Morgunblaðið - 01.05.1981, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 01.05.1981, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1981 63 1. maí ávarp Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga 1981 1. maí minnast hundruð millj- óna verkamanna um heim allan liðinna tíma. Þeir hugleiða þá félagslegu þróun, sem orðið hefur á síðustu tíu, fimmtán eða hundr- að árum. Þeir þekkja afkomuskil- yrði foreldra sinna og forfeðra. Þeir bera þau saman við stöðu sína nú og eru sér meðvitandi um þær gífurlegu umbætur, sem skipulögð verkalýðshreyfing hefur náð fram með þrotlausri baráttu við forréttindahópa í heiminum fyrr og nú. 1. maí minnast margir þeirra sem orðið hafa að þjást fyrir verkalýðsfélag sitt eða stjórnmálaskoðanir og starf, þeirra sem hafa verið reknir úr starfi eða í útlegð, brottreknir, fangelsaðir og pyntaðir og jafnvel myrtir. 1. maí lýsa verkalýðsfélög um heim allan yfir, með lögmætum eða ólögmætum hætti, þeim kröf- um sem þau gera til vinnuveitenda og ríkisvalds. Þau setja fram hugmyndir sínar um réttlátara, lýðræðislegra og frjálsara þjóðfé- lag og nýja skipan alþjóðlegra efnahags- og félagsmála. 1. maí standa hundruð milljóna verkamanna saman um heim all- an, og í trausti á mátt sinn horfa þeir vongóðir til betri framtíðar. Fyrir 6 mánuðum samþykkti stjórn Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga stefnuyfirlýsingu fyrir 9. áratuginn. í sambandinu eru nú 128 aðildarsambönd með yfir 70 milljónir meðlima í 91 landi. I stefnuyfirlýsingunni er bent á að frummarkmið sam- bandsins, sem dregin eru saman í slagorðinu „brauð, friður og freisi", séu hvert öðru háð, og séu í fullu gildi. En efnahagslegar, fé- lagslegar og stjórnmálalegar að- stæður til að ná þeim fram hafa breyst. Heimurinn sem við lifum í einkennist af vaxandi ágreiningi,, og kreppu vegna þess að hagvexti eru takmörk sett. Faéin risavaxin fjölþjóðafyrirtæki verða sífellt að- sópsmeiri í efnahagskerfi heims- ins, og þau stjórna oft bæði heimsmarkaðinum og hráefnaöfl- un vegna einokunaraðstöðu sinn- ar. Tekjumunur þjóða á milli fer stöðugt vaxandi. Samkvæmt upplýsingum Alþjóða- bankans búa átta hundruð millj- ónir manna í þriðja heiminum við aðstæður sem ekki uppfylla nein réttlætanleg skilyrði um mann- sæmandi líf. Atvinnuleysi í öllum heimshlutum er hrikalegt. Nú þegar eru 23 milljónir manna í OECD-löndum einum saman at- vinnulausar. Ráðstefna Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga um „Hlutverk verkalýðshreyfingar- innar í þróunarmálum", sem hald- in var í Nýju-Delhi í marslok sl., sýndi að óhjákvæmilega fer efna- hagslegt og félagslegt ástand í heiminum versnandi, eins og margir hafa spáð. Við lifum öll í sama heimi. Fátækt, hvar sem hún er, stefnir aimennri velferð í hættu. Þess vegna verður að ná jafnvægi í hagvexti og bilið milli ríkra og fátækra verður að minnka. Hér fara á eftir nokkrir þættir úr stefnuyfirlýsingu samtakanna um þróunarlöndin. — í nýrri efnahags- og félags- ' legri skipan verður að viðurkenna frjáls verkalýðssamtök og hlut- verk þeirra í þjóðfélaginu. — Með endurskipulagningu al- þjóðlegs fjármálakerfis verður að færa