Morgunblaðið - 01.05.1981, Page 23

Morgunblaðið - 01.05.1981, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1981 55 HELGARVIÐTAL ■■■■■ Analíus Hagvaag, fluguhnýtari: Hefði viljað fóma öllum minmn bók- um, ef ég hefði mátt halda bréfunum Sumir veiðimenn dunda við það mánuðina lönKU á milli veiðitímabila að hressa upp á Nuguboxin sín, þeir hnýta sínar eifíin veiðiíluKur. Flujíuhnýt- ingar eru nukkuð vandaverk og krefjast nákvæmni og vand- virkni ef vel á að vera. Menn læra ekki að hnýta fiugur að sjálfu sér, ýmist er kunnáttan sótt i ba'kur um fluguhnýtingar eða menn fá kennsiu i þeim fræðum. Einn er sá maður sem á stóran þátt i kennslu í fluguhnýtinKum hér á landi. Hann heitir Analius Hag- vaag, norskur að ætt og er nokkuð við aldur. „Æ. éK vii ekkert tala við bloð, mér er ekkert um að trana mér fram,“ sagði Analius, þeK- ar biaðamaður Morgunblaðsins hringdi til hans og falaðist eftir viðtaii. „l>ú Ketur svo sem komið ok drukkið hjá mér kaffi, en þú skrifar ekkert niður.“ sagði Analius, þegar blaðamaður gaí sig ekki. ÞeKar á hólminn var komið fékkst leyfi fyrir að skrifa „ðrfáa punkta“. „en skrifaðu sem minnst i blaðið,“ saKði Analius. Ætlaði að taka leyndarmálið með sér í gröfina I upphafi samtalsins var An- alíus spurður um hvenær hann hafi lært að hnýta flugur. „Ég byrjaði á þessu árið 1957,“ sagði hann, „og lærði upp úr bókum. Ég var ekki ánægður með það ok þvi skrifaði ég til ritstjóra tímaritsins Jakt og Fisker í Noregi og spurði, hvort ekki væri hægt að vísa mér á einhvern góðan fluguhnýtara sem ég gæti haft samband við. Þeir þarna í Noregi þekktu gamlan karl sem bjó í afdal í Noregi og hnýtti hann flugur, og svo hafði faðir hans gert og svo koll af kolli, nokkra mannsaldra aftur í tímann. Gamli maðurinn átti eina dóttur, en engan son sem lært gæti listina, svo hann kenndi dóttur sinni að hnýta flugur. Gamli maðurinn var bú- inn að heita því að kenna engum sína aðferð við hnýtingarnar öðrum en dóttur sinni, heldur myndi hann taka leyndarmálið með sér í gröfina. Þá gerðist það að dóttir gamla mannsins dó, eina manneskjan sem hann hafði kennt sína aðferð við hnýtingarnar, aðferð sem hann hafði lært af föður sínum. Sá, sem ég skrifaði í Noregi og bað að benda mér á einhvern til að leiðbeina mér við fluguhnýt- ingarnar, skrifaði gamla mann- inum og bað hann um að kenna mér listina að hnýta flugur. í nokkra mánuði gerðist ekkert, en sex mánuðum síðar skrifaði gamli maðurinn mér. í bréfinu sagði hann að hann hefði verið búinn að ákveða að taka leynd- armálið með sér í gröfina, en eftir langa umhugsun hefði hann tekið þá ákvörðun að betra væri Analíus leggur síðustu hönd á Blue Charm og velur gula fjöður úr hnakka af gullfasana. þó að einhver lærði þetta af sér,“ sagði Analíus. „Þetta fór allt i öskutunnuna“ „Ég fékk alls 8 bréf frá gamla manninum, hvert bréf 5—6 þétt; skrifaðar arkir, báðum megin. í bréfunum voru nákvæmar leið- beiningar um hvernig hnýta ætti flugur, samkvæmt aðferð hans. Ég lærði meira af þessum bréf- um en öllum þeim bókum sem ég hef iesið um fluguhnýtingar. Lýsing gamla mannsins í bréf- unum var svo góð, að ég sá hlutina nákvæmlega fyrir mér, þetta stóð mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, allt var skýrt og augljóst,“ sagði Analíus og lyftist allur i stólnum. — Hvar eru þessi bréf, ertu með þau hér? „Það er saga að segja frá því. Ég var svo óheppinn að ég geymdi bréfin inni í fataskáp í svefnherberginu, þau voru þar í kassa ásamt ýmsu öðru. Nú, þar kom að ráðskonan mín veiktist og önnur var fengin í hennar stað, á meðan á veikindunum stóð. Sú ráðskona tók sig til og henti öllum bréfum, blöðum og öðrum plöggum sem i skápnum voru. Þetta fór allt í öskutunn- una!