Morgunblaðið - 01.05.1981, Page 28

Morgunblaðið - 01.05.1981, Page 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1981 HÖGNI HREKKVÍSI *-*• 1961 McNaught Synd., Ibc IÞÚ NÚ MJOÍí iNIÐU&UA ( Hó'frNI! " ást er... ... að spyrja sjálf- an sig. Hvað geri ég án hennar? TM Reo. U.S. Pat. Off — all rights reserved c 1980 Los Anoeles Times Syndicate I.a knir! Gætir þú ekki reynt að telja manninn minn á að hyrja aftur að rcykja? Þurbjörn Ásgeirsson, Akur- eyri, skrifar: „Dr. Helgi Pjeturss fann lög- mál um þá tilhneigingu meðal manna að samstilla annan heila eftir sínum heila. Hann fann þetta lögmál þegar hann upp- götvaði draumgjafann, sem er gerandinn í draumi sofandans. í framhaldi af þessu vil ég rekja nokkur atriði, sem allir kannast við og vísar til þessara stilliáhrifa. Þegar þú hugsar einhverja setningu, þá kemur það oft fyrir að annar segir hana í sömu andrá. Ef þú situr þar sem margmenni er og kross- leggur fætur þá er það oft að aðrir geri það samtímis þér óafvitandi. Ef einn stendur upp, þá annar gerir það samtímis þér óafvitandi og verður oft hálf vandræðalegur því hann vissi ekki af hverju hann stóð upp. Það hefir komið fyrir að karl- maður hafi fengið sóttarverki með barnsmóður sinni. Einnig hefur dávaldur náð svo sterkum tökum á dáleidda að hann skynjar ekki saltbragðið þegar salt er sett upp í hann, én þegar dávaldur setur salt upp í sig þá skynjar dáleiddi saltbragð og byrjar að skyrpa út úr sér salti þó ekkert salt sé upp í honum. Hver kannast ekki við það frá kappleikjum íþróttamanna, að sá sem á heimavelli keppir á meiri sigurmöguleika en hinn. Samstilling milli draum- gjafa og sofanda 6 Augljóslega verður að ætla, Þorbjörn Ásgeirsson að þarna sé um samstillingu að ræða á milli heila. Hugsun eins heila leitast við að fram- leiða sig í öðrum heila, sem oft verður til þess að orka viðtak- andans eykst og geta hans verður meiri, samanber íþróttamanninn á heimavelli. Einnig getur sársauki og aðrar skynjanir framkallað sig í öðr- um heila. Þá er ekkert til fyrirstöðu að ætla að sjón- flutningur eigi sér stað og sé undirstaða draumanna, með aðstoð draumgjafans. Draumurinn er eitt atriði af mörgum, sem getur ekki myndast nema samstilling sé á milli draumgjafa og sofanda. Martröð er eitt sterkasta dæmi um slíkt. Einkennandi við hana er að sofandinn er eins og rígbundinn eða fastur á einhvern annan hátt, hann getur sig hvergi hrært. Á svipaðan máta og dáleiðari sem hefur dáleitt svæfða á þann hátt að hann getur hvorki nreyft legg né lið. Þannig lifir sofandinn, vegna samstillingarinnar, sig inn í hlutverk draumgjafans, sem hefur verið heftur á einhvern hátt, einhverra hluta vegna. Gat talað af munni annars Margar tilraunir hafa verið gerðar á mannsheilanum, en einnar vil ég geta, sem var gerð fyrir löngu síðan og er skráð í Nýal, bls. 290—291: „Rússneski sálfræðingurinn dr. Naum Kotik fann, að mannsheilinn sendi frá sér orku, sem hagar sér líkt og rafmagn. Orku þessa gat hann leitt eftir koparþræði og safnað henni á yfirborð hlutar. Þá stórmerkilegu uppgötvun gerði Kotik að orka þessi, sem geyma má á pappírsblaði, leitast við að framleiða aftur í öðrum heila heilaástand eins og það sem w.j 'ÉÉL 30& m E UF | Þessir hringdu . . . Er réttur gang- andi vegfar- enda enginn? Jórunn Ólafsdóttir frá Sörla: stöðum hringdi og sagði: — í frumvarpi því sem hæstvirtur dómsmálaráðherra, Friðjón Þórð- arson, hefur lagt fram á alþingi, um bílbelti og o.fl. er ákvæði um rýmkun á gildandi umferðarlögum um að leyfa hjólreiðar á gang- stéttum. Eg spyr og áreiðanlega margir fleiri: Er réttur gangandi vegfarenda enginn? Ég er svo undrandi á að ekki skuli hafa risið sterk mótmælaalda gegn þessari ráðstöfun. Það er vissulega rétt að hjólreiðafólk er í allverulegri slysahættu úti á akbrautunum og eru dapurleg dæmi um það. En erum við nokkru bættari með að fá slysin upp á gangstéttarnar, sem eru margar hverjar erfiðar fyrir, mjóar og ósléttar. Ég hef haft samband við löggæslumenn og fleiri aðila hér fyrir norðan, og eru allir á einu máli um, að þetta muni hafa aukna slysahættu í för með sér, ef af yrði. Ég beini því til hæstvirts dómsmálaráðherra, að hann endurskoði afstöðu sína varðandi nefnda breytingu á um- ferðarlögunum, því að margt ann- að kemur til greina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.