stóraukið fjármagn til þróunarlanda og lækka vexti. — Gera þarf orkuáætlun fyrir allan heiminn og hafa eftirlit með olíugróða. Stofna þarf orkuþróun- arsjóð fyrir þróunarlöndin. — Með . samræmdri hagstjórn verða iðnríkin að koma á fullri atvinnu, auka rauntekjur, auka opinbera þróunaraðstoð, aðlaga sig nýjum aðstæðum í heimsvið- skiptum og vinna bug á verðbólg- unni. — Gera þarf áætlun til að uppfylla frumþarfir fólks í þróun- arríkjunum. — Afnema verður viðskipta- hömlur. — Stofna þarf alþjóðlegan sjóð til að standa straum af endur- skipulagningu. Alþjóðasamband frjálsra verka- lýðsfélaga leggur áherslu á að efnahagsaðgerðir verði ekki ein- göngu til hagsbóta fyrir forrétt- indaklíkur og fjölþjóðafyrirtæki; þær verði að ná til fátækrahverf- anna og hinna hungruðu milljóna, umfram allt í dreifbýlishéruðum þriðja heimsins. Það erþess virði að berjast fyrir stefnu Alþjóð- asambands frjálsra verkalýðsfé- laga til að stuðla að réttlæti og friði. I mörgum löndum eru nú við- hafðar aðferðir eins og mannrán, pyntingar, morð, kúgun, útlegð og innilokun á geðveikrahælum, til þess að þagga niður í talsmönnum verkalýðsfélaga og öðrum þetm, sem eru á öndverðum meiði við ríkjandi stjórnvöld. 1. maí láta hundruð milljóna verkamanna í ljósi áhyggjur yfir versnandi stjórnmálaástandi í þessum löndum. Þeir lýsa yfir samstöðu með öllum þeim sem hætta lífi sínu fyrir frelsi og lýðræði. Þeir munu halda áfram að veita fullan stuðn- ing þeim sem hafa hugrekki til að berjast gegn ólýðræðislegum rík- isstjórnum og ómannúðlegum að- gerðum þeirra. Ekkert vandamál er óleysan- legt, og þegar allir verkamenn innan vébanda frjálsra verkalýðs- félaga og bandamenn þeirra vinna að því að ná fram hinum réttlátu kröfum okkar, komumst við áreið- anlega nær því takmarki að allir fái brauð, að friður ríki í heimin- um og allir njóti frelsis. Lengi lifi 1. maí. Avarp 1. maí nefndar Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja Fyrsta maí fylkir íslensk alþýða liði með alþýðu allra landa í baráttu fyrir afnámi óréttlætis, fyrir friði. í baráttu fyrir réttlát- ari skiptingu auðs, fyrir útrým- ingu hungurs og vesældar. I bar- áttu fyrir frélsi, jafnrétti og bræðralagi. Fyrsta mái 1981 býr enn mikill hluti mannkyns við hungur og vesöld. Enn eru víða grundvallar mannréttindi fótum troðin. Enn eykst bil milli ríkra þjóða og fátækra. Enn er hótað að slíta friðinn. Gegn þessu ber okkur að berjast. Við skorum á Alþingi íslend- inga að sjá til þess að framlög til þróunarlanda verði a.m.k. 1% þjóðartekna, þannig að við getum í verki sýnt hug okkar til íbúa jarðar, sem búa við hungur og allsleysi. Við verðum jafnt í orði sem í verki að beita okkur gegn viðskiptaháttum alþjóðlegra auð- hringa, sem rýra kjör og skerða efnahagslegt sjálfræði þjóða. Við sýnum samstöðu með félög- um okkar, sem berjast gegn því blóðuga ofbeldi, sem beitt er við að berja niður verkalýðssamtök, m.a. í Bólivíu, Argentínu, Guatemala og E1 Salvador. Við sýnum eindregna samstöðu okkar með baráttu pólskra verka- manna fyrir samtaka- og tján- ingarfrelsi. Við mótmælum til- raunum eða áformum að brjóta pólska verkalýðshreyfingu á bak