Morgunblaðið - 05.05.1981, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAI 1981
17
Sigríður Einarsdóttir:
Virtur skóli
Annað skýrt dæmi um aftur-
haidsstefnu stjórnvalda eru nýju
lögin um verðlagsaðhald, eins og
þau heita opinberlega. Það er
staðreynd að minnst verðbólga er í
þeim löndum Vestur-Evrópu, sem
búa við mest frjálsræði, en mest á
Islandi, þar sem verðlagshöft hafa
verið meiri en nokkurs staðar.
Þrátt fyrir augljósar staðreyndir
af þessu tagi ráða afturhaldssjón-
armiðin enn ferðinni og færast í
aukana.
Ég ætla ekki hér að fara mörgum
orðum um eðli verðlagshafta eða
ræða í smáatriðum um afleiðingar
þessara laga. Kjarni málsins er, að
þau, eins og öll önnur haftalög,
gera rekstur fyrirtækja dýrari og
auka því verðbólgu síðar, þau miða
að því að koma í veg fyrir hagnað í
fyrirtækjum. Það þýðir minni
framleiðni, minni verðmæti til
skipta. Nyt mjólkurkýrinnar fellur
ef fóðrið er skorið við nögl. Sama
gerist í atvinnulífinu. Samtök at-
vinnuveganna verða því, á grund-
velli framfara- og atorkusjónar-
miða, að snúast gegn hvers konar
höftum.
Auðvitað er það svo, að með
hægum hagvexti eða engum, og
minnkandi þjóðartekjum á mann
verða hin sígildu vandamál varð-
andi tekjuskiptinguna stöðugt erf-
iðari úrlausnar. Það var einmitt við
þessar aðstæður, sem kjara-
samningar fóru fram á síðasta ári.
Og á þessu ári verður svigrúmið
enn þrengra.
Mið þarf að taka
af efnahagsleg-
um takmörkunum
Kjarasamningarnir á síðasta ári
voru um margt athyglisverðir fyrir
utan það hversu langan tíma þeir
tóku. Frá öndverðu var það stefna
Vinnuveitendasambandsins að
leggja efnahagslegar forsendur til
grundvallar samningsgerðinni. En
helsta nýmælið var á hinn bóginn
fólgið í því frumkvæði sem Vinnu-
veitendasambandið tók, með tillög-
um um einn sameiginlegan launa-
stiga. Frá öndverðu var ljóst að sú
kerfisbreyting myndi leiða til
nokkurar launahækkunar. Ríkið
setti hins vegar strik í samninga-
viðræðurnar á mjög viðkvæmu
stigi með samkomulagi við opin-
bera starfsmenn, sem gert var á
allt öðrum grundvelli. Tillögur
sáttanefndar byggðust í framhaldi
af samningum við opinbera starfs-
menn á því, að leggja útkomu
þeirra við þann kerfisbreytingar-
grundvöll, sem viðræðurnar við
ASÍ byggðust á. Að lokum var það
mat framkvæmdastjórnar, að
framhald togstreitunnar, sem stað-
ið hafði í 10 mánuði, myndi ekki
leiða til hófsamari samninga en
fólust í tillögum sáttanefndar.
Þó að þannig hafi ekki tekist að
halda samningunum innan þeirra
marka sem efnahagslegar forsend-
ur settu, má hiklaust fullyrða, að
kerfisbreytingn með einn launa-
stiga hafi verið mikið framfara-
spor og sú almenna 5—6% launa-
hækkun er kom þar til viðbótar
hafi verið hófsamari en oft áður.
Þegar samningum lauk í október
voru liðin meira en þrjú ár frá því
að heildarkjarasamningar voru til
meðferðar. Niðurstöðuna verður
einnig að skoða í því ljósi.
Miklu máli skiptir, að á þessu ári
verði i ríkari mæli en áður tekið
mið af efnahagslegum takmörkun-
um við endurnýjun kjarasamninga,
sem falla úr gildi 1. nóvember nk.
Frá því markmiði verður ekki
hvikað átakalaust. VSÍ hefur á
undanförnum árum lagt á það ríka
áherslu, að það sé reiðubúið til
samvinnu við stjórnvöld og samtök
launþega, í því skyni að gera
kjarasamninga sem ekki magni
enn frekar verðbólguna. Að þessu
sinni er ástæða til að bjóða enn á
ný til samvinnu um endurskoðun
launaverðbótakerfisins, í því skyni
að draga úr víxlhækkunum kaup-
gjalds og verðlags. Ekki í þeim
tilgangi að rýra lífskjör launþega
heldur til þess að stefna að efna-
hagslegu jafnvægi, sem er ein af
forsendum aukins hagvaxtar og
bættra lífskjara.
