Morgunblaðið - 05.05.1981, Side 18

Morgunblaðið - 05.05.1981, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1981 Þeir, sem hefja garöyrkju á þessu vori, munu flestir þurfa að afla sér áhalda. Hér verður bent á nokkur atriði, sem að gagni mega koma. Ennfremur verður ofurlítið vikið að grasflötum og slætti. Það er meiri vandi en margur aetlar að velja sér áhöld og verkfæri við hæfi. Við Islend- ingar erum vanir því að böðlast áfram við hvaða vinnu sem er en hugsum minna um að vinna á sem léttastan hátt og vinna vel. Vinna getur verið leikur og holl íþrótt, ef vel er að verki staðið. - 0 - Góð garðyrkjuáhöld eru oft alldýr, en ef þau eru vönduð geta Hákon Bjarnason: ast þær í viðnum og verða menn þá að gefast upp við hálfunnið verk. - 0 - Því miður er hirðingu áhalda og hverskyns verkfæra oft mjög ábótavant. En það er hin mesta nauðsyn og sjálfsagt hreinlæti að hirða öll áhöld vel og þrífa þau að loknu hverju verki. Alla mold á að skafa og þvo af, einkum og sér í lagi af öllu járni. Stífir stráburstar eru hentugast- ir til þeirra hluta. Þá ætti einnig að að strjúka yfir skóflublöð og annað járn með klút vættum í olíu, a.m.k. öðru hvoru. Það er besta ryðvörnin, og öll moldar- Nokkur orð um garðyrkju- áhöld og fáein um grasfleti þau enst um fjölda ára, ef vel er með þau farið og um þau hirt. Það er tæpast nauðsyn að kaupa þau öll á sama vori. Menn geta aflað þeirra á nokkrum árum eftir því sem þörf krefur. Aðalatriðið við val áhalda er að ganga úr skugga um að þau fari vel í hendi manns og að þau séu ekki of þung. Sköftin verða að vera úr góðum viði og hörðum og festing við járn lýtalaus. Þau eiga að vera kvistlaus og það á liggja vel í viðnum svo að lítil hætta sé á broti. En allt má brjóta og skemma með því að leggja of mikið á verkfærin og því er best að ætla þeim ekki of mikið áiag. - 0 - Þau áhöld, sem allir verða að eignast við upphaf garðræktar, eru þessi: stunguskófla, stungu- gaffall, garðhrífa, arfaskafa, garðkanna, orf og ljár, hand- sláttuvél, heyhrífa ásamt þjöl og brýni. Síðar verður að bæta fleirum við svo sem: kantskera, limskær- um, litlum og stórum trjáklipp- um, sög, garðslöngu og ef til vill úðunartæki og léttum hjólbör- um. En þetta fer allt eftir stærð garða og því, sem hentar á hverjum stað. í sambandi við val áhalda er rétt að geta nokkurra atriða. Stunguskóflur eru til af ýmsum gerðum, en við vinnu í görðum er best að nota létta skóflu með fremur litlu blaði. Stórar skóflur eru þungar og þreyta óvant fólk, en moldarvinnsla verður líka betri og jafnari með minni skóflum. Gafflar þeir, sem eru á boðstólum, eru flestir af svipaðri gerð. Uppstunga moldarbeða er auðveldari með gaffli en skóflu og vinnslan verður bæði betri og fljótari. Því er sjálfsagt að eiga bæði skóflu og gaffal enda þótt komast megi af með eina skóflu. Til eru tvær gerðir af garðhríf- um, önnur með beinum tindum en hin með örlítið íbognum. Þær síðarnefndu eru betri. Arfasköf- ur eru ódýr og góð áhöld. En fólk verður að beita þeim rétt. Þær eru gerðar til þess að skera illgresið í sundur en ekki til að róta moldinni upp. Fyrir því þurfa þær að- bíta vel, en bitið fer fljótt úf þeim. Til eru sköfur með lausum blöðum, og setja má ný í staðinn þegar þau gömlu eru upp slitin. Þegar að því kemur, að menn þurfi að nota sagir, limskæri og greinaklippur, þá verða menn að eignast bæði grófa og fína þjöl ásamt brýni. Hvað sögum við- kemur skal tekið fram, að sagir, sem notaðar eru á lifandi tré, verða að vera gróftenntar og beittar. Að öðrum kosti klemm- vinna verður margfalt léttari þegar menn hafa spegilfögur áhöld milli handa. Ahöldin þurfa að vera í þurri geymslu á milli þess sem þau eru í þrúki. Þau á að hengja upp á vegg en ekki að standa eða liggja á gólfi, hvert á sínum stað, enda verður þá ekki leit að þeim þegar grípa skal til þeirra. Ennfremur ættu menn að merkja áhöldin, t.d. mála sköftin með skærum lit. Þá gleymast þau síður úti í görðum eða týnast á bak við runna. Sú er raunin, að það margborgar sig að fara vel með áhöldin, mönnum