Morgunblaðið - 05.05.1981, Síða 3

Morgunblaðið - 05.05.1981, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1981 3 Það er næg vinna fyrir unga sem aldna við fiskverkun á Fáskrúðsfirði Um þessar mundir. Ljóstn. Mbl. Alhrrt Krmp. Fáskrúðsfjörður: Góður af li að undanförnu 19. áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar: Kjell Bækkelund einleikari NK. FIMMTUDAG. 7. maí. kl. 20.30 mun Sinfóníuhljómsveit íslands halda sina 19. áskrift- artónleika á þessu starfsári. Efnisskráin á þessum tónleik- um verður sem hér segir: Jón Leifs — Minni Islands, Grieg — Píanókonsert, Cesar Frank — Sinfónía í d-moll. Efnisskrá tónleikanna verður sú sama og hljómsveitin leikur á tónlistarhátíðinni í Wiesbaden í Þýskalandi 15. maí nk. en hljómsveitinni hefur verið boðið þangað til að halda eina tón- leika. Hljómsveitarstjóri er Jean- Pierre Jacquillat, hann hefur oft stjórnað Sinfóníuhljómsveit ís- lands áður, og var nýlega ráðinn aðalstjórnandi hennar næstu þrjú árin. Hann hefur stjórnað fjölda hljómsveita, austan hafs og vestan, og meðal annars verið einn af aðalstjórnendum Orchestre de Paris og við óper- una í Lyon. Hann fæddist í Versölum 1935 og er franskur ríkisborgari. Einleikari á tónleikunum er norski píanóleikarinn Kjell Bækkelund. Hann fæddist í Osló árið 1930. Fimm ára gamall byrjaði hann að læra á píanó og átta ára gamall lék hann einleik með Philharmóníuhljómsveit- inni í Osló. Kjell Bækkelund hefur haldið tónleika í flestum löndum Evr- ópu, Ráðstjórnarríkjunum, Austurlöndum nær og fjær, í Asíu, Norður- og Suður-Amer- íku. Hann hefur komið fram í útvarpi og sjónvarpi víða og leikið inn á fjölmargar hljóm- plötur, m.a. fyrir RCA píanók- onserta eftir Grieg, Liszt, Rach- maninoff, Schumann og Tschai- kofsky og Deutsche Gtammo- phon-píanókonserta eftir Grieg og Sinding. Kjell Bækkelund vann 1. verð- laun í Norrænni keppni hljóð- færaleikara 1953 og sama ár var hann kjörinn „Píanóleikari árs- ins“ í London og var sæmdur „Paderewski-orðunni" í London 1958. Hann hefur leikið undir stjórn m.a. Herbert Blomstedt, Miltiades Caridis, Dean Dixon', Okko Kamu, Eugene Ormandy, Wilhelm von Otterloo o.fl. Auknar niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum: Þýðir um 0,5% minni hækkun vísitölunnar Fáskrúðsfirði. i. mai. ALLAN aprílmánuð hefur verið mjög góður afli. bæði hjá togur- um og bátum. Heildarafli þriggja netabáta var 1693 tonn um síð- ustu mánaðamót, en var á sama tíma í fyrra 1750 lestir hjá jafn mörgum bátum. en þá var mun betri aíli í janúar og febrúar. Aflahæsti báturinn núna er Sólborg SU 202 með 644 lestir, en var á sama tíma í fyrra með 732 lestir. Síðan í febrúar hefur afli togaranna verið mjög góður og eru Rætt um loðnu- stofninn í Osló eftir tvær vikur FISKIFRÆÐINGAR hafa lagt til, að í sumar og á næstu vetrarvertíð verði ekki leyft að veiða meira en 700 þúsund lestir úr íslenzka loðnustofninum. Fundur í ís- lenzk-norsku fiskveiðinefndinni verður haldinn í Osló 19. maí og þá verður tekin ákvörðun um leyfi- legan hámarksafla úr loðnustofn- inum. I nefndinni sitja ráðu- neytisstjórarnir Jón Arnalds og Gunnar Gundersen, en auk þeirra mæta vísindamenn á fund nefnd- arinnar. Á þessum fundi verður einnig rætt um síldveiðar við Noreg og kolmunnaveiðar. þeir komnir með 2907 lestir frá áramótum. Hoffell SU 80 er með 1692 lestir, aflaverðmæti 5.902.834 krónur, Ljósafellið er með 1215 