Morgunblaðið - 05.05.1981, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.05.1981, Qupperneq 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 98. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Stjórnarsamvinnunni i Sviþjóð lokið: Minnihlutastjórn situr fyrst um sinn Hægriflokkurinn lýsir stuðningi við vantraust á minnihlutastjóm Fálldins Stokkhólmi. 1. maí. Frá fréttarit- ara Mbl.. Cuófinnu Ragnarsdóttur. ok AP. THORBJÖRN Fálldin, forsætis- ráðherra Svíþjóðar. lýsti því yfir í kvöld. að fyrst um sinn mundi minnihlutastjórn miðflokkanna tveggja sitja að völdum. vegna versnandi ástands i atvinnumál- um og kjaradeilna i landinu, en stjórnarsamvinnu Miðflokksins, Þjóðarflokksins og Hægriflokks- ins lauk i dag. er Hægriflokkur- inn. undir forystu Gösta Boh- mans. sagði sig úr stjórninni, og krafðist þess, að Fálldin bæðist lausnar fyrir miðflokkana og stjórnina alla. Forsætisráðherra segist vilja hugsa sig um í nokkra daga, en flest bendir til þess, að hann muni freista þess til hins ýtrasta að sitja áfram að völdum með miðflokkana tvo i minnihlutastjórn. Jafnaðarmenn hafa áður lýst því yfir, að öll stjórnin verði að fara frá völdum, ef Hægriflokkurinn segði sig úr stjórn. Gösta Bohman sagði í gærkvöldi, að Hægriflokk- urinn mundi styðja vantraustsyf- irlýsingu Jafnaðarmannaflokksins, ef hún kæmi fram í þinginu. Hvað stjórnarskráin segir um gang mála, eru skiptar skoðanir. Jafnaðar- menn og hægrimenn telja, að allri stjórninni beri skylda til að segja af sér, en það er skoðun miðflokk- anna, að þeir tveir geti setið áfram í minnihlutastjórn. Það var bitur og vonsvikinn Gösta Bohman, sem boðaði til blaðamannafundar í gærkvöldi, eftir að hafa setið á árangurslaus- um fundi með Thorbjörn Fálldin, þar sem gerð var úrslitatilraun til að leysa ágreining í sambandi við skattamálin. „Við áttum ekki annarra kosta völ en segja okkur úr stjórn," sagði Bohman. „Við gerðum okkar ýtr- asta, og meira en það, til að samkomulag næðist, og allar okkar kröfur voru miðaðar við fyrri yfirlýsingar stjórnarinnar. Við kröfðumst þess ekki, að miðflokk- arnir riftu samkomulaginu við jafnaðarmenn, heldur þess, að einnig yrði tekið tillit til okkar. En þau svör, sem Thorbjörn Fálldin gaf okkur í dag, voru óljós og óskýr. Þegar ekki er fyrir hendi vilji til að leysa vandamálin, er ekki við miklu að búast. Líf þriggja flokka stjórn- ar byggist á samvinnu og sam- Sláturhúsin aftur af stað? Kaupmannahofn. i. mai. AP. DANSKA stjórnin lagði i dag fram frumvarp í þinginu vegna kjaradeilu starfsmanna danskra sláturhúsa. Samkvæmt frumvarpinu yrði sáttatillaga, sem starfsfólkið hafnaði á laugardag, lögfest. Búist er við að þingið samþykki frum- varp minnihlutastjórnar Anker Jörgensens. Útflutningstap vegna verkfallsins nemur 200 milljónum króna á viku. Sjá nánar bls. 46. komulagi í öllum málum, og þegar ósamkomulag er um einhverja málaflokka, eins og nú, er grund- völlur samstarfs brostinn," sagði Bohman. Bohman minnti á, að einmitt í vor væru liðin tíu ár frá því að miðflokkarnir tveir og Hægriflokk- urinn sameinuðust fyrst um fjár- málatillögur og lögðu hornsteininn að samvinnu sinni. Bohman var harðorður í garð forsætisráðherr- ans, og þegar hann var spurður að því, hvort skipstjórinn á skútunni ætti ekki að standa af sér alla storma, ekki sízt þegar landið ætti í erfiðleikum, svaraði hann: „Jú, það er rétt. En það er til lítils, þegar stýrimaðurinn, sem á að halda í stýrið, liggur niðri í káetu og sefur.“. í annað sinn á fimm árum er fallin samsteypustjórn miðflokk- anna tveggja og Hægriflokksins, undir stjórn Thorbjörn Fálldins. Árið 1976 kom fyrsta samsteypu- stjórnin til valda eftir rúmlega 40 ára stjórn jafnaðarmanna. Árið 1979 var það Miðflokkurinn sem stjórnarstríðinu olli, sökum skoð- ana sinna í kjarnorkumálum. Þá tók Þjóðarflokkurinn við stjórn í nokkra mánuði með Ola Ullsten sem forsætisráðherra, en eftir kosningarnar haustið 1979, varð Thorbjörn Fálldin forsætisráð- herra að nýju. Hvað nú gerist í sænskum stjórnmálum er ekki gott að segja. Möguleikarnir eru þrír. í fyrsta lagi, að Fálldin segi af sér og biðjist lausnar fyrir alla stjórnina. Ef sú verður raunin á, er mögulegt, að hann myndi minnihlutastjórn miðflokkanna tveggja, eða að efnt verði til nýrra kosninga. í öðru lagi getur Fálldin reynt að sitja áfram, með minnihlutastjórn