Morgunblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981 Rauðavatnssvæðið ekki tilbúið til bygg- ingar vegna ókannaðs sprungusvæðis TILLÖGUM að skipulagi á austursvæðum í Reykja- vík heíur ekki verið formlega vísað til Skipulags- stofnunar höfuðborgarsvæðisins, sagði Gestur Ólafs- son, forstöðumaður stofnunarinnar, en við höfum samt sent grófa umsögn um þær til Skipulagsstjórnar ríkisins og Borgarskipulags Reykjavíkur. Óg þá einkum greinargerð frá Jóni Jónssyni, jarðfræðingi, um jarðsprungubeltin á svæðinu. Jón Jónsson, jarófræðingur, austan við Reykjavík og Hafn- lengi hefur kannað sprungur á Reykjanesskaga segir svæðið ekki tilbúið undir byggð vegna ókannaðra sprungna. Bendir á, að þegar jarðskjálftar verða, þá verði hreyfingar fyrst og fremst um sprungurnar í berginu, en á milli þeirra séu landblokkir, sem geti hreyfst á ýmsa vegu. Þarna norðan við Rauðavatn sé mikið u'm brot í berginu, sem þarf að vara sig á. Hann bendir á að nota verði sprungukortið, sem hann hefur gert, með gát. Staðreyndin sé sú, að þótt sprungurnar sem þar eru merktar séu vissulega þar, þá sé ekki þar með sagt að þær geti ekki verið fleiri og meira að segja miklar líkur á að þær séu það. Þar sem sé misgengi, þar verði að gera ráð fyrir fleiri sprungum út frá, svo sem glögglega megi sjá á Þingvöll- um. Því þurfi að leita og afmarka nákvæmlega hverja sprungu áður en svæðið er tekið til skipulagningar. Hann telji því Rauðavatnssvæðið alls ekki tilbúið til ákvörðunar um byggingar eins og er. I greinargerð hans um sprungusvæðið austan Reykja- víkur kemur fram að mikið bergsprungubelti með stefnu norðaustur og suðvestur er arfjörð. Til norðurs megi rekja sprungurnar um Elliðavatn, Vatnsendahlíð og Heiðmörk og nyrsta áberandi misgengið sé rétt vestan við Vatnsenda, liggi um austanvert Skyggni, tak- marki Selás að austan en hverfi á kafla vestan Rauða- vatns. Vestasta misgengið sem þekkt er, er semsagt rétt aust- an við Breiðholtsbyggðina. Segir Jón, að líklega sé það framhald þessa misgengis sem liggi um Grafarholt þvert og lindirnar Bullaugu virðist tengdar því. Greinilegt mis- gengi sé um Rauðavatn austan- vert og líklegt að fleiri séu. Sýnist ekki ólíklegt að þar séu grágrýtisblokkir sem snarast hafi til austurs rétt norðan vatnsins milli sprungna í berggrunninum. Ekki er hér hægt að rekja rök hans nánar, en Jón bendir á að nákvæmar mælingar, sem sýnt geti allar hreyfingar á þessum svæðum, séu enn ekki fyrir hendi, og þeirra sé vissulega þörf. Ut frá þeim staðreyndum, sem nú þegar eru þekktar, og hann hefur rakið, sé fyllsta ástæða til að gæta allrar varúðar í sambandi við mannvirkjagerð á sprungusvæðinu austan Reykjavíkur. Nefnir hann það að í sambandi við byggingar bæði í Selási og Breiðholti hafi fundist sprungur, sem án efa tilheyri megin sprungubeltinu. Hvort þar með séu fundnar vestustu sprungurnar sé óvíst. Vanti ekki aðeins nákvæmar mælingar, heldur einnig tíma, þ.e. langtíma reynslu. Einna líklegast sé að hreyfingar verði með tvennum hætti, annars vegar hægfara en hins vegar í rykkjum í sambandi við jarðskjálfta. Þetta sé í sam- ræmi við reynslu frá vestan- verðu Reykjanesi 1967 og síðar. Ef byggð er sett niður, verði það að vera á flekunum milli sprungna, að því er Jón segir. Síst oí djúpt í árinni tekið Dr. Helgi Torfason, jarð- fræðingur, hefur á vegum Orkustofnunar verið að athuga tengsl sprungna og hitasvæða á Suðurlandi, svo og háhita- svæðin og gosvirknina. Er Mbl. ræddi við hann um aðvaranir Jóns Jónsonar, sagði hann þar síst tekið of djúpt í árinni. Ef fylgt væri þessum umræddu sprungum suður um, þá sæist að þær væru hluti af Krísuvík- ursprungusveiminum. En tak- markað væri vitað um hreyf- ingar þarna. Hreyfingar gætu verið á löngu svæði, svo