lestir, aflaverðmæti 3.590.773 krónur. Þessum afla hefur að mestu leyti verið landað hér heima og farið í vinnslu hjá þremur vinnslustöðvum. Ýmist er fiskur- inn frystur, saltaður eða hengdur og hefur miklu meira verið sett í herzlu nú en áður. — Albert NIÐURGREIÐSLUR á landbún aðarvörum voru auknar nokkuð um mánaðamótin, sem hefur í för með sér 2—14% lækkun á búvöru- verði, en búvöruverðið mun síðan væntanlcga hækka verulega á nýjan leik um næstu mánaðamót. Mest varð lækkunin nú á kartöfl- um, cða 14%. Séu tekin dæmi um lækkunina, þá lækkar venjulegt súpukjöt úr 32,90 krónum hvert kíló í 32,15 krónur. Lambalæri iækkar úr 39,70 krónum í 38,95 krónur hvert kíló. Hvert kíló af kartöflum lækkar úr 3,73 krónum hvert kíló í fimm kílógramma umbúðum í 3,28 krón- ur. Mjólkurlítrinn lækkar úr 4,60 krónum í 4,45 krónur og kíló smjörs lækkar úr 51,05 krónum í 49 krónur. Kostnaðurinn við þessar auknu niðurgreiðslur ríkissjóðs á land- búnaðarvörum er um 70 milljónir króna, sem mun væntanlega þýða liðlega 05% minni hækkun vísi- tölunnar. Enn ekkert sam- komulag við EBE FUNDI íslendinga og Efnahags- bandalags Evrópu um hafsvæðið milli íslands og Grænlands og hugsanlegan rammasamning um fiskveiðar og -verndun á þessu svæði lauk í Brússel siðastliðinn fimmtudag. Lítið miðaði i sam- komulagsátt á fundinum, en ákveðið var að halda viðræðum áfram. Visindamenn frá íslandi og EBE hittast á næstunni og i júlímánuði er fyrirhugaður ann- ar fundur embættismanna. Á fundinum í Brússel voru þeir Már Elisson. Jón Arnalds, Ilann- es Ilafstein og Jakob Magnússon fulltrúar íslands. Á fundinum í Brússel í síðustu viku voru kynntar hugmyndir íslendinga og kröfur um friðunar- aðgerðir á þessu svæði, m.a. um sömu möskvastærð og gildir hér við land, lokun svæða og slíkar aðgerðir til verndar ungfiski. Þá er ein aðalkrafa íslendinga, að ákveðinn verði hámarksafli á svæðinu og leyfilegum afla verði síðan skipt í ákveðnu hlutfalli milli íslands og EBE. Verulegur ágreiningur er á milli aðila og engir fiskveiðisamningar eru í gildi. Kann það að hafa i för með sér, að skip frá Efnahagsbandalaginu stundi loðnuveiðar í stórum stíl vestan miðlínu milli Islands og Grænlands í sumar án tillits til þess samkomulags, sem Islend- ingar og Norðmenn hafa gert um hámarksafla úr íslenzka loðnu- stofninum við ísland og Jan May- en og skiptingu hans milli þjóð- Engar viðræður við lækna ennþá ÞORSTEINN Geirsson, skrif- stofustjóri i fjármálaráðu- neytinu. sagði i samtali við Mhl., að engar viðræður hefðu ennþá farið fram milli fulltrúa rikisins og lækna á rikisspitUölunum, scm hyggjast ganga út á hilinu 15,—20. maí nk. verði ekki orðið við kröfum þeirra um bætt kjör. Hins vegar myndu væntanlega fara fram óformlegar viðræður milli fulltrúa ríkisins og fulltrúa Læknafélags íslands, þó svo að um persónubundnar uppsagnir sé að ræða. Um tveir þriðju hlutar allra lækna á ríkisspítölunum hafa sagt upp starfi sínu. Aðeins yfirlæknar og aðstoðarlæknar, sem ráðnir hafa verið til skamms tíma hafa ekki í hyggju að ganga út. DAIHATSU CHARADE1981 Japanskur gæðabíll á frábæru verði Kr. 70.700 -— Kr. 46.300^ ' meö ryövörn de luxe gerð. i&bL~ J Kraftamikill, sparneytinn, rúmgódur og öruggur. DAIHATSU CHARADE er bíll 9. áratugsins. Viöurkennd varahluta- og verkstæöisþjónusta. „ _ .. . __ simar 85870 Daihatsuumboðið Armula 23 39179

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.