Morgunblaðið - 01.05.1981, Page 15

Morgunblaðið - 01.05.1981, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ1981 47 „Skiptir miklu hverjir sitja að völdum“ „I>ad fer ekki á milli mála. að afkoma manna hefur versnað á þessum siöustu og verstu timum, en það fer að sjálfsögðu eftir þvi við hvað er miðað,“ sögðu þrír vélvirkjar sem blaðamaður Mbl. tók tali i álverinu i vikunni, en þeir voru þar að undirbúa að smíða yfir bræðslukerin, loka þeim, eins og oft hefur verið um rætt í fréttum. Enn sem komið er hefur litlum hluta kerjanna verið lokað, en til stendur að loka þeim öllum í sumar, en kerin eru á fjórða hundrað. bremenningarn- ir heita Þorsteinn Guðmundsson, Finnbogi Þórir Jónsson og Dani- el Friðriksson, starfsmenn i svo- kallaðri nýbyggingadeild álvers- ins. „Það virðist skipta miklu máli hverjir eru við völd, blessaður vertu. Nú heyrist varla stuna neins staðar frá, en fyrir nokkrum árum ætlaði allt um koll að keyra þegar gripið var til svipaðra að- gerða og verið er að grípa til í dag, þ.e. skerða kaupið með lögum, með því að taka af mönnum umsamdar vísitöluhækkanir. Það er hins vegar mikið rætt um efnahagsmál, launakjör, kjara- rýrnun, verðbætur, vísitölu og fleira í þeim dúr manna á meðal. Umræða um þessi mál hefur færst í vöxt í fyrirtækjunum upp á síðkastið, því er ekki að neita, og allir eru að sjálfsögðu þeirrar skoðunar að kjörin mættu batna. En viðbrögð manna við aðgerðum af ýmsu tagi, t.d. kaupmáttar- skerðingu, hafa breytst með tím- anum, ætli menn séu ekki orðnir sljóir vegna þessara stöðugu hækkana og breytinga. Úrræðin eru þó þau sömu, þegar mönnum sýnist máttur launanna verða minni, þá reyna þeir að bæta sér það upp með meiri aukavinnu." I spjallinu við þá félaga kom fram, að þeir vinna að jafnaði dagvinnu, lífið gengur að mestu sinn vangang frá degi til dags, þar sem starfssemi versins gerir það að verkum að vitað er vel fyrir- fram hvað takast þarf á hendur. Öðru hverju fellur aukavinna til, þótt lítið hafi verið um það í vetur, enda álverið ekki rekið með fullum afköstum vegna raforkuleysis, en nú sér fyrir endan á þeim erfið- leikum, í bili a.m.k., skv. heimild- um Mbl. „Hér fáum við mjög góð laun, miðað við það sem gerist annars staðar, og menn geta lifað af átta tíma vinnu ef þeir eru ekki óhemju skuldugir, ef menn eru komnir yfir verstu hjallana í íbúðarkaupum og þess háttar." Þeir félagarnir sögðu að lokum, að ekki væri beint hægt að kalla störf þeirra þrifnaðarstörf, það fylgdi venjulega ekki mikill þrifn- aður störfum í járniðnaði, og venjulega væri ekki beint glæsi- legt um að litast í smiðjum, og því þýddi lítið að kippa sér upp við það þótt vinnufötin skitnuðu, með- an mönnum væri séð fyrir hlífð- arfatnaði og búið væri eins vel að starfsfólki og kostur væri á. Vélvirkjar i álverinu á spjalli við blm. Mbl. (f.v.): Þorsteinn Guðmundsson, Finnbogi Þórir Jónsson og Daniel Friðriksson. sólarlandaferð til Rimini fyrir tvo í lúxusíbúð. 3) 11 daga draumaferð um írland fyrir tvo. Samtals 4 bílar, 6 hljóm- flutningstæki og tveir ferða- vinningar að verðmæti rúm- lega 330.000,- kr. Óskar og Halldór. en Hjálmar náðist ekki á filmu. Smiðir eru kappsamir menn og það er i mörgu að snúast þegar verið er að reisa heilan skóla. i.jósm. Kristján. „Smíðarnar illa launað- ar miðað við erfiðið“ — segja þeir þrír smiðir, Óskar Jónsson, Hjálmar Fornason og Halldór Bjarnason Við Ölduselsskóla i Breiðholts- hverfi voru menn önnum kafnir þegar Morgunblaðsmenn komu þar að hitta byggingarmenn. Þar er verið að reisa mikla viðbygg- ingu og stækka þar með skólann, og með fortölum fengust þrír jaxlar að líta upp frá vinnunni og spjalla. Það voru þeir Óskar Jónsson, Hjálmar Fornason og Halldór Bjarnason. smiðir allir saman. Jú, heilt yfir erum við smiðir þokkalega ánægðir þó það sé alltof mikið að gera á vorin og sumrin, mikið stress þá. Það þyrfti að skipuleggja húsbyggingar miklu betur svo hægt sé að vinna utandyra