Á undanförnum árum hafa svo-
nefndir félagsmálapakkar frá rík-
isstjórn til verkalýðssamtaka verið
snar þáttur í kjarasamningum.
Oftast nær með ærnum útgjöldum
fyrir atvinnuvegina til viðbótar
almennum og sérstökum launa-
hækkunum í ýmsu formi. Við gerð
síðustu kjarasamninga gat Vinnu-
veitendasambandið þó tryggt í við-
ræðum við ríkisstjórnina, að fé-
lagsmálapakkarnir, er þá voru af-
hentir, væru ekki greiddir með
auknum álögum á atvinnufyrir-
tækin. Þetta verður að teljast
umtalsverður árangur. En ekki má
þar við sitja. I tengslum við næstu
kjarasamninga er komið að vinnu-
veitendum að setja fram eigin
kröfur um félagsmálapakka, ekki í
formi ölmusu, heldur aðgerða til
þess að bæta rekstrarskilyrði at-
vinnufyrirtækja.
Frumskilyrði þess að velmegun
geti haldist á íslandi er að rekstr-
arskilyrði hins frjálsa atvinnu-
rekstrar verði bætt og þeim verði
gert auðveldara að starfa að þeirri
verðmætasköpun sem góð lífskjör
hyggjast á.
Kröfur til okkar
sjálfra
Þar sem ljóst virðist, að flestir
hafi nú gert sér grein fyrir, að
megnið af fjárhagslegum vanda
þjóðar okkar er heimatilbúinn,
virðist kominn grundvöllur til að
taka af hugrekki á málunum.
Árangri verður ekki náð með síð-
ustu stundar töfrabrögðum á
þriggja mánaða fresti.
Við íslendingar ættum nú, á
fyrrihluta áttunda áratugsins, að
geta horft björtum augum til
framtíðarinnar, ef okkur auðnast
að halda vel á okkar málum, betur
en nokkur undanfarin ár. Ég hef
hér að framan gert kröfur til þess
opinbera m.a. um bættan starfs-
grundvöll, en okkur er ekki nægi-
legt aðeins að gera kröfur til
annarra. Við allir íslendingar,
verðum að læra að gera einnig
kröfur til okkar sjálfra, hver og
einn, ef árangur á að nást. Ég vil
því að lokum beina orðum mínum
til meðlima Vinnuveitendasam-
bandsins og starfsmanna þeirra.
í ræðu minni á þessum stað í
fyrra brýndi ég fyrir þingmönnum
okkar, án sýnilegs árangurs, að
skapa fyrirtækjunum starfs-
grundvöll. En það er ekki nægjan-
legt að mynda starfsgrundvöll,
Alþingi getur ekki ákveðið rekstur
fyrirtækjanna. Þar kemur að
okkur, starfsmönnum fyrirtækj-
anna, það er okkar starf sem
endanlega ákveður árangurinn,
þann árangur, sem á að verða
grundvöllur framtíðar velmegunar
i þessu landi. Þetta verður best
gert með því að starfsskilyrði
starfsfólk í einkafyrirtækjunum
verði sem best, þannig að það verði
eftirsóknarvert að starfa í hinu
frjálsa atvinnulífi.
Jafnframt verður að tileinka sér
jafnóðum alla nýja tækni, sem er
forsenda þess að auka og viðhalda
samkeppnishæfni fyrirtækjanna.
Vart verður við nokkurn ótta,
vegna hinnar nýju tækni, það er
kannski eðlilegt og það er ekki nýtt
í sögunni. Það er því mikilvægt að
allri tortryggni í því sambandi
verði eytt, því að hver ný tækni
mun er til lengdar lætur hafa
jákvæð áhrif á allt líf og starf í
landinu og bæta hag allra.
Við íslendingar erum fámenn
þjóð, sem búum í stóru, stundum
erfiðu, en auðugu landi. Forfeður
okkar hafa með hugrekki og atorku
lifað af erfiðari tíma en við, sem nú
lifum, getum skilið. Við munum
reynast ættlerar ef við eigum ekki
fyrir okkur bjarta framtíð, en það
eigum við íslendingar, ef við, hver
og einn, fáum að njóta hæfileika
okkar í frjálsu samfélagi. Þá mun
okkur vel farnast og björt framtíð
blasa við þar sem engan heimatil-
búinn skugga ber á.
