Morgunblaðið - 05.05.1981, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1981
23
Kristbjörn formaður KKÍ
— Sambandið skilaði hagnaöi þriðja árið í röð
Kristbjörn Albertsson var um
helgina kjörinn íormaöur KKÍ,
en þing sambandsins var haldiö
um heÍKÍna. Tekur Kristbjörn
stöðu Stefáns Ingólfssonar, sem
leysti starfið farsælleita af hendi
þrjú siðustu keppnistimabilin.
Stefán var eini maðurinn sem
Kekk úr stjórninni, en skarðið
fyllti Gunnar Valgeirsson úr
Kefiavík.
Fyrir þingið spáði Stefán því að
þingið yrði rólegt og stóðst það
fullkomlega. Þingið samþykkti
þau tilmæli til stjórnarinnar, að
tillögur þær, sem landsliðs-
nefndarmennirnir báru fram
varðandi breytingar, yrðu sam-
þykktar. greyt|nKar þessar Voru
að nokkru leyti reifaðar í Mbl. í
síðustu viku, en fálust í stórum
dráttum í því, að sami maðurinn
sæi um öli landsliðin og réði
sjálfur aðstoðarmenn eftir þörf-
um, föngum og geðþótta. Jafn-
framt myndi þessi sami maður
vera útbreiðslu- og fræðslustjóri
sambandsins.
Fram kom einnig, að KKÍ skil-
aði hagnaði þriðja árið í röð. Velta
sambandsins var 58,8 milljónir
gamalla króna og hagnaður varð
3,1 milljónir. Landsliðið var að
nokkru leyti með sín fjármál út af
fyrir sig. Þar var veltan 33
milljónir gamlar, en tekjurnar um
hálf milljón.
Loks má geta þess, að ákveðið
var að koma á fót öldungadeild í
Kristbjörn Albertsson
körfuknattleiknum. Aldurstak-
mark þar verður 36 ára og eldri.
— KK.
Enn sigrar
Ovett í
langhlaupi
STEVE OVETT, breski hlaupar-
inn frægi, sigraði í þriðja víða-
vangshlaupi sinu i röð, er hann
kcppti i Nike Grand Prix-hlaup-
inu i Osló um helgina. Eins og i
hinum hlaupunum tveimur, náði
Ovett forystunni strax í hyrjun.
Norðmaður nokkur. að nafni Jan
Ejarestedt, hékk lengi vel í Ovett,
en á lokakaflanum sprakk sá
norski og mátti hann siðan
þakka fyrir að halda öðru sætinu.
Illaupið var 8 kílómetra.
Tími Ovetts var 25:42,5 mínútur,
en næstu menn, Fjarestedt og
Norðmaðurinn Dahl, fengu tím-
ana 25:44,7 og 25:47,8.
Gréta Waitz frá Noregi, sigraði
örugglega í kvennaflokki, en hún
er ekki síður heimsfrægur hlaup-
ari en Ovett. Kvenfólkið hljóp 4
kílómetra og var tími Grétu
13:40,5 mínútur. Danska stúlkan
Dorthe Rasmussen þótti koma
nokkuð á óvart er hún nældi í
annað sætið og fékk tímann
14:07,4. Chris Benning frá Bret-
landi varð þriðja á 14:23,4 mínút-
um.
Sú austur-
þýska var
geysisterk
AUSTUR þÝSKA stúlkan Maxi
Gnauck var i miklum ham á
sunnudaginn, er siðari hluti Evr-
ópukeppninar i fimleikum
kvenna fór fram i Madrid á
Spáni. Gnauck gerði sér þá lítið
fyrir og sigraði í þremur af
fjórum greinum og hreppti silfur
í þcirri fjórðu. Daginn áður, fyrri
dag keppninnar hafði hún þegar
tryggt sér Evrópumeistaratitil-
inn með stórkostlegri frammi-
stöðu. Stúlkur frá Austur-Evrópu
sópuðu tii sin öllum verðlaunun-
um á þessu móti, ekki ný bóla
það.
Teitur skorar enn
og Öster hefur eitt liöa fullt hús
ÖSTER, SÆNSKA meistaraliðið í
knattspyrnu, hefur sannarlega
byrjað hið nýja keppnistímabil
vel. Um hclgina fór fram þriðja
umferðin í sænsku deiidakeppn-
inni og sigraöi Öster lið Brage
2—0. Er Öster nú eitt á toppi
deildarinnar. eina liðið sem unn-
ið hefur alla leiki sína til þessa.
