Morgunblaðið - 05.05.1981, Page 14

Morgunblaðið - 05.05.1981, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1981 Pulitzer-verðlaunin banda- rísku eru eftirsóttasta viður- kenninn. sem nokkur hiaðamað- ur eða frcttablað þar i landi Ketur fengið. Áður en kom til úthiutunarinnar nú i ár hafði stórblaðið The Washinjíton Post 16 sinnum fenjíið þessi verðlaun fyrir frábæra fréttamennsku og því þótti mórKum sem það væri aðcins árétting á þeim orðstír. sem hlaðið hefur getið sér, þe>?ar tilkynnt var um miðjan síðasta mánuð. að rétt einu sinni enn hefði því fallið þessi heiður í skaut. Öllum eru i fersku minni uppljóstranir hlaðsins ok blaða- mannanna Bob Woodwards og Carl Bernsteins, sem leiddu til þess, að upp komst um Water- Kate-hn'eykslið, en til þeirra skrifa cr lönKum vitnað sem upphafs svokallaðrar rann- sóknarhlaðamennsku. Fyrir það fcngu þeir Woodward og Bern- stein Pulitzer-verðlaunin. Að þessu sinni voru þau veitt Janet Cooke. 26 ára Kamalli blaðakonu, fyrir átakanlega frásöKn um .lleim Jimmys“. átta ára gamlan drenK. sem orðinn var heróín- sjúklinKur ok lifði fyrir það eitt að fá sinn daKleKa skammt af eitrinu. Cooke fékk verðlaunin mánudaKÍnn 13. apríl sl. Tveimur döKum síðar. miðvikudaKÍnn 15., baðst The WashinKton Post af- sökunar, skilaði verðlaununum (>K upplýsti, að saKan af Jimmy væri uppspuni frá rótum. Slikt reKÍnhneyksli hefur ekki fyrr orðið í 61 ára söku handarisku Pulitzer-verðlaunanna. Janet Cooke, höfundur verð- launaKreinarinnar um Jimmy, er 26 ára Kömul, svört og glæsileg og þótti um margt dæmigerð fyrir þær breytingar, sem orðið hafa á bandarískri blaðamannastétt á síðustu árum en hér áður fyrr voru það eingöngu karlmenn, hvít- ir karlmenn, sem þóttust fullfærir fréttaritarar. Þá var ekki vitnis- burðurinn, sem Cooke bar sjálfri sér síðri. Eftir því sem henni sagðist sjálfri frá, hafði hún útskrifast frá Vassar-skólanum með láði, öðlast meistaragráðu við háskólann í Toledo og lagt stund á nám við Sorbonne i París. Einnig kvaðst hún vera mælt á fjögur tungumái. „Saiían um Jimmy" komst á kreik Janet Cooke gerðist blaðamaður á The Washington Post snemma á síðasta ári. Á sl. sumri, þegar hún var að vinna að grein um eitur- lyfjaneyslu, kom hún einu sinni aí máli við einn ritstjóranna, Milton Coleman, og kvaðst hafa frétt af átta ára gömlum heróínsjúklingi. „Finndu barnið," sagði Coleman, „það verður forsíðufrétt.“ Nokkrum vikum seinna kom Cooke aftur á fund Colemans og sagðist hafa fundið barnið. Yfir- boðarar hennar höfðu þá þegar samþykkt, að hún fengi að skrifa grein um málið án þess að heim- ildarmanna væri getið enda al- siða, að sá háttur sé á hafður þegar mikið þykir liggja við. Fréttin eða greinin, sem Janet Cooke lagði svo á borð ritstjór- anna, var átakanleg og harmræn frásögn af ömurleika stórborgar- lífsins og ritstjórarnir voru í sjöunda himni. Cooke hafði að vísu aldrei sagt þeim hverjar heimildir hennar væru en þeir sáu enga ástæðu til að ætla, að ekki væri allt með felldu. „Hún hafði unnið að þessu í nokkurn tíma og látið okkur vita jafnóðum og hún komst að ein- hverju," sagði Bob Woodward, aðstoðarritstjóri, sem árið 1973 fékk Pulitzer-verðlaunin ásamt Carl Bernstein fyrir að koma upp um Watergate-hneykslið. „Það var ekki eins og hún hefði komið til okkar hlaðskeilandi einhvern dag- inn og sagt sem svo: Það er fljúgandi furðuhlutur í garðinum bak við húsið mitt.