miðflokk- anna tveggja, en þá má búast við mikilli gagnrýni frá öðrum flokk- um, og trúlegt er, að jafnaðarmenn lýsi þá vantrausti, er hljóta mun stuðning Hægriflokksins. Þriðji möguleikinn er, að öll stjórnin fari frá og til nýrra kosninga komi, en nýjar kosningar verða ella haustið 1982. Gösta Bohman Alexander Haig á utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins: Viöræður um takmörkun kjamorkuvopna í árslok RómaborK. I. maf. — AP. ALEXANDER M. Haig, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna. skýrði frá því á fundi utanríkis- ráðherra Atlantshafsbandalags- ins i dag. að Bandaríkjastjórn hefði í hyggju að hefja viðraeður við Sovétmenn seinna á þessu ári um takmörkun kjarnurkuvopna i Evrópu. Þá kom það í fyrsta skipti opinberlega fram, að Ron- ald Reagan Bandarikjaforseti hefur sent Leonid Brezhnev, for- scta Sovétríkjanna, margra síðna handskrifað bréf, sem svar við bréfi Brezhnevs í marz. Ekki var skýrt frá efni bréfs Reagans. Heimildir af utanríkisráðherra- fundinum hermdu, að Haig hefði skýrt ráðherrunum frá því að hann mundi eiga viðræður um Reagan og Brezhnev skiptast á bréfum ársbyrjun 1983. Samkvæmt upp- þessi mál við Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, þegar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kæmi saman í septem- ber. Einnig kynnu embættismenn að hittast áður til undirbúnings fyrirhugaðra viðræðna. Haig sagði, að viðræðurnar stæðu og féllu með hegðan Sovét- ríkjanna á alþjóðavettvangi, og sagði hann að í því sambandi gæti aukinn þrýstingur þeirra á Pól- land stofnað viðræðunum í hættu. Ennfremur sagði Haig að árangur viðræðnanna gæti oltið á því hvort Atlantshafsbandalagið héldi fast við þá ákvörðun sína að staðsetja 572 bandarískar kjarnorkueld- flaugar í fimm Evrópuríkjum í Ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra og Alexander M. Ilaig utanrikisráðherra Bandarikjanna heilsast i bandariska sendiráðinu i Rómaborg, skömmu fyrir fund utanrikisráðherra Atlantshafsbanda- lagsins. Simamynd AP. lýsingum sem dreift var á fundi utanríkisráðherranna hafa Sovét- menn komið 1.040 kjarnorkueld- flaugum fyrir í járntjaldslöndun- um er beint er að Vestur-Evrópu. Tilkynningunni um fyrirhugað- ar viðræður við Sovétmenn var fagnað á fundinum, þótt sumir fulltrúar, einkum fulltrúar frá V-Þýzkalandi, Belgíu, Hollandi og Ítalíu, hefðu látið í ljós vonir um að viðræðurnar hæfust fyrr en ráð er fyrir gert. Á fundinum var gerð samþykkt þar sem hvatt var til alþjóðlegrar samvinnu til að sporna við hryðjuverkum. Jafn- framt fordæmdu ráðherrarnir pólitísk hryðjuverk, er farið hafa stigvaxandi að undanförnu. Dagar Sands eru senn taldir Bolfast. i. mal. AP. Ilundruð ungmenna brutu niður vegtálma og vörpuðu benz- ínsprengjum að svcitum log- reglumanna og brezkra her- manna i hvcrfum kaþólskra við Falls Road i vesturhluta Belfast í dag og við Short Strand, en í þessum hverfum nýtur ólöglegi lýðveldisherinn (IRA) mikillar samúðar. Unglingarnir vildu með þessu votta Bobby Sands. hinum dauð- vona skæruliða IRA. stuðning sinn. en i átökum slasaðist lög- regluþjónn og tjón var unnið á bifreiðum og mannvirkjum. Hofðu unglingarnir að vettugi áskoranir leiðtoga kaþólskra og mótmælenda. fjölskyldu Sands og Bernadettu Devlin. um að sýna stillingu. Bobby Sands lá enn í dái í kvöld, en hann færist óðum nær dauðanum. Er hann meðvitund- arlaus og verður lífi hans trauðla bjargað. Ættingjar hans og prestur stóðu við dánarbeð hans í sjúkrahúsi Maze-fangelsisins. „Það er aðeins tímaspursmál hvenær hann deyr,“ sagði yfir- maður kosningabaráttu Sands, sem kosinn var á þing 9. apríl síðastliðinn, við blaðamenn í gærkvöldi. Charles Haughey forsætisráð- herra írska lýðveldisins lét undan þrýstingi stuðningsmanna Sands í dag, og hvatti mannréttinda- nefnd Evrópu til að skerast í leikinn, þótt á elleftu stundu væri, og fá brezk yfirvöld til að slaka á afstöðu sinni, en brezk yfirvöld hafa neitað að verða við kröfum hinna sveltandi hryðju- verkamanna, sem heimta að vera skoðaðir sem pólitískir fangar. Þegar ekki vár orðið við þeim kröfum fóru þeir í hungurverk- fall, en ásamt Sands svelta þrír hryðjuverkamenn IRA til viðbót- ar, þar á meðal hættulegustu og eftirlýstustu hryðjuverkamenn samtakanna, og eru þeir nær dauða en lífi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.