Morgunblaðið - 01.05.1981, Page 4

Morgunblaðið - 01.05.1981, Page 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ1981 Stúdentaráð HÍ: Á móti öll- um f jölda- takmörkunum MORGUNBLAÐINU hcfur borizt cftirfarandi frá stúdcntaráði Ilá- skóia íslands: „Á fundi Stúdentaráðs Háskóla Islands, sem var haldinn í gær, 28. apríl, var samþykkt eftirfarandi ályktun: „SHÍ er alfarið á móti öllum fjöldatakmörkunum, hverju nafni sem nær nefnast. Tillaga lækna- deildár um takmörkun fjölda nema upp á 2. ár við töluna 36 hefur aldrei verið rökstudd, svo viðhlítandi sé. Komið hefur fram að tillaga læknadeildar um hækk- aða meðaleinkunn á milli ára, er hugsuð sem ein leið til að tak- marka fjölda nemenda. SHÍ telur ekkert rökstyðja hærri kröfur um námsárangur í læknadeild en í öðrum deildum. Vegna fram kominnar tillögu frá tannlæknadeild um fjöldatak- mörkun, telur SHI að með sam- þykkt hennar væri gróflega brotið á reglugerð Háskóla Islands. Eðli- lega hafa nemendur á 1. ári nú stundað nám í vetur með það fyrir augum að eðlilegar faglegar kröf- ur yrðu gerðar. Samþykkt á til- lögu tannlæknadeildar telst meira frávik á reglugerð að mati SHÍ, en hægt er að þola með stöðu 1. árs nema í huga. SHI ályktar, að þau vandamál er hér um ræðir verði ekki leyst með því að koma á fjöldatakmörk- unum. SHÍ telur að ein ástæða fyrir því hvernig komið er, sé sú fjármálastefna sem yfirvöld hafa fylgt og sá slaki aðbúnaður sem af henni hefur leitt. SHI leggur til að háskólaráð hafi sjálft meira frumkvæði í fjármálum háskólans og fjalli um þau mál á sjálfstæðan hátt en verði ekki sú afgreiðslustofnun, sem það er orðið að í þessum málum." Ný stjórn gullsmiða NÝ STJÓRN var kjörin á aðalfundi Félags íslenzkra gullsmiða nýlega. Ilana skipa: Sigurður G. Steinþórsson, Gull & Silfri, formaður, Lára Magnúsdóttir, skartgripa- verzlun Láru Hafnarf., ritari og Leifur Jónsson, Gullhöllin, gjaldkeri. í frétti frá stjórninni segir að fyrsta verkefnið hafi verið að útvega félaginu samastað, en á tæplega 60 ára ferli félagsins hefur það aldrei átt fastan samastað. Húsnæði það sem félagið hefur nú aðsetur í er að Skólavörustíg 16 í Reykjavík, 4. hæð. Hin nýja stjórn hefur hugs- að sér að hafa opna skrifstofu fyrir almenning alla miðviku- daga frá kl. 18—19, þar sem almenningur getur leitað ráða og upplýsinga. „Verðbólgan hirðir allar launahækkanir jafnvel áður en fólk hefur fengið útborgað“ Rætt við Elínu Ingólfsdóttur — Ég hef unnið hér í rúmlega sex ár og mér finnst að þetta hafi bara gengið mjög vel í vetur. Það hefur verið ansi mikið að gera undanfarið en í vetur var yfirleitt ekki unnið nema frá kl. 8 til 5. Ég vinn við skoðun núna — þ.e. fylgist með því hvernig unnið er á borðunum, sagði Elín Ingólfsdótt- ir skoðunarkona hjá Hraðfrysti- húsi Keflavíkur hf. — Vinna frá kl. 8 til 5 getur gefið talsvert í aðra hönd ef bónusinn er góður en tímakaupið er hins vegar ekki stórt. Það er náttúrulega æskilegast að þurfa ekki að vinna nema átta tíma og ekki eðlilegt að fólk þurfi að vinna allan sólarhringinn til að hafa sæmileg laun. En fólk þarf yfir- leitt að hafa mikið fyrir því ef það ætlar að ná góðum tekjum í fiskiðnaði. Það er líka alltaf hætt við að þessi atvinnugrein verði sveiflukennd — það þarf að sjálf- sögðu að vinna þann afla sem berst á land því það er ekki hægt að geyma hráefnið. Flestar kon- urnar hérna vilja helzt ekki vinna lengur en til fimm. Hvernig finnst þér aðbúnaður starfsfólksins hér hjá fyrirtæk- inu? — Ég hef nú reyndar ekki kynnst því hvernig hann er hjá öðrum frystihúsum en ég sé hér þó ýmislegt sem þyrfti að laga — ég held líka að það sé frekar vilji fyrir því af hálfu fyrirtækisins að það verði gert. En hvað vilt þú segja um framtíð Keflavíkurbæjar? Keflavík er vaxandi bær en ég held að hér vanti meiri atvinnu- uppbyggingu og sérstaklega fjöl- breyttari atvinnuvegi. Hér er til dæmis nær engin vinna fyrir konur nema í fiskiðnaði. Það