“ hrópaði Analíus, „mikið djöfulli var ég sár. Af þessum bréfum hefði verið hægt að skrifa heila bók. Það var margt í þessum bréfum, sem ekki er hægt að muna, enda gáði ég alltaf öðru hverju í bréfin til að glöggva mig á atriðum sem ég var í vafa um,“ sagði Analíus og gat ekki dulið eftirsjána og vonbrigðin. — Þetta hefur aldeilis fengið á þig? „Já, ég var miður mín í marga mánuði. Ég hefði viljað fórna öllum mínum bókum um flugu- hnýtingar og veiðiskap, aðeins ef ég hefði mátt halda bréfunum." — Hvað var það í bréfunum sem var óbætanlegt? „Æ, það var svo margt. Það var ýmislegt sem gamli maður- inn lagði áherslu á. Til dæmis brýndi hann það fyrir mér að búa tii sterkar flugur, leggja aðaláhersluna á að hafa flugurn- ar sterkar og vandaðar, til að þær entust vel. í því var aðferð hans meðal annars fólgin. — Þú sérð, að í öllum þessum ensku bókum um fluguhnýtingar er ekki lögð áhersla á sterkar flugur, hnýtingin er ónýt. Það er byrjað aftast, einn eða tveir vafningar um hvern þátt flug- unnar, silfurþráð, stál, band og það allt. Þessae flugur eru ekki sterkar." Kennt mörgum gegnum tíöina — Við snúum okkur að öðru og Analíus er spurður um, hvort hann hafi kennt mörgum að hnýta flugur. „Ég hef ekki tölu á þeim. Ég byrjaði að kenna í kringum 1963 og þeir eru margir sem ég hef kennt í gegnum tíðina. Ég kepndi til dæmis Kristjáni Gíslasyni, sem hnýtir mikið af flugum i verslanir. Ég kenndi Hans Kristjánssyni í Hafnar- firði, en hann hnýtir mikið af flugum. Hann var fljótur að læra — var ekki búinn að vera í marga tíma þegar hann hnýtti Jock Scott! Þá kenndi ég Þórði Péturssyni frá Húsavík að hnýta. Hann er leiðsögumaður við Laxá og hnýtir talsvert. Allir þeir sem ég hef kennt hafa notið kunnáttu gamla mannsins norska, sem ætlaði að taka kunnáttuna með sér í gröfina." — Þú sagðir að einn nemandi þinn hefði getað hnýtt Jock Scott eftir aðeins nokkra tíma. Er það erfið fluga? Jíock Scott er ein sú erfiöasta, það er vegna þess hve margsam- ansett hún er, sérstaklega væng- urinn.“ Analius tók niður bók úr hillu og fletti upp á Jock Scott. Við skoðuðum bókina og Analíus benti mér á, að vængurinn er samansettur úr 15 tegundum fjaðra, auk þess er búkurinn búinn til úr nokkrum litum af bandi og fleiri en einn litur eru í stélinu. „Annars eru margar flugur erfiðar og flóknar. Sérstaklega eru smáar flugur erfiðar, bæði vegna þess hve litlar þær eru og einnig vegna þess að þær út- heimta betra efni en þær stóru. Sérstaklega þarf efnið í vænginn að vera gott,“ sagði Analíus. Þoli illa að hnýta lengi — Ertu hættur að kenna? „Já, ég er hættur. Þó eru menn enn að biðja mig um að kenna sér, en ég segi alltaf nei. Ég þoli orðið illa að hnýta lengi vegna þess að ég er orðinn lélegur í öxlunum. Ég hef verið skorinn upp í öxlunum. Það eru líka tveir fingur máttlausir og svo er ég með kölkun í hnénu og á erfitt með að sitja lengi, Maður er að ganga út úr þessu.