Vegna skrifa, sem birst hafa í
blöðum að undanförnu um Mynd-
lista- og handíðaskóla Islands, lang-
ar mig sem gamlan nemanda skól-
ans að leggja nokkur orð í belg.
Við sem vorum nemendur skólans
þegar Kurt Zier var skólastjóri
minnumst þess oft með þakklæti
með hve mikilli festu hann hélt á
málum og hversu mikillar ögunar
hann krafðist af okkur í starfi og
námi.
Vissulega komum við inn í skólann
sannfærð um það að þar gætum við
hagað okkur eins og fullmótaðir
listamenn. Við vorum í listaskóla og
við vildum sýna að við gætum
myndað sjálf okkar eigin stefnu.
Kurt Zier lagði ákveðna línu fyrir
okkur strax í upphafi. Hann gerði
okkur grein fyrir því að á meðan við
værum í skólanum, færum við í gegn
um grundvallaratriði í námi og
starfi. Hann sagði meðal annars að
þegar við hefðum útskrifast gætum
við mótað okkar eigin stefnu á þeim
faglega grunni, sem við hefðum
fengið í skólanum. Við áttum erfitt
með að sætta okkur við þetta. Mörg
okkar höfðu ekki gert sér grein fyrir
til hversu mikils var af okkur ætlast.
Við héldum að við gætum dundað við
það sem okkur dytti í hug og með því
móti náð þeim árangri, sem af okkur
var vænst. En við höfum, má ég
fullyrða, flest komist á aðra skoðun.
Með fastmótuðu starfi sínu tókst
Kurt Zier að gera skólann að virtri
stofnun, bæði erlendis og hér heima.
Þetta var afar mikilvægt, því nem-
endur skólans, sem hugðu á frekara
listnám erlendis, áttu sökum þess
mun greiðari aðgang að listaskólum
en annars hefði verið. Þessi festa
Kurt Zier hafði líka afgerandi áhrif
á þá nemendur skólans, sem hurfu
til kennslustarfa í skólum landsins.
Ég verð að segja það eins og er að
með stofnun nýlistadeildar var vikið
verulega frá þeim starfsháttum og
kröfum, sem Kurt Zier markaði. Af
viðtölum mínum við fjölmarga fyrri
nemendur skólans varð ég þess
greinilega vör að þeir urðu fyrir
verulegum vonbrigðum með það
hvert mál skólans stefndu.
Þegar Einar Hákonarson varð
skólastjóri vonuðumst við til að
hann myndi koma málum skólans
aftur til þess vegar sem nauðsynlegt
er svo að hann geti þjónað sínu
mikilvæga hlutverki. Þess vegna
birti yfir okkur þegar við sáum og
heyrðum að Einar ætlaði ekki að
bregðast þeim skyldum, sem honum
hafa verið lagðar á herðar.
Nú hefur Einar hafist handa við
að tryggja það að nemendur skólans
útskrifist úr honum með trausta
faglega menntun. Hann neitar að
taka eina listastefnu (nýlistastefnu)
fram yfir aðrar. Hann gerir miklar
kröfur til ögunar í námi.
Því spyr ég: „Ætlar menntamála-
ráðherra að brjóta þetta niður?
Finnst honum ekki nóg komið af
agaleysi í skólum landsins? Finnst
honum að skólastjóri, sem gerir
kröfur til þess að skóli hans veiti
trausta menntun, hverfi frá starfi,
af því að nemendum finnist betra að
mega gera eins og þeim sýnist?"
Það verður verulega fylgst með
framvindu þessa máls. í nágranna-
löndum okkar er óðum verið að
hverfa frá því frjálsræði, sem leitt
hefur til stjórnleysis í svo mörgum
skólum.
Ætlar menntamálaráðherra virki-
lega að bregðast þeirri skyldu sinni
að styðja við bakið á skólastjóra,
sem bæði hefur vilja og getu til að
móta faglegan skóla, sem ekki tekur
afstöðu til einnar listastefnu fram
yfir aðra?
Ég dáist að kjarki Einars Hákon-
arsonar. Spurningin er hvort yfir-
stjórn menntamála reynist kjark-
laus.
Sigríður Einarsdóttir
myndmenntakennari.