Morgunblaðið - 05.05.1981, Side 5

Morgunblaðið - 05.05.1981, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1981 5 og einkaumhoðsmenn um land allt Fréttaritararnir 15 sóttu heim forseta íslands í gær og tók Emilía Björg ljósm. Mbl. þessa mynd af þeim þar. 15 erlendir fréttaritarar frá Kaupmannahöfn í heimsókn HÉRLENDIS eru staddir þessa dagana í boði Flugleiða og utanríkisráðuneytisins 15 erlendir fréttaritarar, sem eiga það sameiginlegt að vera staðsettir í Kaupmannahöfn. Fréttaritarar þessir eru starfandi fyrir mörg vel þekkt blöð, svo sem Observer í London, Le Monde í Frakklandi og fleiri. Fréttaritararnir komu til landsins sl. sunnudag og fara aftur á föstudag. Þeir heimsækja m.a. Akureyri og Vestmannaeyjar í dag, auk þess kynna þeir sér starfsemi fjölmargra stofnana. I gærmorgun heimsóttu þeir Alþingi og ræddu við forseta sameinaðs þings. Síðdegis sátu þeir boð forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur. Styrktarfélag Sogns: Málverkaupp- boð í kvöld MÁLVERKAUPPBOÐ Styrktar félags meðfcrðarheimilis SÁÁ að Sogni, Ölfusi. verður haldið i kvöld klukkan 20.30 i Súlnasal Hótel Sögu. Hér um ræðir rúmlega 50 verk sem Styrktarfélagið hefur fengið frá Félagi íslenskra myndlistar- manna. Málverkin öll verða til sýnis í dag milli klukkan 14 til 19, sömuleiðis í Súlnasalnum. Mikilla endurbóta er nú þörf að Sogni, og einnig er fyrirhuguð helmings- stækkun heimilisins ef verkast vill, og vænta Styktarfélagsmenn sér mikils af uppboði þessu. Upp- boðshaldari verður Indriði G. Þor- steinsson. Styðja Fljóts- dalsvirkjun Á FUNDI í Alþýðuflokksfélagi Seyðisfjarðar. hinn 2. maí sl., var samþykkt svofelld ályktun: Fundur í Alþýðuflokksfélagi Seyðisfjarðar 2. maí 1981 skorar á Alþingi að taka sem fyrst ákvörð- un um virkjun í Fljótsdal og iðjuver á Austurlandi. Fundurinn bendir á þá hagkvæmni sem felst í hinni miklu miðlunargetu virkj- unarinnar og jákvæðum áhrifum þess á orkubúskap landsins alls. Jafnframt leggur fundurinn áherzlu á að hraðað verði athug- unum á valkostum í stóriðjumál- um til þess að treysta atvinnu- þróun á Austurlandi. Akranosi. 3. mai. 1. Maí-hátíðarhaldið hér á Akranesi hófst á Akratorgi kl. 14 með því að Lúðrasveit Akraness lék ýmis þjóðlög o.fl. Þarna safnaðist fólk saman til kröfu- göngu niður i Bíóhöllina. Þar flutti Auður Guðbrands- dóttir frá Verkalýðsfélagi Hvera- gerðis aðalræðuna. Þá voru flutt ávörp frá félögum, lesið upp úr bókum o.fl. Lúðrasveitin skemmti einnig gestum Bíóhallarinnar og voru menn ánægðir með frammi- stöðu hennar. Kröfugangan var fámenn og fáninn rauði var þar í fararbroddi með þeim íslenzka. Það virðist ekki mikill áhugi hjá fólkinu fyrir kröfugöngum. — Er treyst meira á ríkisforsjá en eigin mátt og megin? Júlíux IlvrraKerði. 4. mai. Á SKRIFSTOFU Hveragerðis- hrepps eru nýir starfsmenn að hefja störf þessa dagana. Þarna er um að ræða störf gjaldkera. 1. maí-kröfugangan á Akranesi. 1. maí á Akranesi: Ekki mikill áhugi fyrir kröfugöngum ritara. innheimtumanns og al- mennt skrifstofustarf. í starf innheimtumanns er nú ráðið í fyrsta sinn, en það kemur til af því, að skrifstofa rafveitunn- ar er nú sameinuð hreppsskrif- stofunni og verður innheimtan færð undir einn hatt. Starfsstúlkurnar þrjár, sem unnið hafa árum saman á skrif- stofunni og reynzt mjög góðir starfskraftar, sögðu upp störfum sínum fyrir þremur mánuðum vegna launadeilna við hrepps- nefndina. Þá hefur nýr verkstjóri hafið störf hjá hreppnum, en sá, sem gegndi því starfi nokkur síðastlið- in ár, hyggst flytja héðan. Tel ég víst, að allir Hvergerð- ingar óski nýja starfsfólkinu góðs gengis og þakki fráfarandi fólki fyrir góð störf á liðnum árum. — Sigrún. Nýtt starfefólk hjá Hveragerðishreppi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.