sem reynslan við Kröflu sýndi, þar sem hreyfingar á jarðskorp- unni hefðu orðið allt frá Húsa- vík og norður á Sléttu. Og þótt engin hreyfing hefði orðið við Kröflu síðan 1727, þá hefðu þær hafist aftur nú. Þess vegna væri nauðsynlegt að vita um sprungur áður en byggðahverfi væru skipulögð á svona stað. Kort Jóns Jónssonar, sem sýnir sprungurnar sem liggja austan við Reykjavík og Hafnarf jörð. Stóra vatnið á miðri myndinni er Elliðavatn, en norðan við er Rauðavatn og má greina sprungurnar norður af þvi. En Jón segir, að kortið verði að nota með gát, því þótt þessar aðalsprungur séu þarna vissulega. þá geti þær verið fleiri og meira að segja allar likur á að þær séu það. Sveinn Indriðason: „Bara gigtu — þjóðarsjúkdómur Vanræktasti þáttur heilbrigðismálanna Einkenni gigtar hafa fundist í 40 þúsund ára gömJum beinum frum- manna, þannig að gigt er ekkert nýtt fyrirbæri. En gigtin þykir ekki fréttnæm. Hún er ekki forsíðuefni eða sjónvarpsefni og hún hefur ekki á sér skáldlegan blæ eins og hjartað, en þó er hún algengasta orsök fötlunar. Hér áður fyrr hét það að vera „slæmur í skrokknum" og börn höfðu „vaxtarverki" og við því var ekkert að gera, en nú ættu menn að vita betur. Óhætt mun að fullyrða að 20% þjóðarinnar hafi einkenni um gigtsjúkdóma. Alvarlegastar eru hinar ýmsu tegundir liðagigtar, sem hafa í för með sér þjáningu og örkuml, ef ekkert er að gert. Sá misskilningur er ennþá út- breiddur, að við gigt sé iítið sem ekkert að gera. Læknar telja þó að nú sé hægt að gera aðgerðir á öllum liðum og liðaðgerðir eru taldar arðbærustu aðgerðir sem gerðar eru, en það vantar sjúkra- rúm. A bæklunardeild Landspítala, sem þar er í fararbroddi, eru á biðlista allt að 1000 sjúklingar, sem bíða aðgerða, jafnvei um árabil. Endurhæfing og þjálfun hjáipar flestum liða- og vöðvasjúkum, en á endurhæfingastóðvum eru líka langir biðlistar og þegar fólk kemst að verður árangurinn e.t.v. ekki jafn góður og verið hefði, ef þjálfun hefði fengist þegar hennar var þörf. Gigtin er dýr fyrir þjóðfélagið. Norskar athuganir sýna að 25% fjarvista frá vinnu eru vegna gigt- ar og 20% örorkubóta vegna gigtar. Sama athugun sýndi, að fjárhags- legt tap í launum og sjúkrabótum var um það bil 250 kr. á hvern íbúa landsins. Ef við heimfærum þessar tölur á okkur Islendinga þá kostar gigtin okkur í beinhörðum peningum 55 milljónir króna árlega. Þjáninguna reiknar hinsvegar enginn. Önnur hlið á þessu máli er sú að gigtsjúkir verða sífellt tekjulægri í hlutfalli við heilbrigða, þar sem þeir geta ekki tekið þátt í yfirvinnu- og ákvæðisvinnukapphlaupinu. Stoínun Gigtar- félags íslands Félagar í Gigtsjúkdómafélagi ís- lenskra lækna voru aðalhvatamenn að stofnun Gigtarfélags íslands, en þeirra félag hafði starfað frá 1963. Gigtarfélag Islands var svo stofnað 9. okt. 1976. Formaður þess frá upphafi til 1980 var Guðjón Hólm. Stofnfélagar voru á fimmta hund- rað, en núna eru félagar um 1400. Islendingar voru óvenju seinir að taka við sér í gigtarmálum, því í nágrannalöndum voru þetta þá orðin öflugustu félög sjúkra. Erlent samstarí Gigtarfélag Islands er félagi í Evrópusambandi gigtarfélaga og Alþjóðasambandi gigtarfélaga og frá síðasta ári í Sambandi nor- rænna gigtarfélaga. Fulltrúar fé- lagsins hafa setið þing þessara sambanda og hafa sótt þangað mikinn fróðleik, því starfsemi gigt- arfélaga víða erlendis er vil skipu- lögð og á sér langa sögu. Félag okkar fær frá þessum samböndum tímarit og bæklinga, sem veita mikla fræðslu. Fræðsla um gigt Gigtarfélag Islands hefur frá upphafi haldið fræðslufundi og fengið fólk úr heilbrigðisstéttum til Sveinn Indriðason að flytja erindi á þessum fundum. Þetta hefur mælst vel fyrir. Árið 1979 hófst útgáfa á Tímariti Gigtarfélags íslands. Tímaritið flyt.ur greinar sérfræðinga í heil- brigðismálum og innlendar og er- lendar fréttir af félagsmálum gigtsjúkra. Tímaritið kemur út fjórum sinnum á ári. Aukinnar fræðslu er þörf og mun félagið vinna að því máli. Rannsókn gigtsjúkdóma Þau ánægjulegu tíðindi hafa nú gerst, að Helgi Valdimarsson hefur verið skipaður prófessor í ónæmis- fræði við Háskóla íslands. Helgi Valdimarsson hefur um árabil unnið að ónæmisfræðirannsóknum í Bretlandi og er orðinn vel þekktur meðal vísindamanna á þessu sviði. Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 1980 voru veitt fyrir vísindaafrek í ónæmisfræði og það er álit margra að í ónæmisfræðinni sé helsti vaxtarbroddurinn í læknisfræðinni í dag. Gigtarfélag Islands hefur keypt tvö tæki til þessara rannsókna. Annað er þegar í gangi, en hitt bíður rannsóknarstofu, sem Helgi Valdimarsson mun veita forstöðu. Það bendir margt til þess, að við íslendingar gætum orðið í farar- broddi á þessu sviði. Þar hjálpar okkur fámennið og ættfræðiþekk- ing íslendinga, því vitað er að gigt fylgir ættum. Gigtsjúkdóma- og endurhæfingamiðstöð Gigtarfélag íslands leitar nú að húsnæði fyrir slíka starfsemi. Þar þarf að vera aðstaða til skoðunar og greiningar strax og einkenni gigtsjúkdóma gera vart við sig og síðan þarf meðferð og endurhæfing að fylgja strax að greiningu lok- inni. Rétt meðferð og þjálfun gigtsjúkra fyrir og eftir skurðað- gerðir er talin nauðsynleg, en á það skortir nú þar sem aðstöðu vantar og langir biðlistar á endurhæf- ingastöðvum. Leitarstöð þarf ennfremur að starfrækja til að fyrirbyggja gigtsjúkdóma eftir því sem mögu- legt er. Heilsugæsla og mannréttindi Það hljóta að teljast grundvall- armannréttindi að geta haldið þeirri heilsu sem kostur er. Lækna skortir okkur ekki og þeir eru menntaðir á bestu menntastofnun- um víða um heim og standa jafnfætis því sem best gerist er- lendis, en þeir þurfa vinnuaðstöðu og hana skortir á sviði gigtar- og mörgum fleiri heilbrigðissviðum. Málefni aldrað i eru nátengd gigt, því þegar 20% þjóðarinnar eru alvarlega gigtsjúkir, þá er það miklu hærra hlutfall hjá öldruðum. Athuganir erlendis hafa sýnt að stór hluti gigtsjúkra leitar aldrei læknis og vafalaust á það fremur við um aldraða, því sú trú er ótrúlega útbreidd að við gigt sé ekkert að gera. Þeir sem best þekkja til heil- brigðismála eru margir þeirrar skoðunar að hinn almenni borgari þurfi að taka meiri þátt í sinni eigin heilsugæslu. Það þarf að gerast með fræðslu um heilbrigð- ismál og þátttöku almennings í uppbyggingu heilsugæslu, sem hef- ur orðið útundan í kerfinu. Við Islendingar stærum okkur af því að hér séu allir læsir og skrifandi og því ætti að vera hægt að ná til fólks í sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum. Ríkisfjölmiðlar eiga hinsvegar svo fjárhagslega bágt, að þeir hafa vafalaust ekki efni á að upplýsa fólk eins og skyldi um að halda heilsu. Á sama tíma hellist yfir þjóðina auglýsingaskrum um vannæringarefni, sem við kaupum svo dýru verði, að nægja myndi fyrir mörgum heilbrigðisstofnun- um árlega. Til dæmis um stærð þessa vandamáls er könnun, sem Banda- ríkjamenn gerðu. Þar kom í ljós, að helmingur þjóðarinnar var vah- nærður, en ofalinn á næringar- snauðu góðgæti. Við eigum marga hugsjónar- menn í læknastétt. Þeir hafa gert marga stóra hluti með hjálp al- mennings og nægir þar að nefna Reykjalund og Náttúrulækningafé- lagið. Við, þessir venjulegu borgarar, sem til þeirra leitum um heilsubót, eigum að leggja hönd á plóginn og framkvæma það sem á vantar til að þeir geti unnið sín verk. Gigtsjúkir hafa verið alltof þol- inmóðir og hafa alltof lengi verið aftarlega í biðröðinni í heilbrigð- ismálum. Það er tími til kominn að breyta því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.