hafa lykilaðstöðu í utanríkis- og örygg- ismálum íslands?" Þennan dag, 30. marz 1949, gerðu kommúnistar aösúg að Alþingishúsinu, eins og kunnugt er, og gerðu tilraun ti! að hindra störf Alþingis, sem þá fjallaði um aðild Islands að Atl- antshafsbandalaginu. Að lokinni ræðu Geirs Hall- grímssonar mun hann svara fyrir- spurnum og síðan verða almennar umræður. I fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu hefur borizt frá Sjálfstæðisfélögunum í Reykjavík segir m.a.: „Utanríkismál eru nú í brennidepli almennrar umræðu og menn spyrja, hvort kommúnistar hafi m.a. með neitunarvaldi í ríkisstjórninni náð völdum og áhrifum í öfugu hlutfalli við kjörfylgi þeirra." Jakob Jónas- son rithöfund- ur látinn JAKOB Jónasson rithöfundur lést í gsrmorgun í Landakotsspítala 83 ára að aldri. Jakob var fæddur 26. des. 1897 að Gunnarsstöðum í Bakkafirði, sonur hjónanna Jónasar Jakobssonar bónda þar og Kristínar Jóhannes- dóttur. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hólum, Samvinnu- skólann og loks Kennaraskólann, og var lengst af farkennari með námi. Síðan var hann við verslunarstörf til ársins 1948 að hann gerðist bókari hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og var þar til 1966. Þá vann hann í tvö ár sem handrita- og prófarkalesari hjá Morgunblaðinu. Jakob Jónasson var kunnur rithöf- undur og sendi frá sér allmargar skáldsögur, en auk þess birtust eftir hann greinar í blöðum og tímaritum. Jakob var kvæntur Maríu Jóns- dóttur frá Reykjanesi í Árneshreppi og er hún látin. Minningarat- höf n í dag MINNINGARATHÖFN um sjó- mennina tvo, Albert Ólason og Guðna Guðmundsson, sem drukkn- uðu er þá tók út af Heimaey frá Vestmannaeyjum aðfaranótt 17. febrúar sl., verður haldin í Landa- kirkju í Vestmannaeyjum í dag. Hefst athöfnin kl. 14 og annast hana sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson sóknarprestur. Guðný klár á sjóinn eftir brunann: Missti aðeins 3 róðra umfram aðra báta Ísaíirói, 26. marz. ÚTGERÐARMAÐUR mb. Guðnýjar ÍS sem kviknaði í á dögunum var aldeilis lukku- legur í dag þegar fréttaritari Morgunblaðsins hitti hann að máli við skipshlið. Strax þeg- ar báturinn kom að landi og skemmdir höfðu verið kann- aðar, var byrjað að panta ný tæki í skipið og menn fengnir til að rífa i burtu brunnar innréttingar og ónýt tæki. Nú, tíu dögum seinna, er Guðný tilbúin til róðra og sagðist skipstjórinn reikna með að halda út um miðnættið í nótt. Starfsmenn M. Bern- harðsson hf. sáu um innrétt- ingasmíði í hluta brúar og allt bestikkið ásamt gluggum og gluggabúnaði. Rifið var innan úr káetunni, en hún að öðru leyti látin bíða til vorsins. Vélsmiðir úr Þór hf. og Vél- smiðju Isafjarðar fóru yfir vélar og vélbúnað, sem reynd- ist að mestu leyti í lagi. Skipta þurfti um alla raflögn aftan í skipinu og smíða nýja töflu. Þau verk unnu rafvirkjar frá Pólnum hf. Öll siglingar- og fiskileitartæki voru sett ný. Tæknimenn frá Pólnum og Oddi Friðrikssyni sáu um þá vinnu. Sigurður Sveinsson út- gerðarmaður átti engin orð til að lýsa þeim frábæru vinnu- brögðum sem hann hafði notið undanfarna daga. Taldi hann augljóst að svona skjót og góð vinna næðist ekki nema með samstilltu átaki allra sem að málum hafa unnið. Vegna ógæfta undanfarið verður út- koman sú, að Guðný missir ekki úr nema þrjá róðra um- fram aðra landróðrarbáta héð- an. Úlfar Útgerðarmaðurinn Sigurður Sveinsson hefur ekki farið úr vinnugallanum þessa daga sem unnið hefur verið við viðgerð- irnar. Á myndinni sem tekin var á miðnætti, er hann að kveðja skipstjórann, Jón Pét- ursson. áður en lagt er af stað í fyrsta róðurinn eftir brunann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.