er samt alls ekki verra að búa hér en annarsstaðar en það yrði áreiðan- lega mikið betra með fjölbreyttari atvinnuvegum. Þá eru dagvistunarmálin hér ekki í nógu góðu lagi og þyrfti að auka barnagæslu. Sú leið var farin að greiða niður barnagæslu hjá dagmömmum til að bæta upp skort á barnaheimilum og það hefur auðvitað verið mikil bót að því, en þessi kjör gilda aðeins fyrir einstæðar mæður, hinar verða að greiða fyrir barnagæslu fullu verði og það er auðvitað fremur dýrt. Heldurðu að fólk sé almennt ánægt með þau kjör sem það hefur? — Nei, því fer fjarri. Það er þó ekki verkalýðsfélögunum að kenna að kjörin eru ekki betri — fólk sýnir hins vegar ekki nærri nógu mikinn áhuga fyrir kjarabarátt- unni. Það virðist líka heldur von- laust að berjast fyrir hærri laun- um — verðbólgan hirðir allar launahækkartir jafnvel áður en fólkið hefur fengið útborgað — og kaupmátturinn stendur í stað. Þegar verðbólgan og skattarnir hjálpast svona við að hirða pen- ingana af fólki er ekki nema von að dæmið komi illa út og fólk sé ekki ánægt með það sem það ber úr býtum. „Verður að passa hvern einasta fiskbita“ í Hraðfrystihúsi Keflavíkur hf. ræddi blaðamaður Mbl. við þær Þórhildi Snæland og Guðbjörgu Einarsdóttur, sem starfa þar sem bónustrúnaðarkonur. Þórhildur býr í Vogum en Guðbjörg í Keflavík og hafa þær báðar starf- að hjá Hraðfrystihúsinu um nokk- urt skeið. — Við fylgjumst með vinnsl- unni hjá konunum, tökum prufur áður en fiskurinn fer inn á borðin og einnig gallaprufur af fisknum sem kemur frá konunum. Það sem við tökum niður er svo sent inn í Rekstrartækni þar sem bónusinn er reiknaður út, sagði Þórhildur. — Það hefur verið unnið hér til kl. 7 að undanförnu og einnig um helgar. Þetta hefur verið svona upp og ofan í vetur en yfirleitt hefur verið sæmilega mikið að gera. — Þær konur sem hafa góðan bónus geta haft prýðileg laun, sagði Guðbjörg. Tímakaupið er mjög lágt en ef bónusinn er góður, þá bætir hann það upp. En það kostar náttúrulega að fólk verður að leggja meira á sig, verður að passa hvern einasta fiskbita í bókstaflegri merkingu. — Það er eiginlega ekki leggj- andi á nokkra manneskju að vera nema hálfan daginn í bónusvinnu, sagði Þórhildur. Það vinnur líka um helmingur kvennanna hér að- eins hálfan daginn og margar vinna hér aðeins að vetrinum. Það hefur sína kosti að vinna hér t.d. Rætt við Guðbjörgu Einars- dóttur og Þórhildi Snæland að því leyti að fólk á auðvelt með dálítið erfiðara þar sem fólk er á að taka sér frí og víkja vinnutíma mánaðakaupi. sínum til. Það vill alltaf verða En hvað viljið þið segja um framtíðina, verður næg atvinna hér í sumar? — Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir miðjan maí en það er ekki nein ástæða til svartsýni held ég, sagði Guðbjörg. — Það er stundum dálítið erfitt fyrir konur að fá vinnu hér í Keflavík yfir sumartímann, en ég hef þó aldrei lent í því að verða atvinnulaus yfir sumarið, sagði Þórhildur. Þá koma skólakrakk- arnir út á vinnumarkaðinn og má segja að hann yfirfyllist. Annars er sárt til þess að hugsa að hér vinna konur sem mæta illa en aðrar eru atvinnulausar sem myndu ef til vill rækja starf sitt betur. Finnst ykkur verkalýðsfélögin vera nógu virk í því að berjast fyrir bættum kjörum verkafólki til handa? — Já, mér finnst það í sjálfu sér, sagði Þórhildur, en samstaðan hjá okkur er hins vegar ekki nógu mikil og mér finnst að fólk skorti áhuga á að berjast fyrir réttindum sínum. Vinnuaðstaðan hér er t.d. léleg og það vantar mikið upp á að hún sé viðunandi. Það kostar auðvitað peninga að laga þetta og það er auðvitað nokkur afsökun, ég held að fyrirtækið hafi áhuga á að laga þetta en það verður varla gert nema við rekum á eftir því. Annars er líka ýmislegt jákvætt sem mætti nefna, t.d. höfum við tiltölulega gott í sambandi við veikindlaun o.fl. Hagnaðurinn af frystihúsinu fer til að greiða tapi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.