fer að þykja vænt um þau og öll vinna með þeim verður þá léttari. - 0 - Ýmsum kann að þykja ein- kennilegt, að orf og ljár voru nefnd meðal nauðsynlegra verk- færa. En til þess eru eðlilegar orsakir. I öllum görðum eru grasflatir, stórar eða litlar eftir atvikum. Þær þurfa hirðingu eins og allt annað og það er ekki sama hvernig slætti er háttað. Það hefur aldrei þótt gott búskaparlag að beita tún og velli áður en sláttur hefst. Grösin verða að ná töluverðum þroska áður en þau eru slegin. Að öðrum kosti skemmast rætur þeirra, þau gisna og mosateg- undir breiða sig á milli stráanna. Flestir garðeigendur kvarta yfir mosagróðri á grasblettum og kunna engin ráð til að útrýma honum. En með því að lofa grasinu að vaxa eðlilega fram að Jónsmessu í stað þess að fara að slá það seint í maí, eins og víða er gert, tekur að mestu fyrir mosamyndun nema því aðeins að grasfletirnir séu illa framræstir. Þegar grösin fá að vaxa á eðlilegan hátt, verða þau of hávaxin til að unnt sé að slá þau með venjulegum garðsláttuvél- um. Þær eru ekki gerðar fyrir hávaxið gras. Þess vegna þarf fyrsti sláttur að vera með orfi og ljá upp á gamla móðinn. En að honum loknum má beita sláttu- vélum það sem eftir er sumars. Og þá er sjálfsagt að nota litlar handsláttuvélar eða mótorvélar. I norskum garðyrkjúritum er talið að grasfletir þurfi að vera yfir 400 fermetrar til þess að það borgi sig að kaupa mótorsláttu- vélar. Þær eru dýrar og þurfa nákvæmt viðhald en slá ekki hóti betur en handsláttuvélar, sem þurfa lítið viðhald og endast í áratugi með góðri meðferð. Að auki taka þær lítið rými í geymslu. Mosagróðri í grasflötum má halda í skefjum með tröllamjöli, en það er erfitt að gefa reglur um notkun þess. I stað þess má nota hreinan „kjarnaáburð", en sama gildir um notkun hans. Menn verða helst að þreifa sig áfram. En með slætti á réttum tímum ætti að vera vandalítið að losna við of mikinn mosagróður og spara sér margskonar ómak. Jakob V. Hafstein sýnir á Selfossi JAKOB V. Hafstein opnaði mál- verkasýningu i Safnahúsinu á Selfossi síðastliðinn laugardag. Á sýningunni eru 33 verk í olíu, vatnslitum og pastel. Þriðjungur myndanna seldist á tveimur fyrstu sýningardögunum. Myndir Jakobs eru að þessu sinni allar fremur stórar og viðfangs- efnin fjölbreytileg. Sýningin verður opin þessa viku og henni lýkur síðdegis næstkom- andi sunnudag, þann 10. maí. Herjólfur í sumarklæðin Vestmannaeyjaskipið Herjólf- ur hefur verið i slipp í Reykjavík undanfarna daga þar sem skipið var yfirfarið og málað hólf í gólf, en segja má að skipið sé í hvitum kjól því það er ríkjandi litur á þessu vel búna og glæsilega skipi, sem hefur sifellt orðið snarari þáttur i samgöngum milli lands og Eyja. Opið hús í Valhöll 1. maí Opið hús var í Valhöll 1. maí á vegum Sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík í tilefni af hátíðisdegi verkamanna og var mikið fjölmenni. Ávörp fluttu Málhildur Angantýsdóttir, Haraldur Kristjánsson, Sverrir Axelsson og Hilmar Jónasson. Helgi Skúlason, leikari, las úr ljóðum. Þá lék Hafliði Jónsson létt lög á píanó. Þá léku og sungu þeir Pálmi Gunnarsson og Magnús Kjartansson fyrir gesti, en þessi mynd var einmitt tekin meðan á flutningi þeirra félaga stóð. Ljósm. Mbi. Krístján. Húsavík: Vélstjórabraut við gagnfræðaskólaim? Husavík. i. maí. TIL ATHUGUNAR og umræðu er að stofna nýja námsbraut við Gagnfræðaskóla Húsavíkur, vél- stjórabraut. Er stefnt að því, að hægt verði að ljúka námi við skólann, sem veiti réttindi til vélgæzlu allt að 500 hestafla véla og yrði með því bætt úr brýnustu þörfinni, sem hér er fyrir nýja vélstjóra. Á mjög mörgum bátanna eru vélstjórar á undanþágu, vegna þess að þeir hafa ekki full réttindi. Viðræður um málið standa nú yfir við Vélskóla Islands, en ætl- unin er að skipuleggja námið í samræmi við kröfur hans. Áhugi skólamanna hér er mikill á þessu máli og hefur skólastjóri Gagnfræðaskólans hafið könnun á því hversu margir hugsanlega hefðu áhuga á að stunda slíkt nám. — Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.