Morgunblaðið - 05.05.1981, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 05.05.1981, Qupperneq 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1981 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1981 25 " 1 • *******' Tottenham LIÐ Tottenham er eina lidiö fyrr og síðar sem sigraö hefur í enska bikarnum og veriö utan deilda. Þaö var áriö 1901. Það var jafnframt fyrsti sigur félagsins í enska bikarnum. Félagiö sem stofnaö var áriö 1882 var gert aö atvinnu- mannaliöi áriö 1895. Totten- ham hefur leikiö fimm sinnum til úrslita um enska bikarinn og ávallt sigrað. Það var áriö 1901, 1921, 1961, 1962 og 1967. Liðið hefur tvívegis sigrað í ensku deildarkeppninni, keppnistímabilin 1950—51 og 1960—61. Lióið hefur einu sinni sigraö í UEFA-keppninni það var keppnistímabilið 1971—72. Stærsti sigur liösins í leik frá upphafi var gegn utandeildar- lióinu Crewe Alex. i fjórðu umferð í ensku bikarkeppn- inni áriö 1960. Leikurinn end- aöi 13—2. Stærsta tap Totten- ham frá upphafi vega var áriö 1978 í 1. deild gegn Liverpool, 7—0. Sá sem flesta leiki hefur leikið fyrir félagið er mark- vörðurinn Pat Jennings. Hann lék 472 deildarleiki á árunum 1964—1977. Hann er reyndar enn í fullu fjöri hjá ööru félagi. Frægasti leikmaöur Totten- ham fyrr og síðar er án efa markaskorarinn mikli Jimmy Greaves. Jimmy skoraöi alls 220 mörk fyrir liö sitt á árunum 1960 til 1970. Þá var hann markhæsti leikmaöurinn í ensku deildarkeppninni 1962 til 1963, skoraði 37 mörk. Lið Tottenham hefur góöum leikmönnum á að skipa í dag. Argentínumennirnir Osvaldo Ardiles og Richardo Villa sem báðir urðu heimsmeistarar ár- ió 1978 hafa sett sinn svip á leik liðsins. Fleiri leikmenn mætti nefna. Tottenham er nú í níunda sæti í ensku deildar- keppninni og hefur leikiö all- vel aö undanförnu. - br. Man. City Liö Manchester City leikur á laugardaginn í áttunda sinn til úrslita um enska bikarinn á þeim 100 árum sem keppt hefur veriö um hann. Liö Man. City var stofnaö áriö 1895 og lék fyrst í 1. deild árið 1899. Manchester City sigraöi í fyrsta sinn í ensku bikar- keppninni árið 1904, en síöasti sigur þeirra var áriö 1969. Þá vann liðið árin 1934 og 1956. Liðið tapaði svo úrslitaleikjum árin 1926, 1933 og 1955. Liðió hefur tvívegis sigraö í deild- arkeppninni, árin 1936—37 og 1967—68. Árin 1976—77 var liöið í ööru sæti. Liðiö hefur einu sinni sigrað í Evrópukeppni og var það keppnistímabilið 1970—71 er liðið náði að sigra í Evrópu- keppni bikarhafa. Stærsti sig- ur sem liðið hefur unnið frá upphafi var áriö 1895 er það sigraði Lincoln í 2. deild 11—3. Stærsta tap í sögu félagsins var í 1. deild á árið 1906 gegn Everton 9—1. Sá sem flesta leiki hefur leikið fyrir félagið í deildar- keppninni frá upphafi vegar er Alan Oakes á árunum 1959— 76, 565 alls. Lið Manchester City byrjaði keppnistímabiliö að þessu sinni mjög illa og tapaöi hverj- um leiknum af öörum. Þá var framkvæmdastjóri félagsins Malcolm Allison rekinn og John Bond ráðinn í hans stað. Þá fór liðinu strax aö ganga betur og vann hvern leikinn af öðrum. Liðið er nú um miðja deild og tókst að tryggja sér rétt til úrslitaleiksins á Wembley með því að slá út sjálfa Ipswich-kappana. Stærstu stjörnur Man. City í dag eru markvörðurinn Joe Corrigan, miöherjinn Kevin Reeves, og framherjinn Dennis Tueart. - þr. • Wembley leikvangurinn í London. Hann var fyrst tekinn í notkun árið 1923. Fyrsti atburðurinn sem þar fór fram var úrslitaleikur í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu á milli Bolton Wanderes og West Ham. Nú 58 árum síðar fer fram sögulegur leikur á vellinum. Á laugardag verður 100. úrslitaleikurinn í ensku bikarkeppninni. Liðin sem mætast á Wembley eru Tottenham og Manchester City. Wembley leikvangurinn tekur eitthundrað þúsund manns, 45.000 í sæti og 55.000 í stæði. Tveir mjög sögulegir atburðir fóru fram á þessum leikvangi. Ólympíuleikarnir árið 1948 og heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu árið 1966 sem England sigraði. Leikvangurinn er jafnan fullskipaður þegar stórleikir fara þar fram og þá er þar stemmning sem gleymist engum sem í hefur komist. Og þeir eru orðnir margir íslendingarnir sem kannast oröið vel viö sig á vellinum fræga. • Söguleg mynd frá fyrsta úrslitaleiknum á ^------,Wemblev árið 1923 er Bolton og West Ham ^ léku. Þá tók það lögreglu langan tíma að koma áhorfendum af leikvanginum sjálfum. Á þessari mynd má sjá þrjá af leikmönnum Bolton fylgjast með og bíða eftir því að leikurinn geti hafist. • Lið Arsenal vann það afrek árið 1971 að vinna bæði ensku deildarkeppnina og bikarkeppnina. Fyrirliði liðsins þá var hinn kunni knattspyrnumaöur Frank McLintock sem hér sést hampa bikarnum fyrir ensku deildarkeppnina. =o • Frá fyrsta úrslitaleiknum áriö 1923. Lög- reglan á hestum reynir aö hemja mann- fjöldann. Talið er að um 200 þúsund áhorfendur hafi mætt til leiksins og verið við leikvanginn er leikurinn fór fram. Bolton sigraöi í þessum fyrsta leik 2—0. BIKARURSLIT Á WEMBLEY Sigrar - Siðir - Sorgir • David O’Leary, Arsenal, og Steve Coppell, Manchester United, eigast við í úrslitaleik á Wembley árið 1979. Arsenal sigraði 3—2. 'i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.