Morgunblaðið - 05.05.1981, Side 22

Morgunblaðið - 05.05.1981, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1981 Frankfurt yfirspil- aði Kaiserslautern — og varð þýskur bikarmeistari í þriðja sinn EINTRAKT Frankfurt sijfraði í vestur-þýsku bikarkeppninni í knattspyrnu um heÍKÍna, er iiðið ma tti Kaiserslautern í Stuttgart. Lokatolur urðu 3—1 fyrir Frank- ÚRSLIT leikja í 1. deildinni i knattspyrnu í BeÍKÍu um helgina urðu þessi: Molenbeek — CS Brugge 2—2 Beerschot — Beveren 1—0 FH AÐALFUNDUR FH fer fram í kvöld og hefst kl. 20.30 í Æsku- lýðsheimilinu. Stjórnin furt. eftir að staðan i hálfleik hafði verið 2—0. Þetta er í þriðja skiptið sem Eintrakt Frankfurt sigrar í þýsku bikarkeppninni. 70.000 áhorfendur tróðu sér inn á Waterschei — Antwerpen 2—3 FC Brugge — Anderlecht 1—5 FC Liege — Standard Liege 2—2 Courtrai — Berchem 3—0 Beringen — Gent 1—0 Lokeren — Waregem 4—0 Lierse — Winterslag 2—0 Staða efstu liða: Anderlecht 24 5 3 76 23 53 Lokeren 18 6 8 64 39 42 Standard Liegel7 6 9 62 43 40 Beveren 16 8 8 48 30 40 FC Brugge 15 5 12 71 54 35 Winterslag 14 6 12 42 42 34 Neckar-leikvanginn í Stuttgart og sáu lið Frankfurt lengst af yfirspila Kaiserslautern. Frankfurt hóf þegar stórsókn og á 39. mínútu bar sóknin árangur, er Neuberger skoraði fyrsta mark- ið. Og aðeins mínútu síðar má segja að Borchers hafi innsiglað sigurinn er hann bætti öðru marki við. Síðari hálfleikurinn hafði aðeins staðið yfir í eina mínútu, er Kóreumaðurinn Bum Kun Cha skoraði þriðja markið. Undir lok leiksins tókst Geye að minnka muninn með ágætu marki, en allt kom fyrir ekki, lið Frankfurt var svo miklu betra að þessu sinni. Fréttaskeyti frá AP höfðu eftir þjálfara Frankfurt, að lið hans hefði lagt óvenjulega mikla vinnu á sig síðustu 14 daganna fyrir leikinn og hefði það borið ríku- legan ávöxt. Lokeren vann 4-0 Sexton rekinn frá Manch. Utd.! DAVE Sexton, hinn góðkunni framkvæmdastjóri Manchester Utd.. var óvænt rekinn úr stoðu sinni hjá félaginu um helgina, en þar hefur hann setið við stjórn- ina síðustu þrjú keppnistimabil- in. Ástæðan mun vera sú, að yfirstjórn félagsins hefur ekki líkað knattspyrnan sem liðið hef- ur tileinkað sér undir stjórn Sextons. Þykir hún fremur þurr og tilþrifalítil. auk þess sem varnarleikurinn virðist vera í fyrirrúmi. s<)knarleikurinn ein- hæfur og þar fram eftir götun- um. Sexton tók við af Tommy Doch- erty á sínum tíma, en undir stjórn Skotans þótti liðið bera af öðrum liðum hvað varðaði skemmtana- gildi, leikin var sóknarknatt- spyrna á útopnu og upp á gamla „móðinn" með tveimur útherjum. Docherty gerði liðið að bikar- meistara einu sinni, kom liðinu upp úr 2. deild og það náði best þriðja sætinu í 1. deild undir hans stjórn. Sexton stýrði United einn- • Dave Sexton t.h. og aðstoðarmaður hans Tommy Cavanagh, sem einnig var vikið úr starfi. ig á Wembley, en liðið tapaði þar gegn Arsenal. Þá varð liðið í 2. sæti fyrstu deildarinnar keppnis- tímabilið 1979—80. Ula hefur gengið á þessu keppnistímabili, margir leikmenn verið á sjúkra- lista. Þó hefur liðið haldið sér í efri hluta deildarinnar og verður nú líklega í 7.-8. sæti eftir að hafa lokið vertíðinni óvenjulega glæsilega, eða með 7 sigrum í röð og 9 leikjum án taps. Brottrekstur Sextons kemur því verulega á óvart og líklegt er að hann hafi ýmsar hræringar í för með sér, þar sem margir leikmanna liðsins eru ekki ánægðir með endalok þessa máls. Dularfullir straumar og æðri skilningarvit — aðstoða glúrinn kylfing að nafni McCrord GARRY nokkur McCrord hefur Houston-meistaramótinu í golfi. vakið mikla athygli á opna McCrord þessi segir sig vera Fyrsta golfmót ársins FYRSTA OPNA golfmót ársins verður haldið laugardaginn 9. mai hjá Golfklúbbnum Keili, Ilafnarfirði. Leiknar verða 18 holur með 7/8 forgjöf og gefnir punktar fyrir hverja holu. Verðlaun til keppninnar gefur fyrirtækið Th. Þorsteinsson, sem er umboðsaðili fyrir Finlux á Islandi. Veitt verða þrenn verð- laun sem eru ferða stereóútvarps- og kassettutæki. Auk þess gefur fyrirtækið 26“ litsjónvarpstæki takist einhverjum að fara holu í höggi á 5. braut. Ef veður verður