“ — En þú veiðir þó ennþá? „Jú, ég veiði enn, dunda svona við þetta. Ég fékk 26 iaxa i fyrra. Ég veiddi í Stóru-Laxá og Sog- inu, hálfan dag i Elliðaánum með öðrum, og í Hvítá í Borgar- firði við Svarthöfða, hjá Birni Blöndal. Það er ágætur veiði- staður og þægilegt fyrir aldraða að veiða þar, veiðistaðurinn rétt fyrir neðan húsið. Þar fékk ég fjóra væna iaxa.“ — Veiðir þú víða í sumar? „Ég fer að Svarthöfða, í Sogið, Stóru-Laxá og í Elliðaárnar, á sömu staði og í fyrra. Annars tek ég þessu með ró nú orðið, ég fer helst á léttari staði. Ég á orðið vont með að kasta flugunni því ég finn alltaf til í öxlunum. Ég tek þessu bara rólega, maður er farinn að venjast þessu,“ sagði Anatíus Hagvaag glottandi. Samtalinu er lokið. Analíus fylgir gesti sinum til dyra. „Það ætti að vera hægt að gera eitthvað úr þessu,“ segir blaða- maður. „Æ, skrifaðu bara sem minnst,“ segir Analíus, „mér er illa við að trana mér fram.“ - ój Flugur, sem Analíus heíur hnýtt. Art Lee Myndirnar tók KrLstján Kinarsson. Silfur Kisa, en hana hefi Analíus samið sjálfur. Biack Docktor Collie Dog íleiðinni... Óbrigðul fluga? Sumar veiðifluKur eÍKa sér soku, auðvitað misjafnloKa at- hyKÍisverða eftir atvikum. Ein íslcnsk fluKa ber nafnið Art Lee ok er birt mynd af henni hér á síðunni (sjá heÍKarvið- tal). Höfundur fluKunnar er Þórður Pétursson frá Húsavik - ok er hann leiðsögumaður við Laxá í Aðaldal á sumrin. Eitt sinn fyrir nokkrum ár- um kom til veiða í ánni banda- rískur veiðimaður og hitti hann Þórð. Daginn eftir gaf Þórður honum laxaflugu sem hann kallaði eftir manni þessum. Litirnir í flugunni voru þannig til komnir að þeir voru hinir sömu og í fötum veiðimannsins, þegar þeir Þórður sáust fyrst. Veiðimaðurinn var hrifinn af flugunni og hugmyndinni — og viti menn, hann mokveiddi á fluguna í Laxá. Ekki minnkaði hrifningin við það. Arið eftir kom sami maður til veiða í Laxá. Sagði hann að hann hefði reynt að fá þessa flugu hnýtta fyrir sig bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, en ekki fengið. Því var leitað til Analíusar Hagvaag fluguhnýt- ara, og hnýtti hann ein 50 stykki af flugunni fyrir mann- inn og hugsaði veiðimaður sér gott til glóðarinnar, vel birgur af þessari flugu. En nú bar svo við að hann fékk ekki einn einasta lax á fluguna þegar hann reyndi hana aftur í Laxá. — Margt fer öðruvísi en ætlað er. Dularfull tillaga Á borgarráðsfundi fyrir skömmu var lagt fram bréf frá forstöðumanni Borgarskipu- laKs Reykjavíkur þar sem far- ið var fram á styrk til farar manna frá Borgarskipulagi ok eins manns úr skipuiagsnefnd, á norræna ráðstefnu um skipu- lagsmál. Sjálfstæðismenn i borKarráði töldu afrek meiri- hluta skipulaKsnefndar ekki slík að rétt væri að senda fulltrúa þeirra á norræna ráðstefnu um þau mál, enda frændur vorir á Norðurlönd- um ekkert það Kert á hluta IteykvíkinKa. sem réttlætti slíka „sendinKu“. Jafnframt lagði Albert Guð- mundsson fram svohljóðandi tillögu: „Borgarráð samþykkir, að engum starfsmanni Reykja- víkurborgar eða kjörnum full- trúa skuli leyft að ferðast til útlanda eða annað (!!!) á vegum Reykjavíkurborgar, nema að fengnu samþykki borgarstjórn- ar“. Enn eru menn í borgarkerf- inu að velta því fyrir sér hvað átt sé við með orðinu „annað“. Einhverjir eru þeirrar skoðun- ar að verið sé að reyna að koma í veg fyrir að menn fari rúnt með geimskutlunni Kólumbíu. Ekkert liggur þó fyrir um að slíkar ferðir standi til boða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.