sumarmánuðina en inni við hörðustu kaflana á veturna. Það var nærri búið að ganga af manni dauðum þetta streð í vetur. Þetta er einhver alversti vetur sem maður man eftir, segja þeir og bæta við: En við munum nú ekki 1918. Svona rigningu er maður nú bara vanur og það styttir alltaf einhvern tímann upp. Við höfum ekki orðið varir við annað. Þeir smiðir kváðust þurfa að leggja mikið á sig til að hafa eitthvað upp í mælingunum, og halda vel áfram. Menn geta þetta ekki lengur eftir fertugt. Það er margbúið að sýna sig. Það er einn og einn sem baslast lengur. Smíð- ar eru illa launaðar miðað við erfiðið. Og mælingakaupið hefur dregist alltof mikið afturúr á síðustu árum. Óvanir menn halda orðið ekki kaupi í mælingunni og þá er þetta of langt gengið. Það ætti að vera eitt aðalmarkmið trésmiðafélaganna að gera mæl- ingakaupið mannsæmandi. Vaxtamál? Blessaður minnstu ekki á það. Vitaskuld er sjálfsagt að verðtryggja laun, en þá verður að hafa vextina lága, þannig að menn geti staðið í skilum og greiði ekki okurvexti. En okkur finnst það núorðið miklu auðveldara að verða sér úti um pening heldur en var, en kannski er orðið erfiðara að borga. Eitt mál, sem þú mættir minn- ast á, er aðbúnaðurinn hjá bygg- ingarmönnum. Það má segja hann fari hríðversnandi. Iðulega er eng- in hreinlætisaðstaða, og þetta er því hrein hátíð hjá okkur núna. Hér er skóli við hliðina á okkur, þess vegna höfum við klósett. Það er í rauninni engin hemja að maður komist ekki á salerni á vinnustað. Þetta er heilsuspill- andi. Það er í gildi eitthvert samkomulag við borgaryfirvöld um að byrja ekki á sökkli fyrr en aðstaða fyrir starfsmenn sé í sæmilegu lagi, en það fer enginn maður eftir þeim samningi. Forsvarsmenn okkar í verka- lýðsfélögunum mættu láta sjá sig meira á vinnustöðunum, því við erum nú einu sinni umbjóðendur þeirra og þeim ber skylda til að halda einhverju sambandi við sína umbjóðendur. Það er kominn tími til þess að þeir gefi sér tóm til þess. Annars nennum við helst ekki að tala um stjórnmál og verkalýðspólitík, nema rétt það sem snýr að okkur. Eitt er víst, að það er ekki verið að berjast fyrir samningana í gildi núna. En það væri mikið réttara þú talaðir við verkamenn. lsti maí er nú fyrst og fremst þeirra dagur, og það er hreinasta hörmung hjá þeim mörgum. Þeir eiga enga möguleika á að drýgja tekjurnar, og verða bókstaflega að vinna allar helgar til að geta lifað sæmilegu lífi. Þú skalt tala við verkamennina. Nei, við förum ekki í kröfugöngur. Á lsta maí hvílir maður sig og fer kannski útúr bænum. lsti maí er ekki heilagur hjá okkur, við slöppum bara af og erum hvíldinni fegnir. Kröfugöng- ur eru núorðið sýndarmennska. Ganga þeir ekki Keflavíkurgöng- una úr Kópavogi? Jú, blessaður vertu það er bjart í okkur hljóðið, þó ýmislegt mætti svo sem betur fara. Það þýðir ekki að vera svartsýnn. Þá er eins gott bara að drepast, sögðu þeir þrír smiðir við Ölduselsskóla, Óskar, Hjálmar og Halldór, og snöruðu sér útí rigninguna og tóku til við verkin sín og sögðu blaðamannin- um að flýta sér heim, svo hann forkelaðist ekki, hann væri svo fölleitur... Opið hús í Valhöll 1. maí 1981 Siálfstæöisfélögin í Reykjavík standa fyrir opnu húsi í Valhöll, Háaleitisbraut 1, frá kl. 15—18 föstudaginn 1. maí í tilefni af hátíöisdegi verkamanna. DAGSKRÁ Stutt ávörp: Málhildur Angantýsdóttir, sjúkraliði, Haraldur Kristjánsson, iðnnemi, Sverrir Axelsson, vélstjóri, Hilmar Jónasson, í miðstjórn A.S.Í. Söngur og hljóöfæraleikur: Pálmi Gunnarsson, Magnús Kjartansson. Ljóöalestur: Helgi Skúlason, leikari. Samlestur úr verkalýðsbaróttunni Umsjón: Hannes H. Gissurarson, sagnfræðingur. Píanóleikur: Hafliði Jónsson leikur létt lög. KAFFIVEITINGAR Sérstök aóstaóa fyrir börn — Dagskrá í umsjón Sigríóar Hannesdóttur — söngur, teiknimyndir o.fl. Stjórnir Sjélfatmóiatólaganna í Reykjavík, VALHÖLL — HÁALEITISBRAUT 1 — 1. MAÍ — KL. 15—18

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.