aftur. Verkafólk víða um heim og ekki síst í grannlöndum okkar, beinir geira sínum gegn stórfelldu atvinnuleysi og vaxandi verð- bólgu. Það hvetur okkur til sam- eiginlegrar sóknar gegn tilaunum afturhaldsafla, að leysa efna- hagskreppur á kostnað verkafólks. II. Reykvísk alþýða berst gegn óða- verðbólgu og rýrnandi kjörum hér á landi jafnhliða hættunni af atvinnuleysi, sem sífellt vofir yfir. Við íslenskri alþýðu blasir enn á ný sú staðreynd, að stjórnvöld grípa inn í gerða kjarasamninga þegar harðnar í ári. Kreppunni er velt yfir á herðar hins vinnandi manns. Reykvísk alþýða mótmæl- ir harðlega og varar alvarlega við afskiptum ríkisvaldsins af vísi- tölubindingu launa, líkt og átti sér stað 1. mars sl. Reykvísk alþýða varar ríkis- valdið við að ganga á undan með verðhækkanir og hafa þannig að engu lög um verðstöðvun. Reyk- vísk alþýða hvetur allt launafólk til samhentrar baráttu gegn þeim aðgerðum stjórnvalda, er brjóta gerða samninga og skerða kjörin. En umfram allt leggur reykvísk alþýða áherslu á að vörn verði snúið í sókn. Tryggja verður aukinn kaupmátt og launajöfnun, stórbætt kjör þeirra verst settu, með t.d. réttlátara skattakerfi, þar sem lægstu laun verða skatt- laus. — Óskert framfærsluvísitala á öll laun er forsenda þess að kaupmáttur umsaminna launa haldist. Við hvetjum til sameiginlegrar varnar gegn skerðingu verkfalls- réttar og félagslegrar þjónustu. Reykvísk alþýða leggur auk þess áherslu á: — Mannsæmandi laun fyrir 8 stunda vinnudag. — Gildistími nýrra kjarasamn- inga miðist við uppsögn þess eldri. — Stórátak í málefnum aldraðra. — Kjör lífeyrisþega verður enn að bæta með hækkuðum lífeyri og verðtryggðum lífeyrissjóði allra landsmanna. — Stórátak þarf að gera í málum fatlaðra, bæði hvað varðar kjör, atvinnutækifæri og að- stöðu á vinnustöðum og í almennu umhverfi. — Reykvísk alþýða leggur áherslu á virka þátttöku fatlaðra innan samtaka launafólks. — Stórefla þarf atvinnuleysis- tryggingar. — Auknar félagslegar íbúðabygg- ingar. — Næg og góð dagvistunarheimili fyrir öll börn. — Stórbætta verkmenntun og aukinn stuðning við fræðslu- starf alþýðu. — Bætta aðstöðu farandverka- fólks. — Herta baráttu gegn ávana- og fíkniefnum. — Meðákvörðunarrétt verkafólks í tölvuvæðingu. — Bættan hag leigjenda. — Óskertan verkfalls- og samn- ingsrétt handa iðnnemum. — Sömu laun fyrir sömu vinnu. — Jafnrétti kynjanna. — Aukið öryggi og bættan aðbún- að á vinnustöðum. III. I upphafi níunda áratugsins blasir við á alþjóðavettvangi nýtt kalt stríð. Við upplifum stöðugt fleiri kreppu- og hnignunarein- kenni og eina svarið hjá valda- Saga verkalýðssamtakanna er sagan um hina fáu og smáu er ekkert áttu annað en skilning á nauðsyn samtakanna og viljann og þorið til að leggja út í barátt- una við ofureflið. Hefur sá hug- sjónaeldur verið aflið, sem knúði brautryðjendurna til dáða og vissulega hafa verkalýðssamtökin valdið straumhvörfum í þessu landi. Kjarabætur, þróun athafnalífs- ins, aukin mannréttindi og þar með mannlegt viðhorf til þeirra sem ekki eru sólarmegin í þjóðfé- laginu, allt þetta og fleira til framfara á rót sína að rekja til starfs verkalýðssamtakanna. 