Teitur bórðarson hefur einnig
hyrjað glæsilega, en hann skor-
aði fyrra mark Öster gegn Brage
og hefur því skoraö tvö mörk í 3
fyrstu leikjunum. Mattson skor-
aði síðara markið. þriðja mark
hans, og þeir félagarnir hafa
reynst hættulegir saman í fram-
línu Öster. Úrslit leikja urðu
þessi:
Teitur bórðarson
vel.
hefur byrjað
Sundsvall — Örgryte 0—3
Öster — Brage 2—0
Örn Óskarsson og félagar hans
hjá Örgryte unnu góðan sigur á
útivelli. Um frammistöðu Arnar
veit Mbl. lítið, annað en að hann
fékk góða dóma fyrir tvo fyrstu
leikina. Hjá Gautaborg gengur
allt á afturfótunum, einnig hjá
AIK, en síðarnefnda félagið hefur
aðeins leikið tvo leiki, Gautaborg
þrjá.
Sem fyrr segir, hefur Öster nú
forystuna í deildinni, 6 stig, og
markatöluna 5—1. Atvidaberg
fylgir fast á eftir með 5 stig, síðan
koma Örgryte, Norrköping,
Sundsvall og Brage með 4 stig
hvert félag.
Hammarby — Malmö FF 4—4
Elfsborg — Atvidaberg 0—1
Gautaborg — Djurgarden 0—1
Norrköping — Halmstad 2—0
Vaalerengen
er efst
í Noregi
KRISTINN Björnsson, íyrr-
um leikmaður Vals og ÍA. og
félagar hans hjá norska 1.
deildar - liðinu Vaalérengen,
hafa byrjað hið hýbyrjaða
keppnistimabil mjög glæsi-
lcga. Vaalerengen, sem varð
bikarmeistari á siðasta
keppnistimabili, hefur unnið
tvo fyrstu leiki sína i norsku
deildarkeppninni i knatt-
spyrnu og er efst með 4 stig
eftir tvo ieiki. Úrslit Ieikja
urðu sem hér segir:
Brann — Moss 0—2
Bryne — Vaalcrengen 0—2
Fredrikstad — llamkam 0— 1
Lillestrom — Haugar 2—2
Lyn — Viking 2—0
Start — Rosenborg 0—1
Rosenborg og Fredrikstad
hafa aðcins leikið einn leik
hvort félag. Ilamarkamerat-
erne, eða Hamkam eins og
nafnið er gjarnan stytt, hefur
hlotið 3 stig, en næstu lið hafa
eitt og tvö stig hvert.
Kristjana
heiðruð
KRISTJANA Aradóttir, hin
sterka handknattleikskona úr
FH, var útnefnd „Handknatt-
Icikskona ársins“ af HSf á
uppskeruhátið sambandsins
sem haldin var i Sigtúni á
fimmtudaginn i siðustu viku.
Kristjana var á siðasta vetri
sem fyrr lykilmaður í FlI-lið-
inu sem var sigursæila en i
annan tíma. Vann liðið bæði
fslandsmeistaratignina og
bikarkeppnina.
Portúgalir töpuðu
B-kcppnin i körfuknattleik er
hafin fyrir nokkru í Tyrklandi,
cn þar hefðu ísiendingar verið
meðal keppenda ef þá hefði ekki
vantað herslumuninn að sigra i
C-keppninni i Sviss á dögunum.
Mbl. hefur haft spurnir af nokkr-
um leikjum i keppninni og má
þar kannski fyrst geta Portú-
gala. sem voru eina liðið sem
sigraði ísland í Sviss. Portúgalir
töpuðu fyrir Svium 56—70.
Úrslit í öðrum leikjum sem Mbl.
hefur fregnað af, voru sem hér
segir:
Ungverjaland — England 84—83
Tyrkland — Belgía 71—70
Grikkland — Finnland 101—86
Holland — Búlgaría 86—65
Rúmenía — V-Þýskaland 95—84
Keppnin í Tyrklandi fer fram í
tveimur 6-liða riðlum og er keppt
annars vegar í Istantbul og hins
vegar í Izmir. Tvö efstu liðin úr
hvorum riðli vinna sér rétt til þess
að taka þátt í hinni alvöru EM-
keppni sem fram fer í Tékkóslóv-
akíu dagana 26. maí til 5. júní.
Sigrar Fylkir?
LEIKIÐ var í Reykjavikurmót-
inu i knattspyrnu um helgina.
Fylkir sigraði Val með einu
marki gegn engu og skoraði
Anton Jakobsson sigurmarkið. f
gærkvöldi léku síðan bróttur og
Víkingur og sigraði Vikingur 4:1.
Víkingur er efstur með 10 stig en
Fylkir hefur 8 stig og á eftir að
leika við Armann. Fram hefur 7
stig og mætir Val i kvöld klukk-
an 20 á Melavelli.
Titillinn loks í
höfn hjá
llollenska knattspyrnuliðið
AZ'67 Alkmaar tryggði sér loks
hollensku meistaratignina i
knattspyrnu á sunnudaginn, er
liðið gersigraði Feyenoord í
Rottcrdam. Hefur liðið þar með
hlotið 51 stig eftir 28 leiki, 11
stigum meira en FC Utrecht, sem
nú er komið í 2. sætið i stað
Feyenoord. Sá fræðiiegi mögu-
leiki sem var á þvi að Alkmaar
myndi klúðra öllu saman. er
rokinn út i veður og vind.