gott meðan á keppni stendur verður sú nýjung reynd að sýna beint á sjón- varpsskermi inni í golfskálanum það sem er að gerast úti á vellinum. Þá verða einnig sýndar golfmyndir frá frægum erlendum keppnum. Völlurinn hefur komið mjög vel undan vetri og er óðum að taka á sig grænan lit. Þar sem búist er við mikilli þátttöku er væntan- legum þátttakendum bent á að tilkynna sig eigi síðar en föstu- daginn 8. maí fyrir kl. 19.30 í golfskála Keilismanna, síma 53360. Ölium er boðið að fylgjast rrieð spennandi leik. „furðulegan töframann“, og ótrúleg hittni hans i „pútti“ þykir renna stoðum undir eitt- hvað í þá áttina. Til dæmis hefur hann sökkt tveimur 40 feta pútt- um og eitt sinn er kúla hans sat á bólakafi í sandgryfju, gerði hann sér lítið fyrir og sló hana þaðan heint ofan i holuna! Þessi afrek kallaði hann „trúarlega reynslu“, og bætti við að hann nyti aðstoð- ar dularfullra strauma og æðri skilningarvita. Eftir fyrstu umferðina á Houston-mótinu hafði McCrord forystu í keppninni með 64 högg, eða 7 undir pari. McCrord, sem er 32 ára gamall, hefur ekki unnið golfmót í 7 ár. En hann er aðeins einu höggi á undan Hale Irwin, Ben Crenshaw og Tom Kite. • Þeir skipuðu hinar ýmsu sveitir er þátt tóku í Kambaboðhlaupinu á sunnudag. en hlaupnir voru fjórir 10 kílómetra kaflar frá Kambabrún til Reykjavíkur, en endað var við ÍR-húsið að venju. Á myndina vantar sveit HSK, sem hljóp seinna um daginn. Ljósmynd Jónas Egiisson. Kambaboðhlaupið lengst af spennandi ÍR-INGAR unnu tvöfaldan sigur í Kambaboðhlaupinu um helgina. Lengst framan af, eða um 28 til 29 kílómetra hafði sveit Ármanns forystuna, og við siðustu skipt- ingu munaði aðeins 45 sekúndum á fyrstu og þriðju sveit, en aldrei áður hefur verið um að ræða jafn spennandi keppni í þessu hlaupi, sem farið hefur fram nú níunda árið í röð, en fyrst var hlaupið í janúar 1973. Sex sveitir tóku þátt í hlaupinu að þessu sinni, þar af þrjár sveitir ÍR-inga, sem hefðu sent þá fjórðu ef forföll hefðu ekki orðið í þeirra röðum. Ein þessara sveita var skipuð Bandaríkjamönnum er starfa á Keflavíkurflugvelli. Ein þátttökusveitanna hljóp þó ekki á sama tíma og hinar, það var sveit HSK, sem fengið hafði boð um að mæta til leiks kl. 14, en ekki kl. 10 eins og hinar. Hlupu Skarp- héðinsmenn því einir síns liðs, en ákveðið var að tími þeirra skyldi látinn ráða í heildarúrslitum hlaupsins. Úrslitin urðu annars sem hér segir: 1. A-sveit ÍR 2:16,41 klst. Guðmundur Aðalsteinsson37:53 Úlfar Aðalsteinssor i 37:02 Gunnar P. Jóakimsson 31:08 Mikko Háme 30:38 2. B-sveit ÍR 2:18,50 klst. Sigurjón Andrésson i 38:39 Stefán Friðgeirsson 34:55 Jóhann H. Jóhannsson 33:13 Ágúst Ásgeirsson 32:03 3. Ármann 2:22,17 klst. Leiknir Jónsson 36:06 Jóhann Garðarsson 36:20 Guðmundur Gíslason 34:01 Gunnar Kristjánsson 35:50 4. Bl. sveit FH+UBK 2:25,19 klst. Sigurður Haraldsson 37:05 Viggó Þórisson 41:06 Einar Sigurðsson 33:48 Magnús Haraldsson 33:20 5. C-sveit ÍR 2:29,33 klst. Turbush 45:00 Milks 33:31 Rossi 36:31 Tiso 34:31 6. HSK 2:39,50 klst. Ingvi Karl Jónsson 41:35 Eyvindur Jónsson 39:09 Markús Ivarsson 39:09 Ingvar Garðarsson 39:57 Pólverjar náðu forystunni PÓLVERJAR sigruðu Austur- Þjóðverja með einu marki gegn engu í undankeppni IIM um helgina. Leikurinn, sem var i 7. riðli keppninnar, fór fram i Varsjá. Sigurmarkið var skorað á síðustu minútu leiksins og voru úrslitin i samræmi við gang ieiksins. Austur-Þjóðverjar höfðu leikið átta sigurleiki í röð er þeir lögðu í’ann til Póliands og hlutu því að vera fullir sjálfstrausts. Liðið lék agaðan varnarleik frá upphafi til enda og allt þar til undir lok leiksins virtist það ætla að færa liðinu annað stigið. En á síðustu mínútunni komst Gregorz Lato upp að endamörkunum, sendi knöttinn fyrir markið þar sem Buncol nokkur var réttur maður á réttum stað og skallaði knöttinn í netið. Eftir þessi úrslit hafa Pólverjar forystu í 7. riðli með 4 stig. Austur-Þjóðverjar hafa 2 stig og Malta, þriðja liðið í riðlinum, hefur ekkert stig. Aðeins eitt lið úrþessum riðli kemst í lokakeppn- ina á Spáni 1982.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.