1. maí er fyrir löngu orðinn hátíðisdagur verkalýðsins til þess mönnum virðist vera aukinn og meiri vígbúnaður. Við vitum af fenginni reynslu, að slík þróun leiðir fyrr eða síðar til styrjaldar. I okkar heimshluta koma fram æ sterkari kröfur frá hernaðar- bandalögum á hendur samherjum sínum um aukna hlutdeild í víg- búnaði og styrjaldarundirbúningi. Það fer ekki hjá því að þessi aukni vígbúnaður teygi arma sína hingað til okkar. Seinustu árin hefur æ fleirum orðið ljós hin auknu hernaðarumsvif hér á landi svo sem áætlanir sýna. Þetta sýnir að á ófriðartímum er líklegt að ísland yrði hættusvæði og gæti haft í för með sér gereyðingu. Síðast, en ekki síst, varar íslensk- ur verkalýður við auknum vigbún- aði hér á landi. Hinn eini raun- verulegi skerfur Islendinga til friðar í heiminum, er herlaust land, án þátttöku í hernaðar- bandalögum. að fagna fengnum sigrum, en 1. maí er í raun mikið meira, hann er hátíðisdagur, dagur stórra og djarfra fyrirheita um að sækja fram til stærri sigra og sem slíkur hefur þessi dagur fyrst og fremst gildi. 1. maí 1981 rennur nú upp við þær aðstæður að enn einu sinni hafa stjórnvöld rofið gildandi kjarasamninga með lögum og má því segja að sagan frá 1978 hafi endurtekið sig, þótt með mildari hætti sé, vegna þeirra félagslegu umbóta sem gerðar hafa verið og að sjálfsögðu ber að þakka. Séu verkalýðssamtökin sjálfum sér samkvæm hljóta þau að for- dæma það að ríkisvaldið ógildi IV Reykvísk alþýða leggst harðlega gegn þeim áróðri, að það séu launin og einkum vísitölubinding þeirra, sem séu orsök verðbólg- unnar hér í landi. Reykvísk alþýða bendir á að gegndarlaust fjárfest- ingarbruðl liðinna ára er höfuðor- sök þess vanda, er hrjáð hefur íslenskt efnahagslíf. Islensk al- þýða hefur ekki stjórnað því bruðli og hlýtur því að neita að axla þær byrðar, sem skapast hafa af óráðsíu eignarstéttar og ríkis- valds. Reykvísk alþýða skorar því á íslenska alþýðu alla, að þjappa sér saman í vörn gegn kjaraskerð- ingu og til sóknar fyrir bættum kjörum og auknu félagslegu jafn- rétti. íslensk alþýða. Snúum vörn í sókn. Fram fyrir hugsjónir verka- lýðs allra landa. Frelsi — jafnrétti — bræðralag. F.h. 1. maí nefndar. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Kári Kristjánsson, Stella Stefánsdóttir, Esther Jónsdóttir, Einar E. Sigurósson, Guðmundur Bjarnleifsson, Garóar Steingrímsson, Sigurður Guðmundsson, Kristján Ottósson, Bandalag starfsmanna ríkis og baeja, Órlygur Geirsson, Jónas Jónasson. með lögum gildandi kjarasamn- inga. Hér er um slík grundvallarat- riði að ræða, að ætla mætti að verkalýðssamtökin risu upp og stæðu einhuga að mótmælum og baráttu fyrir því að knýja fram til sigurs kröfuna „samningana í gildi“. Því miður örlar ekki á neinum tilburðum í þá átt. Af því leiðir að mótmælt er öllum tilraunum til að leiða verka- lýðssamtökin inn á þá braut að verða handbendi eins eða annars stjórnmálaflokks. Kröfur dagsins eru: Samningana í gildi — Fagleg og óháð verkalýðssamtök 1. maí ávarp Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Hafnarfirði og Starfsmannafélags Hafnarfjarðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.