Feyenoord byrjaði betur gegn
Alkmaar og snemma í leiknum
skoraði Jupp Kaczor fyrir heima-
liðið. Alkmaar-liðið sótti í sig
veðrið jafnt og þétt og rétt fyrir
leikhlé tókst Jan Peters að
minnka muninn. í síðari hálfleik
héldu liðinu siðan engin bönd,
hvert markið rak annað og loks
stóð 5—1 fyrir Alkmaar, niður-
lægjandi ósigur fyrir Feyenoord á
eigin heimavelli. Kees Kist,
Kristian Nygaard, Pier Tol og Jan
Alkmaar
Peters skoruðu mörkin í síðari
hálfleik. Úrslit leikja í hollensku
knattspyrnunni urðu annars sem
hér segir:
Roda JC — PSV Eindhoven 2—3
GAE Deventer — Exceilsior 4—2
FC Utrecht — Groningen 3—0
Willem 2. — Den Haag 2—1
Feyenoord — Alkmaar 1—5
Tvente — Pec Zwolle 2—0
MVV Maastricht — Nec Nijm.0—0
Ajax — Sparta 2—1
Norðurlandabúar voru í sviðs-
ljósinu í hollensku deildinni eins
og oft áður, danski landsliðsmað-
urinn' Sören Lerby skoraði bæði
mörk Ajax gegn Spörtu og Norð-
maðurinn Hallvar Thoresen skor-
aði annað marka Tvente gegn Pec
Zwolle. Sem fyrr sagði, hefur
AZ’67 51 stig. Utrecht hefur 40
stig og Feyenoord 39 stig. PSV og
Ajax hafa nú bæði hlotið 38 stig
og sitja um UEFA-sætið sem
Feyenoord gæti hæglega misst út
úr höndunum úr því sem komið er.
Juventus
hefur
forystu
Juventus heldur enn forystu í
ítölsku deildarkeppninni i
knattspyrnu eftir 1—0 sigur
gegn Avellino á sunnudaginn.
Það var bakvörðurinn
Cabrini sem skoraði markið
eftir undirbúning Liam Bra-
dys. Úrslit leikja urðu sem
hér segir:
Bolognia — Torino 1—0
Brescia — IJdinese 1 — 1
Cagliari — Como 1 — 1
Inter — Ascoli 1—2
Juventus — Avellino 1—0
Napoii — Fiorentina 1 — 1
Pistoise — Catanzarro 0—1
Roma — Perugia 5—0
Juventus hefur 39 stig.
Roma 38 stig og Napoli 36
stig. Næst er Inter með 31
stig.
Kópavogur
lagöi
Vestmanna-
eyjar
KÓPAVOGUR sigraði Vest-
mannaeyjar i bæjakeppni i
knattspyrnu um helgina, en
þar var teflt fram 1. deildar
liðum UBK og ÍBV. Leikið
var i Kópavogi og sigraði
hcirnaharinn 3—0. Hákon
Gunnarsson, Valdemar Valde-
marsson og Jón Einarsson
skoruðu mörk Kópavogs. Lið
UBK hefur verið i miklum
ham í vorleikjum sinum, unn-
iö stóra og góða sigra. Eink-
um hefur Jón Einarsson verið
frískur, skorað mikið aí
mörkum.
Naumur
sigur
Dana
DANIR NÁÐU að tryggja sér
nauman sigur gegn Luxem-
borg i riölakcppni IIM um
helgina. cn lcikið var í Lux-
emborg. ítalia, Júgóslavia og
Grikkland eru einnig i sama
riðli og hvorki Danmörk eða
Luxemborg eru með i topp-
haráttunni. Luxemborgararn-
ir náðu forystu i fyrri hálfleik
með marki Alan Nurnberg,
en þeir Preben Elkjær og
Frank Arnesen skoruðu fyrir
Dani i síðari háifieiknum,
lokatölur því2-l.
2 med 11 rétta
í 34 LEIKVIKU getrauna
komu fram 2 raðir mcð 11
réttum leikjum og var vinn-
ingur íyrir hvora röð kr.
40.250.-. Með 10 rétta leiki
reyndust vcra 34 raðir og
vinningur fvrir hverja röð kr.
1.015.-.
Þctta var siðasta getrauna-
vikan á þcssum vetri og verð-
ur nú gert hlé, unz enska
knattspyrnan hefst að nýju.
en deildakeppnin heíst óvenju
seint i haust. eða laugardag-
inn 29. ágúst.
Á síðasta vetri voru 34
getraunavikur og heildarsala
íþróttafélaganna nam 640
millj. gömlum krónum. sem
er þreföld veltan frá árinu
áður. Sölulaun til iþróttafé-
laganna hafa þá numið um
160 miilj. gkr. og hlutur
tveggja Reykjavikurfélaga
var um 25% af heildinni.