“ Birting Kreinarinnar OK leitin að ,.Jimmy“ Greinin um Jimmy birtist í The TbeWasfaington ftet September 28,1980 ■IIMMTS WORLD 8-Year-Old HeroinAddict Lives for a Fix By Janet Cooke wumntion Pojt suff wnur Jimmy is 8 years old and a third-generation heroin addict, a precocious little boy with sandy hair, velvety brown eyes and nee- dle marks freckling the baby- smooth skin of his thin brown arms. He nestles in a large, beige re- clining chair in the living room of Verðlauna- sagan og Jimmy. héró- ínsjúklingur- inn, sem aldrei var til. Pulitzer-verðlaun á fölskum f orsendum Sagan um eitthvert mesta hneyksli í bandarískri blaðasögu Washington Post 28. september sl. og ritstjórarnir áttu von á því, að hún ylli nokkru uppnámi og það gerði hún svo sannarlega. Þó að menn séu ýmsu vanir í stórborg- unum vestra þótti nú skörin vera farin að færast nokkuð mikið upp í bekkinn og borgarstjórinn í Washington, Marion S. Barry, skipaði lögreglunni þegar í stað að hafa uppi á drengnum svo að hægt væri að koma honum til hjálpar. Leitin að Jimmy bar hins vegar engan árangur þrátt fyrir ákafa eftirgrennslan lögreglumanna og fjölda félagsmálafulltrúa og Barry borgarstjóri hótaði þá að lögsækja blaðið og neyða það þannig til að segja til drengsins. Barry lét jafnframt í ljós miklar efasemdir um, að „Jimmy" hefði yfirleitt nokkurn tíma verið til og sagðist ekki trúa því að óreyndu, að móðir slíks drengs og eiturlyfjasali leyfðu fréttamanni að horfa á þegar þau sprautuðu hann. Ritstjórarnir komu strax Cooke til varnar og sögðu, að lögsókn á hendur blaðinu til þess að fá það til að geta heimildar væri brot á þeirri grein stjórnarskrárinnar, sem tryggja ætti frelsi fjölmiðl- anna. Efasemdirnar vakna Þegar hér var komið voru þó ýmsir blaðamenn á The Washing- ton Post farnir að velta því fyrir sér í alvöru, að borgarstjórinn kynni að hafa rétt fyrir sér, að það væri enginn „Jimmy" til, og tor- tryggnastir allra voru kynbræður Cookes í hópi fréttamannanna. Þeim þótti sem lýsingar hennar á fátækrahverfinu þar sem „Jimmy" átti að eiga heima væru dálítið Janet Cooke, Pulitzer-verðlaunahafi. undarlegar og ekkert líkar því, að hún væri þar öllum hnútum kunn- ug eins og hún vildi vera láta. Það var þó sú staðreynd, að lögreglunni tókst ekki að finna drenginn, sem varð til þess, að Milton Coleman ákvað að fara sjálfur með Cooke á fund drengs- ins til að fullvissa sig um, að hann væri ekki bara hugarfóstur blaðamannsins. Áður en til þess kom þó, tilkynnti Cooke Coleman, að hún hefði sjálf farið til mæðg- inanna og hefðu þau þá verið á förum brott úr borginni. Móðir „Jimmys", sagði Cooke, óttaðist um líf sitt því að vinur hennar, eiturlyfjasalinn, hefði haft í hót- unum við hana. Grunsemdir Colemans stilltust lítt við þetta þó að ekkert væri gert að sinni, og ekki bætti það heldur úr skák þegar Janet Cooke afhenti ritstjórunum aðra grein, að þessu sinni um 14 ára gamla vændiskonu, án þess að nokkurra heimilda væri getið. Nú var þess krafist afdráttarlaust, að hún segði til sögupersónanna og þegar hún gat það ekki var greininni kastað í ruslakörfuna. Illutur ritstjóranna Enginn ritstjóranna hafði nokkru sinni sagt það beinum orðum við Janet Cooke, að þeir grunuðu hana um græsku, þó að þeir ræddu það gjarna í sinn hóp. „Að láta í ljós efasemdir hefði verið það sama og að segja, að blaðamanninum væri ekki treyst," sagði Coleman, „og það gerir maður ekki nema maður sé alveg _ THKI-JKI Pn/ITERPRIZE kUKFKYII KKWKniM; JANíTCOOKE 5J)c hlasjjington |Jost TllirillOAV «PRII | • ~ Lil. < President Pardons 2 Ex*FBI Officials Guilty in Breakdns 20 Million e Income ;an’s Plan PokI Reporter’s Pulitzer Prize Is Wilhdrawn The Washington Post varði heilli síðu til að segja lesendum frá því, að Pulitzer-verðlaunin hefðu fallið fréttamanni á blaðinu í skaut... en fáum dögum síðar varð blaðið að viðurkenna, að sagan væri uppspuni. að verðlaunin hefðu verið afþökkuð. -I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.