Morgunblaðið - 05.05.1981, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAI 1981
15
viss. Slíkt gæti eyðilagt frétta-
manninn."
En hvers vegna, með tilliti til
allra grunsemdanna, var þá
„Heimur Jimmys" tilnefnd til
æðstu verðlauna, sem bandarísk-
um blaðamanni getur hlotnast?
Benjamin C. Bradlee, ritstjóri The
Washington Post, svaraði þessari
spurningu þannig: „Með því að
mæla ekki með greininni hefðum
við verið að viðurkenna það, sem
við vildum ekki trúa, það, að við
tryðum ekki að frásögnin væri
sannleikanum samkvæm." Cole-
man bætti því við, að einnig hefði
verið um að ræða eðlilegan
„starfsmetnað. Við höfðum þegar
birt greinina á forsíðu og urðum
því að standa og falla með henni."
Verðlaunaveitingin
Ritstjórarnir mæltu sem sagt
með því, að „Heimur Jimmys" yrði
metin til verðlauna í þeim flokki
þar sem fjallað er um staðbundn-
ar frásagnir og þó að dómnefndar-
mennirnir væru hrifnir af sögunni
' varð útkoman sú, að blaðið The
Longview Daily News bæri verð-
launin fyrir fréttaflutning af eld-
gosinu í St. Helens. Dómararnir
voru samt ákveðnir í að „Heimur
Jimmys" væri verðlauna verð og
til að koma því í kring fluttu þeir
hana yfir í annan flokk, þar sem
fjallað er um greinaskrif eða
yfirlitsgreinar, og verðlaunuðu
hana þar.
Þessar aðfarir voru reyndar
dálítið skrítnar því að þeir, sem
raunverulega áttu að dæma um
greinaskrif, sáu aldrei söguna um
hann „Jimmy", hvað þá meir. Þeir
brugðust enda ókvæða við og
halda því nú fram, að koma hefði
mátt í veg fyrir þetta hneyksli ef
rétt hefði verið að staðið.
Skammvinn frægð
Janet Cooke baðaði sig ekki
lengi í frægðarljóma Pulitzer-
verðlaunanna. Fréttamenn, sem
vildu fá að vita eitthvað meira um
þennan glæsilega verðlaunahafa,
komust fljótt að því, að það var
maðkur í mysunni og Cooke ekki
jafn fjölmenntuð og hún sagði
sjálf. Raunar kom í ljós, að hún
hafði hætt námi við Vassar-skól-
ann eftir aðeins einn vetur og
hafði aðeins minniháttar próf-
gráðu frá háskólanum í Toledo.
Með þessa vitneskju í höndun-
um var nú ekki lengur beðið
boðanna með að yfirheyra Cooke
og fá botn í málið í eitt skipti fyrir
öll. Lengi vel neitaði Cooke harð-
lega að hafa farið með rangt mál
en henni voru engin grið gefin. í
tíu klukkustundir samfleytt
þjörmuðu ritstjórarnir að henni
og þó að hún viðurkenndi að vísu,
að þetta með prófgráðurnar væri
nokkuð málum blandið, þá vildi
hún ekki gefa sig að öðru leyti.
„Þér ferst eins og Richard
Nixon," sagði Ben Bradlee ritstjóri
við Cooke. „Þú ert að reyna að róta
yfir skítinn." Síðan lét hann reyna
á hina rómuðu málakunnáttu
Cookes og bað hana um að segja
við sig tvö orð á portúgölsku. Það
gat Janet Cooke ekki og nú féll
hún saman og játaði allt. „Jimmy"
var hvergi til nema í hennar
hugarheimi.
Beöist afsökunar
Benjamin C. Bradlee lét nú
hendur standa fram úr ermum.
Hann sendi Pulitzer-nefndinni
skeyti og sagði þar, að Cooke gæti
ekki veitt verðlaununum viðtöku
vegna þess einfaldlega, að sagan
um „Jimmy" væri tilbúningur og
uppspuni frá rótum. Nokkrum
stundum síðar var boðað til
blaðamannafundar þar sem útgef-
andi The Washington Post sagði
m.a.: „Við stöndum við okkar skrif
þegar við förum með rétt mál, og
þegar okkur skjátlast, þá viður-
kennum við það.“ Daginn eftir var
sagt frá allri svikasögunni á
forsíðu blaðsins og leiðarinn hófst
á þessum orðum: „Við biðjumst
afsökunar."
Hver var „Deep Throat“?
Þetta mál allt hefur valdið
Bob Woodward
reyndir blaðamenn létu blekkjast
af jafn einföldu bragði án þess að
ganga úr skugga um það sjálfir, að
rétt væri með farið?
Það er rannsóknarblaða-
mennskan svokallaða sem hefur
þó trúlega beðið mestan hnekki.
Hver var „Deep Throat"? er nú
spurt. Uppljóstrarinn í Water-
gate-málinu, sem lak fréttunum í
þá Woodward og Bernstein. Hvers
vegna hefur hann aldrei komið
fram í dagsljósið? Hann gæti
orðið stórauðugur ef hann vildi
segja sögu sína. Þannig er spurt
og spurt og svarið, sem bandarísk-
ir fjölmiðlar virðast ætla að gefa,
er að taka sjálfa sig taki og gerast
gagnrýnni á það, sem þeir láta
framvegis frá sér fara. Því að eins
og Michael Gartner, ritstjóri Des
Moines Register og Tribune, sagði:
„Þegar grafið er undan áreiðan-
leik The Washington Post er verið
að grafa undan áreiðanleik Des
Moines Register og allra annarra
blaða í landinu."
Ileimildir: Newsweok. Time. Now. NYT.
Sv.
Benjamín C. Bradlee
miklu uppistandi og þykir mörg-
um sem risið á bandarískri blaða-
mennsku sé nú heldur lægra en
áður. Menn minnast nú þess, sem
«KaHan 6e3ynpeMHaFi MOHTawHaa cþopMa.
BbiTb MOweT, H3M cneflOBano
6bi KonnpoBaTb ee.»
„Alveg einstakt kerfi. Við ættum etv. að likja eftir þvi!"
Betri ending
Reynslan hefursýnt, að pústkerfi úrálvörðustáli
endist 20-40% lengur en venjuleg pústkerfi, - bæði
kútar og rör.
Pústkerfi fyrir alla
Fjöðrin h/f framleiðir nú um 50 gerðir af hljóð-
kútum og mörg hundruð gerðir af púströrum - allt
úrálvörðu stáli. Fjöðrin h/f hefur rúmlega 1000
mismunandi gerðir af pústkerfum á lager og í
pöntun.
Úrvalið er gífurlega mikið, enda er vandfundinn
sú bíltegund, sem Fjöðrin getur ekki „þaggað niður
í"!
Góð þjónusta
Fjöðrin h/f er brautryðjandi í sérþjónustu við
íslenska bifreiðaeigendur. Eigin framleiðsla og eigið
verkstæði tryggir góða vöru og gæða framleiöslu.
Hljóðkútar og púströr eru okkar sérgrein, en
vanti þig tjakk, fjaðrir, fjaðrabolta, hosuklemmur,
skíðaboga, farangursgrind, eða smáhluti í bílinn
borgar sig að ræða við okkur.
BfLAyÖRUBUOIN
FJOÐRIN
Skeifan 2 sími 82944
Við getum þaggað niður í þeim flestum!
Milton Coleman
fornkveðið er, að ekki sé vert að
treysta öllu sem birtist í blöðun-
um, og er það enda að vonum.
Hvernig má það vera, að gamal-